Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 1
JÖLA- KVIKMYNDIRNAR ¦ Það er óhætt að fullyrða að sjaldan, eða aldrei, hafi verið jafn- frábært úrval jólamynda hjá kvik- myndahúsunum og er í ár. Boðið er upp á hverja stórmyndina á fætur annarri og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfí hvort sem um er að ræða, fjölskyldu-. spennu-, gaman- eða ævintýramynd auk þess sem ein íslensk mynd er frumsýnd nú um jólin, þ.e. „Með allt á hreinu". Flestar myndírnar eru nýjar, eða framleiddar á þessu ári, og í einstaka tilfellum er um heimsfrumsýningar á þeim að ræða, eins og á myndinni The King of Comedy í Bíóhöllinni og Grasekkjumennirnir í Regnbog- anum. Af öðrum myndum má nefna myndina E.T., sem slegið hefur öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum fyrr og síðar, myndina Arthúr sem einnig hefur notið gífurlegra vinsælda vestra og sömu sögu er að segja um myndina Stir Crazy. Af öðrum athyglisverðum mynd- um sem sýndar verða um jólin ber hæst Fellini myndina Kvennabærinn og loksins gefst landanum tækifæri til að berja augum bestu James Bond mynd sem gerð hefur verið, Moon - raker.bótt hún hafi raunar verið sýnd hér áður í einhverjum vídeókcrfum. Það má að vísu geta þess að hún kemst ekki hálf til skila í sjónvarpi miðað viö brciðtjald og Dolby-kcrfi. Þá er ógetið myndanna Conan the Barbarian og fjölskyldumyndarinnar Litli lávarðurinn en eins og sést af þessari upptalningu er eitthvað fyrir alla eins og að framan er getiö. Margar af þessum jólamyndum eru þegarsýndar í kvikmyndahúsun- um en byrjað verður að sýna aðrar á hinum hefðbundna degi öðrum í jólum. -FRI ¦ „Það eru ár og dagar síðan ég hef séð jafn vel gerða og hrifandi fjölskyldu- kvikmynd - þ.e. mynd sem öll fjölskyld- an, jafnt ungir sem aldnir geta haft ánægju og skemmtun af", segir m.a. í kvikmyndagagnrýni Tímans um jóla- mynd Laugarásbíós í ár en það er hin frábæra mynd Steven Spielberg „E.T. - The Extraterrestrial". E.T. hefur þegar slegið öll aðsóknar- met í Bandaríkjunum frá því hún var frumsýnd og eru vinsældir hennar með ólíkindum en hún var frumsýnd hé'r á íslandi samhliða öðrum Evrópulöndum. Söguþráður E.T. er nokkuð einfaldur. Geimskip kemur til jarðarinnar utan úr geímnum og ferðalangarnir litlar skrítn- ar verur safna sýnishornum af gróðri jarðarinnar. Þeir eru truflaðir við þá iðju sína af flokki manna frá því opinbera og svo fer að allar utan eina af verunum ná að flýja á brott í skipinu. Sá sem verður strandaglópur felur sig síðan í húsi einu í nágrenninu. Þar býs Elliot, tíu ára snáði og með honum og verunni tekst náin vinátta. En sendimenn hins opinbera eru enn á höttunum eftir verunni sem vill fyrir alla muni ná aftur sambandi við ferða- félaga sína og komast heim aftur. Elliot og vinir hans ákveða að hjálpa henni við að ná því takmarki. Með aðalhlutverk fara Henry Thomas, Drew Barrymore, og Robert MacNaugton. Og svo við grípum aftur í gagnrýni Tímans þá segir þar m.a. ...„Spielberg hefur unnið hér mikið afrek með því að skapa ævintýramynd þar sem atburðum er lýst frá hugmyndaríku sjónarhorni barna, og ýmsum ríkustu tilfinningum manneskjunnar... Þessi saga á vafalaust eftir að flokkast með sívinsælum ævin- týrasögum fyrir börn svo sem eins og Pétri Pan... Laugarásbíó hefur því fært okkur ljósgeisla í skammdeginu. -FRI/ESJ I Elliott og E.T. Laugarasbíó: Ljósgeisli í skammdeginu Jólamyndin er hin frábæra mynd Steven Spielberg ,,E.T.—The Extraterrestrial »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.