Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 1
„Stjórn Samsonar eða kröfuhafar geta nú farið fram á gjaldþrota- skipti,“ segir Ásgeir Friðgeirs- son, talsmaður Björgólfsfeðga. Hann segir þetta ekki hafa bein áhrif á önnur fyrirtæki sem þeir feðgar eigi hluti í. Beiðni Samsonar um áfram- haldandi greiðslustöðvun var hafnað í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær og farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Samson er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfsson- ar. Stærsta eign félagsins var rúmlega 41,85 prósenta hlutur í Landsbankanum. Ásgeir bendir á að eignarhlut- ur Samsonar í bankanum hafi numið 90 milljörðum króna undir það síðasta. Þegar ríkið tók bankann eignar- námi varð hann að engu. Gunn- ar Sturluson, lögmaður Samson- ar, sagði niðurstöðuna koma sér á óvart. Hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Samson fékk greiðslustöðvun 7. október, sama dag og Lands- bankinn var ríkisvæddur og rann hún út á þriðjudag í síðustu viku. Þýski bankinn Commerzbank Int- ernational gerði einn athugasemd- ir við framlengingu greiðslustöðv- unar. Samson skuldaði Commerz- bank rúma 23 milljarða króna auk þess sem ábyrgð á láni til bresku ferðaskrifstofunnar XL Leisure Group upp á tæpa 37 milljarða króna hvíldi á herðum félags- ins. Líklegt er að ábyrgðin færist aftur til Eimskipafélagsins. - jab 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 5. nóvember 2008 – 45. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Evran til Litháen | Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Litháens, segir líkur á að landið taki upp evru ári fyrr en áætl- að var, jafnvel árið 2011. Um 80 prósent af öllum bönkum í Lit- háen eru í eigu erlendra aðila. Skoða Sterling | Nokkur kaup- tilboð bárust í þrotabú Sterling- flugfélagsins í Danmörku, sem varð gjaldþrota í síðustu viku. Frestur til að skila inn tilboðun- um rann út á miðnætti í fyrra- kvöld. Vissi um kreppuna | Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, og Englandsbanki vissu um komandi fjármálakreppu á Íslandi í mars en forsætisráð- herrann ræddi við Geir Haarde um málið í apríl. Vilja evruna | Rétt rúmur helmingur Dana er nú fylgj- andi því að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Fyrir rúmum hálfum mánuði vildi tæpur helmingur landsmanna taka upp gjaldmið- il evrusvæðisins. Allt er ríkisins | Danska blaðið Berlingske Tidende sagði í vik- unni danska hótelið D´Anglet- erre, eitt frægasta hótel Norð- urlanda, nú komið í eigu ís- lenska ríkisins í gegnum Nýja Landsbankann. Landsbankinn gamli fjármagnaði kaup Nord- ic Partners á hótelinu í fyrra. Gísli Reynisson, stærsti hlut- hafi Nordic Partners, vísaði því á bug. Svartur mánuður | Október var sá svartasti mánuður sem bandarískir fjárfestar hafa séð í 21 ár. Í október árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um 23 pró- sent, þar af um 22,6 prósent 19. sama mánaðar. Það var næst- mesta fall vísitölunnar frá upp- hafi. Í síðasta mánuði féll vísi- talan um rúm 14 prósent. Nálægt núllinu | Ben Bern- anke, seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar. Vextir standa nú í einu prósenti. Lækki þeir frek- ar hafa þeir aldrei verið lægri. Orðskýringin Hver er finnska leiðin? Jeffrey Sachs Hrunið og leiðin til viðreisnar Novator Spáði falli krónunnar árið 2006 2 Félag Björgólfsfeðga gjaldþrota Á ekki fyrir skuldum eftir að kjölfestufjárfesting gufaði upp í ríkisvæðingu. Greiðslur af Icesave-reikning- um hefjast í næstu viku. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að 230 þús- und reikningseigendur í Bret- landi fái í vikunni tölvupóst þar sem þeim verður leiðbeint um hvernig þeir geti nálgast inn- stæður sínar. Vísað er til lof- orða breskra stjórnvalda um að allir fái fé sitt aftur. Innstæðurnar á bresku og hollensku Icesave-reikning- um Landsbankans sáluga og á þýskum Edge-reikningum Kaupþings heitins, eru tryggð- ar upp að ríflega 20 þúsund evrum af Tryggingasjóði inn- stæðueigenda. Haldið hefur verið fram að sjóðurinn eigi aðeins að ábyrgjast það sem er í honum nú. Þar eru um 19 milljarðar króna. Erlendar inn- stæður nema hundruðum millj- arða. Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt að greiðsluskylda hafi stofnast hjá sjóðnum vegna Landsbankans, Kaupþings og síðast í gær vegna heildsöluinn- lána Glitnis í Bretlandi. Ekki hefur verið ákveðið hvernig sjóðurinn bregst við, en hann hefur heimild til lántöku vegna skuldbindinga sinna. Enn er ekki komin niðurstaða í við- ræðum stjórnvalda við Breta um lyktir málsins. Bráðabirgða- samkomulag var gert við Hol- lendinga en viðræðum er ekki lokið. Eftir því sem næst verð- ur komist hefur ekkert verið rætt við þýsk stjórnvöld vegna Edge. - ikh Bretar greiða út af Icesave Er prentverkið Svansmerkt? 6 MasterCard og annar stærsti banki Kasakstan, Kazkomm- ertsbank, hafa tilkynnt að þrátt fyrir alþjóðlega fjármálakreppu muni þeir ekki hætta við fyrir- ætlanir um útgáfu nýs lúxus- kreditkorts. Kortið er skreytt með gullhúð og í miðju þess hefur verið komið fyrir litlum demanti. Ársgjald demantskortanna er 1.000 Bandaríkjadalir, en út- tektarheimild þeirra er 50.000 dalir. Talsmaður bankans segir að demanturinn sé „bara til skrauts“ og að þrátt fyrir efna- hagsþrengingar sé nóg af vell- auðugu fólki sem vilji berast á. Áhugasömum er bent á að þeir þurfi að hafa hraðar hendur, því bankinn ætlar sér aðeins að gefa út 1.000 demantskort. - msh Demantsprýdd kreditkort Óli Kristján Ármannsson skrifar Skuggabankastjórn Markaðarins telur að skipta verði um bankastjórn Seðlabanka Íslands. Sam- kvæmt áætlun kynnir Seðlabankinn stýrivaxta- ákvörðun og sýn á þróun efnahagsmála á vaxta- ákvörðunardegi sínum á morgun. Skuggabankastjórnin telur vexti þurfa að vera óbreytta í 18 prósentum þar til línur skýrast hvað varðar aðgerðaáætlun þá sem lögð hefur verið fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Upplýst verður um áætl- unina þegar stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur fjallað um hana í vikulokin. „Meginverkefnið er að skapa trúverðugleika í kringum peningamálastefnuna og Seðlabankann. Það er nær útilokað með núverandi bankastjórn,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands. Hann á sæti í skuggabankastjórninni með Ólafi Ísleifssyni, lektor við Háskólann í Reykjavík, Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðingi hjá Landsbank- anum, og Ásgeiri Jónssyni, forstöðumanni greining- ardeildar Kaupþings. Auk þess að yfirstjórnir Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins sæti ábyrgð „samkvæmt vestrænni lýðræðishefð“ vill Ólafur Ísleifsson að stofnanirnar verði að því loknu sameinaðar. Edda Rós segir Seðlabankann og ríkisstjórnina verða að ganga í takt. „Misvísandi skilaboð Seðla- banka og ríkisvaldsins eru óásættanleg. Trúverðug- leiki er nauðsynlegur. Því er eðlilegt að yfirstjórn Seðlabankans víki,“ segir hún og bætir við að mistök við hagstjórn upp á síðkastið kunni að leiða til þess að vextir þurfi hér að hækka enn meira til að koma stöðugleika á gjaldeyrismarkað. „Ný og trúverðug yfirstjórn í Seðlabankanum myndi minnka þörfina á slíkri aðgerð.“ Í umræðum skuggabankastjórnar kom fram að Seðlabankanum væri nokkur vorkunn að ætla að birta rit um framvindu efnahagsmála rétt áður en fyrir liggja skilmálar samkomulags ríkisins og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um aðgerðir í efnahagsmál- um. Peningamálin verði því eins og „staðið kaffi“, ný uppáhelling fáist ekki fyrr en allar upplýsingar liggi fyrir. Það er meðal annars fyrir þessa óvissu sem skuggabankastjórnin segir ekki hægt að mæla með breytingu á vöxtum nú. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í 18 pró- sent 28. október síðastliðinn á viðbótarvaxtaákvörð- unardegi. Þar áður var vöxtum einnig breytt utan hefðbundinnar dagskrár 15. október þegar þeir voru lækkaðir í 12 prósent, úr 15,5 prósentum. Sjá miðopnu FUNDAÐ UM STÝRIVEXTI Skuggabankastjórn Markaðarins skipa Ólafur Ísleifsson, Þórður Friðjónsson, Ásgeir Jónsson og Edda Rós Karlsdóttir. Með eru ritstjórar Markaðarins. MARKAÐURINN/GVA Skuggabankastjórn vill nýja seðlabankastjórn Stjórn Seðlabankans þarf að víkja til að auka trú á efna- hagsstjórn hér, að mati skuggabankastjórnar Markaðarins. Stýrivextir óbreyttir meðan upplýsinga er beðið. Hermt er að gjaldþrot Samsonar hafi engin bein áhrif á aðrar eignir Björgólfsfeðga, hvorki hins eldri (BG) né hins yngri (BTB). HF Eimskipafélag Íslands BG Icelandic Group BG West Ham BG Ólafsfell (- m.a. hlutur í Árvakri) BG Actavis BTB Play í Póllandi BTB Amer Sport í Finnlandi BTB Samson Global Holdings BG/BTB - 35 prósenta hlutur í Straumi- Burðarási - sem aftur á hlut í Árvakri E I G N I R B J Ö R G Ó L F S F E Ð G A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.