Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982 fréttir Kom til hafnar með þrjá háhyrninga: ■■ -■•■■■■■■. . SYNINGARSTAÐIR Þorlákshöfn -Hveragerði - Selfoss Hella - Hvolsvöllur- Vík í Mýrdal Matvæli hækkað um 18% siðustu tvo mánuðina — en aðeins greiddar hálfar verð- bætur við næstu vísitöluhækkun ■ Matvæli hafa nú þegar hækkað um 18% frá því vísitala framfærslukostnað- ar var síðast reiknuð út í byrjun ágústmánaðar, samkvæmt könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert nýlega að ósk Alþýðusambands Islands. „Miðstjórn Alþýðusambands íslands mótmælir harðlega þeirri skriðu verð- hækkana, sem skollið hafa yfir af auknum þunga eftir setningu bráða- birgðalaganna í ágústmánuöi", segir m.a. í ályktun er miðstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær. Lýsir miðstjórnin því yfir að hún telur það siðferðislega skyldu stjórnvalda að sjá svo um að sérstaks aðhalds sé gætt í verðhækkun- um á yfirstandandi verðbótatímabili, einkum' varðandi opinbera þjónustu, þar sem bráðabirgðalögin kveði á um að einungis skuli greiddar hálfar verðbætur hinn 1. desember n.k. Miðstjórnin lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum í þessu efni og minnir á að með setningu bráðabirgðalaganna hafi verið gefið tilefni til að verkalýðsfélögin segðu upp kjarasamningurri. Jafnframt ítrekar miðstjórnin fyrri ályktun um að verkalýðshreyfingin áskilji sér allan rétt til aðgerða í kjölfar lagasetningarinnar. - HEI Þorskaflinn fyrstu nfu mánudi þessa árs: Fimmtungi minni en á síðasta ári ■ Þorskaflinn frá áramótum til sept- emberloka varð rúmum 86 þúsund tonnum (21,2%) minni en á sama tímabili 1981, eða aðeins rúmar 320 þúsund lestir á móti 406.400 lestum septemberlok í fyrra. Þar af hefur þorskafli togaranna minnkað um rúm 46 þús. tonn og bátanna um 40 þús. tonn, samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands. botnfiski hefur veiðst nú í ár, þannig að Af öðrum heldur meira botnfiskafli er nú 561.537 tonn á móti 609.254 tonnum í septemberlok 1981. Heildarafli landsmanna í septemberlok var orðinn rúmar 595 þús. lestir en var tæpar 900 þús. lestir á sama tíma í fyrra. Mestu munar þar að sjálfsögðu um loðnuaflann sem var orðinn rösklega 251 þús. tonn í septemberlok í fyrra en aðeins rúm 13 þús. tonn nú. Þorskafli togaranna í septcmber var nú um þriðjungi minni en í fyrra, eða aðeins 10.556 tonn á móti röskum 15 þús. tonnum í fyrra. Heildarafli togar- anna í mánuðinum er þó um 3.500 tonnum meiri nú, eða 29.577 lestir, þannig að mikið hefur verið veitt af ódýrari fisktegundum nú í september. Þorskafli bátanna var nú 7.749 lestir - sem er svipað og í fyrra - og botnfiskafli í heild 13.731 tonn, sem er um 1.800 tonnum meira en í september í fyrra. - HEl OSKABYRJUN GUÐRUNAR — Fer aftur utan til veiða í dag ■ Það er ekki hægt að segja annað en að háhyrningsveiðar vélbátsins Guðrún- ar GK frá Hafnarfirði, hafi byrjað vel í haust. Guðrún lét úr höfn sl. laugardag og þegar í fyrsta kasti á Héraðsflóa, lentu átta háhyrningar í vörpunni og náðust þrír þeirra um borð. Komið var með háhymingana til hafnar í Gríndavík seint í gærdag og vom þeir fluttir þaðan í sérsmíðuðum flutningakössum í laug- ina við Sædýrasafnið. - Þetta er búinn að vera ánægjulegur túr og ekki var verra að ná dýrunum í fyrsta kasti, sagði Jón Gíslason, skip- stjóri á Guðrúnu við komuna til Grindavíkur. Jón sagði að háhymingarnir hefðu verið ótrúlega hressir eftir siglinguna og tók Brynjólfur Sandholt dýralæknir sem tók á móti háhyrningunum á bryggjunni í sama streng. Sagði Brynjólfur að öll skilyrði hefðu verið ákjósanleg, veður gott og milt, en t.d. hefði ekki þýtt að flytja háhyrningana í miklu frosti. Jón Gunnarsson, forstjóri Sædýra- safnsins sem farið hefur í hverja einustu veiðiferð síðan háhyrningsveiðarnar hófust árið 1976, var að vonum ánægður með árangurinn, en tók það fram að þeir hefðu verið heppnir að ná dýrunum þetta fljótt. Ekki ætti að væsa um háhyrningana í lauginni við Sædýrasafnið, því að búið er að byggja yfir laugina og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Háhyrning- arnir munu nú jafna sig í lauginni eftir ferðalagið, en það fyrsta sem beið þeirra við komuna í gær, var glæný síld, sem er þeirra eftirlætismatur. Seinna í vetur verða svo dýrin seld til erlendra dýragarða og sædýrasafna, en háhyrn- ingarnir sem Sædýrasafnið í Hafnarfirði hefur sent utan á undanförnum árum hafa yfirleitt gert það mjög gott og er háhymingurinn Guðrún, sem heitin er eftir veiðiskipinu besta dæmið um það. Berast reglulega fréttir af afrekum hennar frá dýragarðinum sem hún var seld til. — ESE. Midstjórn ASÍ mótmælir harðlega verdhækkunarskriðunni: Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur í hringferð um íslandtil þess að leyfa landsmönnum að líta á sig.l förinni verður einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður við (öllum landsfjórðungum og mun þá gefast tækifæri til þess að kynnast kostum þessara vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi. SÝ/vIN6^bstaÖ/a, ^ÝVABP/ TROOPER A SUÐURLANDI Kirkjubæjarklaustur TROOPER í tómstundum TROOPER til allra starfa ■ Jón Gunnarsson, forstjóri Sædýra- safnsins hafði í mörgu að snúast í gær, en hann hélt út í morgun með Guðrúnunni að nýju í leit að fleiri háhyrningum. Tímamynd: G.E. ■ Eigendur útgerðarfyrirtækisins Ásar hf. í Hafnarfirði, Karl Auðunsson og Þorsteinn Auðunsson, ásamt skipstjór- anum Jóni Gíslasyni á Guðrúni GK. Tímamynd G.E. |T1 $ VÉIAPEIIP u-i m ^ Ármúla 3 0 38900 A HÁHYRNINGSVEIÐUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.