Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 1
rt t- HELGAR- DAIÍ ftf IKIKI rMIVÍVII IXIH ¦ Hingað til lands er kominn hópur dansara, hljóðfæraleikara, söngvara og jóðlara frá Týrol. Mun hópurinn skemmta í Reykjavík og á Akureyri yfir helgina og lýkur heimsókninni með mikilli skíðahátíð á Broadway á sunnudagskvöld. Þar verður boðið upp á austurrískan kvöldverð, kynntar skíðaferðir til Austurríkis á vegum Úrvals, Útsýnar og Flugleiða, skíðafatnaður sýndur - Hekla sýnir Pajero jeppann, Bingó verður spilað þar sem glæsilegir vinningar eru í boði og gestir fá gjafir frá Austurríki. Hópurinn frá Týrol kemur fyrst fram í Hollywood á fimmtudagskvöldið 4. nóvember. Síðdegis á föstudag verður skemmtun í Sjallanum á Akureyri fyrir böm og fullorðna svo og á föstudagskvöld fyrír fullorðna. Laugardaginn 6. nóvember kemur hópurinn fram á Esjubergi ¦ hádeginu og um kvöidið og sama kvöld í Broadway og Skálafelli. Sunnudaginn 7. nóvember verður skemmt í Esjubergi ¦' hádeginu og klukkan 18, en hátiðin í Broadway hefst klukkan 19. „Stend á haus með 5 bolta á f leygif erd" Rabbað við jafnvægislistamanninn Valter Vasil, sem nú heldur sýningar í Reykjavík ¦ „Ég hef haft atvinnu af því að sýna jafhvægiskúnstir í fjölda ára og sýnt í fleiri löndum en ég hef tölu á. í fyrra var ég til dæmis með Harlem Globetrotters, sýndi í hléinu hjá þeim, og þá fórum við í fjórar, heimsálfur, Asíu, Ástralíu, Ameríku og Evrópu. Eg var ekki heima hjá mér nema örfáa daga á árinu." Þetta sagði Valter Vasil, jafnvægis- listamaður frá Austurríki, sem sýnt hefur listir sínar á íslenskum veit- inga- og skemmtihúsum undanfarn- ar vikur. Hann hefur komið fram á Naustinu, í Broadway, Klúbbnum og á Sögu svo eitthvað sé nefnt. - Hvernig fer sýningin fram? „{ hvert sinn sýni ég í um hálfa klukkustund og reyni að hafa fjöl- breytnina eins mikla og kostur er. Ég nota bolta mikið, stundum er ég með fimm og sex í einu, jafnvel þótt ég standi á haus eða annarri hendi. Annars finnst mér nokkuð erfitt að lýsa kúnstum mínum, fólk verður bara að koma og sjá. - Hvernig hafa viðbrögð íslenskra áhorfenda verið? „íslendingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur, þeir láta álit sitt hiklaust í ljós líki þeim ekki við sýninguna. En sem betur fer hefur mér oftast tekist vel upp svo móttökurnar hafa verið góðar." - Hvað leíddi til þess að þú lagðir leið þína hingað? „Eg kom hingað með Harlem Globetrotters í apríl síðast liðnum og fannast landið áhugavert; ég ákvað þá strax að koma aftur. Síðan komst ég í samband við umboðs- mann minn, Ámunda Ámundason, og hann réði mig í sex vikur. Nú hef ég verið hér í rúmar fjórar og hef líkað stórvel svo að ég tel ekki ótrúlegt að ég eigi enn eftir að koma hingað" sagði Valter. - Sjó. Valter Vasil leikur listir sínar. Tímamynd Róbert ¦ Yfirleitt er „fjölmiðlaneysla" undirrítaðs tiltölulega takmörkuð og einkum er það sjónvarpið sem verður oft á tíðum útundan. Síðustu vikuna hefi ég þó fylgst meira með dagskrá sjónvarps en endranær og niðurstað- an af þeirri skoðun hlýtur að teljast bara nokkuð góð. Dagskrá sjón- varpsins er að mínu áliti mjög góð og fjölbreytt og víst er að þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá sjónvarpsins síðastliðinn föstudag var með svipuðu móti og yfirleitt er á föstudögum. Fyrst voru fréttir á dagskrá, síðan kom þáttur- inn Á döfinni og síðan komu Prúðu leikararnir, sem eru miklir aufúsu- gestir hjá yngstu kynslóðinni og ég stend sjálfan mig býsna oft að því að horfa á þá mér til óblandinnar ánægju. Kastljós kom þar á eftir og voru það Ögmundur Jónasson og Sigrún Stefánsdóttir sem þar stjórnuðu. Kastljósþættir sjónvarpsins eru yfir- leitt mjög vel unnir og hljóta að teljast í háum gæðaflokki. Mesta athygli mína að þessu sinni vakti umfjöllun Ögmundar um áhrif as- bests á heilsu fólks og einnig kynning- in á áhrifum afrennslisvatns Hita- veitu Suðurnesja á Svartsengi á húð psoriasissjúklinga. Laugardagsdagskráin byrjaði að venju á íþróttaþætti. Oft hefur mér þótt ómaklega að þeim þætti vegið í umfjöllun fólks um sjónvarpsdag- skrá og get ég ekki annað sagt en, að ég tel að Bjarni Felixson geri sitt besta til að gera unnendum allra greina íþrótta glatt í geði. En hjá því verður ekki komist að veita þeim greinum sem mestara vinsælda njóta mesta tímann.Ogfjölbreytniþáttanna er oft mikil og það er ánægjulegt, að fyrirfram sé kynnt hvenær hver íþróttagrein fyrir sig byrji. Það getur komið sér vel fyrir þá sem velja og hafna. Enska knattspyrnan bauð upp á tvo ágæta leiki. Fyrst voru það Manchesterliðin sem mættust í á- gætum leik og síðan léku Chelsea og Charlton og var það fjörugur leikur og var sérstaklega gaman að sjá gömlu kempuna Pop Robson skora fallegt mark. . Löðrið er farið að verða ákfalega þunnt og sannast sagna sé ég æ sjaldnar ástæðu til að kíma er ég horfi á þáttinn. Þar á eftir kom sæmileg afþreyingarmynd með þau Jane Fonda og Lee Marvin í aðalhlut- verkum. Þetta var engin stórmynd, en það var allt í lagi að horfa á hana. Þar á eftir kom þáttur sem Bryndís Schram og Árni Johnsen stjórnuðu. Þar kom fram að góður árangur náðist í landssöfnun Krabbameins- félags íslands, sem gefur sam- tökunum byr undir báða vængi og ætti að tryggja að hægt verði að byggja leitarstöð samtakanna á sem allra skemmstum tíma. Margt ágætra listamanna kom fram í þessum þætti og allir gáfu þeir framlag sitt til styrktar góðu málefni. Þessi þáttur var að mörgu leyti ágætur og það var sérstaklega gaman að heyra og sjá listamenn utan af landi, sem kallaðir voru á vettvang, en eru ekki daglegir gestir í sjónvarpi. Þá var Ómar Ragnarsson óborganlegur eins og hans er vandi. Laugardagsdagskráin endaði á gamalli mynd, sem var endursýnd með James Cagney og Humphrey Bogart í aðalhlutverkum. Þetta var prýðileg mynd til að horfa á undir svefninn og þar kom fram hvað oft er stutt á milli gæfu og ógæfu. Eða eins og presturinn sagði: „Ég slapp af því að ég var fljótari að hlaupa." Hinn sem var seinni á sér endaði líf sitt í rafmagnsstólnum alræmda. Ekki horfði ég á Stundina okkar á sunnudaginn, en það gera börnin og hafa gaman af. Hins vegar settist ég niður og horfði á þátt sem kallaður er Glugginn. Er það þáttur um listir og menningarmál. Margt gott má um þann þátt segja, en þó finnst mér upplestur úr bókum aldréi njóta sín fyllilega í sjónvarpi. Hann er fyrst og fremst útvarpsefni og einhvern veg- inn á ég bágt með að hlusta af athygli á lestur kafla úr skáldsögu í sjón- varpi. Á eftir þeim þætti var Schultz einhver, sem ég horfði ekki á og hef aldrei horft á. Á mánudag horfði ég hins vegar á „Fjandvinina" hvað svo sem það þýðir. Það er skemmtilegur og oft á tíðum bráðsmellinn þáttur. Það sem ég minnist síðast af dagskrá sjónvarps í síðustu viku er sænskur þáttur, sem byrjaði á þriðjudaginn og lofar bara nokkuð góðu. Er það eins konar blanda af gamanþætti og sakamálaþætti ef ég hef skilið rétt. Ekki er hægt að fjalla um ríkis- fjölmiðlana án þess að minnast á hljóðvarpið. Þar er oft á tíðum boðið upp á hreint ágæta dagskrá og þar er greinilega reynt að gera öllum til hæfis óháð aldri eða áhugamálum. Fjölbreytni útvarpsins er mjög mikil og sé aðstaða þeirra er vinna útvarps- efni höfði huga, er nánast ótrúíegt hvað kemur út á öldum ljósvakans. Aðstaðan fyrir t.d. lausráðna dag- skrárgerðarmenn er engin og verða þeir að reka öll sín mál á ganginum á 6. hæðinni í útvarpshúsinu eða þá bara heima hjá sér. Mikið er af góðum þáttum á dagskrá um þessar mundir. Þar má nefna morgunþátt Stefáns Jóns Haf- stein og félaga, þátt Arnþrúðar og Hróbjartar eftir hádegi á laugar- dögum og þá má ekki gleyma íþróttaþættinum hans Hermanns, sem eru ávallt með því hressasta í útvarpinu. Að lokum vil ég þakka oft ágætt barnaefni í útvarpi, en ég vil láta í Ijósi þá skoðun mína, að tímasetn- ingin á því er algjörlega vonlaus. Alltof margir krakkar missa af góðu efni, af því að þeir eru á leið í og úr skóla eða leikskóla. Það verður að hafa barnaefni á þeim tímum þegar börnin eru heima í rólegheitum og geta hlustað. Því yfirvöld útvarpsins verða að gera sér grein fyrir að þetta eru útvarpshlustendur framtíðarinnar og það verður að taka tillit til þeirra. Færið þess vegna barnaefnið að. - eins síðar á daginn. Sigurður Helgason Sigurður Helgason skrifar um dagskrá ríkisfjölmiðlanna Dagskrá ríkisf jölmidlanna 6. nóvember til 12. nóvember

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.