Tíminn - 08.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.05.1982, Blaðsíða 9
 ■ . - ■ „Börnin mln þrjú hafa ÖU fæöst á kosningavori. Atli, áriö sem ég fékk kosningarétt, en þá var Signöur Thorlacfus 3. maöur á iista Framsóknarflokksins og Svava fæddistl aprílmánuöi 1970, áriö sem ég var i framboöi til borgarstjtírnarkosninga I fyrsta sinn, svo þaö er ekki nýtt fyrir mig aö annast ungbarn jafnhliöa kosningabaráttu. Raunar er þetta auöveldara nú, þvi eldri börnin eru oröin miklar hjáiparhellur”, sagöi Geröur Steinþórsdtíttir, m.a. þegar viö heimstíttum hana nýlega. En viö höfum minnst á, aö þegar þaö fréttist i vetur, aö hún ætti von á barni meö vorinu, óttuöust sumir aö hún væri þar meö úr leik i borgarstjtímar- kosningunum I vor. Geröur Steinþtírsdóttir, kennari og varaborgarfulltrúi á annan áratug er löngu oröin lands- þekktur stjórnmálamaöur og þá kannski ekki siöur fyrir þátttöku sina i svonefndri kvennapólitík en almennri flokkspóliti'k. Ástæöa heimsóknarinnar var þvi frekar aö forvitnast dálitiö um bakgrunn hennar, persónulega hagi, skoö- anir og reynslu. Gerður og maöur hennar Gunnar Stefánsson, bók- menntafræðingur — sem margir kannastviöúr Otvarpinu — búa I Vesturbænum ásamt börnum sln- um þrem, Atla 16 ára, Svövu 12 ára og syni sem fæddur er 22. mars og veröur þvi 2ja mánaöa á kosningadaginn, en hann mun lik- lega biöa nafngiftar fram yfir kosningar. Raunar er Geröur ein af hinum innfæddu Vesturbæ- ingum, eöa er það ekki rétt? „Foreldrar minir Auður Jónas- dóttir kennari og Steinþór Sigurösson, jaröfræöingur (sem lést af slysförum i Heklugcsinu 1947 — innsk. Timinn) bjuggu á Asvallagötunni. Þar og á Ljós- vallagötunni ólst ég upp ásamt bróöur minum Siguröi Steinþórs- syni jarðfræðingi sem lesendur Timans kannast sjálfsagt enn beturvið fyrirskrif hans um tón- listarmál i blaöið. Skólaganga byrjaöi i Melasktílanum, þaðan lá leiðin i Hagaskólann, svo i lands- próf, sem var I gamla Búnaöar- félagshúsinu og siðan i Mennta- skólann i Reykjavi'k”. Lítið félagslega þenkj- andi unglingur — Varst þú kannski orðin póli- tisk þegar i menntaskóla hélst ræður á málfundum og þvi um likt? — Ekki minnist ég þess að hafa talaö á málfundum, enda tiðkað- ist þaö ekki hjá stúlkum á þeim árum. Sem dæmi um hugsana- ganginn þá minnist ég þess eftir á, aö sögur fóru af þvi aö móöir Asdfsar Skúladóttur, Anna Sigurðardóttir þáverandi for- stööumaður Kvennasögusafnsins, væri kvenréttindakona og Asdis einnig. A myndinni i Fánu var hún t.d. með kökukefli i hendi, standandi ofan á liggjandi karl- manni. Þetta þótti þá hin dæmi- geröa imynd kvenréttindakonu. A þessum árum var ég ákaflega litið félagslega þenkjandi. Maö- urinn minn hefur sagt i grini, að eiginlega hafi hann keypt köttinn isekknum þegarhanngiltist mér, þvi engum hefði þá getaö til hug- ar komiö aö ég ætti eftir að veröa svo mikið út á við og raun hefur á orðið. Þaövoru ferðalög, bókmenntir og listir, sem ég haföi mestan á- huga á sem barn og unglingur. Móöir min fór t.d. mikiö meö okk- ur á sklöi strax sem smá krakka. t jóla- og páskafrium vorum viö þvi gjarnan i ski'öaskálum i Jósefsdal, Hveravöllum og viöar. A sumrin voru þaö svo óbyggöa- feröirnar. M.a. man ég eftir þvi aö ég fór i 17 daga öræfaferö i öskju og Heröubreiöarlindir þegar ég var 10 ára gömul, sem var þá nánast einsdæmi meö krakka. Þetta var dýrleg ferö, sól og bliöa allan timann. Siöan hef ég oft fariö um tíbyggöir landsins og hef alltaf veriö ákaflega hrifin af þeim. Frá barnsaldri hef ég lika fariö mikiö i leikhús og á málverkasýningar. rðist varabor rður •21 Uppeldi mitt töluvert markvisst — Móðir min tók mig meö i 6 vikna utanlandsferö, sem hún fór i ásamt vinkonu sinni, sumarið eftir að ég lauk barnaskóla (1957). Það var þá mjög óvenju- legt. Út fórum við með Gullfossi og man ég t.d. að Halldór Laxness var okkur samskipa. Hann var þá nýlega orðinn Nóbelsskáld. Ég hafði lesið Sölku Völku og maöur fylgdist af forvitni með þessum fræga og sérkennilega manni. Eftir vikudvöl i Kaupmanna- höfn var haldiö áfram niöur Rin- ardalinn þaöan til Frakk- lands m.a. á frönsku Rivieruna og siöan til Parisar i óperur, leik- hús, söfn og aðra helstu staði. Eftir á hef ég fundiö aö uppeldi mitt var töluvert markvisst. Móðir min vildi að ég kynntist sem flestum þáttum tilverunnar. Ég held aö hún hafi þá m.a. haft i huga aö konur yrðu svo bundnar eftir að þær giftust, aö réttara væri að nota timann vel þangaö til. M.a. sendi hún mig nokkur sumur i sveit, til aö ég kynntist þeim gömlu búskaparháttum og siöum,sem þá voru enn viö liöi en þó óöum að breytast. Ég var á Silfrastööum i Skagafiröi hjá Helgu frænku minni og siöar á Keldum á Rangárvöllum, þeim fagra og sérkennilega staö. Svo hittist m.a. á að rafmagniö kom meðan ég dvaldi þar. — Ert þú þá enn mikill feröa- garpur? — Ég hef enn jafn gaman af aö feröast, þó mikið hafi dregið úr feröalögum einkum innanlands. Eiginlega hef ég ekkert farið siö- ustu árin utan eina ferð með Ferðafélaginu um Hornstrandir sem viö gengum um með bak- poka. Kemur þar visast hvor- tveggja til, að móöir min hefur reynst sannspá, og jafnframt hin miklu félagsmálastörf min á undanförnum árum. Annað hefur oröið að víkja i staðinn. Maður gerði ekki nema hálfa uppreisn — Hvaö tók svo viö eftir stúdentsprófiö? — Ég man aö Jónas afi minn — sem raunar var þekktur fyrir aö vera alltaf að segja fólki hvaö þaö ætti aö gera — vildi aö eftir stúdentsprófiö færi ég út, eitt ár til London og annað til Parisar. Myndi þannig drekka i mig evrópska menningu. Þetta ráö- lagöi hann mér að sjálfeögðu sem konu og ég hef i aöra röndina séö eftir aö fara ekki aö hans ráöum. Ég ákvaö þó að feta i fótspor bróöur mins, fara i háskólanám og afla mér réttinda. Hins vegar valdi ég dæmigerð kvennafög, heföi örugglega valiö annað nám heföi ég verið strákur. Maöur geröi ekki nema hálfa uppreisn. Ég fór utan til náms i St. Andrews i Skotlandi til náms i ensku og sögu. Viö vorum þrir tslendingar sem hófum nám sam- timis, en áöur höföu aöeins tveir tslendingar stundaö þar nám. — Voru ekki mikil viöbrigöi aö setjast i skoskan háskóla. thaid- semin og formfestan væntanlega i hávegum höfö? — Okkur Islendingunum þótti hann feiknalega formfastur og gamaidags. Þetta var á árunum 1964-65 svo væntanlega hefur eitt- hvaöbreystsiöan. St. Andrewser háskólabær, frægur fyrir tvennt, háskólann og golfvelli, þá fræg- ustu i heimi. Háskólinn er sá elsti i Skotlandi og haföi eins og aörir háskólar veriö karlmannaskóli. Ekki man ég lengur hvaöa ár ■ „Þó maður sé kannski ekki hár i loftinu ennþá veitir ekki af aö vera ákveðinn þegar maður er i sam- keppni viö heilan stjórnmálaflokk og borgarstjórnarmeirihluta um tima móöur sinnar”, gæti hann alit eins veriöaö hugsa þessi litii sonur hennar Geröar sem verður 2ja mánaöa á kosningadaginn 22. mai. En svo merkilega hefur viljaö til að öll börn Geröar hafa fæöst skömmu fyrir borgarstjórnarkosningar. stúlkur voru fyrst teknar i skól- ann. En karlstúdentarnir mót- mæltu þvi þá kröftuglega meö þvi að henda skólahöttunum (þess- um ferköntuöu sem við könnumst viö úr kvikmyndum) i sjóinn. Eftir þaö hafa aöeins kven- stúdentar gengið meö þessa hatta. Þarna voru lika „pöbbar” sem eingöngu voru ætiaðir körl- um. Þaö hefur vonandi veriö þeim nokkur sárabót. Þvi kannski dómharðari á karlveldisþjóðfélagið en margur annar — Þú laukst þó þinu BA prófi frá Háskóla tslands? — Þaö var fæöing eldri sonar mins sem geröi strik i reikning- inn. Ég hélt þvi áfram námi hér heima. Sem lokaverkefni tii BA prófstók ég lýsingu á Sölku Völku og las þá aö sjálfsögöu bækur Peter Hallberg um Laxnes. Þá kynntist ég fyrst kynferðisheim- speki, þ.e. kenningum um karl- ogkveneöli. Þegar aöþvi kom aö skrifa cand. mag. ritgerö mina i islensku 1976 uröu kvenlýsingar i sex Reykjavi'kurskáldsögum fyrirvalinu.Eru þær kannaöar út frá hugmyndafræöi kvennahreyf- ingarinnar. Þessu fylgdi að sjálf- sögöu gifurlega mikill lestur fjölda bóka, greina og ritgerða. t rauninni opnaði þessi mikli lestur mér nýja veröld, sem kannski gerir það að verkum að ég er dómharðari á karlveldisþjóðfé- lagið sem við lifum i en margur annar. — Er mildll munur á konum i bókum eftir þvi hvort konur eöa karlar hafa stýrt pennanum? — Þaö er alls ekki nóg aö vera kona til aö vera jafnréttissinni. Það eru til konur sem hugsa eins ogkarlarogsem rithöfundarhafa þær gjarnan náö meiri frama en hinar. Af þeim má t.d. nefna Agötu Cristie, Af stjórnmála- mönnum er Margrét Thatcher nærtækust. — Hvenær og hvernig byrjaöi svo atlur þessi félagslegi áhugi þinn og afskipti af stjórnmálum og kvennapólitik? — Segja má aö áriö 1970 hafi valdiö straumhvörfum hjá mér. Þá geröist margt i einu. Ég lauk BA prófi um voriö og hóf kennslu að hausti. Þá barst kvennahreyf- ingin nýja til tslands þetta ár og ég fann strax aö hún höföaöi til min. Mér er td. minnisstætt hve mér þótti leikritið hennar Svövu Jakobsdóttur — Hvaö er i blýhólknum? — afhjúpa misrétt- iö. Þetta var lika árið sem Þórar- inn Þórarinsson baö mig aö taka sæti á lista til borgarstjórnar- kosninga. Upp úr þessu hófust af- skipti mfn af félagsmálum, sem aukist hafa jafnt og þétt. Móðir mín fékk ímigust á pólitík — Telur þú ekki aö ætterni þitt — þaö aö þú varst dótturdóttir Jónasar Jónssonar — hafi átt ein- hvern þátt i þessum framboðs- hugmyndum? Bæöi og.Afi var t.d. alveg inn á hinni hefðbundnu hlutverkaskipt- ingu kynjanna og dætur hans voru ákaflega ánægöar meö aö ekki voru geröar til þeirra neinar ptíli- tiskar kröfur. Móðir min fékk imigust á pólitik enda var pólitik hörö I þá daga eins og lesa má i Stóru bombunni, sem er vel skrif- uö og spennandi eins og reyfari. Sjálfri haföi mér aldrei dottiö i hug,á minumuppvaxtarárum, að fara út i pólitik. Fannst þau þá vera eitthvaö sem konum kæmi ekki við. Ég verö aö viöurkenna þaö. Eftir á aö hyggja haföi þaö áhrif á mig aö afi minn og fleiri sem ég kynntist höföu ekki fyrst og fremst áhuga á sér og sinum, heldur jafnframt afkomu og vel- ferö annarra. En til aö hafa áhrif, geta breytt einhverju til betri vegar, er þá ekki pólitikin áhrifa- rikasta leiðin? Jafnframt fannst mér þetta freistandi i upphafi aö þvi leyti, að þaö myndi gefa mér tækifæri til aö kynnast ýmsu, og þaö hefur reynst rétt. Raunar geröi ég mér litla grein fyrir þvf i byrjun út i hvað ég var að fara, leit eiginlega fyrst og fremstá þetta sem stuöningsyfir- lýsingu viö Framsóknarflokkinn. I prófkjöri sem haldið var lenti ég siöan i 5. sæti. Er ég spurði hvaö þetta kæmi til með aö þýöa —ég var þámeö4 ára barn ogátti von á ööru fyrir kosningar — var mér sagt aö ég yröi að flytja eina ræöu, en þaö reyndist nú svolitiö meira, svo ekki sé sterkara að oröikveöiö. Þessi frumraun min i ræðumennsku var i sjónvarpinu. Ég talaöi um dagvistarmál og tókst aö móöga Sjálfstæðisflokk- inn, þar sem ég likti aöstöðu barna f Reykjavik viö fátækra- hverfi stórborga. Si'öan hef ég ekki flutt krassandi ræðu svo ég muni. Viðamikið starf, en á- nægjulegt — Og aö kosningum loknum varst þú orðin varaborgarfull- trúi lilaðin nefndarstörfum og öðru þvi tilheyrandi? — Ég sat næsta kjörtimabil i barnaverndarnefnd — tók við af Valborgu Bentsdóttur — og æsku- lýðsráði. Ariö 1974 varö ég fulltrúi flokksins I Félagsmálaráöi — eftirmaöur Sigriöar Thorlacius — og hef veriö þaö siöan, siöustu 4 árin áfullu sem formaöur i meiri- hlutasamstarfi. Einnig á ég sæti i stjórn Borgarbókasafnsins sem hefur verið einkar ánægjulegt. — Þú ert þá væntaniega oröin vel heima i flestum málum sem falla undir svonefnd borgarmál? — Ég hefaðsjálfsögöuátt sæti i borgarmálaráöi Framsóknar- flokksins. En aðalfulltrúar flokksins þessi ár hafa verð ákaf- lega heilsuhraustir og samvisku- samir, sem orðið hefur til þess aö ég hef sérhæft mig meira i félags- málum en kannski væri æskilegt. En það hefur þó einnig komið mér til góöa þessi siöustu f jögur ár, er starfið í félagsmálaráöi hefur veriö mjög viöamikiö. En jafn- framt hafa þetta verið ákaflega skemmtileg ár. Maöur hefur haft áhrif á gang mála á allt annan hátt en áður, þegar maöur var i minnihluta nánast áhrifalaus. Eftir á aö hyggja finnst mér þó að 8 ár sem varaborgarfulltrúi i minnihluta hafi veriö 4 árum of langur timi, vegna þess að minni- hluti i borgarstjórn Reykjavikur haföi ákaflega litil áhrif, eftir áratuga stjórn Sjálfstæðisflcácks- ins, sem komiö haföi sér upp grónu kerfi og stjómaö borginni eins og einkafyrirtarici. Held að allir hafi lagt sig fram um að vinna vel — Hvernig finnst þér svo sam- starfiö hafa gengið? — Almennt hefur samstarfið gengiö miklu betur en búast heföi mátt viö. Þessir þrir flokkar tóku höndum saman og ég held aö allir hafi lagt sig fram um aö vinna vel. t félagsmálaráði — sem ég þekki best til — hefur meirihlut- inn haft gott samstarf. Þetta er sjö manna ráö og i fyrsta skipti eru konur i meirihluta, fimm tals- ins. — Hver eru þá helstu framfara- málin? — Þaö hefur mjög mikiö veriö unniö aö stefnumörkun og endur- skipulagningu hinna ýmsu mála- flokka.T.d.hefur veriö unnin sér- stök 10 ára áætlun um dagvist- unarheimili, sem er alger nýjung hér á landi og stefnir aö þvi' aö eftirspurn eftir dagvistun barna verði fullnægt áriö 1990. t þessu sambandi vöknuðu margar spurningar, svo sem um barna- fjölda áriö 1990, hvers konar vist- un veröur mest eftirsótt, þróun I innra starfi dagheimilanna og svo framvegis. Oll þessi umræöa hefur haft góö áhrif. I kjölfar þessa var unnin áætlun um innra starf á heimilunum og ýmsar breytingar hafa komist i fram- kvæmd. Einnig hefur fóstur á einkaheimilum veriö endurskipu- lagt og bættog gæsluvöllum kom- ið undir sömu yfirstjórn og dag- vistarheimilin. A þessum f jórum árum hafa 12 ný dagvistarheimili tekiö til starfa. t þvi sambandi má nefna tvær nýjungar. Onnur er skóla- dagheimili sem komiö var á fót innan Austurbæjarskóla, en til þess hafa þau verið i i sérstökum húsum. Hin er færanleg leik- skóladeild, en þann möguleika finnst mér eiga aö nýta miklu betur meðan þörfin er jafn knýjandi. m En Kristján hefur setið i borgar- ráöi á algjörum jafnréttisgrund- velli meö Sigurjöni og Björgvin. t sambandi við svona samstarf finnstmér raunar aöeins um tvær leiöir aö velja. Annars vegar að vinna vel að ákveönum málum og koma þeim fram i samstarfi viö aðra. Hins vegar að leika prima- donnuhlutverk i stööugu striði við þá sem maður er aö vinna með. Ég álit fyrrnefnda kostinn væn- legri til árangurs og tel að Fram- sóknarmenn hafi unnið ágætt starf og komiö mörgum stefnu- málum áleiöis. Við höfum fengið formennsku i ýmsum mikilvæg- um málaflokkum, svo sem fé- lagsmálum, fræöslumálum, i'- þróttamálum og stjórn veitu- stofnana. En það er einmitt i nefndunum sem tekið er á málum og mótun stefnunnar fer fram. Kvennafríið best skipu- lagða aðgerðin — Þú hefur einnig látið mikiö að fylgjast með þvi hvað margar konur komast inn i vor og hvort þær haldi áfram aö fjórum árum liðnum, þ.e. hvort einhver veru- leg breyting hdur átt sér staö. Varöandi Landssamtök fram- siftnarkvenna þá ýtti á eftir okk- ur ráöstefna sem haldin var á vegum KRFt með konum i sveit- arstjórnum. Þarna voru fram- sóknarkonur alls staöar aö, en við þekktumst litið eða ekki innbyrö- is.Viötókum okkur þvi til þrjár i stjórn Félags framsóknarkvenna, Sigrún Magnúsdóttir, Aslaug Brynjólfsdóttir og ég, könnuðum undirtektir sem urðu góðar. Við fengum siöan Valborgu Bents- dóttur til liðs viö okkur til aö und- irbúa lög félagsins og yrkja bar- áttusöng. Siöan voru samtökin stofnuö s.l. haust. Ég vona að þau eigi eftir að verða flokknum lyfti- stöng. Fjölskyldupólitíkin það merkilegasta varðandi jafnréttismálin — Nýtt hugtak — fjölskyldu- pólitik — hefur nú komiö fra m. Er ■ Á fundi i Félagsmálaráði si. fimmtudag var úthlutun vistrýma á hinu nýja vistheimili aldraöra viö Snorrabraut aöalmáliö, og sjálfsagt ekki létt verk þar sem umsóknir voru margfait fleiri en rýmin. Fundinn sátu, taliö frá vinstri: Guörún Kristinsdóttir, Sveinn Ragnarsson, félagsmálafulitrúi, liuida Valtýsdóttir, Bessi Jóhannsdóttir, Markús örn Antonsson, Gerður Steinþórsdóttir, formaöur, Einar Jónsson, Guörún Helgadóttir, Þorbjörn Broddason og Helga Einarsdóttir. Timamynd G.E. Þá höfum viö unniö aö úttekt og endurskipulagningu á Félags- málastofnun. Siöustu 12 árin hefur stofnunin tekiö aö sér fleiri og fleiri verkefni, en bau hafa ekki verið samræmd starfsem- inni sem fyrir er eins og æskilegt væri. Meginhugmyndin varðandi breytingar er á hinn bóginn að samræma sem flesta þætti starf- seminnar, efla hana kerfisbundið og færa hana jafnframt meira út i hverfin, þar sem ibúarnir gætu þá leitaö upplýsinga og aöstoðar varöandi alla þætti starfseminnar á sama stað. Einnig hefur mikiö verið gert i málefnum aldraðra. Opnuð hafa veriötvö glæsileg hús með ibúð- um fyrir aldraöa, sem vekja mikla áhægju fbúanna. Jafnframt tók til starfa dagvistun fyrir aldraöa á Dalbraut, sem er nýj- ung. Og nú alveg á næstunni veröur opnaö vistheimili aldraöra viö Snorrabraut, þar sem einnig verður hjúkrunardeild. Um tvær leiðirað velja — Sumum hefur fundist aö ekki hafi nóg boriö á Framsóknar- mönnum i borgarstjórninni? — Viö höfum aðeins haft einn borgarfulltrúa þetta kjörtimabil. til þín taka i kvennapólitikinni og koma þar m.a. kvennafrí, Kven- réttinda félagiö og Landssamband Framsóknarkvenna i hugann? — Ég var ein 8 kvenna sem bar fram tillögu um kvennafri 24. október 1975 á ráöstefnu aö Hótel Loftleiöum þar sem saman voru komnir fulltrúar kvennasamtaka allsstaöar aö af landinu. Ég var siðan i framkvæmdanefnd kvennafris og einnig i fjölmiöla- hópnum. Ég get fullyrt aö kvennafriið er best skipulagöa aögerö sem ég hef tekið þátt i og ætti þvi aö vera dæmi um aö kon- ur geta veriö góðir skipuleggj- endur. Þegar þessu takmarki var náð vildu nokkrar konur aö starf- inu yröi haldiö áfram. En þá var m.a. of mikil flokkspólitik komin i spiliö til aö þaö reyndist unnt. Raunar held ég að kvennahreyf- ingin eigi mestan þátt i þvi hve lengi ég hef veriö i pólitikinni. En þaö er einmitt einkenni á pólitisk- um afskiptum kvenna aö þær hafa flestar veriö ákaflega stutt- an tima. Þess veröur lika mjög vart að margir tala um aö konur eigi aö fara fram en þá veröa kon- ur lika aö gefa sig i þaö. Þaö er heldur ekki máliö aö konur kom- ist á lista, heldur hvaöa áhrif þær hafa. Þaö veröur þvi spennandi þaö einhvcr sérstök pólitik eöa bara nýtt slagorö? — Mér finnst hún það merki- legasta sem komiö hefur fram i sambandi við jafnréttismál. Hingaö til hefur mest veriö talaö um aö konur ættu aö fara út á vinnumarkaöinn, en minna rætt um hlutverk karla. Nú eru um 80% giftra kvenna úti á vinnu- markaðinum. En fjölskyldupóli- tikin gerir ráö fyrir allt ööru, þ.e. aö bæöikonur og karlar geti unniö úti en jafnframt skipt meira meö sér verkum á heimilunum lika. En til þess þarf vinnumarkaöur- inn einnig aö taka meira tillit til fjölskyldunnaren nú er, bæöi meö styttri vinnutima og breytilegri og kannski ekki sist meö meiri launajöfnun karla og kvenna. Meöan karlar eru almennt betur Iaunaöir en konur, þá hreinlega ýtir þaö undirnúverandi fyrir- komuiag, þ.e. aö konurnar vinni kannski hlutastörf en karlarnir oft i' 10-14 tima þvi þaö borgar sig fjárhagslega betur. Félagsmálin timafrek- ari en aðalstarfið — Taka þessi félagsstörf öll og fundarsetur ekki gifurlegan tima? — Þaöer kannski furöulegt aö segja þaö, en ég er i 2/3 hluta kennslu, en nota þó meiri tima I félagsmálin en kennsluna. — Þýðir þetta ekki aö tíma- skortur geti hamlaö fólki frá þátt- töku i félagsmálum þótt þaö heföi til þess fullan áhuga? — Ég held aö flestir hafi ákveö- inn tima fyrir utan föstu störfin, en spurningin er hvernig á aö verja honum. Sumir syngja i kór- um, eru í áhugaleiklist, i klúbba- starfi eöa einhverju ööru. Sjálf heföi ég gjarnan viljað fara i ein- hver námskeiö og feröast meira, en hef sleppt þvi i staöinn. — Þitt aöalstarf er þó kennsl- an. Fórst þú í framhaldsnám meí þaö i huga? Og hvernig fellur þér svo kennslustarfiö? — Nei raunar ekki. Þetta er þó ekki úrættis, þvi' segja má aö flestir i minni fjölskyldu hafi fengist viö kennslu, foreldrar minir, ömmur og afar minir sem voru skólastjórar. Jónas skóla- stjóri Samvinnuskólans og Sig- urður afi minn skólastjóri Miö- bæjarskólans. Mér fellur vel aö kenna. Þetta er lifrænt starf og vinnutiminn ekki fastbundinn við kl.9-5. Við Gunnar skiptum með okkur vöktum — Nú varst þú meö heimili og tvö ungbörn þegar þú hófst kennslu? — Ég taldi miklar likur á að það leiddi til hinnar kiassisku verkaskiptingar ef ég væri alveg heima, þ.e. aöég festizt i heimil- isstörfunum og enginn annar myndi þá taka til hendinni. Og á hinn bóginn að ég myndi þá ekki nýta þá menntun sem ég hafði aflað mér. Þaö varð þvi úr að viö Gunnar — sem þá vann vakta- vinnu hjá Útvarpinu — skiptum eiginlega meö okkur vöktum heima, þannig að hann sá alveg eins um ungbarnið og ég og tengdamanna var betri en eng- inn. Fjögur ár nýs meiri- hluta of stuttur timi — Aö iokum Geröur, ýmsir spá nú miklum sigri sjálfstæöis- manna i borgarstjórnarkosning- unum en livcrju spáir þú? — Ég vil engu spá. En mér fyndist þaö alveg óttalegt ef sjáll- stæöismenn ynnu borgina svo fljótt aftur. Sjálfstasðisflokkurinn haföi stjórnaö hér i' hálfa öld og var búinn að byggja upp fastmót- að kerfi fyrir sinn flokk og sina menn, sem reyndar var oröiö staðnað.Fjögurárnýs meirihluta er of stuttur timi til að hrinda i framkvæmdýmsu sem nú er unn- iö aö. Mér finnst sjálfstæöismenn ganga málefnasnauöir til þessara kosninga. Þeir tönglast si og æ á byggö viö Rauðavatn sem er i raun tæknilegt atriði en ekki pöli- tiskt. Þaö er hins vegar skynsam- leg pólitik aö þetta byggöina og nýta þá þjónustu sem fyrir er i hverfunum. Lóöaúthlutun hefur veriö meiri á þessu kjörtimabili, en færri fengið ibúðir þar sem á- hersla hefur veriö lögö á sérbýli. Reykvikingum hefur fjölgað siö- ustu árin, sem segir sina sögu og miöbærinn orðið liflegri. Bæjar- útgeröin sem var i niöurniöslu gegnir nú forystuhlutverki. Við Framsóknarmenn viljum lækka aöstööugjöld á iðnaöi svo hann sitji viö sama borö og fiskiönaö- urinn. Þaö er réttlætismál. Viö höfum unniö vandaöa stefnuskrá, sem ég hvet borgar- búa til að kynna sér. Hvort vilja menn Davið Oddsson sem borg- arstjóra eöa Egil Skúla eins og við viljum? Viljum viö efla á- hugamannafélög i' staö þess aö borgin sé meö puttann á allri æskulýösstarfsemi með stofnun tómstundaráðs. Og svo mætti lengi telja. Aö lokum heiti ég á alla Framsóknarmenn aö liggja ekki á liöi sinu við aö efla Fram- sóknarflokkinn i komandi kosn- ingum. — HEI r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.