Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 1
 HELGAR- PAKKINN ¦ „Það hafa hátt í fimmtíu niaiuis tekið þátt ¦' uppsetningunni á þessu leikriti og hafa allir gefið vimiu sína til þess og unnið mikið og ósérhlífið starf" sagði Guðbjörg Guðmunds- dóttir formaður og framkvæmda- stjóri endurvakins stúdentaleikhúss í samtali við Tímann er við spjölluðum við hana og Ásgeir Rúnar Helgason en hann var aðalhvatamaður að því að stúdentaleikhúsið var endurvakið í fyrra. Nú á sunnudaginn verður frumsýnt fyrsta leikrit stúdentaleikhússins en fyrir valinu var leikrit Martin Sher- mans „Bent". Leikstjórj er Inga Bjarnason en sýningar verða í Tjarnarbíó. Ásgeir sagði að upphaflega hefði hugmyndin að endurvakningu stúd- entaleikhússins orðið til erhannsatí funda og menníngarmálanefnd H.I. Hann hafði verið nokkuð í leiklist í menntaskóla og þar sem ekkert slíkt var til staðar í H.í. datt honum í hug að koma því í gang. „Ég vissi af því að leikfélög ¦ Leikhópurinn sem setti upp „Bent". .verkstæði Háskólans en meðal þeirra sem þá stóðu í þessu má nefna þá Ágúst Guðmundsson, Sverrr Hólmarsson og Helga Kristbjarnar- son. Hét félagið þá Leikklúbbur stúdenta og starfaði að því er ég best veit aðeins í kringum þessa einu sýningu" Þau Ásgeir og Guðbjörg sögðu síðan að í fyrra er leikfélagið var endurvakið stóð. að því svona tuttugu manna hópur. Nokkuð skipt- ar skoðanir voru innann hans um tilgang og markmið slíks félags og fór mestur tíminn í upphafi í fundahöld og vangaveltur. I vor varð síðan ofan á að einbeita sér að einu stykki, þi var ráðinn leikstjóri Inga Bjarnason og í samráði við hana var ákveðið að taka til sýninga leikritið „Bent" eftir Martin Sherman en Inga sýndi SL strax mikinn áhuga. „I fyrstu var lítill skilningur hjá stjórn HÍ á þessu máli en á öðru starfsári leikfélagsins breyttist sú aðstaða verulega og fjárveiting rekt- ors auk þeirrar aðstöðu sem félagið fékk í Tjarnarbíó gerði okkur kleyft að fara af stað með þessa fyrstu Stúdentaleikhúsið endurvakid: M LEIKRITIÐ STARFA HÁTT í HMMTÍU MANNS" — frumsýning á „Bent" eftir Martin Sherman verður á sunnudag Saumakonumar að störfum fyrir leikfélagið. stúdenta höfðu verið til í Háskólan- um frá stofnun hans með nokkuð jöfnu millibili, síðast árið 1971 en af einhverjum ástæðum höfðu allar tilraunir síðan, til að endurvekja Ásgeir Kúnar Helgason. Tímamynd G.E. það, runnið út í sandinn", sag Ásgeir. „Síðasta tilraunin var 1971 og þá settu nokkrir stúdentar upp leikrit í gömlum bragga sem nú er smíða- sýningu" sögðu þau Ásgeir og Guðbjörg. í fangabúðum nasista Leikritið „Bent" fjallar um kúgun manneskjunnar og gerist það í fangabúðum nasista í seinni heims- styrjöldinni. Greinir það frá lífi og kjörum ákveðins hóps innan fanga- búðanna, það er kynvilltum föngum, en nafnið „Bent" er slanguryrði,. útleggst sennilegaöfugureða snúinn á íslensku. Eins og áður greinir vinna nær 50 manns við verkið og meðal þeirra eru stúdentar úr HÍ, brot af kór HÍ, meðlimir úr Myndlista og handíða- skólanum auk nokkurra MR og M.H. inga. Eitt aðalhlutverkið er í höndum atvinnuleikara Andrésar Sigurvinssonar og starfar hann af hreinni hugsjón með félaginu. Aðspurð um þörfina á stúdenta- leikhúsi segja þau Ásgeir og Guð- björg að spurningin um þörf sé alltaf spurning um markmið. Markmið S.L sé að stinga á þjóðfélagslegum kýlum og kitla hláturtaugar landans og meðan það tekst á sæmilegani hátt verður alltaf þörf fyrir félagið. Hvað framtíðina varðar þá eru þau sammála um að almennt ætti leiklist að vera gerð meir skil í skólum hérlendis. Aðalframtíðar- markmiðið er því að koma leikhús- fræðum inn í HÍ tií dæmis með kúrsum íheimspekideildenda er fátt jafn nauðsynlegt í nútímaþjóðfélagi og að geta tjáð sig á almennilegan,. hátt í smskiptum við aðra. -FRI 1 Pagskrá ríkisf jölmiðlanna 4. desember til 10. desember

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.