Tíminn - 03.03.1983, Síða 8

Tíminn - 03.03.1983, Síða 8
8 MIÐVHOJDAGUR 2. MARS 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. — Sjálfstæðismenn og atvinnureksturinn ■ t>að hefur sennilega komið ýmsum atvinnurekendum á óvart, að engum fremur má eigna það en Geir Hallgrímssyni, Albert Guðmundssyni og öðrum slíkum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, að atvinnuvegirnir þurfa að greiða 15% launahækkun um þessi mánaðamót, án þess að það komi öðrum en hátekjumönnum að gagni, þar sem launabætur hinna láglaunuðu fara samstundis í verðbólguhítina. Fáir munu þó hafa boðað það af meira kappi en Geir Hallgrímsson og Albert Guðmundsson, að leggja bæri kapp á að styrkja grundvöll atvinnuveganna og tryggja þannig atvinnuöryggi og sæmileg lífskjör. Peir hafa haldið því fram, að þetta væri höfuðatriðið í stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Á kjörtímabilinu, Sem nú er að ljúka, hefur þó meginþorri þingmanna Sjálfstæðisflokksins og forustu- manna reynt eftir megni að hindra allar viðnámsaðgerðir gegn verðbólgunni og nú síðast gert bandalag við leiðtoga Alþýðubandalagsins um að stöðva vísitölufrumvarpið, sem hefði frestað launahækkunum um einn mánuð meðan leitað hefði verið víðtækari úrræða gegn verðbólgunni. Rétt er að geta þess, að ekki eiga allir forustumenn Sjálfstæðisflokksins skilið þennan vitnisburð. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa reynt ásamt ráðherrum Fram- sóknarflokksins að fá Alþýðubandalagið til raunhæfs viðnáms gegn verðbólgunni. Þetta hefur tekizt alltof sjaldan, en þá sjaldan sem það hefur tekizt hafa forustumenn Sjálfstæðisflokksins risið upp og gert flest til ófrægðar slíkum aðgerðum. Petta hefur dregið kjark úr ráðherrum Alþýðubanda- lagsins, sem sífellt hafa þá verið minntir á, að þeir hafi einu sinni haft að kjörorði: Samningana í gildi. Óneitanlega hefur þetta haft sínar afleiðingar. Ásamt óviðráðanlegum óhöppum, eins og aflabresti og verðfalli og sölutregðu erlendis, hafa þessi vinnubrögð umræddra leiðtoga Sjálfstæðisflokksins átt meginþátt í því að ekki hefur tekizt að veita verðbólgunni nægilegt viðnám. Kórónan á þessu verki er bandalag Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksmanna í stjórnarandstöðu gegn vísi- tölufrumvárpinu og hin mikla holskefla verðbólgunnar, sem nú ríður yfir landið. En þetta er ekki lokaþátturinn í þessu óhugnanlega starfi. Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bundizt fóstbræðralagi um að efna skuli til tveggja þingkosninga á fyrra helmingi þessa árs með þeim afleiðingum, að enn meiri verðbólgu-holskefla mun koma hér til sögu 1. júní. Þeir kjósendur, sem hingað til hafa trúað því, að Sjálfstæðisflokkurinn bæri hag atvinnurekstrarins fyrir brjósti, ættu vissulega að hafa fengið hér áminningu um að endurskoða þetta mat sitt. Óneitanlega sýnir þetta, að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnast af öðru en tillitssemi við atvinnuvegina, þegar hann telur annað henta hagsmunum sínum. Hálendið Ríkisstjórnin mun hafa tekið þá ákvörðun að hafna beiðni, sem borizt hefur um að halda alþjóðlega rallkeppni á hálendinu næsta sumar. Þetta er sjálfsögð ákvörðun. En frekari ráðstafanir þarf að gera til að vernda hálendið, því ásóknin til bílferða um það er líkleg til að fara vaxandi. Þ.Þ. skrifað og skrafað Vísitala Verðbólga, vísitala, misrétti, kjaraskerðingar og verka- lýðsbarátta eru allt orðin svo útþvæld hugtök að þau eru orðin merkingarlítil og skipta fólk litlu máli. Laun og verð hækkar á víxl eða hvað með öðru og fæstir vita hvað eitt eða neitt kostar og líklega vefst mörgum tunga um tönri ef þarf að svara þeirri spurn- ingu hvað viðkomandi hafi í laun. Það hagfræðilega mæli- kerfi sem notað er á efna- hagsþróun, vísitalan, er orð- inn ráðandi þáttur í efnahags- málunum. Svona listilega hefur tekist til við að mæli- kerfi var gert að stjórntæki. Það er eins og menn haldi að hægt sé að láta hitamæla ráða hitastigi, sem reyndar er gert í einstaka tilvikum, það er að segja við sérstakar aðstæður innanhúss. En utan dyra gera hitamælar nákvæmlega ekki neitt nema mæla hita- eða kuldastig. En það eru margir sem halda því stíft fram að vísital- an sé grundvöllur afkomu fyrirtækja eða launþega, og heyja harða baráttu til að sanna misskilninginn. Því fólki þýðir lítið að segja að þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur ráði afkomunni. Aðalheiöur Bjarnfreðs- dóttir er farin að efast um ágæti vísitölunnar. Ilún ritar grcin í DV þar sem hún segir að sú skoðun sín hafi styrkst að leggja eigi vísitöluna niður. Hér á hún að sjálf- sögðu við að vísitalan sé ekki sá hárrétti mælikvarði til launaútreikninga sem látið er í veðri vaka. Hún minnist á aö s.l. haust hafi hún ásamt öðrum í stjórn ASÍ fcngið nýjan vísitölugrundvöll í hendur til athugunar. Aðal- hciður segir þær hugmyndir hafa vcrið á svo lóðnu og flóknu stofnanamáli, að þær hafi verið illskiljanlegar öllu venjulegu fólki. „Samt leist mér illa á þær," skrifar Aðal- hciður. En kannski það hafi cinmitt vcrið þess vegna sem henni leist illa á hugmyndirn- ar, og lagði hún til að vísital- an yrði felld niður. Skelfing Aðalheiður skrifar: „Launamisréttið í landinu er orðið svo voðalegt að það hlýtur að skelfa hvern mann sem í hjarta sínu trúir á jöfnuð og bræðralag. Vísi- tölufjölskyldan hefur í dag 32-35 þús. í meðallaun á mánuði og þriðjungur úrtaks- ins er með 47 þús. á mánuði. V ísitölufjölskyldan nú er hjón með l,98barn,auðveld- I ara er að segja hjón með tvö börn. Hjónin cru vafalaust á besta aldri og tæplega vinna . þau á réttu taxtakaupi. Inni í myndinni er ekkert af ein- hleypu fólki, ekkjum, ein- stæðum foreldrum, oft með börn og unglinga á framfæri, eldra fólki og fólki með skcrta starfsorku. Ég fullyrði að í hverju stéttarfélagi hér á Reykjavíkursvæðinu er fullt af einstaklingum með innan við 12 þúsund á mánuði bæði í ASÍ og BSRB. Þingmenn og aðrir spekingar segja að hér sé um lítinn hóp að ræða. Ég spyr hvernig vita þeir mörg Ijón á veginum þegar óskað er eftir að fundin sé tala þessa fólks, hún fröken tölva seni svo óspart eys úr sérupplýsingum sem oft reyn- ast neikvæðar þegar gengið er til samninga, hún getur ekkert sagt þegar þessi hópur er annars vegar. Kannski er hún svona brjóstgóð að hún vill ekki hryggja þá hjarta- hlýju menn sent í tíma og ótíma tala um hvað þcir vilja gera fyrir þá sém verst eru settir. En þetta er gleymt. Hópurinn, sama fólkið sem vó salt á borðbrúninni eða féll niður þegar láglaunabót- jum var úthlutað sællar minningar. Þetta fólk er dæmt til að tapa þegar verð- hækkanir dynja yfir við nýja vísitölu. Tökum dæmi: Vísitala hækkar um 10%, þú hefur 10 þúsund í mánaðarlaun, þú færð 1 þúsund í bætur, en hafirðu 30-70 þús. í mánaðar- laun færðu 3-7 þús. í bætur. Sem sagt, litli maðurinn fær sáralítið bætt og stynur auk þess undan því seni hátekju- maðurinn tekur glaðbeittur við. varnar. Þó á hann enn sinn atkvæðisrétt og atkvæði hans vegur það sama og hinna. Afnám Að öllu þessu athuguðu legg ég til að vísitalan verði afnumin í tvö ár til reynslu, jafnframt verði gerðar ýmsar ráðstafanir. Ég tel aðeins tvær upp í þessari grein þó ég hafi margar fleiri í huga, en þessar þarf að gera strax. í fyrsta lagi á að hækka tekjutryggingu verulega og sú hækkun á einnig að ná til þcirra sem sækja laun til almannatrygginga. í öðru lagi á að gera málin upp í desem- bcr ár hvert og sú kaupmátt- arskerðing, sem verður að fullu bætt, öllum jafnt. Nú á að kjósa, tvisvar frek- ar en einu sinni. Ef að vanda lætur verður öllum vanda- málum troðið niður í skúffu fram yfir seinni kosningar. Þá verður verðbólgan trúlega komin um eða yfir 100%. Atvinnuleysi er þegar farið að gera vart við sig, fleiri atvinnufyrirtæki komast í þrot, nauðungaruppboð hrannast upp vegna vaxta- okurs og minnkandi greiðslu- getu. Á meðan þingmenn eyða tíma í að semja í glugga- skotum um liver eigi að draga hvern á þing, fljótum við öll að feigðarósi. Er ekki mál til komið að sameinast um að finna ráð við vandanum? Liggur ekki meira á að finna lausn á efnahagsvandanum en rjúka nú í tvennar kosn- ingar? Hvernig sem dæminu er velt þá er eitt víst, sú stjórn sem tekur við í sumar cða haust verður að taka ákvarðanir. Það cr ekki ■endalaust liægt að hella olíu á verðbólgubálið og leggja nýjar og nýjar skuldir á af- komendur okkar. Ef sá andi ríkir áfram sem hefur ríkt í þjóðfélaginu lengi að þeir sem mest hafa skuli mest fá, þá óttast ég alvarlega um það fólk sem ég ber mest fyrir brjósti. Nú er mál til þess komið að standa upp, hrista fölsku spilin úr ermunum, stokka upp og gefa rétt.“ það? Það er ekki eitt, heldur Litli maðurinn á fátt sér tii OO starkadur skrifar Sjónvarpinu beitt gegn komu frönsku þyrlanna ■ ÞAÐ var sérkennilegur þáttur í sjónvarpinu á föstudags- kvöldið í tilefni af mánaðarheimsókn frönsku björgunarþyrl- anna hingað til lands. Þyrlur þessar hafa vakið mikla athygli nteðal almennings og sýnt fram á ónýtta möguleika að því er varðar notkun þyrla við sjúkraþjónustu. Þótt það sé nokkuð Ijóst, að við höfum ekki efni á því á næstunni að ráðast í þyrluvæðingu heilbrigðisþjónustu okkar, er mikilvægt fyrir okkur að kynnast þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í þessu efni. Þessi þáttur var hins vegar ekki byggður upp af slíku jákvæðu hugarfari, heldur sýnilega settur saman í því skyni að reyna að koma því inn hjá fólki hversu tnikið hneyksli það væri, að frönsku þyrlunum skyldi yfirlcitt hafa verið leyft að koma til landsins. Stjómandi þáttarins var sýnilega þessarar skoðunar og cinkenndi það þáttinn allan; var reyndar ekki annað séð en fréttamaðurinn væri hinn fúlasti þegar í Ijós kom að yfirmaður Landhelgisgæslunnar vildi ekki taka þátt í krossferðinni. Einhver undirmaður forstjórans, sem við var talað, var hins vegar allur spældur yfir því, að nokkrum dytti í hug að nokkur aðili í þessum heimi hefði á nokkurn hátt meiri vitneskju um möguleika þyrla en hann sjálfur. Þessar frönsku boðflennur gætu sko ekkert kennt íslendingum, sem miðað við þyrlufjölda eiga þó vafalaust heimsmet í þyrluslysum. Gegn þessum smálegu viðhorfum hcyrðust svo undir lok þáttarins viðsýn sjónarmið forstjóra Landhelgisgæslunnar. sem gerði sér góða grein fyrir mikilvægi þess að landsntenn kynntust sem best möguleikum þyrla, sem væntanlega yrði til þess að auka skilning á nauðsyn þeirra og auðvclda möguleika á fjárveitingum til slíkra hluta í fraintíðinni. ANDÚÐ gegn nýjungum - jafnvel gegn því að kynnast nýjungum til þess eins að kanna, hvaða gagn þjóðfélagið geti af þeim haft - á sér yfirleitt tvenns konar rætur. Annars vegar er rótgróin íhaldsmennska og blinda sjáifsánægjunnar, sem alltaf er hemill á framfarir. Hins vegar beinir fjárhagslegir hagsmunaárekstrar. I þessum sjónvarpsþætti mátti sjá fulltrúa beggja þessara viðhorfa. Það var ekki síst ógeðfelit vegna þess, að hér var verið að fjalla um mál sem snertir líf og heilsu fólks. Landhelgisgæslan hefur nú til umráða eina stóra Sikorsky- þyrlu, sem hefur reynst vel. Það urðu að vísu deilur um kaup hennar á sínum tíma, en þáverandi dómsmálaráðherra - sem er yfirmaður landhelgisgæslunnar - tók af skarið í þessu efni og studdi kaup þyrlunnar. Þótt ferill íslendinga í þyrluntálun- um sé ekki glæsilegur, þá virðist allt benda til þess að þar sé yfirleitt ekki við þyrlurnar að sakast. Vel má því vera að þær geti í framtíðinni gegnt enn meira hlutverki hér á landi en liingað til. í það minnsta er vel þess virði að það sé athugað gaumgæfilega og án allra fordóma. í því efni skiptir auðvitað ekki máli, hvers lenskar þyrlurnar eru: fulltrúar Sikorský-þyrlunnar hafa vafalaust á því allt aðra skoðun en talsmenn þeirra frönsku, hvor tegundin sé betri. En hræðsla við viðskiptahagsmuni má ekki verða til þess hindra að þekking á möguleikum þyrla sé aukin meðal landsmanna. Starkaður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.