Tíminn - 08.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. mai 1982 ■ Áhöfnin á Hrungni GK 50 sem varö aflahæsti báturinn á vetrarver- tiöinni i Grindavik. Timamynd Gunnar Viibergsson. „GET EKKI ANNAÐ EN VER- IÐ ÁNÆGÐUR” segir Ólafur Sigurdsson, afla- hæsti skipstjórinn í Grindavík ■ „Ég get ekki annað en veriö á- nægður með vertiðina, þótt hún i raun hafi verið eins sú erfiðasta frá þvi að ég hóf sjósókn,” sagði aflakóngurinn á vetrarvertiðinni i Grindavik, Ólafur Sigurðsson skipstjóri á Hrungni GK 50 þegar fréttaritari Timans hitti hann meðan verið var að landa úr bátnum eftir næstsiðasta róður- inn. „Hvað að baki velgengninni býr? Þvi er auðsvarað. Ég hafði hvort tveggja góðan mannskap og góðan bát og það er allt sem til þarf,” sagði aflakóngurinn. — Þú talar um erfiða vertið? „Já. Ógæftir voru miklar. Svo miklar að stundum hefði verið betur heima setið en á sjó farið. Og svo hefur innsiglingin hérna i Grindavik verð óvenju erfið i vet- ur.” — Fiskurinn? „Hann var stór og góður yfir- leitt. En það vantaði tilfinnanlega sex ára fiskinn,” sagði Olafur. Milli 80 og 100 bátar lönduðu á vertiðinni i Grindavik i vetur. Heildaraflinn var orðinn rúm- lega 26.000 tonn þegar fáir bátar áttu eftir að landa i gærkvöldi. Aflahæsti báturinn er Hrungin með 1143 tonn, Vörður er með 1068,6 tonn og Gaukur er i þriðja sæti með um 1006 tonn. Gunnar Vilbergsson/—Sjó. Kæra vegna kvenna frambodanna: Jafnréttis- rád klofnadi ■ „ Kyngreind framboð virðast í f Ijótu bragði ekki vera í samræmi við tilgang jafnréttislaganna. Sé hins vegar litið á þátttöku kvenna og karla í bæjar- og sveitarstjórn, en karlar eru 92.8% sveitarstjórnarmanna, en konur 6.2% getur slíkt ástand varla talist í anda jafnréttislag- anna," segir í greinargerð meirihluta Jafnréttisráðs vegna kæru Þorsteins Halldórssonar, þar sem hann óskaði eftir því að Jafnréttisráð kannaði hvort framboð kvennalista bryti í bága við lög um jafnrétti karla og kvenna. Siðar segir: „Niðurstaða Jafn- réttisráðs er þvi sú að ekki sé brotið gegn ákvæðum jafnréttis- laganna með kvennaframboði i Reykjavik og á Akureyri.” Gunnar Gunnarsson var með sérbókun i Jafnréttisráði vegna þessa máls. Hér fara á eftir nokkur atriði úr hans bókun: „Það er ljóst aö kyngreining er viðhöfð við röðun á framboðs- lista... Karlmönnum er meinað að taka sæti á listanum vegna þess að þeir eru karlmenn og án tillits til hæfileika, menntunar eða reynslu.” Gunnar segir jafnframt i bókun sinni að þetta sé eini listinn við sveitarstjórnarkosningar sem útiloki menn af öðru kyninu við skipan á sæti á framboðslistum. Segir hann það ljóst að vinnu- brögö sem þessi séu andstæð þeim hugmyndum um jafnrétti, sem jafnréttislögunum sé ætlaö að stuðla að. Leggur hann áherslu á i bókun sinni að kosning i borgar- eða bæjarstjórn (Reykjavik — Akureyri) sé kjör i starf, sem sé launað. Segir hann það ljóst að kvennalistar þeir, sem hér er um ræði, gefi körlum enga möguleika til þess að hljóta umrædd em- bætti eingöngu vegna þess að þeir séu karlar. Slikt hljóti að teljast brot á jafnréttislögunum, um jafnrétti til starfa, og geti hann þvi ekki fallist á yfirlýst sjónar- mið meirihluta Jafnréttisráðs. —AB „HEF SV0 AFBURM GÓfiAN MANNSKAP” — segir Sigurjón Óskarsson, sem enn einu sinni varð aflahæstur yfir allt landið ■ „Það var algjör ördeyða i dag,” sagði Sigurjón Óskarsson skipstjóri og margfaldur afla- kóngur, á Þórunni Sveinsdóttur VE-401, þegar Timinn náði i hann á fimmtudagskvöldið, eftir að hann kom heim úr róðri dagsins. Hann var samt kominn með 1183 tonn á vertiðinni, en taldi alveg útilokað að hann kæmist i 1200 tonn i svona dauðum sjó. Hann var lika búinn að taka upp nokkuð af netunum, eins og flestir aðrir, og hélt ekki að neinn ætti mögu- leika á að komast upp fyrir hann. „Þetta var gott framan af ver- tiðinni,” sagði Sigurjón þegar við báðum hann að lýsa vertiðinni, „en endirinn var lélegur, april var allur lélegur. Það var áberandi hvað það var miklu meiri ufsi hér á ferðinni núna, að minnsta kosti hér á austursvœðinu, það byrjaði snemma og hélst lengi framan af. Og ég tel að það hafi komið miklu minni þorskur heldur en var i fyrra.” — Hvað veldur? „Ég held að skilyrðin hafi verið fyrir hendi, hvort hann hafi bara ekki verið til? Við fengum ekki eins mikinn þorsk frá Grænlandi eins og i fyrra.” — Heldurðu að hann hafi nóg að éta? „Já, ég hef trú á þvi og ég held að það sé meiri loðna hér en hefur verið i fyrra og hitteðfyrra. Hún var bara i öðru ástandi en hún hefurverið, var miklu dreifðari. En þorskurinn var litill eða eng- inn á Meðallandsbugtinni, sem hefur oft gefið vel.” — Af hverju veiðir þú alltaf meira en aðrir? „Ég hef svo afburða góðan mannskap, ég er með góða stráka. Og svo er þetta heppni.” — Hvernig lýsir heppnin sér. Veistu hvar þú átt að leggja netin til að veröa heppinn? „Maður reynir að fikra sig á- fram og svo kemur þetta með ár- unum, maður lærir kannski eitt- hvað á þetta.” — Hvað ertu búinn að vera lengi með bát? „Ég byrjaði 1972 á vetrarver- tið.” — Og hvað hefur þú oft orðið efstur? „Við vorum ekki efstir ’72 og ekki ’74. Strákarnir eru svo á- hugasamir, það er hvetjandi fyrir mann sjálfan.” — Er ekki önnur skýring á hvað er að vera aflakló? „Ja, mennhafa þetta mismikið i sér, sumum virðist ganga vel ár eftir ár, en öðrum ekki. Hvað það er get ég ekki skýrt. Sumum gengur vel að læra tungumál en öðrum ekki.” — Hvað tekur við núna? „Við ætlum að fara á tilrauna- veiðar með tveggja báta troll, með Bylgjunni. Það er bróðir minn sem er með hana. Svona bobbingatroll hefur ekki verið reynt áður hér við land og þeir segja að það eigi að spara um 40% af oliu, ef það hentar við þessar aðstæður sem við höfum. En það er töluverður kostpaður við að búa sig út á þetta,” sagði aflakóngurinn að lokum. SV ■ Það verður ekki annað séö, en þingmenn hafi beðið þess með eftirvæntingu að þinginu yrði slitið I gærkvöldi. Tlmamynd: Róbert. Lög um kísilverksmidju og bankaskatt samþykkt ■ Mörg lög voru samþykkt i gær á Alþingi, en ekki var seinna vænna að afgreiða þau mál sem aðkallandi voru aö fengju laga- gildi. 1 tvo daga hafa stjórnarand stæðingar haldið uppi talsverðu málþófi og tafið þannig fyrir þinglausnum, sem þær fóru fram i gærkvöldi Lengstar urðu umræðurnar um skattlagningu banka og spari- sjóða. Það er stjórnarí'rumvarp og kveður svo á um að útláns- stofnanir skuli greiða tekju- og eignaskatt. Var írumvarp- iðendanlega samþykkt i neðri deild i gær og er roöið að lögum. 1 efri deild voru samþykkt lög um kisilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Lög um lyfjadreifingu voru einnig samþykkt, en þau fela i sér að Háskólinn fær lyfsöluleyfi, en hann er búinn aö kaupa Reykja- vikur apótek og verður það rekið með svipuðum hætti og hingað til. Kennsla fer jafnframt fram i tengslum við apótekið. Frumvarp um norræn fjár- festingarlán var samþykkt. Umræður um fjölgun ' dómara við Hæstarétt var til umræðu i gærkvöldi i neðri deild og komið á siðasta snúning þegar þetta er skrifað, og voru þá allar likur á að það yrði samþykkt. oó Sy ku rverksm idja dagaði uppi • Nokkur lagafrumvörp sem voru á dagskrá á Alþingi i gær náðu ekki afgreiðslu og verða þvi að biða betri tima. Þeirra á meðal eru lög um sykurverksmiðju i Hveragerði, um fóðurverksmiðj- ur, lög um frumvarp um að á- kvörðun verði tekin i flugstöðvar- málinu og um málefni fatlaðra. Mál þessi verða væntanlega tekin upp i byrjun næsta þings. Oó Fjölskyldu- ráðgjöf felld ■ Frumvarp um breytingu á barnalögum var fellt i neðri deild i gær. Það fól i sér ákvæði varðandi fjölskylduráðgjöf o.fl. Tillaga kom fram um að visa frumvarpinu til rikisstjórnar- innar og var það samþykkt og frumvarpið þar með fellt með 19 atkvæðum gegn 16. Þá var og fellt frumvarp um or- lof með mjög naumum atkvæða- mun. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.