Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 7

Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 7 að hann skiptist í þrjá íbúðakjarna með um sjö km. leið á milli. Fyrsti kjarninn, Holtahverfið er á hægri hönd, þegar komið er ofan af Breiðadalsheiðinni, inn í bæinn. Síðan kemur Eyrin og hlíðin fyrir ofan hana, gamli bærinn, og síðast Hnífsdalurinn, á leiðinni hér úteftir, í átt að Bolungarvík. Áður fyrr voru Eyrin og Hnífsdalur einn hreppur, en síðan varð ísafjarðar- kaupstaður aðskilinn frá Eyrarhreppi. En árið 1971 sameinuðust byggðirnar aftur og Hnífsdalur telst nú til ísafjarð- arkaupstaðar. Að lokum vil ég svo bjóða ferðamenn velkomna til að skoða og kynnast öllu því, sem við höfum að bjóða,“ sagði bæjarstjórinn. SV ■ Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hótel ísafjörður: NÝTT FIMM HÆÐA HÓTEL ■ Á ísafirði er eitt af nýjustu hótelum landsins, Hótel ísafjörður, sem var opnað 16. september á sl. ári. Á hótelinu eru tveggja manna herbergi, öll með sér baði, síma og útvarpi, en alls verða 30 herbergi í þessu fimm hæða hóteli þegar það verður fullbúið, að sögn Sigurðar Stefánssonar hótelstjóra. Á fyrstu hæðinni er kaffitería og fundar- og veislusalur sem rúmar allt að 100 manns, og síðan eru herbergi á þremur hæðum. Fimmta hæðin er síðan ætluð undir setustofu gesta og bar fyrir gisti- og matargesti. „Við höfum heimavist menntaskólans á leigu, þar sem Hótel Edda var áður, og höfum því samanlagt rúm fyrir um hundrað manns í gistingu, en herbergin á heimavistinni eru án baðs. Að sögn Sigurðar er meirihluti gesta hótelsins íslenskir ferðamenn á ferð um Vestfirði, og nýta þeir sér oftast þá ýmsu ferðamöguleika sem eru frá ísafirði, og nefndi hann sem dæmi ferðir með Djúpbátnum og póstflugi Arna, auk göngu- og hestaferða. „Það er rétt að benda á það að hótelið er opið allt árið, og hér á ísafirði er hið ákjósanlegasta skíðaland, góðar brekk- ur og lyftur, og því tilvalið að koma hingað á vetrum jafnt sem á sumrin," sagði Sigurður að lokum. - SVJ ■ Hótel ísafjörður TILBOÐAÐ VESTAN FERÐAMENN! Hornstrandir Jökulfirðir Ferðaáætlun sumarið 1982 0a9sf o^átn 30. júlí Aðalvík -Fljót-Horn 2. ágúst Aðalvík-Fljót-Horn 6. ágúst Hesteyri 7. ágúst Aðalvík-Fljót-Horn 9. ágúst Hesteyri 14. ágúst Aðalvík-Fljót -Horn Reyðarfjörður 18. ágúst Hrafnfjörður Ferðaskrifstofa Vestfjarða RÍKISSKIP Sími: 28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga _..... . Umboðsmaður ísafirði: Biöjið um aætlun _ Gunnar Jonsson simi 94-3136

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.