Tíminn - 12.01.1983, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983
Nýir bílar — Notaðir bílar
Leitiö ÞÚ KEMUR -
upplýsinga OG SEMUR
æOpið laugardaga kl. 10-16.
BÍLASALAN BUK s/f
SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK
SlMI: 86477
JRJ bifreiðasmiðja
Varmahlíð sími 95-6119
( fararbroddi með yfirbyggingar á Lapplander, Datsun
King Cab, Toyota hi-lux, Isusu, Chevrolet, Scoutog Ford
pickup.
Þrjár gerðir yfirbygginga.
Sendum myndabækling.
Offsetprentari
Óskum reftir að ráða offsetprentara eða hæðar-
prentara sem nema í offsetprentun.
HF.
PRENTSMIÐJAN
Smiðjuvegi 3, Kópavogi
Sími: 45Ú00
EFNAGERÐIN FLORA . AKUREYRI
1X21X21X2
19. leikvika - leikir 8. janúar 1983
Vinningsröð: 2x2-121 -121 — x 1 1
1. vinningur: 12 réttir- kr. 21.465.-
60193(4/11)+ 77080(4/11) 97225(6/11)
65400(4/11)+ 91135(6/11) 99989(6/11) +
76077(4/11) 94561(6/11) 100880(6/11) +
3731 64142 72545+ 79731 88797
5500 64749 72549+ 80812 90520
5671 65308 72562 80854+ 90633
6746 65690 72690 82119+ 91656
6878 66104+ 72862 82554+ 91710
16270 66383 73107+ 82957 91711
16654 67321 73179 83042+ 91714
21795 68694 73575+ 83293 91761
21950 69100+ 73589 85694 91802
23343 69131 73909+ 86451 92052
24662 69216 74329+ 87256 92062
60064 70191 74760 87482 92412+
kr. 433,-
99986+ 70202(2/11)
100007+ 72173(2/11)
1000023+74345(2/11)
100244 79029(2/11)
100250 81882(2/11)+
100308 88712(2/11) +
100855 90026(2/11)
100862+ 90837(2/11)
100868+ 95519(2/11)
100885+ 99413(2/11)
100886+ 100803(2/11)+
100889+ 18. vika:
100890+ 90036
100968+
4439(2/11)
61454(2/11)
63823(2/11)+
Kærufrestur er til 31. janúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar.
Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík.
Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn
og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
Gera má ráð fyrir verulegum töfum á greiðslu vinninga fyrir númer,
sem enn verða nafnlaus við lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK
60194+ 70993+ 75875 87692
60195+ 70994+ 76325+ 87700
61463 71453 77211+ 88209
63816 71468
63877+ 72318+
2. vinningur: 11 réttir -
94843+
95647
95950+
95954+
95956+
96679+
97178
97455
97545+
97547+
98819+
99079
92836+ 99226
92963 99360
93019+ 99471 +
79127 88469+ 93151 99476+
79527+ 88583+ 93391+ 99980+
fréttir
Gott ár fyrir arnarsfofninn, en hann á sína óvini:
ARNAREGGJUM SHUT
MEB PRIÖNSSIUNGUM!
■ Síðasta ár var gott ár fyrir íslenska
arnarstofninn. Varð vart við 122 full-
vaxna emi og 19 ungar komust á legg úr 15
hreiðrum. Þessar upplýsingar fengum
við hjá Ævari Petersen náttúrufræðingi
hjá Náttúrufræðistofnun íslands í gær,
Hann bætti því við að þessar tölur bæri
ekki að taka sem endanlegar og hámá-
kvæmar, hugsanlegt væri að fleiri full-
orðnir fuglar væri lifandi á landinu og
að hreiður hefðu farið fram hjá athugar-
mönnum.
Ævar sagði að vart hefði orðið við örn
á svæðinu frá Skagafirði og vestur og
suður um til Árnessýslu. Vitað væri um
21 par sem hefði verpt og það þýðir að
varp hefur alveg misfarist í 6 hreiðrum
svo vitað sé. Hann sagði að ýmsar
ástæður gæti verið fyrir því að par sem
hefði helgað sér óðal verpti ekki, til
dæmis gæti orsökin verið að gamall fugl
paraðist með ungum sem ekki væri
fyllilega kynþroska og um fleiri áþekkar
ástæður geta verið að ræða.
En hvers vegna misferst varp í svo
mörgum hreiðrum? Því svaraði Ævar á
þann hátt að örninn væri viðkvæmur fugl
og umferð í grennd við hreiðrið í byrjun
varptímans gæti valdið því að ekki
ungaðist út. Auk þess gætu slæmar
náttúrlegar ástæður ráðið þar um. Þá
sagði Ævar því ekki að leyna að örninn
ætti sér óvildarmenn, og það væri vitað
að stundum væri reynt að steypa undan
■ Amarungar. Myndln er tekinn á Snæfellsnesi sumarið 1980.
Tímamynd Valgeir Guðbjartsson
erninum. Kvaðst Ævar vitra dæmi þess
frá í fyrra að fundist hefði arnaregg í
hreiðri og hafði verið gert örsmátt gat á
eggið með nál eða prjóni og fuglinn
síðan legið á egginu fram eftir sumri án
þess nokkuð gerðist. Þessi aðferð er
einmitt gjama notuð við svartbakin og
á að kom í veg fyrir að hann verpi aftur
sama sumarið.
JGK
Nýtt heilsugæslukerfi í Reykjavík:
Tekið upp um
næstu áramót
„Lýsir sérstöku innræti borgarstjórans”,
segir Adda Bára Sigfúsdóttir
■ Borgarstjórn Reykjavíkur hefur á-
kveðið að frá og með næstu áramótum
verði tekið upp nýtt kerfi við heilsugæslu
í höfuðborginni í samræmi við það
fyrirkomulag sem mælt er með í
nýlegum heilbrigðislögum sem felst í því
að komið verður upp heilsugæslustöðv-
um sem víðast um borgina. Með þessari
kerfisbreytingu minnkar stórlega hlutur
almennra heimilislækna, en engu að
síður leggur borgarstjóm áherslu á að
þeir heimilislæknar sem stunda vilja
lækningar á eigin stofum áfram geti það
eins og læknafélag Reykjavíkur hefur
óskað eftir.
Samkomulag var algert í borgarstjórn
um að koma kerfisbreytingunni á, en
hins vegar var deilt um það hvenær hún
ætti að taka gildi. Minnihluti borgar-
stjórnar vildi að hún tæki gildi á miðju í
þessu ári, en því var meirihlutinn
andvígur, og því varð ofaná að miða
kerfisbreytinguna við næstu áramót.
Tímasetning breytingarinnar var
harðlega gagnrýnd af fulltrúum minni-
hlutans í borgarstjórn á síðasta fundi
þar, og m.a. sagði Kristján Benedikts-
son, að engin efnisleg rök væro fyrir því
að fresta henni fram á næsta ár.
Adda Bára Sigfúsdóttir, sagði að
nýsamþykkt lög um málefni aldraðra
hefðu það í för með sér að inn í
borgarsjóð kæmu nú greiðslur fyrir
heimilshjálp frá 1. jan. 1983, sem borgin
hefði áður ein þurft að standa straum að.
Þessi yfirtaka ríkissjóðs á stórum hluta
fjármögnunar heimilishjálparinnar hefði
verið forsenda þess að Reykjavíkurborg
treysti sér til að gera fyrrnefnda kerfis-
breytingu í uppbyggingu heilsugæslunn-
ar í borginni. Nú hefði ríkissjóður staðið
við sinn hluta samkomulagsins, en þá
ætlaði hinn nýi meirihluti að draga
kerfisbreytinguna á langinn, og verja
þeim fjármunum sem inn kæmu til alll
annarra hluta en til stóð. „Þessi máls-
meðferð lýsir sérstöku innræti núverandi
borgarstjóra", sagði Adda Bára Sigfús-
dóttir.
-Kás
Hátt r eitthundrad adilar
fá fjárhagsstyrk hjá
Reykjavíkurborg:
íþróttamenn, SÁÁ og
skátar fá langmest
■ Reykjavíkurborg styrkir að venju
ýmiss konar félags- og menningar-
starfsemi á þessu ári, eða hátt í eitt
hundrað aðila, samkvæmt ný sam-
þykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar fyrir yfirstandandi ár. Af styrkja-
skránni fá fþróttamenn langhæstu upp-
hæðina, eða 6.5 milljónir, sem varið
verður til íþróttastarfsemi að fengnum
tillögum íþróttabandalags Reykjavík-
ur. I öðru sæti eru Samtök áhuga-
manna um áfengisvandamálið sem fá
tæpa 1.5 milljón króna, en lang
stærstur hluti gengur til greiðslu gatna-
gerðargjalds nýrrar starfsstöðvar f
Grafarvogi. í þriðja sæti eru svo skátar
í Reykjavík, en þeir fá samtals
rúmlega eina milljón til starfsemi
sinnar, og eru þá lagðir saman styrkir
til almenns skátastarfs, hjálparsveitar
skáta og starfseminnar við Úlfljóts-
vatn.
Það eru nítján aðilar sem fá styrki
sem nema 100 þús. kr. eða hærri. Þeir
eru: Skátasamband Reykjavíkur til
framkvæmda á Úlfljótsvatni 350 þús.
kr„ KFUM og KFUK 250 þús. kr.,
Myndhöggvarafélagið 125 þús. kr„ til
íþróttastarfsemi að fengnum tillögum
IBR 6.5 milljónir kr„ Taflfélag
Reykjavíkur 168 þús. kr„ íþróttafélag
fatlaðra 100 þús. kr„ Skógræktarfélag
Reykjavíkur 150 þús. kr„ Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur 150 þús. kr„
Krabbameinsfélag Reykjavíkur til
greiðslu gatnagerðargjalds, 278 þús.
kr„ Gigtarfélag íslands, byggingar-
styrkur 100 þús. kr„ Samtök um
kvennaathvarf 300 þús. kr„ Skáta-
heimili í Reykjavík, þar af 300 þús. í
byggingarstyrk skátamiðstöðvar við
Snorrabraut samkv. skilyrðum borgar-
ráðs 520 þús. kr„ Félagsstofnun stúd-
enta, hjónagarðar 200 þús. kr„
Geðhjálp, til stofnakostanðar félags-
miðstöðvar 140 þús. kr„ Styrktarfélag
vangefinna, til greiðslu gatnagerðar-
gjalda 496 þús. kr„ Félag einstæðra
foreidra 240 þús. kr„ Samtök áhuga-
manna um áfengisvandamálið 1.5 mill-
jón króna, Torfusamtökin til endur-
byggingar Bemhöftstorfu 300 þús. kr.,
Hjálparsveit skáta, þar af 150 þús. kr.,
byggingarstyrkur samkv. skilyrðum
borgarráðs 210 þús. kr.
-Kás