Tíminn - 01.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1983, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildu r Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasíml 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Ný von um takmörkun kjamorkuvígbúnadar ■ Af mörgum ógnum, sem steðja að jarðarbúum, er hættan á kjarnorkustyrjöld sú alvarlegasta vegna þess, að í slíkri styrjöld mun engu verða þyrmt. Þótt kjarnorkustríð muni ef til vill ekki eyða öllu lífi, þá mun það færa það mannlíf, sem eftir verður á eitraðri plánetu, niður á slíkt frumstig, að ekki verður hægt að tala um tilvist menningarþjóðfélaga að þeim hildarleik loknum. Þegar sú hætta, sem öllum jarðarbúum stafar af þessum ægilegu vopnum, er höfð í huga, hljóta allir að fagna því, að viðræður risaveldanna um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðarins eru hafnar að nýju eftir nokkurt hlé. Og þótt enginn búist við kraftaverkum, þá eru óvenju margir, sem til þekkja, nú bjartsýnir á, að samkomulag um einhvers konar áfanga sé mögulegt fyrir lok þessa árs. Líta menn þá einkum til möguleikans á því, að semja um einhvers konar takmörkun á fjölda meðaldrægra eldflauga sem búnar eru kjarn- orkuvopnum, í Evrópu. Hvers konar áfangi í þessu efni er kærkominn, því hann væri fyrsta skrefið í þá átt að snúa ofan af vígbúnaðarskrúfu risaveldanna. Birgðir kjarnorkuvopna í heiminum eru svo gífurlegar, að mannleg hugsun nær ekki að skilja eyðingarmátt þeirra. Lannig er talið, að fjöldi kjarnorkusprengja í heiminum sé 40 til 50 þúsund. Um 95% þessara kjarnorkuvopna eru í eigu risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Það eru því þessi tvö ríki, sem úrslitum ráða um það, hvort eitthvert samkomulag verður um takmörkun þessara vopna eða ekki. Önnur lönd geta að sjálfsögðu haft sínar skoðanir á því og lagt að risaveldunum að semja, en endanalegt ákvörðunarvald er í Moskvu og Washington. Ef sérstaklega er litið til Evrópu og meðaldrægu eldflauganna þar, þá er ljóst, að þar er vígbúnaðarkapp- hlaupið í fullum gangi og mun verða svo áfram næstu árin nema eitthvert samkomulag takist á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Sovétmenn hafa undanfarin ár endurnýjað eldflaugar sínar með tilkomu SS-20 flauganna, sem svo eru nefndar og sem geta borið þrjá kjarnaodda hver. Og Bandaríkjamenn og NATO hyggjast hefja staðsetningu nýrra tegunda eldflauga fyrir lok þessa árs í Evrópu hafi samkomuleg ekki náðst um annað. Vígbúnaðarkapphlaupið í Evrópu er því í fullum gangi og eldflaugarnar verða sífellt fuííkomnari og hættulegri, því aukin tæknileg fullkomnun leiðir m.a. til þess, að það tekur eldflaugarnar mun skemmri tíma en áður að ná Skotmarki sínu. Sá tími, sem gefst til að endurskoða ákvörðun um að senda slíkar eldflaugar af stað með ógnarfarm sinn minnkar því stöðugt og þar með möguleikinn á að bæta fyrir mistök, en fátt er jafn ógnvekjandi tilhugsunar og að kjarnorkustríð geti hafist fyrir mistök eða misskilning. Það fylgja því góðar óskir samningamönnunum í Genf. Vonandi valda þeir, og yfirmenn þeirra í Moskvu og Washington, heiminum ekki vonbrigðum. Mikilvæg auðlind Fyrir nokkrum dögum birtist í Tímanum mjög athyglisverð grein eftir Einar Hannesson, fulltrúa hjá Veiðimálastjóra, um mikilvægi laxveiða fyrir íslenskt þjóðarbú. Hann bendir þar á, að áætla megi, að heildarverðmæti þess lax, sem veiddur er hér á landi, sé um 207.6 milljónir króna. „Að sjálfsögðu er þetta lágmarkstala“, segir Einar í grein sinni, „og ótalið er þá verðmæti silungsveiði, staðbundins og göngufisks í ám og vötnum, en þar er ekki síður en í laxveiði gjöful náttúrugæði. Af þessu erjjóst að taka verður fullt tillit til þeirra miklu verðmæta, sem fólgin eru í lax- og silungsveiði í ám og vötnum iandsins þegar stefnt er að framkvæmdum, hvort heldur sem er til orkuöflunar eða annarra hluta, sem kynnu að raska eða eyðileggja þessa auðlind, sem okkur hefur verið trúað fyrir og falið að vernda“. Undir þessi sjónarmið skal tekið, því okkur er nauðsynlegt að vernda allar auðlindir okkar og nýta þær með skynsamlegum og skipulegum hætti. -ESJ. skrifað og skrafað Grið rofín ■ Ábúðarmikil umræða um umferðarmál einkennist af orðatiltækjum laga- og reglu- gerðasmiða, enda nær ein- göngu kallaðirtilumfjöllunar þeir sem hafa hagsmuna að gæta fyrir hönd bíla sinna og atvinnu. Ólöglegur hraði og gálaus akstur eru að verða utanveltu í umræðunni, enda mun vera erfitt að benda á annað lagaákvæði sem jafn- oft er brotið og af jafn mörgum og ákvæðið um hámarkshraða. En það sýnist ekki vera hagsmunir bílstjóra að spyrna þar við fótum. Ásgeir Jakobsson veltir fyrir sér jöfnun umferðar- slysa í rabbi í Lesbók og gerir lögin um rétt hjólreiðamanna til að hrella fólk á gangstétt- um að umtalsefni: „Auk þess að vera heilsu- ræktarlög hafa lögin þann kost, að þau koma til með að jafna slysum niður á fólk réttlátar en verið hefur, þau dreifast á fleiri. Nú verður það ekki lengur bílafólkið útá akbrautunum sem tekur á sig nær öll umferðarslysin heldur einnig börn og gamal- menni uppá gangstéttinni. Unglingarnir, mest strákar, því að enn eru þeir nú frakkari til mannrauna og ævintýra en stelpur, flykktust út á gangstéttirnar strax og þeir fréttu um hjólreiðalögin, svo sem til var ætlazt. Mörg- um unglingi fannst greinilega spennandi að stefna á fullri ferð á vegfaranda og sjá á honum skelfingarsvipinn og snarbeygja, þegar komið var fast að manninum. Maður hefur heyrt því fleygt, að unglingar séu mis- jafnir að innræti eða af upp- eldi, þeir sem vilja heldur hafa það svo, líkt og fullorðið fólk, en lofi innræti sínu að leika meir lausum hala en fullorðnir gera. Svo virtist, sem einhverjir þeirra ung- linga, sem maður heyrir að félagsfræðingar, kennarar og lögreglumenn séu að glíma við, hafi fengið hjól og farið að hjóla eftir lögunum, nema horft framhjá fyrirmælum um að hjólreiðamönnum beri skylda til að sýna gætni. Það efa ég ekki, að þeir alþingis- menn, sem að lögunum stóðu, verða hissa og von- sviknir, þegar þeir frétta að þetta ákvæði hafi ekki verið virt af öllum unglingum." Kákaðferðir Þórður Halldórsson fjallar um umferðaröryggisárið og gerir viðtekið aksturslag og löggæslu að umræðuefni og birtast hér glefsa úr þeirri grein, sem löggæslumenn mættu gjarnan lesa í annað sinn: „Það er á allra vitorði, sem um þessar götur aka, að þær eru að jafnaði eknar með. 70-80 km hraða og böðlarnir láta sig ekki muna um að fara vel yfir 100 km hraðann. Það skiptir öllu máli á hvaða hraða lögreglan tók þessa 650ökumenn. Var hún að góma ökufanta með 90- 100 km hraða eða sektaði hún þá sem óku fyrir neðan 70 km. Með fullu leyfi gat hún það, þar sem þarna eru uppi, eins og áður sagði, umferðarskilti merkt 60 km. Var kannski verið að kasta þarna út neti og veiða upp í vissa krónutölu á 14 dögum? Eða var þetta bara sýndar- mennska til að sefa háværar raddir? Mér er sagt að að afstöðnum þessum fjórtán dögum hafi nánast allar mæl- ingar dottið niður og umferð- in sótt í sama horf með sínum vanabundnu ökuföntum eins og áður. Svona „löggæzla" er verri en engin. Ég hef marghaldið því fram að það ástand sem íslendingar búa við í umferð- armálum verði aldrei læknað tneð kákaðferðum sem hér viðgangast, heldur með föstum tökum af löggæzlu- mönnum sem ekki dingla kraftlaust við störfin af ótta við borgarana. Það er einmitt í þágu borgaranna að á þessum málum sé tekið með einurð og krafti en ekki hræðslu við óvinsældir. Þeim, sem brjóta umferðarreglur og ökuhraða við hvert hugs- anlegt tækifæri verður ekki náð með skrautmerktum lög- reglubílum. Ófærir ad stjórna bflum Ökumenn hér á landi eru að stórum hluta ófærir til aksturs vegna kunnáttuleysis og hirðuleysis um settar reglur. Um það má nefna mýmörg dæmi. En allt ber þetta að sama brunni, að- haldið í þessum málum er sáralítið og í mörgum tilfell- um verra en ekki neitt. Við, sem höfum ekið er- lendis árum saman, stöndum gapandi af undrun að horfa á þá „umferðarmenningu" sem hér er. Ég skal fúslega viður- kenna að hjálpsemi lögregl- unnar á mörgum sviðum er þörf og þakkarverð, enda er það hennar starf að vernda borgarana og bjarga þeim í neyð. Þeim mun síður er það líðandi að lögreglan sé mis- notuð í allra handa snatt, sem henni á ekkert að koma við, en tekur upp megintím- ann af hennar starfsdegi. Þar á ég við að henni er gert að elta uppi hvern þann smáá- rekstur bifreiða sem verður í og utan við borgina. Það mætti halda að hún væri á mála hjá tryggingarfélög- unum til að jafna niður tjóninu á milli tjónsaðila. Þetta þekkist hvergi þar sem störf lögreglu eru tekin alvar- lega. Það er ekki óalgengt að í Reykjavik komist tala bif- reiðaárekstra upp í 30-40 á dag, sérstaklega þó þegar best er veður og færi. Við þessa athöfn er stór hópur lögreglumanna ásamt lög- reglufarartækjum bundinn daglangt. Þetta er alfarið mál tryggingaraðila, tryggingar- taka og tryggingarseljanda." Guðrún felldi þingflokks- formann Alþýðubandalagsins ■ ÓVÆNT úrslit urðu í svonefndu forvali hjá Allaböllunum í Reykjavík um helgina, þegar Guðrún Helgadóttir fclldi samþingmann sinn Ólaf Ragnar Grímsson, formann þing- flokks Alþýðubandalagsins, með eins atkvæðis mun. Náði Guðrún þar með þriðja sætinu en Ólafur Ragnar verður að láta sér lynda Ijórða sætið, sem lítil sem engin von er til að verði þingsæti í næstu kosningum. Þetta þykja að sjálfsögðu mikil tíðindi. Það er ekki á hverjum degi sem þingflokksformönnum er slátrað með þessum hætti. Jafnvel Geir Hallgrímsson, sem mátti þola þá niðurlægingu að vera settur niður í sjöunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur þó góða von um að það fleyti honum inn á þing. Vonir Ólafs Ragnars í því efni eru hins vegar mjög litlar. Þótt Alþýðubandalaginu hafi tekist í síðustu þingkosningum að ná inn fjórum mönnum í Reykjavík, þá er Ijóst að flokkurinn hefur orðið fyrir allnokkru fylgistapi síðan þá og þvi ólíklegt að þingmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík verði nema þrír í næstu kosningum. Ólafur Ragnar hefur verið undanfarið einn helsti forystu- maður Alþýðubandalagsins, og sýnt þar mikinn dugnað sem flokknum veitir vafalaust ekki af, en hann hefur einnig áunnið sér þar óvildarmenn, eins og víða annars staðar, og ef marka má ummæli hans sjálfs í DV í gær, þá er þar um að ræða „sterk öfl í flokknum“, sem „unnu skipulega" gegn honum og því fór sem fór. Það þarf ekki að efa að þessi úrslit eiga eftir að draga dilk á eftir sér innan Alþýðubandalagsins, þvi Ólafur Ragnar er manna ólOdegastur til að taka slíku kjaftshöggi með þögninni. í öðrum forvölum hjá Alþýðubandalaginu, sem úrslit liggja fyrir í, má nefna Suðurlandskjördæmið, þar sem Garðar Sigurðsson hélt sæti sínu og kaffærði, sennilega endanlega, helsta keppinaut sinn um þingsætið síðustu árin, Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, en hann lenti í fjórða sæti. Verður að telja, að þingdraumar Baldurs séu þar með úr sögunni, en að staða Garðars sé örugg orðin eftir langvinnan innanflokksslag. HJÁ krötum var lítið um breytingar í Reykjaneskjördæmi. Kjartan og Karl Steinar héldu sínu, en Kristín Tryggvadóttir hlaut þríðja sætið. Gunnlaugur Stefánsson, sem stefndi hátt í prófkjörinu, varð að láta sér lynda fjórða sætið að þessu sinni, en hann náði sem kunnugt er kjöri sem þingmaður í krataflóðinu 1978 en féll út t fráfallinu rúmu ári síðar. Nokkur tíðindi urðu einnig hjá framsóknarmönnum á Norðurlandi vestra um helgina. Páll Pétursson, þingflokks- formaður, hélt sæti sínu og Stefán Guðmundsosn sömuleiðis. Ingólfur Guðnason, alþingismaður, sem hafði látið hafa það eftir sér fyrir þingið að hann myndi ekki taka sæti á listanum ef PáU yrði í fyrsta sæti, stóð við þær yfirlýsingar og gekk af þinginu með nokkurn flokk manna - en hann hafði náð kjöri í skoðanakönnuninni á þinginu í þríðja sætið með cins atkvæðis mun. Var Sverrir Sveinsson, sem hlaut einu atkvæði minna en Ingólfur í þriðja sætið, því færður upp í staðinn. Það virðist því Ijóst, að tveir þingmanna Framsóknarflokksins, sem nú sitja á þingi, munu ekki vera í framboði fyrir flokkinn í vor - Ingólfur og Guðmundur G. Þórarinsson, en þeir eru báðir með nýrri þingmönnum flokksins. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.