Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 fGNBOGW O 19 000 Sýningar II. í jólum Dauðinn á skerminum (Death Watch) Afar spennandi og mjög sér- stæð ný Panavision litmynd um furðulega lífsreynslu ungrar konu með: Romy Schneider, Harvey Keitel Max Von Sydow Leikstjóri: Bertrand Tavenier íslenskur texti Sýnd kl.3, 5.30, 9 og 11.15. Kvennabærinn Blaðaummæli: „Loksins er hún komin, kvennamyndin hans Fellinis, og svíkur engan“. „Fyrst og fremst er myndin skemmtileg, það eru nánast engin takmörk fyrir þvi sem Fellini gamla dettur í hug“. - „Myndin er veisla fyrir augað“. - „Sérhver ný mynd frá Fellini er viðburður." „Ég vona að sem allra flestir taki sér frí frá jólastússinu, og skjótist til að sjá „Kvennabæinn". - Leikstjóri: Federico Fellini. íslenskur texti. Sýnd kl. 9.05 Felti Finnur Sprenghlægileg og fjörug litmynd um röska stráka og uppátæki þeirra, með Ben Oxenbould, Bert Newton Gerard Kennedy. íslenskur texti. Sýnd kl. 3.05, 5.05 Fílamaðurinn Hin víðfræga stórmynd, afbragðs vel gerð og leikin af Anthony Hopkins, John Hurt, Ann Bancroft, John Gielgud. Leikstjóri: David Lynch. Islenskur texti Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 og 7.05 Heimsfrumsýning: Grasekkjumennirnir Sprenghlægileg og fjörug ný gamanmynd í litum um tvo ólíka grasekkjumenn sem lenda í furðulegustu ævintýrum, með Gösta Ekman Janne Carlsson. Leikstjóri: Hans Iveberg Sýnd kl. 3.15,5.15,7.15,9.15og 11.15 Gleðileg jól! Austurbæjarbíó: Dudley Moore sem Arthur í samnefndri mynd. — önnur bestsótta myndin vestra á síðasta ári ■ Jólamynd Austurbæjarbíós er Art- hur en sú mynd varð önnur best sótta myndin i Bandaríkjunum í fyrra. næst á eftir Týndu örkinni. Með aðalhlutverk fara Dudley Moore, Liza Minnelli og John Gielgud en sá síðastnefndi hlaut óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni. Leikstjóri og höfundur hand- rits er Steve Gordon. Myndin fjallar um öðlinginn Arthur. forríkan náunga sem leggur stund. á kappakstur, tennis og fitlar við kvenfólk en tekur sér frí um helgar. Sem fyrr segir er hann forríkur og á í fyllingu tímans að taka við auði föður síns, einum 750 millj. dollara. Einn hængur er þó á því máli, faðir hans vill að hann giftist ákveðnum kvenmanni sem einnig mun vera vel í efnum. Arthur er ekki par hrifinn af því en lætur þó tilleiðast enda myndi maður sennilega giftast ömmu andskotans ef í boði væru 750 millj. dollarar. Þetta er sem sagt allt klappað og klárt en þá hittir Arthur Lindu (Minnelli) verður ástfanginn af henni og mál hans öll flækjast í viðamikinn hnút. Hér ntun vera á ferðinni ein af þessum ágætu og bráðfyndnu gamanmyndum og þykir Moore frábær í túlkun sinni á aðalpersónunni. -FRi FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 jólakvikmyndir Háskólabíó: ff Med allt á hreinu” — ný íslensk mynd frumsýnd ■ Háskólabíó er „Með allt á hreinu" fyrir þessi jól en þessi nýja íslenska kvikmynd var frumsýnd hjá þeim nýlega. Þetta er söngva- og gleðimvnd með hljómsveitunum Stuðmönnum og Grýl- unum og fyrir þá sem gaman hafa af tónlist þessarar tveggja sveita er myndin ómissandi. Myndin er örlagarómans tveggja ein- staklinga, þeirra Kristins Styrkársonar Proppé eða Stinna stuð leiknum af Agli Ólafssyni og Hörpu Sjöfn Hermundar- dóttur leikinni af Ragnhildi Gísladóttur. Þau eru í sitthvorri hljómsveitinni og hafa báðar sveitirnar bókað saman ýmsa tónleika víðsvegar um landið. Er örlaga- rómansinn fer síðan í vaskinn geta þessar sveitir ekki hugsað sér að leika saman og því er ákveðið að sú sveit sem komi fyrst á hvern stað fái tónleikana. Inn í söguþráðinn blandast síðan Dúddi rótari, kallaður „fjöregg Stuðmanna" en hann er leikinn af Eggert Þorleifssyni, upphaflega aðeins smáhlutverk eit óx í meðförum og ekki má gleyma Sigurjóni digra, illvígum umsjónarmanni félags- heimilis eins, leiknum af Flosa Ólafssyni og að lokum skal geta þess að Konni kemur fram í myndinni, í fyrsta sinn án hins ómissandi félaga síns Baldurs. Leikstjóri myndarinnar er Ágúst Guðmundsson og er þetta þriðja kvik- mynd hans í fullri lengd. Kvikmynda- töku önnuðust þeir Dave Bridges og Ari Kristinsson. Hljóð önnuðust þeir Gunnar Smári og Júlíus Agnarsson og leikarar eru Stuð- menn og Grýlurnar sem óþarfi ætti að vera að kynna. ■ Úr myndinni „Með allt á hreinu". FÍÖ,Sa*aUSkemmt ö de9inum 35525«* Með allt á hreinu Ný, kostuleg og kátbrosleg íslensk gaman- og söngvamynd, sem fjallar á raunsannan og nærgætinn hátt um mál sem varða okkur öll. Myndin sem kvikmyndaeftirlitið gat ekki bannað. Leikstjóri. Ágúst Guðmundsson. Myndin er bæði í DOLBY og STEREO. SÝND KL. 3, 5, 7 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.