Tíminn - 01.02.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1983, Blaðsíða 6
6______________ f spegli tímans ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982 DRAIIM ■ Ibúar þessa húss í Melbourne í Astralíu vöknuðu heldur betur við vondan draum einn sunnu- dagsmorgun. Inn í svefnherbergi til þeirra var kominn heill strætis vagn! Enginn slasaðist í þessum ósköpum, en húsið var úrskurð- að ónýtt. VAKNAÐ VIÐ VONDAN GRILLVEISLA Á SOUTHFORK — og handaband Hagmans er innifalið í Dallas- ferðunum sem ferðaskrifstofa íFrankfurt býður upp á ■ DALLAS-æsingurinn er enn á fullu í l'ýskalandi. Þegar nýlega átti að gera nokkuð hlé á sjónvarps-þáttunum um Ewing-fjölskylduna, sáu stjórnendur þýska sjónvarps- ins sér ekki fxrt annað en halda DALLAS áfram, því að fokreiðir sjónvarpsnotendur skrifuðu milljónum saman mótmælabréf sem öll hljóðuðu á þá leið, - að þeir skyldu bara ekki voga sér að hætta útsend- ingum á DALLAS, meðan nokkurn nýjan þátt væri að fá. Ekki nóg með það, heldur eru ferðaskrifstofur í Þýskav landi farnar að nota sér áhuga abnennings á Dallas og mannlífi í Texas, og auglýsa nú grimmt ferðir til Suðurríkja Bandaríkj- anna. Ein ferðaskrifstofa í Frankfust hefur auglýst tveggja vikna ferð um Suðurríkin, með fjögurra daga dvöl í Dallas. Þá fara ferðamennirnir í heim- sókn til Southfork, búgarðsins sem er heimili Ewing-fjöl- Akyldunnar í DALLAS-þátt- unum. Ferðafólkið snæðir í Cattleman’Club, þar sem Jock Ewing og synir hans hitta oft vini sína og viðskiptamenn, og svo lýkur dagsferðinni með grill-veislu á Southfork. Síðan segir í auglýsingu ferðaskrífstofunnar, - að ef hópurinn sé um eða yfir 400 manns, þá komi J.R. sjálfur (þ.e. leikarinn Larry Hagman) fljúgandi frá Los Angeles og heilsi up á fólkið. Hann heilsar hverjum og einum með handa- bandi, - en það er aukakostn- aður fyrir ferðamanninn upp á ca 2000 krónur, því að Hagman tekur 50.000 dollara fyrir ferð- ina. ■ Larry Hagman fær 50.000 dollara fyrir að koma í grillveislu á Southfork og heilsa 400 þýskum túristum með handabandi. Handabandið kostar hvem ferðalang 2000 krónur. viðtal dagsins ■ „Það er bara guð og Iukkan“, svaraði Magnús Agústsson útgerðarmaður í Vogum á Vatnsleysu- strönd spurningu Tímans, um hverju hann þakkaöi það helst að hafa tekist að aka bílnum tjónlaust í rúman aldarþriðjung, eða í 36 ár. Magnús var nýiega heiðraður fyrir öruggan akstur í 30 ár, svo okkur þótti forvitnilegt að spyrja hann álits á því hvað hann teldi helst til ráða að draga úr hinum sífellt fjölgandi umferðarslysum hér á landi. - Að við ökum eins og við viljum að aðrir aki. Ég held að það myndi margt verða öðruvísi ef við tækjum mcira tillit hvcrt til annars í umferðinni, sýndum meiri gætni, jafnframt því að fara að settum reglum. Það er aldrei of varlega farið. Bíllinn er „Þ0U ALVEG AÐ TRABANT FARI FRAM ÚR MÉR” — segir Magnús Ágústs- son, útgerðarmaður íVogum, sem ekið hefur tjónlaus í 36 ár auðvitað alveg dásamlcgt tæki til manni ofhýður hversu mörg og þessa ágæta tækis. Járnadrusliðer þess að hafa og ferðast á. En hörmuleg slvs verða af völdum þóminnstamálið-þaðmákevra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.