Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 5. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... Á R É T T I N G V E G N A F R É T T A R ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Fjármálakreppunnar, sem ríður yfir heiminn, verður minnst sem axarskafts Alans Greenspan. Hún er að stærstum hluta að undirlagi stjórnar Seðlabanka Bandaríkj- anna á tímabili auðfengins fjár- magns og afnáms fjárhagslegs regluverks, sem stóð frá miðjum tíunda áratugnum þar til nú. Stefnan sem keyrð var áfram með auðfengnu fjármagni, og tví- efld af eftirlitsaðilum sem van- ræktu skyldu sína, skapaði skil- yrði fyrir húsnæðis- og lántöku- bólu í Bandaríkjunum og víðar sem áttu sér engin fordæmi. Nú er bólan sprungin og þessara hag- kerfa bíður djúp efnahagslægð. Kjarni fjármálakreppunnar var hækkun á fasteignaverði og hlutabréfum, sem voru ekki í neinum takti við það sem áður þekktist. Greenspan blés lífi í tvær bólur – netbóluna frá 1998 til 2001 og í kjölfarið húsnæð- isbóluna sem nú er að springa. Í báðum tilfellum leiddi hækk- andi eignaverð til þess að banda- rísk heimili töldu sig orðin tals- vert fjáðari og stuðlaði þannig að snarauknum lántökum og eyðslu – í húsnæði, bíla og ýmsar neysluvörur. Fjármálamarkaðir voru áfjáð- ir í að veita heimilunum lán, að hluta til vegna afnáms á regl- um um lánastarfsemi, sem bauð hættunni á ábyrgðarlausum lán- veitingum heim. Sprengingin á húsnæðis- og verðbréfamarkaði varð til þess að hrein verðmæti bandarískra heimila jukust um um það bil átján billjónir dollara á árunum 1996 til 2006. Neyslu- aukningin sem af þessum auði hlaust varð til þess að hækka hús- næðisverð enn frekar; lántakend- ur sannfærðust um að það væri í lagi að þenja bóluna aðeins meira út. Nú er spilaborgin hrunin. Hús- næðisverð náði hámarki árið 2006 og eigið fé árið eftir. Sem þess- ar bólur springa munu pappírs- auðæfi að jafnvirði tíu, jafnvel fimmtán, billjóna dollara þurrk- ast út. FLÓKIÐ SAMSPIL Nokkrir flóknir atburðir eiga sér nú stað samtímis. Í fyrsta lagi draga heimili mjög úr neyslu, þar sem þau finna – réttilega – fyrir mikilli kjararýrnun frá því í fyrra. Í öðru lagi hafa nokkur áhrifamikil fyrirtæki á borð við Bear Stearns og Lehman Broth- ers orðið gjaldþrota, sem veldur enn meira tapi (hjá hlutabréfa- höfum og lánveitendum hinna gjaldþrota fyrirtækja) og hegg- ur skarð í þá lánastarfsemi sem þessi fyrirtæki stóðu fyrir. Í þriðja lagi tapa viðskipta- bankar mjög á þessum atburð- um, stór hluti af fjármagni þeirra þurrkast út. Með rýrnandi fjár- magni dregur einnig úr lán- veitingum þeirra í framtíðinni. Í fjórða og síðasta lagi skapaði gjaldþrot Lehman Brothers, og erfiðleikar tryggingarisans AIG, sem fór næstum sömu leið, fjár- hagslegt óðagot, þar sem jafnvel vel stæð fyrirtæki gátu hvorki orðið sér úti um skammtímalán né selt skammtímaveðbréf. Þeir sem marka stefnuna standa nú frammi fyrir þeirri áskorun að skapa nægjanlegt traust til að fyrirtæki geti aftur fengið skammtímalán, svo þau geti greitt út laun og fjármagnað birgðakaup. Í annan stað þarf að koma fjármagnsstöðu bankanna í samt lag, þannig að viðskipta- bankar geti farið að lána til lang- tímafjárfestinga á ný. STÓRIR SKELLIR Þessi skref, eins brýn og þau eru, munu þó ekki koma í veg fyrir efnahagslægð í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem fjár- málakreppan hefur gripið niður. Ólíklegt er að hlutabréfa- og fast- eignamarkaðurinn rétti úr kútn- um í bráð. Heimilin hafa þar af leiðandi minna fé milli handanna og munu draga mjög úr eyðslu, svo samdráttur til skamms tíma verður óumflýjanlegur. Bandaríkin taka stærsta skellinn, en önnur lönd þar sem sprenging hefur orðið á húsnæðis- markaði og í neyslu – sérstaklega Bretland, Írland, Ástralía, Kan- ada og Spánn – bíða líka skaða. Ís- land, sem einkavæddi bankana og dró úr reglugerðum fyrir nokkr- um árum, stendur frammi fyrir þjóðargjaldþroti, þar sem bank- arnir geta ekki greitt háar skuld- ir. Engin tilviljun er að þessi ríki, utan Spánar, aðhylltust banda- rísku kennisetninguna um „frjáls- an markað“ og fjármálakerfi sem sætti litlu eftirliti. SÓKNARFÆRI VÍÐA En þótt hin lítt heftu hagkerfi að hætti enskumælandi Vestur- landa verði fyrir búsifjum þarf það ekki endilega að leiða til hörmunga um allan heim. Ég sé ekkert sem bendir til heims- kreppu, ekki einu sinni sam- dráttar á heimsvísu. Bandaríkin verða vissulega fyrir tekjumissi og auknu atvinnuleysi, sem dreg- ur úr útflutningi annarra ríkja til Bandaríkjanna, en í öðrum heimshlutum vex mörgum ríkj- um ásmegin. Í ýmsum stórum hagkerfum, þar á meðal Kína, Þýskalandi, Japan og Sádi-Arab- íu, hefur jákvæður vöruskipta- jöfnuður verið mjög mikill og þau verið að lána öðrum ríkjum (sérstaklega Bandaríkjunum) í stað þess að taka lán. Þessi ríki eiga nóg af lausa- fé og eru ekki sliguð af hruni á fasteignamarkaði. Þótt heimilin í þessum löndum hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum við rýrnun á eigin fé, geta þessi ríki ekki aðeins haldið áfram að vaxa, heldur geta þau einnig brugð- ist við minnkandi útflutningi til Bandaríkjanna með því að auka eftirspurn innanlands. Þessi ríki ættu nú að lækka skatta, lækka innlenda vexti og auka opinber- ar framkvæmdir á sviðum vega- gerðar, orkuframleiðslu og fé- lagslegs húsnæðis. Þau eiga nægan gjaldeyrisforða til að lág- marka hættuna á að aukin eyðsla innanlands valdi fjárhagslegum óstöðugleika, svo lengi sem þau sýna fyrirhyggju. GEFIÐ UPP Á NÝTT Hvað Bandaríkin áhrærir eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar sem bitna á milljónum manna, og ljóst að það harðnar enn á daln- um á næsta ári þegar atvinnu- leysi eykst. Í þessu felst hins vegar tækifæri til að hugsa upp á nýtt efnahagsstefnuna sem hefur verið við lýði frá því Ronald Reag- an komst til valda árið 1981. Lágir skattar og afnám reglugerðakerf- is stuðlaði að neyslufylliríi, sem veitti vellíðan meðan á því stóð, en leiddi einnig af sér mikinn tekjuójöfnuð, fjölmenna lágstétt, miklar erlendar lántökur, skeyt- ingarleysi gagnvart umhverfinu og innviðum samfélagsins, og að lokum risavaxinn, efnahagslegan glundroða. Það er orðið tímabært að marka nýja efnahagsstefnu og gefa upp á nýtt. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hrunið og leiðin til viðreisnar Jeffrey Sachs prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla. O R Ð Í B E L G Hver dagur sem líður án þess að gripið sé til stefnumarkandi aðgerða um endurreisn íslensks samfélags í kjölfar bankahrunsins felur í sér frekari ótíðindi fyrir íslenska þjóð. Fleiri og fleiri fyrirtæki segja upp starfsfólki, lækka laun eða minnka starfshlutfall og önnur þrýtur hrein- lega örendi. Það forgangsverkefni stjórnvalda að verja atvinnustigið sýnist enn engan árangur hafa borið, enn er þrautin þyngri að eiga við- skipti eða gjaldeyrisfærslur við útlönd og enn veit ekki nokkur maður hvert raunverulegt virði íslensku krónunnar er. Reiðin stigmagnast í samfélaginu og það er ekkert skrítið. Upplýs- ingagjöf er afar takmörkuð, enginn veit af hverju Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hætti við að taka ákvörðun um neyðaraðstoð til handa Íslandi í gær og forsætisráðherra vill ekkert upplýsa um málið. Það er orðin lenska hjá ráðamönnum að bera við trúnaði og fyrir vikið ber meira á leka innan stjórnkerfisins og bankanna, sem aftur verður til þess að draga enn frekar úr trausti almennings á þessum mikilvægu stofnun- um. Enginn mælir á móti nauðsyn þess að fram fari ítarlegt uppgjör á orsök- um bankakreppunnar, en við megum ekki verða svo upptekin af ásökun- um hvert í annars garð að við gleym- um aðalatriðunum; hvernig bæta megi ástandið og bjarga því sem bjargað verður. Segja má að nokkrir kostir séu aug- ljósir í þeim efnum. Fyrst skal telja aðstoð IMF, sem við verðum að gefa okkur að komist í höfn í síðasta lagi á föstudag eða um helgina. Við getum ekki beðið lengur. Í kjölfarið ættu síðan að fylgja samningar um lán og gjald- eyrisskipti við fleiri ríki, ef marka má fréttir. Allt á það svo væntanlega að geta stutt við gengi krónunnar þegar hún verður sett á flot á nýjan leik, hve- nær svo sem það verður, þótt margt bendi því miður til þess að sú tilraun geti haft í för með sér hrikalegar efnahagslegar afleiðingar. Trúir einhver því að tilraunin með íslensku krónuna sé ekki full- reynd? Hvaða afleiðingar mun það hafa þegar þrjú til fimm hundr- uð milljarðar munu hverfa fljótlega úr landi um leið og gjaldeyrisvið- skipti verða aftur gefin frjáls? Hver verður þá gengisvísitala krónunn- ar? Verður hún 200 stig? Eða jafnvel 300? Hvað þýðir það fyrir erlend lán landsmanna? Hvaða áhrif hefur það á verðbólguna? Hér þarf augljóslega að grípa til annars konar úrræða. Að sjálfsögðu þarf strax að taka ákvörðun um inngöngu í evrópska myntkerfið með bakhjarli í Seðlabanka Evrópu. Það er algjört forgangsmál, ef vekja á tiltrú erlendra aðila á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Við verðum líka með öllum ráðum að verja heimilin í landinu og bjarga atvinnu- fyrirtækjunum. Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa stigið fram og lagt fram athyglisverðar tillögur þar að lútandi, t.d. með tímabundinni vernd fyrir einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleik- um fyrir ágangi kröfuhafa, greiðsluaðlögun fyrir skuldara, uppkaup- um ríkisins á íbúðarhúsnæði landsmanna, tilfærslu húsnæðislána yfir í Íbúðalánasjóð, aukið peningamagn í umferð, t.d. með lánsfé eða eignar- hlut í fyrirtækjum sem eiga raunverulega framtíð fyrir sér í hinu nýja hagkerfi, þar sem útflutningur mun skipta höfuðmáli. Fleiri þurfa að setja fram hugmyndir í þessa veru, en mestu skiptir þó að landsmenn sjái nú þegar raunhæfar aðgerðir af hálfu ríkisvalds- ins til þess að gera fólkinu í landinu lífið bærilegt. Tíminn líður hratt og hann vinnur ekki með okkur. Hver dagur sem tapast felur í sér enn meiri ógæfu einstaklinga og fyrirtækja og þar með samfélagsins alls. Við getum ekki beðið deginum lengur. Ástandið er að verða alveg óbærilegt í samfélaginu. Hvar eru aðgerðirnar? Björn Ingi Hrafnsson Már Guðmundsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss, gerir athugasemdir við frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær og unnin var upp úr glærum sem nýverið voru kynntar á fundi í Reykjavík. Hann segir að í erindi sínu hafi hann talið heppilegast að stjórnvöld í viðkomandi löndum hefðu unnið saman um lausafjár- stuðning og önnur viðbrögð til stuðnings íslensku bönkunum, ekki síst í ljósi þess að bankarnir hafi ekki verið gjaldþrota, heldur í greiðsluerfiðleikum í erlendri mynt, þeir hafi verið stórir og starfað yfir landamæri auk þess að vera kerfislega mikilvægir. Þetta hafi hins vegar ekki gerst. „Í þeim skilningi má kannski segja að við- brögðin hafi verið röng. Ég lagði hins vegar ekkert mat á hverju eða hverjum það var að kenna, öðru en þá kannski regluverkinu, og síst af öllu lagði ég nokkurn dóm á sérstakar aðgerðir íslenskra stjórn- valda, enda ekki viðfangsefni erindisins.“ Már bendir einnig á að hann nefndi þrjá kosti sem Ísland stæði frammi fyrir, sem gætu einnig átt við fleiri lönd. Ísland gæti dregið úr þátttöku sinni í fjármálalegri hnattvæðingu og hinum evrópska innri markaði; til að mynda með meiri hömlum á alþjóðlega starfsemi inn- lendra fjármálafyrirtækja en annars stað- ar tíðkast. „Það að draga landið algjör- lega út úr alþjóðlegu fjármálakerfi, eins og mátti skilja á greininni að ég hafi hald- ið fram, er hins vegar hvorki æskilegur né raunhæfur kostur.“ Í erindinu hafi hann nefnt að ná mætti alþjóðlegu samkomulagi um nýjan ramma fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi, sem hentaði litlum ríkum, þar með talið marghliða samstarf um gjaldmiðlaskiptasamninga í stað þess tvíhliða fyrir- komulags sem nú er algengast. „Það hefur hins vegar aldrei hvarflað að mér að smáríki geti komið upp sínu eigin innbyrðis fjármálakerfi og gjaldeyr- ismarkaði,“ segir Már. Már nefndi einnig, líkt og fram kom í frétt Fréttablaðsins, að Ísland gæti sótt um aðild að Evr- ópusambandinu, og tekið upp evru með tíð og tíma. Á þeim vettvangi gæti Ísland síðan lagst á sveif með nauðsynlegum endurbótum á evrópsku reglu- verki um fjármálastarfsemi og eftirlit. - ikh Samstarf um stuðning heppilegra MÁR GUÐMUNDSSON Nám í verðbréfaviðskiptum Nám til undirbúnings prófs í verðbréfaviðskiptum Framúrskarandi kennarar Staðnám og fjarnám Fyrirlestrar á netinu ll. hluti hefst 12. nóvember Skráning stendur yfir á endurmenntun.is Enginn mælir á móti nauðsyn þess að fram fari ítarlegt uppgjör á orsökum bankakrepp- unnar, en við megum ekki verða svo upp- tekin af ásökunum í hvers annars að við gleymum aðalatrið- unum; hvernig bæta megi ástandið og bjarga því sem bjarg- að verður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.