Tíminn - 01.02.1983, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982
Hestamenn
Nokkur hross sem veriö hafa á Ragnheiðar-
stööum undanfarið en eru nú í hesthúsi félagsins
íReykjavíkog eigendur hafa ekki skipt sér af aö
undanförnu verða afhent borgarfógeta til sölu og
ráðstöfunar ef eigendur gefa sig ekki fram næstu
daga eða fyrir 5. febr. 1983.
Eftirtalin hross: Hryssa sótrauð, blesótt með
bleikálottu folaldi. Brúnn hestur. Leirljós hestur.
Sótrauður blesóttur hestur með Ijóst fax. Grár
hestur. Rauðglófext stjórnótt hryssa veturgömul.
Jarpstjörnótt hryssa. Rauð hryssa. Grár vetur-
’gamall hestur.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
næstu daga kl. 13-18, sími 30178 eða 33679.
Hestamannafélagið Fákur.
Utboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi:
RARIK-83004. 132 kV Suðurlína, jarðvinna svæði 3.
Opnunardagur Miðvikudagur 16. febrúar 1983 kl. 14:00.
í verkinu felst jarðvinna og annar frágangur við undirstöður,
stagfestur og hornstaura ásamt flutningi á forsteyptum einingum o.fl.
frá birgðastöð innan verksvæðis. Lagningu vegslóða er lokið á
svæðinu.
Verksvæðið nær frá Prestbakka í V-Skaftafellssýslu að Skaftá við
Leiðólfsfell, alls um 32 km.
Mastrafjöldi er 110.
Verk skal hefjast 1. mars 1983 og Ijúka 1. september 1983. Verklok
taka mið af allt að 6 vikna verkstöðvun vorið 1983, er klaki fer úr jörð.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi
118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama
stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 2.
febrúar 1983, og kostar kr. 200,- hvert eintak.
Reykjavik, 27. janúar 1983
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS.
VOKVAPRESSA
MÚRBROT — FLEYGUN
HLJÓÐLÁT — RYKLAUS
Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær
sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi,
gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l.
Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn.
VERKTAK Sími 54491.
Nýir bílar — Notaðir bílar
ÞÚ KEMUR -
æOG SEMUR
Opið laugardaga kl. 10-16.
BÍLASALAN BUKs/f
Leitid
upplýsinga
SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK
SlMI: 86477
fréttir
Hornafjördur:
AÐEINS $10 R0DR-
AR FRÁ ÁRAMÖTUM
— um 200 manns í frystihúsinu hafa því
sáralítið að gera
Hornafjörður: „Bátarnir komust ekki
í nema 2 róðra þessa viku vegna ótíðar
sem hér hefur verið eins og annarsstað- .
ar. Sá sem róið hefur oftast frá
áramótum er líklega með 7 róðra. Það
var því einungis vinna í 2 daga í þessari
viku og hefur verið ákaflega lélegt frá
áramótum", sagði Egill Jónasson yfir-
verkstjóri í frystihúsi K. A.S.K. á Höfn
er við spurðum hann vertíðarfrétta s.l.
Nær dagleg sjón á Höfn að undanförnu - aUir bátar í höfn vegna gæftaleysis.
föstudagskvöld.
Egill sagði 11 báta hafa byrjað róðra
til þessa, allir á línu, nema einn sem
er á netum - búinn að róa tvisvar, og
ekkert fengið. En um 20 bátar munu
róa frá Höfn þegar allt verður komið
í gang. Egill kvaðst þó bjartsýnn um
að úr færi að rætast. „Aflinn var t.d.
skárri í dag en í gær. l>á lönduðu 9
bátar samtals 33 tonnum, en í kvöld
losaði afli 8 báta 40 tonn.“
Aðspurður kvaðst Egill þó kominn
með fullan mannskap, 150 til 200
manns, sem lítil vinna er fyrir meðan
aflinn glæðist ekki og gæftir skána.
Mikið af því fólki væri búið að vera
áður og ætti því rétt á kauptryggingu,
en þeir sem eru nýkomnir eignast ekki
þann rétt fyrr en eftir fjórar vikur. Eru
því líkur til að sumt af þessu fólki sé
illilega auralaust, þegar vinnulaunin
hrökkva tæpast fyrir fæðiskostnaði.
„já, auðvitað ber fólk sig illa“, sagði
Egill en kvað menn þó verða að halda
í bjartsýnina með hækkandi sól.
- HEI.
ur akstur
á Suður-
jj S ■ Stjórn klúbbsins Öruggur akstur á Suðurnesjum. Frá vinstri: Karl
* Hermannsson í Keflavík, Gunnar Vilbergsson í Grindavík og Eiríkur Sigurðsson
í Garði.
75 ökumenn
heiðraöir
Suðurnes: Aðalfundur klúbbsins Ör-
uggur akstur á Suðurnesjum var hald-
inn 28. desember s.l. í Framsóknarhús-
inu í Keflavík. Eiríkur Sigurðsson setti
fundinn og flutti ávarp um liðið
starfsár.
Rögnvaldur H. Haraldsson frá Sam-
vinnutryggingum flutti fróðlegt erindi
um þátt tryggingafélaganna vegna
umferðaróhappa og fannst fundar-
mönnum uphæðir þær sem hann nefndi
nokkuð háar.
Alls fengu 75 ökumenn viðurkenn-
ingu fyrir öruggan akstur að þessu
sinni. f>ar af fengu 36 ökumenn
viðurkenningu fyrir tjónlausán akstur
í 5 ár, 34 ökumenn í 10 ár, 4 ökumenn
í 20 ár og ökumaður í 30 ár.
Sá síðasttaldi er Magnús Ágústsson
útgerðarmaður í Vogum og hefur
hann reyndar ekið tjónlaust í 36 ár,
sem verður að teljast frábær árangur,
er aðrir ökumenn mættu taka sér til
fyrirmyndar. Magnús á fyrirtækið
Valdimar h.f. í Vogum og fengu tveir
vörubílstjórar þess jafnframt viður-
kenningu fyrir 5 og 10 ára tjónlausan
akstur. Þarna er því vel að verki staðið.
Á fundinum var kosin ný stjórn
klúbbsins og má segja að hún sé skipuð
með byggðasjónarmið fyrir augum
þótt það sé að sjálfsögðu tilviljun.
Kosningu hlutu: Gunnar Vilbergsson
í Grindavík form., Karl Hermannsson
í Keflavík og Eiríkur Sigurðsson í
Garði.
- G.V.
Hraöfrystihús Grindavíkur:
Ekkert svar enn borist
frá Framkvæmdastofnun
Grindavík: „Það gerist lítið ennþá.
Við sóttum um aðstoð frá Fram-
kvæmdastofnun eins og aðrir - til að
geta komið frystihúsinu og þá bátunum
líka í gang - en það hefur ekki komið
neitt svar frá þeim ennþá. Nei, hvorki
jákvætt né neikvætt", sagði Guðmund-
ur Kristjánsson, framkvæmdastjóri
hraðfrystihúss Grindavíkur sem ekki
hefur enn getað byrjað vinnslu á
vetrarvertíð vegna greiðsluerfiðleika -
eins og áður hefur verið frá skýrt hér.
- Þetta er auðvitað erfitt ástand,
þegar aðrir eru byrjaðir, sérstaklega
þó varðandi mennina á bátunum. Við
erum búnir að ráða allan mannskap á
3 báta og maður veit ekki hvað við
höldum þeim lengi ef ekki rætist úr
fljótlega, sagði Guðmundur. Hann
kvað þá reka bæði frystihús og saltfisk-
vinnslu, þar sem að miklu leyti hafi
unnið sama fólkið lengi og því farið að
verða langeygt eftir að vinnan fari að
komast í gang.
„Já, það bíða því allir og vona að úr
rætist sem fyrst. Ég vil allavega ekki
trúa öðru en að við fáum jákvæð svör
fljótlega", sagði Guðmundur.
- HEI.