Tíminn - 03.03.1983, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983
fréttir
„Mér er það ákaflega sárt að gera
einhverja að munaðarleysingjum, það
verð ég að játa. Varðandi framboð, þá
hef ég ekki tekið ákvörðun um það mál,
og bíð eftir að sjá hvemig ýmis mál þróast
á næstu dögum“ sagði dr. Gunnar Thor-
oddsen, forsætisráðherra á fjölmennum
hádegisverðarfundi með ungum fram-
sóknarmönnum í gær, þegar einn fund-
armanna, spurði hann hvort það yrði
ekki hálfnapurlegt fyrir stuðningsmenn
hans hér í Reykjavík að verða skildir
eftir eins og pólitískir munaðarleysingar,
ef forsætisráðherra færi ekki fram í
sérframboð í komandi kosningum.
í framhaldi þessarar spurningar var
forsætisráðherra spurður að því, hvort
ekki hefðu aukist líkurnar á sérframboði
hans, eftir að niðurstöður í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi lægju
fyrir. Forsætisráðherra svaraði á þessa
leið: „Því er ekki að neita að þessi
prófkjör sem hafa farið fram á vegum
Sjálfstæðisflokksins, þau vekja mig til
umhugsunar. Ef maður lítur t.d. yfir
prjófkjörið í fjórum kjördæmum, - í
fyrsta lagi þarsem mínirsamstarfsmenn,
Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson
komu báðir út með glæsilega sigra og
hins vegar á Reykjavík og Reykjanes
þar sem aðalleiðtogar stjórnarandstöð-
unnar, formaður og þingflokksformað-
ur, fengu þá útkomu sem kunn er, þá
hefur það auðvitað allt sín áhrif, þegar
metin er staðan í stjórnmálunum."
Forsætisráðherra var spurður um vísi-
tölumálið, og nýtt viðmiðunarkerfi og
sagði þá m.a. „Þó gripið sé inn í
■ Mér er það ákaflega sárt að gera einhverja að pólitískum munaðarleysingjum,“ sagði forsætisráðherra, er hann var
spurður um hugsanlegt sérframboð. Honum á hægri hönd eru þeir Finnu Ingólfsson, formaður SUF og Jón Borgar Ákason,
formaður FUF í Reykjavík, en forsætisráðherra á vinstri hönd er Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins.
Vonbrigði að ekki náðist
samkomulag um nýtt við-
miðunarkerfí
- Forsætisráðherra var spurður að því
hvort það hefði verið hans skilningur við
fyrstu umræður um vísitölufrumvarpið í
| ríkisstjórn að ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins hygðust einnig standa að frum-
varpinu og sagði þá m.a. „í yfirlýsingu
okkar í sambandi við bráðabirgðalögin
frá því ágúst, þá er þetta orðað þannig
að ríkisstjórnin muni standa að því að
samþykkt verði frumvarp um nýtt við-
miðunarkerfi, með hliðsjón af þeim
tillögum sem þá lágu fyrir í vísitölu-
nefnd. Náttúrlega skildum við það þann-
ig að það yrðu meginatriðin í tillögum
vísitölunefndar, sem unnið yrði út frá, en
því miður fór þetta á annan veg"
Forsætisráðherra sagði m.a. er hann
var spurður um æskilegar leiðir í efna-
hagsmálum: „Ég geri ráð fyrir því að
ríkisstjórnin sitji fram yfir kosningar og
það er mín skoðun að ekki komi til mála
að hún sitji aðgerðarlaus. Auðvitað á að
gera efnahagsráðstafanir vegna þeirrar
geigvænlegu þróunar sem orðið hefur í
verðlagsmálum, nú upp á síðkastið,
samanber miklar launa- og fiskverðs-
hækkanir."
í framhaldi þessara orða, var forsætis-
ráðherra spurður hvort ekki kæmi til
greina frá hans hálfu, að leysa þá
ráðherra frá störfum, sem neituðu að
taka á efnahagsmálunum af alvöru, ef
slík staða kæmi upp. Ráðherra brosti
stórum er hann svaraði: „Ég held að við
Gunnar Thoroddsen, forsætisrádherra, á fundi ungra framsóknarmanna:
AKVORÐUN UM FRAMBOÐ BHHJR
ÞRÓUNAR MAU NÆSTU DAGA
— kemur ekki til mála að ríkisstjórnin sitji aðgerðarlaus
í efnahagsmálum fram að kosningum
vísitölukerfið, þá þýðir það ekki þar
með kjaraskerðingu. Það getur í raun
oftar virkað þannig að inngrip í vísitölu-
kerfið, sem virðist vera kjaraskerðing,
það reynist vera kjarabót, því aukning
verðbólgunnar reynist alltaf rýra launin,
og vera því af hinu verra fyrir launþeg-
ann.“
Forsætisráðherra sagðist telja að betra
væri að fá ekki verðbætur, en fá þeim
mun meiri grunnkaupshækkanir, þegar
samið væri.
„í sambandi við frumvarp um nýtt
viðmiðunarkerfi, sem ég lagði fram,
ásamt samráðherrum mínum úr Fram-
sóknarflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum, þá er gert ráð fyrir nokkrum
aðgerðum," sagði forsætisráðherra, til
þess að draga úr skaðlegum áhrifum gild-
andi vísitölukerfis, en því miður þá
gengur það ekki fram á þessu þingi“
„Tel að kosningalagafrum-
varpið verði að lögum“
- Er forsætisráðherra var spurður út í
kjördæmamálið, kosningalagafrum-
varpið og væntanlegt stjórnarskrárfrum-
varp sagði hann m.a. „Varðandi kosn-
ingalagafrumvarp flokksformannanna,
þá hefur gagnrýni á því orðið miklu
meiri en gert hafði verið ráð fyrir, Það
er auðvitað mismunandi hvernig sú
gagnrýni er, og fer það fyrst og fremst
eftir búsetu hvaða afstöðu menn hafa til
frumvarpsins. Ég, fyrir mitt leyti, hefði
talið æskilegra, að halda óbreyttri tölu
þingmanna og að dregið hefði verið
meira úr misvægi milli byggðarlaga, en
gert er með þessu frumvapi. Það er auk
þess annmarki á fumvarpinu, hversu
torskilið það er. Mér finnst það hinsveg-
ar ákaflega mikilvægt að formenn flokk-
anna og meirihluti þingflokka þeirra
hafa náð samstöðu um þetta frumvarp.
Það má vera að einhverjar breytingatil-
lögur komi fram, en hvort sem þær verða
samþykktar eða ekki, tel ég mestar líkur
á að þetta frumvarp verði samþykkt í
þinginu og verði að lögum.
Það er nú verið að ganga frá frumvarpi
um endurskoðun stjórnarskrárinnar í
samræmi við niðurstöður stjórnarskrár-
nefndar og ég geri ráð fyrir að það
frumvarp verði lagt fram nú næstu daga,
en ég tel engar líkur að það fái afgreiðslu
á þessu þingi. í stjórnarskrárfrumvarp-
inu verða einnig tillögur um kjördæma-
skipunina, en það er ekki endanlega
afráðið hverning þær tillögur verða.
„Einhliða aðgerðir gagn-
vart Alusuisse ekki tíma-
bærar að mínu mati“
- Er forsætisráðherra var spurður álits
á þeirri gagnrýni sem komið hefði fram
á hann í Þjóðviljanum, fyrir endur,-
skoðun álsamninganna 1975, en hann
var þá iðnaðarráðherra, auk þess sem
hann var spurður um afstöðu til tillagna
iðnaðarráðherra um einhliða aðgerðir,
sem liggja frammi í frumvarps-formi á
Alþingi, sagði hann m.a. „Ég tel að
samningarnir sem gerðir voru um orku-
verð 1975 hafi verið mjög hagstæðir og
til mikilla bóta. Þetta voru erfiðir samn-
ingar, en engu að síður þá tókst að fá
fram samkomulag um verulega hækkun
á raforkuverðinu, sem kemur fram í því
að Landsvirkjun hefur fengið í tekjur
stórkostlegar fjárupphæðir af raforku-
sölunni til fSAL, umfram það sem ella
hefði orðið. Nú, það hefur verið reynt
að túlka það að samningurinn sem
gerður var um skattamál hafi verið
þannig að við höfum tapað á honum, en
það er ekki rétt. Þessu til sönnunar er nú
í undirbúningi samantekt um þetta mál
sem vonandi verður birt fljótlega, en
þáverandi formaður samninganefndar-
innar er með slíka samantekt í undirbún-
ingi.
^Ég hef ekki talið tímabært nú að
grípa til einhliða aðgerða gagnvart Alus-
uisse, þannig að Alþingi ákveði með
lögum hækkun á rafmagnsverði, sem
ákveðið er með samningum. Ég vil
engan veginn útiloka að til slíkra að
gerða gæti komið síðar, en ég tel það
ekki þrautreynt enn hvort hægt er að fá
hækkun á rafmagnsverði með samning-
verðum að athuga aðeins nánar efna-
hagsaðgerðirnar og tillögur í þeim
efnum, áður en við förum að gera að því
skóna að gefa einhverjum frí!“
Einn fundarmanna klykkti út með
eftirfarandi spurningu: „Mig langar að
spyrja forsætisráðherra að því hvaða
líkur hann telur á því að Gunnar Thor-
oddsen fari í framboð, eins og horfurnar
eru í dag.“
Dr. Gunnari Thoroddsen, forsætisráð-
hcrra varð ckki svara vant frekar en fyrri
daginn, því hann sagði: „Ég skal trúa
ykkur fyrir því að Gunnar Thoroddsen
er hvað eftir annað búinn að spyrja
forsætisráðherra þessarar spurningar, og
gagnkvæmt, en hvorugur þeirra hefur
fengið nokkurt svar ennþá.“!
- AB
■ Eins og sjá má fjölmenntu ungir framsóknarmenn á þennan hádegisverðarfund með forsætisróðherra, enda ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri tU þess að
sPyrJa forsætisráðherra spjörunum úr. Tímamyndir - G.E.