Tíminn - 05.03.1982, Blaðsíða 2
Föstudagur 5. mars 1982
í spegli tímans
Umsjón: B.St. og K.L.
Renée 17 ára fyrirsæta á valið:
STÚDENT EÐA STJARNA
■ Þaö er erfitt val fyrir
17 ára stúlku, hvort hún á
að halda áfram með
fyrirhugað nám — aö
stúdentsprófi a.m.k. —
eða taka glæsilegum til-
boöum um fyrirsætustörf,
sem henni berast vfða að.
Renée er frá Árósum i
Danmörku og hún var að-
eins 16 ára þegar hún kom
með vinkonu sinni aö taka
þátt i fyrirsætustörfum
hjá stórverslun. Ljós-
myndararnir sáu fljótt
hvaö hún myndaöist vel
og kom þeim saman um
að hún væri alveg sér-
stök. Hún er 176 sm á hæð,
falleg, meö fallegt hár og
ljómandi bros og sérlega
skapgóð og þægileg að
vinna með. Þetta siöasta
er mjög þýöingarmikið
fyrir góðar fyrirsætur,
þvi þær þurfa aö vera
þolinmóðar, þegar endur-
taka þarf myndatökur og
annaö slikt.
Nú hefur stúlkan fengiö
tilboö frá Ameriku, en
óvist er hvort hún tekur
þvi vegna þess að hún
stefnir að stúdentsprófi,
en það má reyndar segja
að hún hafi timann fyrir
sér með heimsfrægðina.
■ Myndin sem varð til þess að Renée fékk tilboð frá
Ameriku.
■ í þessum bransa er gott aö geta breytt um stfl. Hér
er Renée meö ljósrauða stutta hárkollu en fallega
háriö hennar er horfiö undir koliuna.
|s ■ V’' fe
t; .J.'H' BBr _
■ Renée kom fram á tiskusýningu i gegnvotum rauö-
um sundbol og vakti mikla hrifningu. ..Fallegasta
fyrirsæta sem ég hcf myndaö”, sagöi ijósmyndarinn.
Hefnd
innbrots-
þjófanna
■ Walter French i
Diisseldorf i Vest-
ur-Þýskalandi hafði farið
i fri með fjölskyldu sinni
en þegar heim kom sá
hann að brotist haföi ver-
ið inn i ibúöina en engu fé-
ma'tu hafði verið stolið.
Ilann hafði gengið frá
verömætum i sterkum
peningaskáp á heimili
sinu áður en farið var i
feröina og þjófarnir höfðu
ekki ráöið við að opna
hann. Greinilega höfðu
þeir aðeins áhuga fyrir
peningum. þvi að þeir
höfðu ekki stoliö mál-
verkum né silfurmunum
sem voru i ibúöinni en
mikil áhætta fylgir þvi að
koma sliku i peninga.
Walter sem er 58 ára
fjármalamaður sá aö
heyrnartólið hafði verið
tekið af simanum og lá á
skrifboröinu. Hann
hugsaði ekki meira um
það en lagði það á simann
aftur.
Kn þessir óboðnu gestir
liöfðu náð sér niðri á hon-
um þótt þeir næðu ekki að
ræna hann peningum.
Þegar þeir gátu ekki
opuaö peningaskápinn þá
hringdu þjófarnir I reiði
sinni i simanúmer I
Astraliu og létu siðan
heyrnartólið á borðið.
Þegar Walter kom
heini úr friinu og setti
simann á þá hafði sim-
reikningurinn komist upp
i yfir 400.000 krónur!
Þetta komst ekki upp fyrr
en mánaðarreikningurinn
kom til Walters French
sem varð alveg furðu
lostinn yfir þessari fanta-
legu hefnd innbrotsþjóf-
■ Tvær leikkonur leika dönsku prinsana Joachim og
Frederik og syngja visurnar: „Mamma er ekki
heima...”
Söngur dönsku prinsanna í revíu:
„Mamma er ekki heimar - svo amma ræður hér...”
■ 1 reviu sem leikin er á
Amager-Scenen um þess-
ar mundir eru prinsarnir
dönsku, Joachim og
Frederik látnir syngja
visur um lifið við hirðina
og hversu ágætt það sé,
þegar mamma er ekki
heima og ajnma ráði
heimilishaldinu. Eigin-
lega sé það nú mestallt
árið sem þannig standi á i
höllinni, — þvi að eins og
segir I visunni ,,Mor er
aldrig hjemme...”
Ahorfendur á revlu-
sýningunni eitt kvöldiö i
sl. viku ráku upp stór
augu þegar þeir sáu
Volmer-Sörensen leik-
hússtjóra leiða Margréti
drottningu i salinn og
Henrik prins. Enginn
vissi fyrirfram að þau
ætluðu að koma og fólk
var hrætt um að ef til vill
myndi foreldrunum ekki
lika að gert var smávegis
grin meö prinsana. En
það var eitthvað annað en
að foreldrarnir
móðguðust. Drottningin
og maður hennar sátu á
fremsta bekk og
skemmtu sér konunglega
og klöppuðu einna mest
allra þegar Grethe
Mogensen og Lisa
Schröder, sem léku prins-
ana höfðu lokiö söng
þeirra „Mamma er ekki
heima...”
■ Leikhússtjórinn Volmer-Sörensen fylgir Margréti drottningu og Henrik prins til sætis, er þau komu óvænt
á reviu-sýninguna.