Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 8
Geimskutlu- James Bond fll ISTURBÆ JARRÍfl Jólamyndin 1982 „Oscars-verðlaunamyndin“ ■ Lois Chiles og Roger Moore í hlutverkum sínum í Moonraker. ■ Tónabíó tekur loksins til sýningar James Bond myndina Moonraker en nokkuð er um liðið síðan hún var sýnd ytra. Þetta er langdýrasta Bond myndin sem gerð hefur verið og gefa tæknibrell- urnar í henni í engu eftir því besta sem gert hefur verið á sviði vísindaskáld- skaparmynda. James Bond, leikinn af Roger Moore, á hér í höggi við megalomanikkinn Hugo Drax, leikinn af Michael Lonsdale en sá er ekki lítill í sniðum því hann hefur komið sér upp glæpahring sem rænir geimskutlum, hvorki meira né minna. Þær notar hann svo til að byggja sér einkageimstöð skammt utan jarðar en með henni hyggur hann á heimsyfirráð. Bond stúlkan er að þessu sinni Lois Chiles en hún leikur kjarnakvendið Holly Goodhead og nýtur Bond aðstoð- ar hennar við að vinna á Drax. Það er þó ekki létt verk því Drax hefur kallað til liðs við sig engann annan en gamla stálkjaftinn Jaws. Leikstjóri þessarar myndar er Lewis Gilbert en um sviðsmyndina sá óskars- verðlaunahafinn Ken Adams og þykir sviðsmyndin hreint ótrúleg svo vel hefur tekist til cn undirritaður sá þessa mynd ytra og telur óhætt að fullyrða að sjaldan hafi betri Bond mynd verið gerð. -FRI “l race cars, Iplaytennis, Ifondlewomen, but Ihave weekends off and am myown boss...” Dudley Moore Arthur Ein hlægilegasta og besta gamanmynd seinni ára, bandarísk í litum, varö önnur best sótta kvikmyndin í heiminum sl. ár. Aðalhlutverkið leikur: Dudley Moore (úr „10“) sem er einn vinsælasti gamanleikarinn um þessar mundir. Ennfremur Liza Minelli og John Gielgud, en hann fékk „Oscarinn" fyrir leik sinn í myndinni. Lagið „Best That You Can Do“ fékk „Oscarinn" sem besta frumsamda lagið í kvikmynd. ísl. texti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Conan villimadur ■ Arnold Schwarzenegger í hlutverki Conans Nýja bíó: ■ Jólamynd Nýja bíós að þessu sinni er Conan The Barbarian eða Conan villimaður sem margir kannast eflaust við úr teiknimyndasögum Morgun- blaðsins. Upphaflega varð þessi sögu- persóna til í Weird Tales tímaritinu árið 1932, þá skrifuð af Robert E. Howard en hann samdi einar 21 Conan bækur, og í samvinnu við aðra en ýmsir hafa spreytt sig á þessum sögum. Leikstjóri myndarinnar er John Milius en hann hefur áður einkum getið sér orð fyrir handritagerð og á því sviði liggja eftir hann verk á borð við The Life And Times Of Judge Roy Bean, Magnum Force og Apocalypse Now. Með aðaihlutverkið í mvndinni fer svo kappinn Arnold Schwarzenegger en hann þvkir lifandi eftirmynd hetjunnar hvað burði varðar, er þetta fimmta mynd hans en hann hefur yfirleitt leikið kraftakarla í myndum sínum. Með Arnold í aðalhlutverkum eru James Earl Jones og Sandahl Bergman. Myndin Conan The Barbarian gerist á fornsögulegum tímum. Conan er rænt sem barni af hópi bófa með Thulsa Doom (Jones) sem foringja. Hann er hnepptur í ánauð fram á fullorðinsár en losnar þá úr vistinni, sver hefndir og heldur ásamt tveimur vinum að fram- kvæma þann eiðdaga og leita leyndar- máls stálsins í leiðinni. Mikil ævintýri bíða þremenninganna áður en til lokaupp- gjörsins kemur. Aðrar jólamyndir ■ Önnur bíó en hér hefur verið getið um verða einnig með jólamyndir en yfirleitt er þá um að ræða myndir sem sýndar hafa verið áður. Þannig verður Hafnarfjarðarbíó með myndina Hellis- búinn sem jólamynd. Gamanmynd um fornsögulega tíma er kvenmenn voru kvenmenn og karlmenn voru skepnur. Ringo Starr og Barbara Bach í aðalhlut- verkum. Nýja bíó í Keflavík sýnir myndina Max Bar sem jólamynd en hún fjallar um nokkra góðhjartaða en bæklaða fastagesti á Max bar. John Savage í aðalhlutverki. Bíóbær í Kópavogi verður með tvær jólamyndir, annarsvegar er það endur- sýning á myndinni Land og synir og hinsvegar er það ný mynd Að baki dyrum dauðans með Tom Hallick og Melindu Naud í aðalhlutverkum leik- stýrt af Henning Schellerup. Myndin er byggð á metsölubók hjartasérfræðings- ins dr. Maurice Rawlings, og fjallar um spurninguna hvort dauðinn sé endir alls lífs í ljósi þeirrar framþróunar í tækni sem gerir okkur kleift að lífga við fólk úr dauðadái. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.