Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. SíiiJ'! helgarpakkinn „Siggi var úti ■ ■■ — nýtt barnaleikrit m T T frumsýnt á Akureyri ■ Sunnudaginn 5. desember frumsýnir Leikfélag Akureyrar barnaleikritið „Siggi var úti“ eftir Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra L.A., sem er jafnframt leikstjóri. Tónlistin í leikritinu er eftir Ásgeir Jónsson, söngvara Baraflokksins og hann flytur hana ásamt Jóni Arnari Freyssyni hljómborðsleikara og Sigfúsi Erni Óttarssyni trommuleikara. Leikritið gerist að mestu í íslensku hrauni, þar sem líffræðingurinn Siggi hefur búið um sig í helli, sem hann notar sem rannsóknarstöð til að kanna atferli íslenska refsins. Hjón með 2 börn tjalda í hrauninu ásamt afa barnanna, sem var fræg grenjaskytta. Þetta fólk lendir í miklum ævintýrum og mannraunum í hrauninu, en drýgstan þátt í því á tískudrottningin Stella, sem ætlar sér að hagnast á loðfeldasölu og hjálparkokkur hennar Úlfur, sem er „tveggja þjónn" - hann þykist líka vinna fyrir líffræðing- inn. Lítil tófa er á stöðugri ferð um hraunið og á sinn þátt f því að hlutir hverfa og birtast aftur á dularfullan hátt. Sýningin er unnin í mikilli samvinnu fastra starfsmanna leikhússins - innan- húsverk. Þráinn Karlsson hefur hannað og stjórnar smíði á leikmyndinni, Viðar Garðarsson annaðist lýsinguna og Frey- gerður Magnúsdóttir búninga. Leikarar eru 9, þar af 3 börn. Líffræðinginn Sigga Ieikur Bjami Ingvarsson, refaskyttuna Marinó Þor- steinsson, foreldrana Ragnheiður Tryggvadóttir og Jósteinn Aðalsteins- son, börnin Melkorka Ólafsdóttir og Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, skinnasalana Sunna Borg og Theodór Júh'usson og Jóhanna Sandra Kristjáns- dóttir. bækur Gu&nundur Fríraarai Tvær fyllibyttur að norðan ckfö'ksö9'J' 0uWt V\öVv'( sem ‘“‘'Í'SU''3"9' NÓ<V ♦ nb''iná &*£*«*■ Tvær fyllibyttur að norðan ■ Tvær fyllibyttur að norðan,sannar skrök- sögur heitir bók eftir Guðmund Frímann, sem nýkomin er út hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg. Í bókinni eru 10 sögur og dregur bókin heiti af þeirri fyrstu. Hinar heita Hetjudáð Úlfalda-Begga, Misferlið í Rauðhúsum, Sag- an um Lánsama-Sigga í Kvisthaga, Nóra að sunnan, Undir Skuggahlíðum, Hún Kóngsgarðs-Matta, Leikbræður við fljót, Kollubergs-Ranna og Hólbúasaga. Tvær fyllibyttur að norðan er 148 bls., prentuð og unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Káputeikningu gerði Delfi - Bernharð Steingrímsson. Grétar Laufdal frá diskótek- inu Rocky sér um dansmús- ikina í sal Disco 74. Snyrtilegur klæönaöur. vú f Boröapantanir Sími: 86220 esgge RAKARASTOFAN BISTY s/f Smiðjuvegi 9. Kóp. Húsl Axels Eyjólfssonar Tímapantanir í síma 43929 Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun „Rúm"-bezta verzlun landsins Góðir skilmálar Betri svefn INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK SIMI 81144 OG 33530 Sérverzlun með rúm (SjNf XAwty Ævintýraheimurinn ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★★★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 S 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23,00 útvarp Fimmtudagur 9. desember 7.00 Veðurfregnir. Fróttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð. Þórður B. Sigurðsson taiar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. 10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jonsson. 10.45 Árdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 11.00 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK) ' 11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúli Thoroddssen. 1^00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fimmtudagssyrpa. - Ásta R. Jóhannesdóttir. 14.30 Á bókamarkaðinum 15.00 Miðdegistónleikar: 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréltir. Dagskrá. 16.15 Veðurfreqnir. fimmtudagur ■ Ingimar Eydal kynnir létta tónlist í þættinum Við Pollinn, að sjálfsögðu tekið upp á Akureyri. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ognir tötramannsins" ettir Þóri S. Guð- bergsson. Höfundurinn byrjar lestur sinn. 16.40 Tónhornið: Umsjón Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harð- ardóttir. s' 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gisla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurlregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar 20.00 Flmmtudagsstúdlólð - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason (RÚVAK). 20.30 Frá Haydntónleikum íslensku hljómsveitarinnar I Gamla biói 27. f.m.; síðari hl. 21.05 Spilað og spjallað Sigmar B. Hauks- son ræðir við Bjarka Elíassðn, sem velur elni lil flutnings. 22.05 Tónlelkar 22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 Án ábyrgðar Umsjón: Valdís Óskars- dóttir og Auður Haralds. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarss'yni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.