Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. 3 Helgarpakkinn Eigendur Bautans og Smiðjunnar á Akureyri: ■ Flestir þeir ferðalangar sem komið hafa til Akureyrar kannast við veitinga- húsin Bautann og Smiðjuna. Bautinn hefur nú verið rekinn um txplega 12 ára skeiö, en Smiðjan, sem jafnframt er einn skemmtilegasti veitingastaðurinn á Akur- eyri, bættist við fyrir rúmlega þrem árum síðan. Báðir staðirnir eru í eigu sömu aðila, en tveir eigendanna Hall- grímur Arason og Stefán Gunnlaugsson, vinna að öllu leyti við veitingastaðina. Sér Hallgrímur um daglegan rekstur, en Stefán er yfirmatreiðslumaður. - Það eru mikil tímamót framundan hjá okkur, sagði Hallgrímur í samtali við Tímann. - Við eigum brátt von á milljónasta gestinum á Bautanum og höfum í því sambandi ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt til að minast þessara tíma- Hallgrímur Arason í Smiðjunni við hið glæsilega danska hádegisverðarhlaðborð sem veitingastaðurinn býður upp á. Bjóða 20 þúsund manns í matarboð móta. Þessi gestur má eiga von á óvæntum glaðning, sagði Hallgrímur og bætti því við að á næstunni yrði fylgst mjög nákvæmlega með gestafjöldanum, þannig að ekki ætti að fara á milli mála hver hinn heppni væri. Bjóða 20 þúsund manns í mat Að sögn Hallgríms er margt annað á döfinni hjá Bautanum og Smiðjunni og t.d. hefðu eigendurnir ákveðið að bjóða öllum öldruðum íslendingum, þ.e.a.s. 67 ára og eldri í mat. Ekki væri endanlega búið að ákveða á hvaða tíma þetta yrði gert, en allir þeir 67 ára og eldri sem þá yrðu staddir á Akureyri gætu notfært sér boðið. Má segja að þetta sé sannarlega rausnarlega boðið af hálfu eigenda Bautans og Smiðjunnar, því að sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru alls búsettir á landinu um 20 þúsund manns í þessum aldursflokki, 1. desemb- er sl. og þar af bjuggu um 1000 í Norðurlandskjördæmi eystra. Varla mæta þó allir 20 þúsund í matinn, en fastlega má búast við því að það verði fjölmennt, enda hafa Akureyringar ný- lega stofnað félag aldraðra sem starfar með miklum blóma. Sérstök þjóðarkvöld og útiveitingastaður Af annarri nýbreytni má nefna að fyrirhugað er að Hafa sérstök þjóðar- kvöld í Smiðjunni einu sinni í mánuði og sagði Hallgrímur að fyrsta kvöldið þessarar tegundar yfði væntanlega hald- ið nú í nóvembermánuði. Ekki væri búið að ákveða hvaða þjóð yrði fyrir valinu í sambandi við þjóðarkvöldið, en þessar kynningar myndu væntanlega standa eina helgi í senn. Fengnir yrðu mat- reiðslumeistarar frá öðrum stöðum á landinu og vel mætti vera að einnig yrðu fengnir erlendir matreiðslumeistarar. Möguleikar Smiðjunnar sem veitinga- staðs hafa vaxið mjög að undanförnu, ekki síst eftir að tekin var í notkun ný setustofa, þar sem gestir eiga kost á að bíða eftir borði, fá sér fordrykk og láta sér líða vel áður en sest er að snæðingi. En með þessu eru ekki allar nýjungarnar upp taldar. Næsta sumar verður tekinn í notkun yfirbyggður útiveitingastaður í tengslum við Bautann og ef slíkur staður á framtíð fyrir sér á íslandi, þá er Akureyri örugglega ekki versti staðurinn til að staðsetja útiveitingastað á. Útiveit- ■ingastaðir hafa notið mikilla vinsælda í nágrannalöndum okkar, en þær vinsæld- ir hafa að mestu leyti byggst upp á bjórsölu. Þar sem slíku er ekki að heilsa hérlendis á eftir að koma í Ijós hvernig útiveitingastaðurinn á Akureyri mælist fyrir, en þar verður boðið upp á allar Venjulegar veitingar. Að sögn Hallgríms Arasonar hafa þeir áður reynt að hafa Milljónasti gesturinn væntanlegur á Bautann bráðlega óyfirbyggðan veitingastað á stéttinni fyrir utan Bautann, en það hefur ekki gengið sökum veðurlagsins. Sveiflukenndur rekstur Á Bautanum og í.Smiðjunni er boðið upp á allan algengasta mat, auk sérstakra stórsteika. Réttur dagsins hefur þótt fremur ódýr, enda hefur fiskréttur með súpu og kaffi kostað um 80-90 krónur og sambærilegt verð fyrir kjötrétt er um 90-120. Fiskréttirnir á matseðli hússiHs kosta annars um 100 krónur og kjötrétt- irnir frá 130-200 krónur, en þá er ekki innifalin súpa. Hallgrímur Arason sagði að rekstur staðanna hefði gengið nokkuð í bylgjum undanfarin ár og segja mætti að það væru raunverulega bara júlí og ágúst, á meðan ferðamannanna nyti við, sem væru verulega góðir. Júní gæti einnig verið ágætur ef vel viðraði, en júni mánuður hefði t.a.m. brugðist í ár. Aðrir mánuðir væru mun lakari og þá væri oft lítil traffík, nema helst í hádeginu og um helgar. ■ Setustofan sem nýlega var opnuð í Smiðjunni. Við bjóðum hinar bráð- skemmtilegu kvikmyndir Walt Disneys á Video- kassettum. Einniq þekkt- ar ævintýramyndir og teiknimyndir. Skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Myndbandaleiga $nttbjörnUón$son&Cb.h.f HAFNARSTRÆTI 4 SÍMI14281 LOKSINS, LOKSINS! Nýja 33 sn. breiðskífan með Tíbrá er komin í næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aöeins 165 kr. Heildsala — dreifing: Dolbít sf., Akranesi. Sími 93- 2735 sjónvarp Sunnudagur 14. nóvember 16.00 Sunnudagshugverkja. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flytur. 16.10 Húslð á sléttunnl. Samheldnl- Síð- ari hluti. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.05 Grikklr hinlr tornu. II. Gullöldin. Fjallað er um timabilið 500-300 fyrir Krists burð, andans menn Grikkja, sem þá voru uppi, byggingar og listir sem þá voru f miklum blóma. Þýðandi og þulur Gylli Pálsson. 18.00 Stundin okkar. Meðai efnis í þætt- inum verður: Heimsókn til glerbtásara á Kjalarnesi, sýnd teiknímynd um Blámann og Þórður segir fréttir. Teiknimyndasaga eftir 15 ára Reykvíking, Sverri Sigurðs- son. Loks fáum við sjá hvernig pabbi og mamma voru, þegar þau voru 12 ára, i gamalli kvikmynd úr Ausiurbæjarskóla. 19.00 Hlé 20.00 Fráttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku 20.55 Glugginn. Þátlur um listir, menn- ingarmál og fleira. Dagskrárgerð: Áslaug Ragnars, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Eiín Þórða Friðfínnsdóttir og Kristín Pálsdótt- ir. 21.45 Schulz i herþjónustu. Lokaþáttur. Etni fimmta áttar: Þjóðverjar fara halloka I styrjöldinni. Schultz á ríkan þátt í þvi að 5 milljónum punda er sokkt i Toplitzvatn í Austurríki ásamt prentverk- ínu. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.40 Er enginn sem skilur mig, Síðari hluti mynda sem irska sjónvarpið iétgera í tilefni aldarafmælís James Joyce. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.35 Dagskráriok útvarp Sunnudagur 14. nóvember 8.00 Mórgunandakt. Séra Þórarinn Þór, prófastur á Patreksfirði, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr) 8.35 Morguntóleikar. 10.00 Fráttir. 10.10. Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00Messa á kristniboðsdegl t Nes- kirkju. Hádeglstónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir 12.45. Veðurfregnir. Til- kynningar. TónleikaQ. - 13.20 Beriínarfílharmónían 100 ára. 3. þáttur. Frægir hljómsveitarstjórar. 14.00 Leikrit: „Fimmtíu mínútna bið“ ettir Charles Charras. (Áður útv. '62). 14.50 Kaffitiminn. 15.20 Á bókamarkaðiinum. Andrés Bjömsson sér um lestur úr nýjum bókum. 16.00 Fréttír. Dagskrá. 16.15. Veöurfregnir, 16.20 Heimspeki'Forn-Kinverja. Tímabil hundrað heimspekiskóla. Ragnar Baldiirsson fiytur tyrsta sunriudagserindi .sitt. 17.00 Siðdeglstónleikár. 18.00 Það var og... Umsjón: Þráinn Bertels- son 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. ' 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.25 Veistu svarið? Spurningaþáttur út- varpsins á sunnudagskvöldi. 20.00 Sunnudagsstúdfóið. Útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. 20.45 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 21.30 „Gróin spor“. Aldarminning Jó- hannesarFriðlaugssonar á Fjalli. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm" eftir Gunnar M. Magnúss. Baldvin Halldórsson les (11). 23.00 Kvöldstrengir. Umsjón: Helga Alice Jóhanns. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. sunnudagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.