Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1982 aaí j ÁR.'.B'l 7 Helgarpakkinn T o n í e í k a r Danskur harmónikku- leikari í Norræna húsinu: Leikur klassik á harmónikku ■ Hinn kunni danski harmonikkuleikari Mogens Ellegaard verður staddur hér á landi 3.-9. nóvember. Er hann á leið til Bandaríkjanna í konsertferð með eigin- konu sinni Mörtu Bene þar sem hann leikur einleik með sinfoníhljómsveitinni í Toledo. Mogens Ellegaard er dósent við Kgl. danska Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn. Ellegaard og frú halda hér tvenna tónleika í Norræna húsinu. Hina fyrri 5. nóv. kl. 20.30 og verða leikin m.a. verk eftir Per Nörgáard, Torbjörn Lundquist, Arne Nordheim og Ole Schmidt. En á seinni tónleikunum sem verða sunnu- daginn 7. nóv. kl. 20.30 leikur hann verk eftir P. Frosini, Rimsky Korsakow, einn- ig búlgarska þjóðlagatónlist og margt fleira. Samhliða því sem hann fjallar um sögu harmonikkunnar. Eru þau hér á vegum Tónskóla Emils. Aðgöngumiðar verða seldir í Norræna húsinu. ■ Mogens Ellegaard harmónikkuleikari og kona hans Marta Bene, en þau koma hér við á leið í tónleikaför um Bandaríkin. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur ■ Vegna gífurlegrar aðsóknar að miðnætursýningum Leikfélags Reykja- víkur á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, sem verið hafa á laugardags- kvöldum, verður bætt við sýningum á föstudagskvöldum kl. 23:30. Fyrsta sýn- ingin er í kvöld (5. nóv.) og einnig er sýning annað kvöld. Miðasala er í bíóinu. Með stærstu hlutverk í Hassinu fara Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórs- son, Emil G. Guðmundsson, Kjartan Ragnarsson og Aðalsteinn Bergdal. Leikmynd er eftir Jón Þórisson, leik- stjóri er Jón Sigurbjörnsson. í kvöld er 7. sýning á Irlandskortinu eftir Brian Friel í Iðnó en verkið hefur hlotið ágætar viðtökur. Það gerist á írlandi á síðustu öld og lýsir samskiptum heimamanna við breska hermenn, sem komnir eru til að kortleggja landið. Inn í þetta fléttast ástarsaga bresks her- manns og írskrar stúlku. Þau eru leikin af Ásu Svavarsdóttur og Pálma Gests- syni, sem bæði þreyta hér frumraun sína. Önnur stór hlutverk eru í höndum Karls Guðmundssonar, Steindórs Hjör- leifssonar, Karls Ágústs Úlfssonar og Emils G. Guðmundssonar. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson, leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Á laugardagskvöld er Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson sýndur í Iðnó og er þegar uppselt á þá sýningu. Verkið hefur vakið verðskuldaða athygli og leikarar fengið afbragðsumsagnir fyrir leik sinn. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson, höfundur er leikstjóri en stærstu hlut- verk leika Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Aðalsteinn Bergdal, Soffía Jakobsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Þjóðleikhúsið um helgina Garðveisla, nýjasta leikrit Guðmund- ar Steinssonar verður sýnt í 16. sinn nú í kvöld (föstud.) Siðbótarverk um mann- inn og jörðina sem hann byggir, rökrétt framhald fyrri verka þessa vinsæla höfundar. Leiksýning þessi hefur orðið tilefni umræðna og deilna og hafa raunar komið fram margar mjög ólíkar skoðanir á verkinu. María Kristjánsdóttir er leikstjóri, leikmynd og búninga gerði Þórunn S. Þorgrímsdóttir, tónlistin er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en í aðalhlutverkum eru Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Hjálparkokkarnir, nýi gaman- leikurinn eftir George Furth verður sýndur bæði á laugardagskvöld og á sunnuagskvöld, en fyrir löngu er uppselt á sýninguna á laugardagskvöldið. Hér er um að ræða létt verk sem lýsir við- brögðum þess fólks sem stendur í skugganum af mökum sínum, er athyglin beinist skyndilega að því. Óskar Ingi- marsson þýddi leikinn, leikstjóri er Helgi Skúlason, leikmynd gerði Baltasar og búningana geri Helga Björnsson. í hlutverkunum eru Herdís Þorvaldsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson, Helga Bachmann, Margrét Guðmundsdóttir og Edda Þórarinsdóttir. Gosi, barnaleikritið sívinsæla verður sýnt í 46. og næst síðasta sinn á sunnudaginn kl. 14.00. Já, næst síðasta sinn og ekki verður unnt að hafa aukasýningar á verkinu. Brynja Benediktsdóttir samdi leikritið og er leikstjóri, leikmyndin er eftir Birgi Engilberts, söngtextar eftir Þórarinn Eldjárn og tónlistin eftir Sigurð Rúnar Jónsson. í aðalhlutverkunum eru Árni Tryggvason, Árni Blandon og Sigurður Sigurjónsson. Tvíleikur, verðlaunaleikrit Tom Kem- pinski verður sýnt í 17. skipti á Litla sviðinu á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Jill Brooke Árnason leikstýrði og Þór- unn Magnea Magnúsdóttir og Gunnar Eyjólfsson fara með hin vandasömu hlutverk fiðlusnillingsins og sálfræðings- ins. Þessi sýning hefur komið mörgum þægilega á óvart og þá einkum það hvernig hægt er að fjalla um alvarlegt mál jafnopinskátt og af jafn mikilli kímni og raun ber vitni. Leikbrúðuland Þrjár þjóðsögur í nýstárlegri leikgerð Leikbrúðulands, Gípa, Átján barna faðir í álfheimum og Púkablístran, verða sýndar á sunnudaginn klukkan 15.00 að Fríkirkjuvegi 11. Miðasala frá klukkan 13. Miðar eru teknir frá í síma 15937 frá klukkan 13 á sunnudögum. * Isienska óperan Föstudagssýningin á Töfraflautunni eftir Mozart hjá fslensku óperunni er nokkurs konar frumsýning númer tvö, því þá tekur Marc Tardue við tónsprot- anum af Gilbert Levine og mun hann stjórna Töfraflautunni út nóvember mánuð. Enn fremur mun Eiríkur H. Helgason syngja í fyrsta skipti hlutverk Papagenos, sem hann og Steinþór Þrá- insson munu syngja til skiptis í framtíð- inni. Töfraflautan verður flutt á föstudags- og laugardagskvöld klukkan 20. Uppselt er á báðar sýningarnar. Þá verða tvær sýningar á Litla sótaran- um, sem nú hefur verið sýndur 13 sinnum við ágætar undirtektir. Skipu- lagðar ferðir hafa verið á sýningarnar í samráði við grunnskóla og hafa börnin hópast að og stundum haft foreldra sína með sér. Sýningarnar verða laugardag og sunnudag klukkan 14.00. Skagaleikflokkurinn Um helgina mun Skagaleikflokkurinn halda áfram sýningum á hinum vinsæla söngvafarsa „Okkar rnaður" eftir Jónas Árnason í Bíóhöllinni á Akranesi. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunum til þessa, raunar uppselt á flestar sýningar. Sýningarnar verða föstudags- og laugardagskvöld klukkan 20.30 og sunnudag klukkan 14. ■ Edda Þórarínsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir í Hjálparkokkunum, nýjasta leikriti Þjóðleikhússins. útvarp Fimmtudagur 11. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morg- unorð. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjömurnar" efttr Bjarne Reuter 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þlngfréttlr. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Verslun og viðskipti. 10.45 Árdegis f garöinum. 11.00 Vlð Pollinn. 11.40 Félagsmál og vinna. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fimmtudagssyrpa. 14.30 Á bókamarkaðinum. Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum b ókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 15.00 Miödegistónleikar. , 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifuí heppni” eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundurinn les (5). 16.40 Tónhomlð. 17.00 Brœðingur. 17.55 Snertlng. ■ Ásta R. Jóhannesdóttir sér um fímmtudagssyrpu. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 20.00 Fimmtudagsstúdióið - Útvarp unga fólksins 20.30 Gestur f útvarpssal: Bodll Kvaran syngur. 21.55 „Átök og einstaklingar”. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöidsins. 22.35 Án ábyrgðar. Umsjón VatdlsOskars- dóttir og Auður Haralds. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. Fréttir. Dagskrárlok. fimmtudagur VÍDEÓBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 vBSS einn MEÐ ÖLLÚ ★ Vídeómyndir ★ Vídeótæki ★ Vídeókasettur (óáteknar) ★ Vídeómynda véiar 1-3 túbu vélar. ★ Kasettuhylki. VÍDEÓBANKINN BÁÐLR ★ Sjónvörp ★ Kvikmyndavélar 16 mm ★ Allar rnyndir með réttindum ★ Vfírfærum 16 nm fílmur lit eða svan hvítar á vídeóka- settu. ★ Tískusýningar - ★ Mannfagnaðir. Tök- um að okkur að mynda samkvæmið. Erum með öll tæki. YÍDEÓMNKINN býðiír ★ ÖL ★ GOS ★ tóbak ★ SÆLGÆTI HJÁ OKKUR SÉRÐU HJÁ OKKUR FÆRÐU VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.