Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 6
6 TÓNABfÓ Sími31182 Tónabíó frumsýnir jólamyndina 1982 Geimskutlan (Moonraker) Locs Chiles Mouö Loosda)e.». Ricnard Kk*.------Corrvce Clery ..Alberl R Broccoli o—.Lewis GilOerl ^„..Cnnslopriei VMooO * JohnBjtry Ojv< -- - r - - »»» la»m Wíwoo w P Unwgt — - p<j fttiÉ lr% • w,*v«—«S/fcney 3* Bond 007, færasti njósnari bresku leyniþjónustunnar! Bond í Rio De Janeiro! Bond í Feneyjum! Bond í heimi framtíðarinnar! Bond í „Moonraker“, trygging fyrir góðri skemmtun! Leikstjóri: LEWIS GILBERG Aðalhlutverk: ROGER MOORE, LOIS CHILES, RICHARD KIEL (Stálkjafturinn), MICHAEL LONGDALE. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd í 4ra rása Starscope Stereo. Ath.! hækkað verð *3T 3-20-75 E.T. Jólamynd 1982 Frumsýning í Evrópu Ný bandarísk mynd gerð af snTÍingnum Steven Spielberg. Myndin segir frá lítilli geimveru sem kemur til jarðar og er tekin í umsjá unglinga og barna. Með þessari veru og börnunum skapast „Einlægt Traust'1 E.T. Mynd þessi hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum fyrr og síðar. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlutverk Henri Thomas sem Elliott. Leikstjóri: Steven Spielberg. Hljómlist: John Williams. Myndin er tekin upp og sýnd í Dolby Stereo. Sýnd kl. 2.45, 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. Vinsamlega athugið að bílastæði Laugarásbíós er við Kleppsveg. FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 jólakvikmyndir ■ Svipmynd úr Kvennabæ Fellini. Regnboginn: Kvennabærinn, Raoul og La Mort en direct ■ Fyrir utan Grasekkjumennina mun Regnboginn verða með þrjár aðrar jólamyndir í ár en þær cru Kvennabær- inn, Eating Raoul og Dauðinn í beinni útsendingu eða La Moret en direct. Kvennabærinn eða La Cite Des Fem- mes er gerð af ítalska snillingnum Federico Fellini sem óþarfi ætti að vera að kynna hcr en með aðalhlutverk fara Marcello Mastoianni, Ettore Manni og Anna Prucnal cn auk þess munu cinir 2660 kvennmenn koma fram í myndinni. Myndin er blanda af draum og veruleika. Snaporaz (Mastroianni) er á ferð með lest og sofnar rétt áður en hún kemur að jarðgöngum. Er hann vaknar/ dreymir? sér hann forkunnar fagra konu sem hann eltir úr lestinni og er þá kominn í Kvennabæinn. Þar eru þúsund- ir kvenna komnar saman á heimsþing sitt. Hanri hittir þar eiginkonu sína en er síðan á stöðugum flótta og lendir í furðulegustu ævintýrum með kven- mönnum af öllum stærðum og gerðum. Eating Raoul er gamanmynd af dekkri gerðinni en kvikmyndagagnrýnendur vestan hafs hafa varla haldið vatni af hrifingu yfir henni og hefur hún hlotið frábæra dóma þar í hverjum fjölmiðlun- um á fætur öðrum. Með aðalhlutverk fara Paul Bartel og Mary Woronov en leikstjóri er Paul Bartel. Bartel og Woronov eru.skötuhjú sem dreymir um að koma sér upp litlum veitingastað í Kaliforniu. Fjárráðin eru hinsvegar af skornum skammti og því ákveða þau að bjóða ýmsum herramönnum í íbúð sina þar sem þeir fái kynórum sínum fullnægt. Það sem þau gera hinsvegar er að ræna þessa herramenn og drepa þá svo. Þetta gengur allt mjög vel þar til heiðursmaðurinn Raoul kemur í heim- sókn. La Mort en direct er gerð af Bertrand Tavernier með þeim Romy Schneider, Harvey Keitel og Max Von Sydow í aðalhlutverkum. Hún á að gerast í náinni framtíð í þorpi einu. Vinsælasti sjónvarpsþátturinn snýst um dauðann, þ.e. fylgst er með fólki sem skammt á eftir ólifað. Framleiðendur þáttarins finna eina slíka stúlku í þorpinu, (Schneider) og fellst hún á að taka þátt eftir mikinn þrýsting. Hún ætlar sér ekki að standa við það heldur flýja með borgunina en framleiðendur hafa séð við því og senda á eftir henni sjónvarpsmann (Keitel) sem látið hefur græða mynda- tökuvél í höfuð sér. Með þeim tveimur takast svo ástir, og.verður hann þreyttur á öllum brögðunum sem notuð eru við að skrá síðustu daga stúlkunnar og eyðileggur hann því vélina í höfði sér en verður blindur í staðinn. Síðan kemur ýmislegt gruggugt í Ijós. -FRI ■ Schneider og Keithel í hlutverkum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.