Tíminn - 03.03.1983, Side 4

Tíminn - 03.03.1983, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983 Jörð til sölu Jörðin Viðvík II við Eyjafjörð er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Jörðin er sérstaklega vel fallin til kartöfluræktunar. Silungsveiði í sjó. í dag er jörðin 27 km frá Akureyri en með tilkomu Leiruvegarins styttist vegalengdin um 8 km. Indriði Sigmundsson Norðurgötu 6 Akureyri sími 96-22725 eftir kl.20 á kvöldin Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford Perkins L. Rover D. M.Ferguson Zetor Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og aiternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími 29080 Islenskum hestum sæma best íslensk reiðtygi Hnakkur með öllu. Verð frá kr. 7.500.- Vönduð vinargjöf Allt til reiðbúnaðar Þorvaldur Guðjonsson Shnakkar Söðlasmíðameistari, Einholti 2 - inngangur frá Stórholti - sími 24180. fréttirl ■ Magnús Bjarnfreðsson við borðsendann ásamt 12 af þeim 16 væntan- legum „sjónvarpsstjörnum“, er hann leiðbeindi á námskeiðinu um síðustu helgi. Tímamynd Ragnheiður. Fjölmidla- ff nauösynleg — öllum er starfa að félagsmálum’% segir Jón Agnar Eggertsson BORGARNES: „Sjálfsagt kann ein- hver að undrast það að verkalýðsfélag úti á landsbyggðinni skuli gangast fyrir námskeiðum um framkomu í sjón- varpi. Ég tel hins vegar að fræðsla um fjölmiðlun sé nauðsynleg fyrir alla þá sem starfa að félagsmálum. Fjölmiðlun er orðin svo ríkur þáttur í þjóðlífinu að fræðsla um þessa hluti ersjálfsögð", sagði Jón Agnar Eggertsson, form. Verkalýðsfélags Borgamess, sem ásamt Verslunarmannafélagi Borgar- ness og MFA stóðu að námskeiði í sjónvarpsframkomu í Snorrabúð í Borgarnesidagana26. og27. febr. s.l. „Þátttakendur í þessu námskeiði voru 16 og var það einróma álit þeirra að það hafi verið hið gagnlegasta. Leiðbeinandinn, sem var Magnús Bjarnfreðsson, fékk mikið lof fyrir ágæta tilsögn, en þetta er í annað skiptið sem hann er leiðbeinandi í námskeiði hjá þessum aðilum“, sagði Jón Agnar. Námskeið þetta sagði hann hið 20. sem stéttarfélögin í Borgarnesi ásamt Menningar- og fræðslusambandi al- þýðu gangast fyrir. Á námskeiðum þessum hefur verið fjallað um hin ólíkustu efni: Sex almenn félagsmála- námskeið, 4 trúnaðarmannanámskeið, 2 námskeið í ljósmyndun, 1 í framsögn, 1 í hópefli, 2 í fjölmiðlun, 2 blönduð og 2 námskeið sem haldin hafa verið í samvinnu við Borgarfjarð- ardeild Neytendasamtakanna, annað um verðlagsmál og hitt um húsnæðis- mál. Jón kvað rúmlega 200 einstak- linga hafa tekið þátt í þessum nám- skeiðum, en samanlagður þátttak- endafjöldi hafi verið 402 alls. Nám- skeið þessi kvað hann hafa verið opin öllum. -HEI Verkalýðsfélag Hvera- og nágrennis: „Nú duga engin slagord” ÁRNESSÝSLA: „Nú er svo komið að stórfellt atvinnuleysi er að hefjast á íslandi. Verðbólgan fer ört vaxandi sem er á leið að setja efnahag launa- fólks og atvinnurekstur í rúst“, segir m.a. í samþykkt sem gerð var á fundi í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfé- lags Hveragerðis og nágrennis s.l. sunnudag. Harma fundarmenn það stjórnleysi sem ríkt hefur í landsmálum síðustu mánuðina, þar sem meirihluti þingmanna hafi aðeins haft hugann við kjördæmamálið en virðist hafa gleymt efnahagsmálum þjóðarinnar, með fyrrgreindum afleiðingum. „Fundurinn fordæmir harðlega þær hugmyndir meirihluta alþingismanna að etja þjóðinni út í tvennar kosningar á árinu. Við teljum það skyldu þing- manna að snúa sér nú þegar að raun- hæfum aðgerðum í efnahagsmálum. Jafnframt skorar fundurinn á samtök launþega og atvinnurekenda að taka upp sjálfstætt samstarf við stjórnvöld um brýnustu ráðstafanir í efnahags- málum. Nú duga engin slagorð eða óraunhæfar hugmyndir, heldur er það skylda allra að taka á málum með kjark. heiðarleika og drengskap, en ekki láta augnabliksvinsældir hafa nei- kvæð áhrif á aðgerðir. Eftirtalin atriði vill fundurinn stefna á: - Dregið verði nú þegar úr ónauðsyn- legum innfiutningi. - Vísitölumálið. - Aðhald í opinberum rekstri og fram- kvæmdum. - Nýjum orkuframkvæmdum verði frestað þar til séð verður um orku- markað. - Breytt skipulag í landbúnaðarmál- um, með eftirfarandi t.d. í huga: Framleiðsla miðist við innanlands- þarfir. Framleiðsla á landbúnaðaraf- urðum hjá öðrum en bændum verði stöðvuð og sérstök tilraunabú á vegum ríkisins lögð niður. Vinnslu og dreifingarkostnaður athugaður með meiri hagkvæmni í huga. - Bankakerfið verði tekið til endur- skoðunar, með það stefnumarkmið að fækka bankastofnunum. - Betra skipulag á fiskveiðum og fisk- vinnslu og meiri samræmingu milli veiða og vinnslu. - Dregið verði sem frekast er unnt úr erlendum lántökum að þær aðeins teknar til framkvæmda sem ótvírætt sína mikla hagkvæmni", -HEl Þorlákshöfn: Mikið um landlegur aðundan- förnu ÞORLÁKSHÖFN: „Vertíðin gengur svona bærilega miðað við þá andsk... ótíð sem verið hefur í vetur. Þótt manni finnist aflinn vera eitthvað að skána er samt erfitt að segja til um það vegna þess hve mikið er um landlegur að undanförnu. í gær voru sumir bátarnir t.d. með þokkalegan afla, en það var auðvitað 2-3 nátta fiskur vegna brælu. í dag gerði svo aftur botnlausa brælu, svo þeir hafa áreiðan- lega lítið sem ekkert getað dregið af netunum í dag“. Þetta sagði Þórður Ólafsson í Hveragerði m.a. er við spurðum hann hvernig vertíðin gengi hjá þeim þar um slóðir, s.l. mánudags- kvöld. Þar sem Þórður er formaður verka- lýðsfélagsins á staðnum gripum við tækifærið að spyrja hann álits á vísi- töluhækkunum þeim á launum sem voru að ganga í gildi. „Ég vil auðvitað ekki segja að fólki veiti af þessu í allri dýrtíðinni. En þegar aldurflokka- hækkanirnar koma inn í þetta til viðbótar við vísitöluna sýnist manni þetta glannalega mikið. Þegar fisk- verðshækkunin bætist síðan við þá er alveg sama hvort það eru fyrirtæki sem rekin eru á vegum bæjarfélaganna, samvinnufélaga eða einkaaðila, þau geta ekki bætt þessu á sig öðruvísi en að fá samsvarandi gengisfellingu. Það hlýtur því að verða 14-15% gengisfell- ing áður en langt um líður“, sagði Þórður. -HEI ■ Pétur og Hlíf gestgjafar í Hreða- vatnsskála. Þessi mynd er raunar tekin í Botnsskála, sem þau hjón reka líka og innréttuðu á ný á síðasta ári. - Mynd HEI Samvinnu- ferðir/Landsýn reka Bifröst í sumar HRAUNBÆ'BORGARI'IRÐI: í ferða- málum er það helst að frétta að Samvinnuferðir/Landsýn mun sjá um rekstur Sumarheimilisins að Bifröst í Borgarfirði í sumar og mun reksturinn verða með svipuðu sniði og verið hefur. Undanfarið hafa farið fram endurbætur og breytingar á Hreða- vatnsskála af mikilli smekkvísi svo þar er inn að koma eins og í nýtt húsnæði væri. Sömu aðilar eiga og reka staðinn af miklum dugnaði, en það eru þau hjónin Hlíf Steinsdóttir og Pétur Geirsson. Margir skólar starfa í Borgarfjarðar- héraði, þar af þrír sérskólar, hús- mæðraskóli að Varmalandi og bænda- skóli að Hvanneyri ásamt verslunar- skóla að Bifröst sem er hér næstur mér. Góður nágranni í fámennri sveit. Þar er gefið út fréttabréf af nemendum í viku hverri með þeirri nýlundu að það er unnið í tölvu með ritvinnslufor- riti sem Ritþór nefnist og ég hygg að það sé hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Leópold. f

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.