Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 2
2_____________ jólakvikmyndir FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 Bfóhöllin: I leit að frægð — frumsýning á The King of Comedy ■ Aðaljólamynd Bíóhallarinnar er The King of Comedy en hún var frumsýnd þar í síðustu viku og var um heimsfrumsýningu að ræða. Leikstjóri er Martin Scorsese en með aðalhlutverk- in fara þeir Robert De Niro og Jerry Lewis. Konungur grínsins fjallar um Rubert nokkurn Pupkin (De Niro) sem reynir allt hvað hann getur til að komast í vinsælasta sjónvarpsþáttinn vestra en honum stjórnar Jerry Langford (Lcwis). Pctta gcngur hálf brösuglcga því Lang- ford er stöðugt umkringdur lífvörðum og öðru liði og því mjög erfitt að komast að honum. Það tekst þó og lofar Langford að Pupkin fái að koma í þáttinn. Pupkin er uppi í skýjunum vcgna þcssa en svo kemur á daginn að loforðið er svikið. Pupkin gefst þó ekki upp og fær vinkonu sína í lið með sér í eina tilraun að komast upp á toppinn og vcrða kallaður konungur grínsins. Martin Scorsese telst til svokallaðra „Ótukta" í Uollywood, cða The Holly- wood Brats eins og þeir eru kallaðir en sá hópur manna eru mestu áhrifamenn í bandarískri kvikmyndagerð um þessar mundir enda tcljast til hópsins mcnn á borð við Francis Ford Coppola, Steven Spielberg, Gcorge Lukas og Robert De Niro svo dæmi séu nefnd. Eftir Scorsese liggja verk á borð við Mean Streets, Taxi Driver, The Last Walts, Raging Bull og Alice Dosn’t Live Here Anymore en flcstar mynda hans hafa vcrið sýndar hérlendis. Jerry Lewis þarf varla að kynna þótt kappinn hafi lítið látið á sér bera á undanförnum árum. Hann og Dcan Martin voru óaðskiljanlegir í kvikmynd- um hér áður fyrr og voru margar þeirra mynda krampavaldandi á hlátursviðinu. Robert De Niro hlaut Óskarsverð- launin fyrir leik sinn í myndinni Godfat- her II og síðan hefur hann unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum í kvikntynd- um. Nægir þar að nefna myndir á borð við The Dcer Hunter, Taxi Driver, 1900 og Raging Bull. ■ Robert De Niro í The King of the Comedy, Bflaþjófurinrt, Litli lávardurinn og SAS ■ FyrirutanThe King of Comedy mun Bíóhöllin sýna þrjáraðrar jólamyndiren þær eru Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntlcroy). Þeir sigra sem þora (Who Dares Wins), og Bílaþjófurinn (Grand Theft Auto). Litli lávarðurinn með þeim Ricky Schroder og Sir Alec Guinness í aðalhlutverkum, leikstýrt af Jack Gold, fjallar um fátækan dreng í New York Ceddie Errol. Þótt móðir hans sé af almúgaættum var faðirinn enskur aðals- maður í húð og hár en var útskúfaður úr fjölskyldunni vegna ráðahagsins. Afi Errol er því jarlinn af Dorincourt og dag einn kemur sendiboði frá honum í leiguíbúð þeirra mæðgina til að færa þeim þær fréttir að jarlinn vilji fá sonarson sinn heim á ættarsetrið þar sem dlir synir hans sjálfs séu látnir og strákurinn því eini cftirlifandi erfinginn. Þau fara en ekki gengur sambandið við jarlinn hnökralaust til að byrja með. Þeir sigra sem þora byggir á afrekum bresku sérsveitanna SAS en hinn enski titill myndarinnarcrjafnframteinkunar- orð þessara sveita. Þessi mynd byggir á áhlaupi þessara sveita og töku þeirra á íranska sendiráðinu í London þar sem glögglega kom í Ijós hvers þessar sveitir eru megnugar. Bílaþjófurinn með þeim Ron Howard og Nancy Morgan í aðalhlutvcrkum fjallar um tvö ungmenni í Beverly Hills sem ákveða einn góðan veðurdag að stinga af til Las Vegas. Þau taka Rolls Royce föður stúlkunnar traustataki til verksins en hvorug fjölskylda þeirra er hrifinn af uppátækinu. Eru verðlaun sett til höfuðs þcim, og eltingarleikurinn er hafinn. Vinsæll plötusnúður kemst í málið og tekur að flytja fréttir aö flóttanum. -FRl ■ Ceddic Erroí (Ricky Schrodcr) heillar breska aðalinn í Litli lávarðurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.