Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 5 „Aðalverkefnið framundan er síðan að reyna að hafa eitthvað áhugavert að bjóða upp á fyrir Reykvíkinga og aðra næsta vetur. Þar erum við með skíðaferðir og ýmislegt fleira í huga“, sagði Reynir. Hann kvað opnun nýs hótels á ísafirði hafa bætt aðstöðu fyrir ferðafólk verulega, þannig að þar verði nú hægt að bjóða upp á ljómandi aðstæður bæði til íþróttaiðkana og skemmtanahalds. „Við vonumst því til að geta aukið ferðamannafjöldann hingað í vetur“. Utanlandsferðir miklu dýrari fyrir fólk utan af landi Þar sem samtalið hefur að mestu snúist um ferðir til og um Vestfirði var Reynir spurður hvort ferðaskrifstofan þjóni ekki einnig Vestfirðingum sem vilja ferðast út fyrir Vestfirði eða til útlanda. „Jú, við höfum líka efnt til tveggja ferða til útlanda. Fórum til Skotlands s.l haust og skíðaferð til Austurríkis í vetur. Næsta vetur hyggjumst við enn auka þetta og fara þá til fleiri staða. Síðan erum við að sjálfsögðu með söluumboð fyrir Flugleiðir, og ferða- skrifstofurnar Úrval og Samvinnuferðir, sem hefur gengið vel.“ í neyslukönnun vegna nýs vísitölu- grundvallar kom það m.a. í Ijós að fólk af landsbyggðinni fer um helmingi minna í utanlandsferðir en fólk af höfuðborgarsvæðinu. Reynir var spurð- ur um líklegar ástæður þessa. Hann benti á að ákveðnir erfiðleikar séu bundnir búsetu fólks úti á landi varðandi utanferðir. Ferðaskrifstofurnar bjóði t.d. oft upp á ódýrar stuttar ferðir, t.d. um 3.000 kr. til Amsterdam nú að undanförnu. En hjá Vestfirðingi myndu t.d. 1.200 kr. bætast við fyrir flugmiða að vestan og í mörgum tilvikum einnig hótel- og annar uppihaldskostnaður í Reykjavík bæði fyrir og eftir utanferð- ina, auk lengra vinnutaps en hjá fólki á höfuðborgarsvæðinu. Á vetrum þori fólk jafnvel ekki öðru en að fara suður 2-3 dögum fyrir brottför, vegna ótryggs flugs að vestan. „Allur þessi aukakostn- aður hefur geysileg áhrif á ferðamanna- straum héðan af Vestfjörðum til út- landa. Ferðirnar verða alltaf miklu dýrari héðan", sagði Reynir. _ jjei ■ Hombjarg á Homströndum. þannig að þeir sem óska að fá slíkan bát á leigu í nokkra klukkutíma geta snúið sér þangað. „Þetta hafa margir notað sér í sumar, enda er alveg sérstaklega skemmtilegt að sigla á sportbát hér um Djúpið eða norður í Jökulfirði á góðviðrisdögum", sagði Reynir. Fyrir þá sem vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma hefur ferðaskrifstofan boðið upp á útsýnisflug um Vestfirði þrisvar í viku í sumar. Þá er farið með lítilli flugvél um alla þéttbýliskjarnana. Þessar ferðir sagði Reynir töluvert hafa verið notaðar, sérstaklega af útlending- um. í sumar var einnig byrjað á að auglýsa dagsferðir til Grænlands. Þær tvær ferðir sem famar hafa verið sagði hann hafa tekist bærilega. Vinsælt að aka aðra leiðina og fljúga hina - En hvaða farkost velur fólk helst til og frá Vestfjörðum? Yfir sumartímann telur Reynir að fólk notfæri sér „pakka“ í vaxandi mæli, þ.e. að fara með rútu aðra leiðina, skoða sig um fyrir vestan og fljúga síðan hina leiðina. Einnig kvað hann vinsælt að aka vestur, um Djúpið og suður að Brjánslæk en fara síðan yfir Breiðafjörð með Baldri og aka svo frá Stykkishólmi. Spurður um verkefni framundan sagði Reynir m.a. unnið að því að koma út sæmilega góðum bæklingi með haustinu, til dreifingar á ferðaskrifstofur og til annarra sem vinna að ferðamálum. ALHLIÐA VORUMARKAÐUR f BOTNI FJARÐARINS SÖLULÚGUR 0PNAR ÖLL KVÖLD TIL KL. 23.30 mm MATVÖRUVERSLUN Í8m> VIÐ SILFURTORGIÐ HV0RT SEM PÚ ERT Á LEIÐ í EÐA ÚR BÆNUM ER LJÓNIÐ í VEGINUM v &ERNIR m | alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug F /SAFIROI SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.