Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. Helgarpakkinnl Fimm sýningar hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur um heig- ina í kvöld (föstudag) er 9. sýning á Irlundskortinu eftir Brian Friel, nýjasta verkefni Leikfélagsins, en það er nýtt írskt leikrit, sem fjallar um samskipti írsks sveitafólks og breskra hermanna á síðustu öld, en inn í þetta fléttast ástarsaga bresks hermanns og írskrar stúlku, sem þau Asa Svavarsdóttir og Pálmi Gestsson leika. Þetta er frumraun beggja í íslensku atvinnuleikhúsi oghafa þau fengið mikið lof fyrir frammmistöð- una. Eyvindur Erlendsson er leikstjóri, en í stærstu hlutverkunum eru Karl Guðmundsson, Steindór Hjörleifsson, Karl Agúst Úlfsson og Emil Gunnar Guðmundsson. Þegar er uppselt á þessa sýningu. Á föstudagskvöld og laugardagskvöld eru miðnætursýningar í Austurbæjarbíói á Hassinu hennar mömmu, ærsla- leiknum eftir Dario Fo, en þessar sýningar hafa selst upp á svipstundu að undanförnu, og fólki því ráðlagt að draga ekki aðfá sér miða. í aðalhlutverk- um eru Margrét Olafsdóttir, Gísli Hall- dórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson og Aðalstcinn Kergdal, en leikstjóri er Jón Sigur- björnsson. Miðasala er í bíóinu. Á laugardagskvöld er Skilnaöur eftir Kjartan Ragnarsson sýndur í Iðnó, og er þegar uppselt á þá sýningu. Verkið hefur vakið mikla athygli og leikararnir hlotið afbragðsumsagnir fyrir leik sinn, þau Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Hjart- arson, Valgerður Dan, Aðalsteinn Bergdal, SofTía Jakobsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir, en höfundur er sjálfur leikstjóri Á sunnudagskvöld verður 102. sýning á lcikriti Kjartans Ragnarssonar Jóa. sem sýnt hefur verið á annað leikár við fádæma góðar undirtektir. Leikritið fjallar um andlega fatlaðan pilt, sem verður fyrir því að missa móður sína. Við það standa skyndilega aðrir fjöl- skyldumeðlimir frammi fyrir þeim vanda, hvað beri að gera og hver þeirra eigi að taka Jóa að sér. Leikritið fjallar líka um sambúð ungs fólks á tímum kvenfrelsis. Og skoplegir þættir mann- legra samskipta fá notið sin í ríkum mæli í meðförum höfundar á efninu. Með stærstu hlutverkin í leiknum fara þau ■ Frá æfingu á Galdrakarlinum í Oz. Jóhann Sigurðarson, Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Karlsson, auk Guðmundar Pálssonar, Þorsteins Gunn- arssonar, Elfu Gísladóttur og Jóns Hjartarsonar. Galdrakarlinn í Mosfells- sveit Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á Tímamynd Ella. sunnudag kl.20 barnaleikritið, Galdra- karlinn í Oz. Leikstjóri er Sigríður Þorvaldsdóttir, sem gjörþekkir leikritið, en leikmynd gerði Fanney Valgarðsdótt- ir. 29 leikarar koma fram í sýningunni, en alls taka yfir 40 manns þátt í leikritinu og þar með taldar eru ófáar fjölskyldur. Önnur sýning á verkinku verður fimmtudag, kl. 18 og kl. 14 á laugardag. Þjóðleikhúsið um helgina Tvær vinsælar sýningar Þjóðleikhúss- ins verða sýndar í síðasta sinn nú um helgina og eru það Amadeus, eftir Peter Shaffer, og Gasi, eftir Brynju Benedikts- dóttur og Collodi. Síðasta sýning á Amadeusi verður í kvöld, föstudag 12. nóv., en síðasta sýningin á Gosa verður á sunnudag kl. 14.00. Garðveisla Guðmundar Steinssonar verður sýnd í 18. skiftið á laugardags- kvöldið. Þessi umdeilda sýning lætur engann ósnortinn og hefur ekki staðið á því að menn mynduðu sér skoðun á verkinu og deildu þar um. Hjálparkokkamir, nýi gamanleikur- inn eftir George Furth fær ágætar viðtökur og er mikið hlegið að við- brögðum fólksins sem lýst er í verkinu, hjálparkokkanna, aukapersónanna, er athyglin beinist óvænt að því. Hjálpar- kokkarnir verða á dagskrá á sunnudags- kvöldið og er það 7. sýning á verkinu. Tvfleikur, heimsfrægt verðlaunaleikrit eftir Tom Kempinski verður sýnt í 19. sinn á Litla sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöldið kl.20.30. Leikrit þetta hefur hvarvetna vakið óskipta athygli og fer nú sigurför um heiminn. C3AIHATSU rökréttur valkostur DAIHATSU Armúla 23 Reykjavik Símar: 81733 - 85870 PUAPARP ^ DAIHATSI Ul InlinUL rökréttur valkostur Armula 23 Reykjavik Símar: 81733 - 858 Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun /^/\^\ „Rúm ’ ’-bez ta verzlun lamlsins Góðir skilmálar vf —^ INGVAR OG GYLFI I ^ / ^^GRENSASVEGI3108REYKJAVIK^IMIjni44OG33S3<l^^^^^^^^^ D0tn SV0II1 C/iriwr^7míTm2/]l rimi Sérverzlun með rúm GyACf Ævintýraheimurinn '★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00 sjonvarp Föstudagur 19. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Þorgeírs ÁstvaTdssonar. 21.30 Kastljós Þáttur um innlend og erlend I málefni. Umsjónarmenn; Helgi E. Helga- ' son og Ogmundur Jónasson. 22.35 Því dæmist rétt.. (Beyond Reason- able Doubt) Nýsjáiensk biómynd frá i 1980 byggö á sannsögulegum alburðum. Leiksljóri John Laing. Aðalhlutverk: Da- vid Hemmings og John Hargreaves. Árið 1970 voru bóndahjón myrt á heimili sinu skammt fyrir suhnan Auckland og likun- um varpað i fljót. Nágranni þeirra var fundinn sekur þótt hann neitaði statt og stóðugt að hafa framið þetta voðaverk. Siðan hófst niu ára barátta til að fá dómi þessum hnekkt. Þýðandi Jón Gunnars- son. 00.20 Dagskrárlok S* föstudagur ■ Þá ætti að vera óhætt að leggja sig. Sigmar B. Hauksson mætir eldhrcss á næturvaktina. útvarp Föstudagur 19. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Guli í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð. 8.30 Forustugr. dagbl. 9.00 Fréttir. ' 9.05 Morgunstund barnanna. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Mér eru fornu minnin kær“ 11.00 íslensk kór- og einsöngsiög. 11.30 Frá noröurtöndum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á frfvaktinni. 14.30 Á bókamarkaðinum. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lltvarpssaga barnanna. 16.40 Litll bamatíminn. Stjórnandi: Gréta Óiafsdóttir. 17.15 Nýtt undir nálinni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. 20.35 Landsleikur í handknattleik: island Austur-Þýskaland. Hermann Gunnarsson lýsir slðari hálfleik i Laugar- dalshöll. 21.40 Um Bildudal með Halldóri Jóns- syni. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm“ ettir Gunnar M. Magnúss. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.00 Á næturvaktlnni. 03.00 Dagskrárlok. SHBH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.