Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 8
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Vart varð þverfótað fyrir einka- þotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hlut- hafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfa- markaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Engin þota Og enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðæris- sprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun okt- óber. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfn- ir á braut á drossíunum, sett- ist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutl- aði bróður sínum í höfuðstöðv- arnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS- húsið í Ármúlanum á milli eðal- jeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saab inn að forstjóri Bakkavarar sé í hús- inu. Gamalt og gott Ein af þeim bókum sem vitn- að er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstand- andi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu … Svartur svanur 0,30 prósent er stýrivaxtastigið í Japan eftir lækkun um 0,20 prósentustig um miðja síðustu viku. 100 starfsmenn eru eftir hjá Landic Property í Danmörku, en félagið sagði nálægt fimmt-ungi starfsfólks upp um mánaðamótin. 29,5 milljarða dollara lán stendur Danske Bank til boða frá Seðlabanka Bandaríkjanna. Upphæðin jafngildir um 3.000 milljörðum króna. LAGERSALA! 50 - 80% afsláttur! Vandaðir sólbekkir, verð frá kr. 11.960,- IKEA Marel Kaplakriki LAGERSALA Vesturhrauni 3 Molduhraun Garðabæ Signature borð og 4 stólar (áður kr. 97.500,-) Inni/úti ísar 30x30cm (áður kr. 1.980,- pr m2) 19.500,- 990,- Vönduð garðhúsgögn frá Saccaro, Sun Furniture, Garden Signature og Royal Teak Ótrúlegt úrval Ótrúleg verð Aðeins opið í nokkra daga Verðdæmi: Nú aðeins kr. Nú aðeins kr. Lagersala Signature er einungis að Vesturhrauni 3 í Garðabæ. Grípið tækifærið! OPIÐ: Virka daga frá kl. 13 - 18 Um helgina frá 13 -17 Sími 565 3399

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.