Tíminn - 12.01.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983 7 Óheppnin eltir Andrew prins þessa ■ Aumingja Andrew prins, það er stundum eins og ólánið leggi hann í einelti. En út yfir allan þjófabálk tók einn dag um daginn. Leynilögregluþjónar veittu því gaum, að ekki var allt með felldu í Rovcr-bfl prinsins. Þar gaf að líta einhver ókjör af lausum vírum, sem virtust liggja um allan bfl. Þarna gat ekki verið nema eitt á seyði. Auðséð var, að til stóð að sprengja bíl prinsins í loft upp - og hann sjálfan með, að öllum líkindum. Leynilög- regluþjónarnir hugðust því verða fyrri til og gerðu sér lítið fyrir. Þeir sprcngdu bílinn sjálfir i tætlur. Andrew prins varð lítt skemmt. Hann hafði verið að enda við að kaupa sér alveg splunkunýjar stereógræjur, sem höfðu legið í bílnum. Það var skýringin á víradræsunni, sem hinir árvökulu lögregl- uþjónar höfðu rekið augun í; En daginn var ekki enn á enda runninn - og ekki ó- heppni Andrews heldur. Hann ætlaði í veislu um kvöldið, og þar sem hans eiginn bíll var úr leik, fékk hann einn af bílum móður sinnar lánaðan, ásamt bílstjóra. Hann skemmti sér dável í partíinu, en hcldur varð honum bilt við, þegar hann vaknaði morgunsárið. Hann sat þá nefnilega í bílnum í harðlæstri og dimmri bíla- geymslu drottningar. Bílstjór- inn hafði gegnt því skyldustarfi að sækja prinsinn í veisluna, en þegar í hlað á Buckingham- höll kom, var hann stcinbúinn að gleyma farþcga sínum. Hann gekk því rækilega frá bflnum, eins og hann var vanur, en láðist að láta prinsinn vita; ■ Það er ekki bara í sambandi við Koo Stark, sem Andrcw lendir í vandræðum þessa dagana. „Vissulega er það erfitt en ég hef ekki heyrt enn um frjáls félagasamtök sem ekki berjast í bökkum fjárhagslega. En ef meðlimir S.U.F. standa saman, kaupa jólaalmanökin og gerast áskrifendur að nýja blaðinu ætti að vera mögulegt að láta enda ná sarnan." - Hvað um fjölda félags- manna? „Ég var að fletta fétaga- skránni um daginn og komst að því að félasgarnir voru mun fleiri en mig hafði grunað. Hins vegar er ég að vinna við það að endurnýja skrána og áður en því verki er lokið vil ég ekki gefa upp ákveðna tölu. En tala félaga er tæpast algild- ur mælikvarði á getu félagsins. Spurningin er fyrst og fremst sú hvort í því sé áhugasamur kjarni sem vill og getur unnið. Hvað S.U.F. varðar þá tel ég að þar sé að finna slíkan kjarna og er það vel“. - Nú hefur það stundum heyrst að Akureyri sé dýrlegut staður og að þeir sem þar búi vilji helst ekki flytja þaðan... „Akureyri er Ijómandi góðut bær og að sjálfsögðu sakna ég margs en Reykjavík hefur líka ýmislegt sér til ágætis að frátöld- um ógæfulegum borgarstjórn- armeirihluta. Ég bjó í Reykjavík fyrir nokkrum árum og þekki því borgina nokkuð vel en verð þó að viðurkenna að veðurfarið undanfarna daga og vikur kom mér á óvart. Það líktist einna helst því sem við Akureyringar höfum mátt þola á veturna. - Eiga stjórnmálaflokkarnir eitthvað erindi við unga fólkið í dag? „Ég'sæti varla þar sem ég er í dag ef ég væri á annarri skoðun, en eflaust þurfa þeir að gæta þess að þurrka af sér rykið öðru hvoru, huga að nýjum sjónar- miðum og breyttum aðstæðum. Hvað Framsóknarflokkinn varð- ar þá tel ég að hann hafi staðið sig nokkuð vel að þessu leyti og flokkurinn er opinn fyrir nýjung- um. Hitt er svo aftur annað mál að flokkarnir verða að hafa til að bera ákveðna íhaldssemi. Það er ekki allt betra fyrir þá sök eina að vera nýtt“. erlent yfirlit ■ UM ÞETTA leyti eru liðin tíu ár síðan stjórnmálasamband komst á milli Islands og Austur- Þýzkalands eftir að mörg ríki, m.a. Norðurlandaríkin, höfðu veitt Austur-Þýzkalandi viður- kenningu sem sjálfstætt ríki. Síðar á árinu 1973 fékk Aust- ur-Þýzkaland aðild að Samein- uðu þjóðunum og því fulla alþjóðlega viðurkenningu sem sjálfstætt ríki. Nýtt ríki hafði þannig bætzt formlega í tölu Evrópuríkjanna. Þótt hið nýja ríki væri að ýmsu leyti háð tengslum sínum við Sovétríkin, var eigi að síður líklegt, að það ætti eftir að gegna verulegu hlutverki í samskiptum Evrópuríkja og raunar víðar um heim. Austur-Þýzkaland var ekki aðeins þriðja fjölmennasta bandalagsríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, næst á eftir Pól- landi og Rúmeníu, heldur á margan hátt hið öflugasta þeirra. Þar kom í ljós hin mikla skipulagsgáfa og dugnaður Þjóð- verja. Þótt Þjóðverjar skiptust í tvö ríki eftir styrjöldina, héldu þeir áfram að vera helzta forustu- þjóð Evrópu á sviði tæknilegra og verklegra framfara. Vestur- Þjóðverjar héldu þeirri forustu í Vestur-Evrópu og Austur-Þjóð- verjar í Austur-Evrópu. Árið 1974 komst á stjórnmála- samband milli Bandaríkjanna ■ Willy Brandt. Saga Austur-Þjóðverja sannar þýzkan dugnað Kohl-stjórnin fylgir stefnu Brandts og Austur-Þýzkalands, en Nixon var þál forseti Bandaríkjanna. Sama ár komst ásérstaktsamband milli þýzku ríkjanna á þann hátt, að þau skiptust á opinberum fulltrúum. HINN STUTTA saga Austur- Þýzkalands er fyrst og fremst saga um þýzkan dugnað. Vegna ósamkomulags sigur- vegaranna í síðari heimsstyrjöld- inni varð skipting Þýzkalands staðreynd. Vesturveldin samein- uðu hin þrjú hernámssvæði sín og reis Vestur-Þýzkaland upp á grundvelli þess. Sovétríkin gerðu hernámssvæði sitt að sér- stöku ríki. Þótt staða Þjóðverja væri vissulega erfið í Vestur-Þýzka- landi, var hún ósambærileg við stöðu landa þeirra \ Austur- Þýzkalandi. Bandaríkin veittu Vestur- Þjóðverjum margvíslega efna- hagslega aðstoð til að reisa land sitt úr rústum. Sú aðstoð átti vissulega mikinn þátt í því hversu fljótt endurreisnin gekk í Vestur-Þýzkalandi, en mestan þátt í henni átti þó framtak, dugnaður og skipulagshæfni Þjóðverja sjálfra. Sovétríkin gátu enga eða litla efnahagsaðstoð veitt á þessum tíma, enda land þeirra flakandi í sárum eftir styrjöldina. Mann- tjón Rússa í henni er talið milli 20-30 milljónir og önnur eyði- legging eftir því. Rússum þótti líka eðlilegt eftir þetta, að Þjóðverjar veittu þeim.nokkrar skaðabætur. Full- næging á þeirri kröfu þeirra bitnaði eingöngu á Austur-Þjóð- verjum. Fyrstu árin eftir styrj- öldina urðu þeir að greiða Rúss- um verulegar skaðabætur. Þetta gerði vitanlega endur- reisnina miklu erfiðari í Austur- Þýzkalandi en Vestur-Þýzka- landi til viðbótar því, að stríðs- eyðileggingin hafði orðið öllu meiri þar. Við þetta bættist svo, að fólksflótti varð mikill til Vestur-Þýzkalands, þar sem kjörin bötnuðu fljótar og meira, og endurreisnin þar skapaði næga atvinnu, einkum þó fyrir sérmenntað fólk. Milljónir manna lögðu því leið sína frá Austur-Þýzkalandi til Vestur-Þýzkalands. Tilfinnan- legast var að tapa sérmenntuðu fólki, eins og verkfræðingum, læknum, sérlærðum iðnaðar- mönnum o.s.frv. Þetta leiddi til þess, að austur-þýzk stjórnar- völd neyddust til þess, að koma upp múrnum illræmda og stöðva þannig fólksflóttann til Vestur- Þýzkalands. Síðustu tvo áratugina hefur orðið mikil endurreisn í Austur- Þýzkalandi og langtum meiri en í öðrum löndum austantjalds. Þótt Austur-Þjóðverjar telji ekki meira en 17 milljónir, eru þeir í hópi tíu mestu iðnaðarvelda heims. Lífskjör eru þar mun betri en í öðrum löndum í Austur-Evrópu. Þrátt fyrir það eru lífskjör þar mun lakari en í Vestur-iÞýzka- landi, en hins vegar er þar ekkert atvinnuleysi. Margt bendir til að framfarir í Austur-Þýzkalandi hefðu orðið enn meiri en raun ber vitni, ef þar hefði ríkt vestrænt efnahags- kerfi. Þrátt fyrir það hefur þýzkt framtak getað notið sín á þann hátt, að miklu meira hefur áunnizt þar en í öðrum löndum, sem búið hafa við svipað skipu- lag. FRAMAN af voru samskiptin milli þýzku ríkjanna stirð og háð margvíslegum hömlunt. þetta hefur þó smám saman breytzt til hins betra á síðari árum og þó einkum eftir að áhrif Willys Brandt tóku að njóta sín. Hann á meiri þátt í því en nokkur maður annar að smám saman hefur miðað í rétta átt. Mikið vantar þó enn á, að þessi samskipti séu komin í það horf, sem æskilegt væri. Þar ríkir enn alltof mikil gagnkvæm tor- tryggni. Það spáir hins vegar góðu, að hin nýja stjórn Vestur-Þýzka- lands hefur lýst yfir því, að hún muni halda áfram þeirri stefnu, sem Willy Brandt hefur mótað, og standa við alla samninga, sem hafi verið gerðir um þessi efni. Þeir Carstens forseti Vestur- Þýzkalands og Honecker forseti Austur-Þýzkalands hittust í Moskvu við jarðarför Brésnjefs. Þar endurnýjaði Carstens boð vestur-þýzku stjórnarinnar um heimboð til Bonn. Sennilega verður þó ekki úr því fyrr en eftir þingkosningarnar í Vestur- Þýzkalandi. Fátt er mikilvægara fyrir æski- lega þróun mála í Evrópu en að sambúðin milli þýzku ríkjanna geti farið batnandi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.