Tíminn - 08.10.1982, Page 8

Tíminn - 08.10.1982, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982 * LEIKLIST OFL, OFL, Smásýnishom úr efnispunktum helgarpakkans er fylgir Tímanum á föstudögum. -K VEITIN6ASTJÓRAR - M HUÓMSVEITARSTJÓRAR- M FÉLAGSHEIMILASTJÓRAR- + SKEMMTINEFNOIR. Hafið samband og pantið auglýsingar- eða sendið línu. Síminn er 86300 - 86396. Helgarpakkinn ■ Kohl og Schmidt á þingfundinum, sem samþykkti stjórnarskiptin Kohl breytir ekki utanríkisstefnunni Hann fylgir svipaðri stefnu og Schmidt ■ PAÐ VAR eitt fyrsta verk Helmuts Kohl eftir að hann var kjörinn kanslari, að efna til blaðamannafundar, þar sem hann svaraði ýmsum spurningum um utanríkismál, enda lék blaðamönnum mest hugur á að kynna sér viðhorf hans til þeirra. Til þess að árétta það, að Kohl ætlaði fyrst og frenist að ræða um utanríkismálin, mætti Genscher utan- ríkisráðherra einnig á fundinn. Eftir fundinn voru ályktanir blaða- manna yfirleitt þær, að Kohl hyggðist fylgja í stórum dráttum sömu utanríkis- stefnu og Helmut Schmidt, fyrirrennari hans í kanslaraembættinu. Helmut Schmidt hafði að vissu leyti gert Kohl þetta auðveldara, því að á fundi, sem hann hélt með erlendum sendiherrum daginn áður en hann lét af kanslaraemb- ættinu, hafði hann rifjað upp aðalatriðin í utanríkisstefnu þeirri, sem hann og stjórn hans höfðu fylgt. Á umræddum blaðamannafundi fór Kohl í þessa slóð fyrirrennara síns og virtist ekki einu sinni koma fram áherzlumunur hjá þeim, en við því hafði verið búizt; þótt efnismunur yrði lítill. KOHL lagði mikla áherzlu á nána samvinnu við Bandaríkin, en það hafði Schmidt einnig gert. Jafnframt tók hann skýrt fram, að stjórn hans vildi samvinnu við þau, en ekki að verða háð þeim. Þá tók Kohl fram, að hann hefði áhuga á að svipuð samvinna, eða jafnvel betri, gæti haldizt milli Vestur-Þýzka- lands og Austur-Evrópu og verið hefði að undanförnu. Hann nefndi Sovétríkin sérstaklega í þessu sambandi. Við annað tækifæri var hann spurður um, hvort hann væri mótfallinn því, að Erich Honecher, leiðtogi austur-þýzkra kommúnista, kæmi í heimsókn til Vestur-Þýzkalands, en slík heimsókn hans hafði verið ákveðin áður en herlög voru innleidd í Póllandi, en frestast síðan. Kohl sagðist ekki mótfallinn því. Hann teldi mikilvægt að vinna að því að Þjóðverjar í þessum tveimur ríkjum gætu aukið samskipti sín. M.a. vildi stjórn hans vinna að því að gagnkvæm ferðalög gætu aukizt. Þá sagðist hann leggja mikla áherzlu á bætta sambúð Evrópuríkja, en í sínum augum væri Evrópa annað og meira en Efnahagsbandalag Evrópu. Evrópa er Vestur-Evrópa, Mið-Evrópa og Austur- Evrópa, sagði hann. Gasleiðslumálið, 'sem mestri deilu hefur valdið milli stjórna Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuríkja að undanförnu barst ekki sérstaklega í tal á blaða- mannafundinum, en við önnur tækifæri hefur verið áréttað af hálfu stjórnar- innar, að hún muni ekki gera neitt til þess að hindra vestur-þýzk fyrirtæki í því að standa við þá samninga, sem þau hafa gert við Sovétríkin varðandi gasleiðsluna. Ennfremur hefur verið áréttað, að verzlunarviðskiptum við Sovétríkin yrði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. í varnarmálum og öryggismálum verður stefnan óbreytt. 1 ræðu þeirri, sem Schmidt hélt á fundinum með sendiherrunum, lýsti hann óbreyttu fylgi sínu við eldflaugaáætlun Nato, ef ekki næðist samkomulag um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Kohl lýsti sig að sjálfsögðu sammála fyrirrenn- ara sínum um þetta efni. Kohl taldi þátttöku Bandaríkjanna í vörnum Vestur-Evrópu mjög mikils- verða. Án hennar væri Vestur-Þýzka- land ekki það sem þau væru í dag. Kohl vék sérstaklega að samvinnu Vestur-Þjóðverja og Frakka og taldi það eitt meginatriði utanríkisstefnu sinnar að efla hana. Hann áréttaði þetta með því að fara í heimsókn til Mitterrands daginn eftir að hann tók við kanslara- embættinu. í BANDARÍSKUM blöðum hefur stjórnarskiptunum í Bonn verið sæmi- lega tekið, en viss ótti þó látinn í Ijós um það, að andstaða gegn eldflaugaáætl- un Nato geti enn aukizt eftir að Helmut Schmidt er ekki lengur við stýrið. Hann hafi haldið vinstri öflunum í flokki sínum í skefjum. í rússneskum blöðum hefur Helmuts Schmidt verið saknað, en farið gætileg- um orðum um Kohl og nýju stjórnina. Áður hafði komið fram hjá rússneskum stjórnvöldum, að þau óttuðust ekki verulega, þótt Kohl tæki við stjórninni. Kohl hefði lýst yfir því, að allir samningar við Sovétríkin yrðu haldnir, og það hefur hann áréttað eftir að hann varð kanslari. Af því, sem þegar er komið fram, virðist Kohl stefna að því að reyna að halda utanríkismálum utan og ofan við flokkadeilur með því að feta sem mest í fótspor Schmidts. Takist honum þetta mun kosningabaráttan, sem er framund- an, snúast mest um efnahagsmálin en stjórnin vinnur nú að því að undirbúa ráðstafanir sínar á því sviði. Kunnugt er um nokkrar fyrirætlanir hennar á því sviði og miða þær jafnt að skatta hækkunum og útgjaldalækkunum til að draga úr rekstrarhalla hjá ríkinu. í næstu viku mun Kohl flytja stefnuræðu sína í þinginu sem nýkjörinn kanslari og mun þá koma nánar í ljós hverjar efnahagsaðgerðirnar verða, en þær geta ráðið úrslitunum í þingkosning- unum, sem hafa verið boðaðar í marz. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.