Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 3. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Óli Kristján Ármannsson skrifar Verið er að yfirfara lífeyrisjóðalögin með tilliti til hugsanlegra breytingatillagna, að sögn Baldurs Guð- laugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum blaðsins snúa breyting- ar mestan part að fjárfestingarkafla laganna, eftir stórfelldar breytingar á fjárfestingarumhverfinu í fjármálakreppunni og falli hlutabréfamarkaðar hér heim. Stefnt mun ð því að leggja lagabreytinguna fyrir Alþingi fyrir áramót. Breytingarnar eru unnar í samvinnu ráðuneytisins, Landsambands lífeyris- sjóða og Fjármálaeftirlitsins. Lífeyrissjóðirnir áttu í síðasta lagi fyrsta þessa mánaðar að skila inn til Fjármálaeftirlitsins fjárfest- ingarstefnu næsta árs, en eðlilega ríkir mikil óvissa um þá starfsemi sjóðanna. Halldóra Elín Ólafsdótt- ir, sviðsstjóri á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjár- málaeftirlitsins, segir nokkuð hafa verið um að líf- eyrissjóðir hefðu samband með vangaveltur um hvort ekki væri rétt að fresta skilum á fjárfesting- arstefnunni vegna ríkjandi óvissu. Hún segir hins vegar lög um lífeyrissjóði kveða á um skil á þess- um tíma og ekki sé hægt að víkja frá því. „Ef lög um lífeyrissjóði hins vegar breytast á næstu vikum eða mánuðum þá myndum við kalla eftir uppfærðum fjárfestingarstefnum frá sjóðunum,“ segir hún. Í 36. grein laganna er kveðið á um hvar lífeyr- issjóðum er heimilt að fjárfesta og er það svo út- fært nánar í fjárfestingarstefnu þeirra með ákveðn- um vikmörkum. Umrót á fjármálamörkuðum og fall hlutabréfamarkaðar hér heima hefur hins vegar valdið því að peningar lífeyrissjóðanna safnast í auknum mæli á verðtryggða reikninga. Þá má gefa sér að hömlur á gjaldeyrisviðskiptum sem festar voru í lög fyrir helgi hafi áhrif. Nýjustu tölur Seðlabankans sýna að eign lífeyr- issjóðanna í sjóði og bankainnstæðum hefur aukist um rúm 122 prósent frá septemberlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Um leið hefur innlend hluta- bréfaeign sjóðanna dregist saman um nærri helming og erlend um tæpan þriðjung. Ljóst má vera að þessi hlutföll hafa breyst enn frekar við fall bankanna og brotthvarf fjárfestingarfélaga úr Kauphöll Íslands. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis líf- eyrissjóðs, segir rétt að óvissa sé mikil í fjárfest- ingarstarfsemi lífeyrissjóðanna. „Og ljóst er að fé safnast upp á meðan,“ segir hann. „Staðan breytt- ist ansi mikið þegar innlendur hlutabréfamarkað- ur nærri þurrkaðist út. Á svona tímum halda menn hins vegar frekar að sér höndum en að fara út í fjár- festingar sem þeir vita ekki hvað verður með í fram- tíðinni. Næstu vikur og mánuði verða menn að feta sig áfram skrefin inn í þennan nýja heim sem blasir við okkur.“ BREYTT LÖG Í BÍGERÐ Í fjármálaráðuneytinu er unnið að breyt- ingum á fjárfestingarkafla laga um lífeyrissjóði, en fjármálakreppan og fall hlutabréfamarkaða hefur gjörbreytt starfsumhverfi sjóð- anna í þeim efnum. MARKAÐURINN/ANTON Lífeyrissjóðir halda enn að sér höndum Óvíst er hversu lengi ný fjárfestingarstefna lífeyrissjóð- anna heldur. Unnið er að breytingum á lögum um sjóð- ina. FME hefur eftirlit með fjárfestingarstefnu sjóðanna. Verulega hefur saxast á Unity In- vestsments, félag sem síðastlið- in tvö ár hefur haldið um fjár- festingar Baugs, Stoða (áður FL Group) og breska athafnamanns- ins Kevin Stanford í breskum verslunum. Þrjár eignir standa í félaginu og nemur markaðsverð- mæti þeirra 22 milljónum punda, jafnvirði 4,9 milljarða króna. Innan Unity voru lengstum 28,5 prósent í herrafataversluninni Moss Bros, fimmtungur í French Connection, tíund í Woolworths og 6,8 prósent í Debenhams. Nokkrar skammtímastöður voru í öðrum félögum. Sir Philip Green keypti hlut Moss Bros um miðjan síðasta mánuð fyrir um 6,7 milljón- ir punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna á þávirði. Hlutinn seldi Green í síðustu viku, hálfum mán- uði eftir kaupin, á 15,6 prósenta hærra verði með milljón punda hagnaði. Sama dag var tilkynnt um sölu á 2,5 prósenta hlut í French Conn- ection úr eignasafninu. Ekki liggur fyrir um söluverðið. Óvissa er með eign Unity í Woolworths. Molnað hefur úr móðurfélaginu og má ætla að eignin hafi hrunið um 97 prósent. Eftir stendur 17,6 prósent í French Connection sem meta má á sex milljónir punda, jafnvirði rúmra 1,3 milljarða króna miðað við gengi krónu gagnvart pundi. Hinn er hlutur í Debenhams sem metinn er á 14 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða króna. - jab Lítið eftir af Unity E I G N A S A F N U N I T Y Fyrir ári Nú Woolworths 21,5 1,8 Debenhams 51,7 14,1 French Connection 23,8 6,1** Moss Bros 10,2 - Samtals: 107,2 22 - í millj. ísl króna: 13.516 4.900 * Í milljónum punda. Verðmætið í íslenskum krón- um í fyrra reiknað á þáverandi gengi. Gengið nú reiknað samkvæmt gengi mánudags. ** Að teknu tilliti til sölu á um þriggja prósenta hlut. „Þessi vinna er í gangi í ráðuneyt- inu. Leiðbeiningarnar og sú vinna sem liggur á bak við þær verða teknar til skoðunar,“ segir Böðv- ar Jónsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, afhenti á föstudag fulltrúa fjármálaráð- herra og bankaráðanna leiðbein- ingar um stjórnhætti opinberra fyrirtækja. Fjármála- og viðskiptaráðu- neytin hafa verið með leiðbein- ingar sem þessar í undirbúningi um nokkurt skeið. Finnur vonar að vinnan geti létt undir með þeim. „Við vonumst til, og í reynd teljum, að viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti muni beita sér fyrir innleiðingu leiðbeininganna hjá þeim fyrirtækjum sem ríkið á hlut í. Með því væri ríkisstjórn- in að bregðast við ákalli íslensks viðskiptalífs og erlendra aðila um aukið gagnsæi og á sama tíma efla samkeppni og stuðla að endur- reisn trausts og trúverðugleika,“ segir Finnur. - jab Leiðbeiningar í smíð- um í ráðuneytinu Vika Frá ára mót um Alfesca 0,0% -45,2% Atorka -20,0% -96,0% Bakkavör 18,6% -95,2% Eimskipafélagið 1,5% -96,2% Exista 0,0% -76,6% Icelandair 0,0% -52,8% Kaupþing 0,0% -100,0% Marel -2,0% -24,8% SPRON 0,0% -79,2% Straumur 0,0% -53,1% Össur -4,5% -7,6% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 634. „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur,“ segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrir- tækjum sem skráð eru í Kaup- höllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaup- þing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlan- ir fóru út um þúfur við hrun bankanna. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjald- eyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstu- dags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskír- teini verðbréfa- og fjárfestingar- sjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármála- gerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum,“ segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntan- lega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæð- ur leyfa,“ segir Einar. Alfesca er eitt af þeim félögum sem langt eru komin með evru- skráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins. - jab Evruskráning tefst enn um sinn „Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnar- formaður Nordic Partners. Fé- lagið hefur í rúm þrjú ár starf- rækt einkaþotuleiguna IceJet. Gísli segir stjórnendur IceJ- et strax hafa verið uggandi um stöðuna hér í fyrra, enda sjáist nú varka einkaþotur í Reykjavík. „Við getum því miður ekki gefið upp hverjir viðskiptavinirnirnir eru,“ segir Gísli, en kveður hóp- inn þekktan. „Ekki er of sterkt til orða tekið að nokkrir séu ofar- lega á vinsældalistum.“ - jab Stjörnuflug frá Lundúnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.