Tíminn - 05.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.03.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. mars 1982 19 teknir tali á Búnadarþingi Þorkell Bjarnason hrossaræktar- rádunautur: „Hrossin tapa léttleikanum og þessu villta, sem gerir þau svo spennandi” ■ 1 meira en áratug hafa Islendingar fhitt út hross. A fyrstu árunum var mikiö flutt út og þá vildi brenna viö aö lítiö væri sinnt um vöruvöndun. Siöar lagaöist þaö og geröar voru kröf- ur um aö vissum lágmarks gæöa- kröfum væri fullnægt. Allan timann voru fluttir Ut stóöhestar og skipta þeir oröiö tugum ættbókarfæröir stóö- hestar, sem hafa veriö fluttir út. Auk þess hafa veriö fluttar út hryssur.svo hundruöum eöa jafn- vel þúsundum skiptir og margar þeirra hafa veriö fylfullar, þegar þær voru seldar. Af þessu leiöir aö viöa i Evrópu hafa risið upp bú þar sem islenskir hestar eru ræktaðir. Nú er svo komiö aö verulegur samdráttur hefur oröið á Utflutningi islenskra hesta. Fyrir Búnaðarþingi liggur nú erindi frá Þorkeli Bjarnasyni um aö banna útflutning kynbóta- hrossa. Þorkell var beöinn um aö skýra málið. „Nú horfir illa með Utflutning og hann hefur veriö aö minnka á undanförnum árum. Þetta hefur ekki veriö sveifla, heldur hefur sigið niöuráviö í nokkur ár. Það viröist vera aö detta töluvert mikiö niður. Þá spyr maður sig hvort stefnan hafi veriö rétt og hvort eigi aö halda eins áfram. Þaö er hvatinn að þvi að ég ber þetta mál upp hér á Búnaöar- þingi. Þaö hefur örugglega hvorki vakaö fyrir ráðunautunum né Búnaðarþingi á sinum tima, þegar gerö var samþykkt um aö leita að mörkuðum, að flytja hrossakyniö hreinlega út, að af- henda þaö öörum. Þeir hafa hugsaö sér aö afla markaða, sem gætu gefiö stöðuga og góöa sölu. Flestir viðurkenna núna aö þaö heföi veriö hyggilegra að taka þetta öörum tökum upphaflega, þótt ég sé ekki að ætla neinum aö hann væri svo framsýnn að sjá þetta fyrir. Aróöurinn var fyrst og fremst um reiöhesta, góða gæðinga, en erekki rekinn meö það fyrir aug- um að menn kæmu sér upp kyn- bótabúum eöa tækju við ræktun islenska hestsins úr okkar hönd- um. Þetta hefur þróast okkur i ó- hag, þess vegna tel ég æskilegt aö viö gætum snúiö málinu viö, svo viö höfum markað fyrir góöa reiðhesta. (Jtlendingarnir hafa snúiö á okkur og nota hryssumar ekki sem gæðinga eða til rækt- unar i litlum mæli, heldur eru þeir farnir aö rækta i stórum stil. Vissulega er seint í rassinn gripiö til aö stöðva þetta og þaö kann að vera að menn telji þessa tillögu svo seint á feröinni að hún komi ekki aö gagni. gn ég tel aö viö höfum ekki svo miklu aö tapa, aö rétt sé aö reyna þetta. Ég heldaö tillengdar gangi ræktunarmönnumúti illaaðhalda i ýms séreinkenni islenska hests- ins, enda þótt margir hafi lönd, sem henta ákaflega vel til hrossa- uppeldis. Það er auðvitaö aldrei hægt aö fullyröa neitt um svona lagaö, en ég held að með timan- um tapi þau finleikanum og létt- leikanum og þessu villta, sem gerir þau svo spennandi og skemmtileg. Svo kemur til blönd- un og hitt og annað, og ég held að stofninn skemmist hjá þeim með timanum.ef þeirfá ekkinýttblóö til endurnýjunar héðan að heiman. Það styrkir okkar stöðu, þótt seinna verði. Þá opnast markaðurinn aftur fyrir friska reiöhesta héðan aö heiman,” sagði ráðunauturinn að lokum. sv Jón Kristinsson, bóndi og lista- maöur í Lambey í Fljótshlíð: „Þetta eilrfa vandamálaþras” ■ — Jón Kristinsson i Lambey, má ég biöja um þitt álit á sam- komu eins og Búnaöarþingi? ,,Það ér mjög nauösynlegt aö bændur komi hér saman og ræði um vandamál i landbúnaöinum, á hverjum ti'ma.” — Gera þessi þing gagn? ,,Já, þau gera mikið gagn, aö minum dómi.” — Er þetta ekki bara kjafta- samkoma, þar sem menn koma saman og létta af sér hversdags- drunganum, sýna sig og sjá aöra? „Nei, ég trúi þvi nú ekki að bændur i landinu séu svo afkasta- litlir aö þeir geri ekki eitthvaö gagn, þegar þeir eru á fundum frá klukkan niu á morgnana til klukkan sex eöa sjö á kvöldin, og svo oft á kvöldin lika. Þaö hlýtur að skila árangri.” — Hvaöa mál eru þér hugstæö- ust, þeirra sem hér eru til um- ræöu? ,,1 þeirri nefnd, sem ég sit i er stærst kalmáliö, þaö er búiö aö afgreiða þaö frá BUnaöarþingi. Núna erum viö að ræöa um hrein- dýrin á Austfjöröum. Það kemur fram aö hreindýrin eru farin að sækja meira niöur i firöina og gera þar alls konar usla i heima- löndum og jafnvel inni á túnum hjá bændum. Viö erum aö vinna aö ályktun um hvaö er hægt að gera i þvi sambandi, hvort eigi aö leyfa að fækka dýrunum meira niöri á fjöröunum og minnka þá veiöina uppi á öræfunum.” — Eru hreindýrin plága? ■ Jón Kristinsson bóndi og list- málari. „Þaö eru skiptar skoöanir um þaö, jafnvelhjá heimamönnum.” — Hvemig er það meö lista- manninn Jón i Lambey, er hann skilinn eftir heima, þegar bónd- inn fer á Búnaöarþing? „Ekki er það nú alltaf. Þeir voru nú svo bjartsýnir hér aö þeir héldu aö ég gæti gert heiðurs- skjal, meöan ég væri hér á nefndarfundum. Ég brosti nú hálfpartinn aö þvi. Ég var svo heppinn aö eiga dóttur hér, sem gat hlaupiö í skaröið fyrir mig og innt þaö verk af hendi.” — Hvernig fara saman land- búnaöur og list? „Þaö fer ágætlega saman. Maður er alltaf i snertingu við náttúruna og þaö er hún, sem gefur listamanninum hugmyndir og heldur honum lifandi. Það var auövitaö erfitt aö sinna ■ Gunnar Oddsson bóndi Gunnar Oddssoní Flatartungu í Skagafirði: „Okkur ber skylda til að taka lífríki fram yfir peninga” | Landvernd og virkjanir hafa veriö mjög i brennidepli upp á siökastiö. Þaö er ekki langt siðan, ef miöaö er við jarösöguna, aö menn tóku uppá aö breyta vatns- afli i raforku og fyrri hluta þess tima féllu menn fram og tilbáðu rafmagniö og mátt þess, en veltu landspjöllum li'tið fyrir sér. En nú hugsa menn öðruvisi og nú er m álið komið inn á BUnaöar- þing. Timinn bað Gunnar Odds- son bónda i Flatartungu i Skaga- firði aö segja sitt álit á málinu. „Min skoöun er sú að lifið veröi aldrei metiö til fjár og þar meö lifandi land, við getum ekki lagt það á peningavogina. Kannski steðjar engin hætta að mannkyni nú jafn mikilog hættan á eyöingu lifrikis jarðar. Viö hneykslumst á þvi hvað er að gerast úti i hinum stóra heimi — sem við köllum stundum — það er veriö aö eyöa skógunum á Amason-svæðinu, það er verið aö eyöa lifi og gróðri i þriðja heiminum, vegna neyðar og fátæktar. Og raunverulega er það það sama, sem við gerum hérna ef við högum okkar mann- virkjagerð þannig að við göngum álifriki þessa lands. Það er lifriki til lands og sjávar, sem okkur ber að varðveita og er undirstaðan undir okkar lifi. Þetta eru staö- reyndir, sem við verðum að átta okkur á og þess vegna verðum við að vera reiðubúnir að kosta til einhverjum fjármunum ef viö höfum um þaö að velja að gera mannvirki og eyöa peningum, annars vegar, eða fórna lifriki hins vegar. Þá ber okkur sið- ferðisleg skylda — og skynsemin segirokkur þaö lika — að við eig- um aö eyða peningunum og halda i li'frikiö.” — SV myndlist, eða ööru sliku, meöan maöur var að byggja upp, þá var oft mikiö aö gera, þvi heimiliö er stórt.” Hefur aldrei komið i huga þinn aö velja á milli og verða annaö- hvort bóndi eöa listamaður? „Jú, vitanlega hvarflaði þaö að manni að þegar maður færi aö eldast þá mundi maður sitja meira viö og, ja kannski leika sér. Þetta er nú starf aö búa til mynd- ir,þaö erfyrstog fremstvinna og yfirleitt heféggaman afaö vinna, hvort sem þaö er úti i náttúrunni eða vera aö mála inni i herbergi. Og ef maöur hefur áhuga á vinn- unni veröur þetta alltsaman Veik- ur. Þetta eilifa vandamálaþras er fariö að fara svo i taugarnar á manni. Þaö má ekkert mál koma upp, þá er það kallaö vandamál. En þaö er ekkert annaö en aö takast á viö þaö, þá er búiö aö leysa þaö.” — E r þaö þannig, sem þiö leysiö málin hér á BUnaöarþingi? „Já, svoleiöis vil ég hafa það.” — Og tekst það? „Já, já, já.” Þórarinn Kristjánsson í Holti: „Ekkert á móti tilraunum með osta úr sauðamjólk” ■ Fráfærur eru nokkuö sem amma gamla talaöi um aö heföi veriö gert i æsku hennar og þaö var ekki laust viö að þaö kæmi svolftiö rómantiskur glampi i augun á henni þegar hún talaði um þær. Viö brostum dálitiö og hugsuöum ekki meira um fráfær- ur, þvi þaö var liöiö og kemur ekki aftur. Og þó. Sagan endur- tekursig og á þviherrans ári 1982 ræöir Búnaöarþing hvort taka skuli upp fráfærur á ný, og hefja gerö góöra osta úr sauöamjólk aö hætti Frakka. Timinn leitaði álits Þórarins Kristjánssonar bónda i Holti i N- Þingeyjarsýslu á málinu. „Þaö er komiö fram á þinginu erindi þessefnis að þaö veröi gerö tilraun meö þetta. Ég þori nU engu aö spá um þetta, en hins vegargetum viö ekki verið á móti aö geröar séu tilraunir um ýmsa hluti. Þetta var nú i eina tið aöal- fæöa þjóöarinnar, hún lifði á sauöamjólkinni. Það fer auövitað eftir þvi hvaö fengist fyrir svona framleiðslu, hvort þetta getur oröiö atvinnu- vegur.” — Ef af þessu verður, þarf þá að rækta aðra eiginleika upp i sauðfjárstofninum, en nú eru ræktaðir? „Það yrði sennilega ekkert gert i þvifyrren séö væri aö þetta væri hagkvæmara, aö svo mikiö fengist fyrir ost aö þaö væri hag- kvæmara að stefna framleiösl- unni i þennan farveg, heldur en kjötframleiöslu.” — List þér á hugmyndina? ,,Ég vil engu sérstöku spá um þetta. Hins vegar er ég ekkert á móti þvi aö þessi tilraun sé gerö. Viö þurfum aö finna ný verkefni fyrir dreifbýlisfólkiö til aö halda þvi úti á landsbyggðinni. Það get- ur oröiö svo fátt eftir aö þaö geti ekki staöist.” — Er vitaö hvaö hver ær getur gefiö af sér af mjólk? „Þaö var nú sagt i gamla daga aö þær hafi mjólkaö svona frá 30 til 60 litra. Og þaö er sagt aö þaö þurfifjóra til fjóra og hálfan lítra i eitt kg. af osti. Þá er þetta bara ■ Þórarinn Kristjánsson bóndi reikningsdæmi hver arðurinn getur oröið.” — Þarf m jólkurær sama eldi og sú sem á aö ala upp lömb? „Þaö þykir mér ekki ósenni- legt, þær þurfa báöar aö fram- leiöa 'eins mikiö af mjólk og mögulegt er.” — Ert þú trúaður á aö þetta veröi búgrein? Aöuren Þórarni gefst tóm til aö svara spurningunni, ber Gunnar á Flatartungu aö og Þórarinn snýr sér aö honum og segir aö blaöamaður viljiendilega fá hann til að segja aö hann sé trúaður á aö þetta veröi góð búgrein. „Blessaöur segöu þaö aldrei,” sagöi Gunnar. SV Sveinn Jónsson á Kálfsskinni: „Tilraunastöðvarnar eru verri en bú bænda” ■ UR)bygging tilraunastöðvar á Mööruvöllum er eitt þeirra mála, sem rætt hefur veriö á BUnaðar- þingi. Eins og vera ber eru menn ekki allir á eitt sáttir um þaö mál. Einn gagnrýnenda var Sveinn Jónsson á Kálfsskinni i Eyjafiröi og Timinn baö hann aö segja skoöun sina á þvi hverju þar væri helst ábótavant. „Fyrst og fremst er þaö aö upp- bygging staðarins hefur gengiö svo ákaflega hægt og þaö er óviö- unandi, aö minu mati. Tilrauna- stöövarnar úti um landsbyggöina eru allt of lengi i uppbyggingu og alltof langur timi liður áöur en þærfara aö skila nokkru fyrir þaö fé, sem til þeirra er variö. Bændunum er mikil nauðsyn á tilraunastarfi, ekki sistnúna þeg- ar meö samdráttaraögeröum erB óskaö eftir stórbreytingum á möguleikum bóndans til tekju- öflunar, þar sem viö höfum ekki möguleika á aö auka viö i hefö- bundnum greinum. Þvert á móti hafa tekjur af þeim stórminnkaö. Þvigagnrýni égþaö mjög aö fariö skyldi af staö meö uppbyggingu tilraunastöövar á Möðruvöllum, án þess aö hægt væri aö nýta nokkuö þaö fé, sem i þaö er látið. Þetta erbúiö aö vera i byggingu i mörg ár og ennþá sjáum viö ekki aö bygging tilraunafjóssins kom- ist i þaö stand aö þaö nýtist bændunum á nokkurn hátt. Þetta átel ég mjög, ásamt þvi aö nýting fjárins, sem i þetta er variö er meö þeim hætti aö fjár- veiting, sem I þetta er variö, kemur ekki til nýtingar fyrr en siðast á árinu. Þá sjá allir aö i óöaveröbólgu fæst ennþá miklu minna fyrir hana heldur en efni standa til. I annan staö tel ég óviöunandi að veitt skuli fjármagni sem er bundiö i byggingu og kemur eng- um aö gagni. Við þurfum að fá niðurstööurn- araf tilraununum sem allra fyrst, þvi þær eiga aö vera geröar til hagsbóta fyrir bændurna sjálfa ■ Sveinn Jónsson bóndi og þá þurfa þær aö komast til þeirra.” — Hvernig viltu láta standa aö þvi? „Ég vil fyrst og fremst aö féö sem veitter sé svo mikiö aö þaö komiaö gagni, en sé ekki bundiö áreftir ár án þess aö koma nokkr- um aö gagni. Þá meina ég aö þeg- ar þarf aö dreifa kröftunum um landiö allt —það togast allir á um þetta, bændaskólarnir og til- raunastöðvarnar út um allt land — þá finnst mér eölilegra aö tekiö veröi upp ákveöiö kerfi I upp- byggingu, til hagsbóta fyrir land- búnaöinn, og nýta fé, sem I þetta er sett, sem allra best en dreifa þyi ekki á marga staði svo þaö komi engum að gagni. Þaö eru of mörg járn I eldinum, miöaö við að tilraunastöðvarnar hafa veriö i fjársvelti. Meö núver- andi aöstæðum er hætta á að bændurnir snúist gegn stöövun- um, vegna þess aö þær eru verri heldur en búskapur hjá bændun- um sjálfum. En þaö er höfuö for- senda aö þeir standi meö til- raunastöövunum, en ekki á móti þeim, ef árangur á aö nást,” sagöi Syeinn á Kálfsskinni. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.