Tíminn - 09.04.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 09.04.1983, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1983 fréttirí Fjöldi manns tepptur nyrðra frá þriðjudegi: HOFÐUM DYNUR OG TEPPI OG FÓLK LÉT SÉR ÞflÐ VEL LÍKfl” — sagði Magnús Gíslason í Staðarskála sem hýsti um 70 manns í 3 daga ■ Mikið óveður gekk yfir norðunvert lundiö s.l. þriðjudug og tepptust vegir víðu norðanlunds af þeim sökum. Tölu- verður fjöldi fólks var á leið bæði til Reykjavíkur og Akureyrar í lungferða- og einkabílum og var meirihluti þess einkum tepptur á tveimur stöðum, þ.e. á Blönduósi og í Staðarskála. Við náðum tali af hótelstjóranum á Blönduósi, Sigurði Jóhannssyni, og spurðum hann hvernig fólkinu hafi reitt af hjá þeim. „Þetta gekk allt ljómandi vel fyrir sig“, sagði Sigurður. „Aðstaðan hjá okkur er tiltölulega góð. Við höfðum ofanaf fyrir fólki hér t.d. með mynd- böndum og var það vel þegið af yngri kynslóðinni, auk þess sem diskóið var í r'ffl/r\VÍRy^\\ Staflanlegi stóllinn sem sló í gegn íslenskir húsgagnaframleiðendur og hönnuðir hafa líklega aldrei náð jafn merkum árangri sem Stálhúsgagnagerð Steinars með Stacco stólnum. Þessi glæsilega íslenska framleiðsla hefur náð miklum vinsældum í öllum helstu nágrannalöndum okkar, svo og í Bandaríkjunum, Japan, Nýja Sjálandi og viðar. Allt frá því Stacco var fyrst kynntur á Skandinavísku húsgagnasýningunni í Kaupmannahöfn 1981 hefur hróður hans farið vaxandi, gagnrýnendur hafa farið um hann lofsamlegum orðum og virt húsgagnatímarit um allan heim'hafa gert honum góð skil. Séreiginleikar Stacco stólsins eru fjölmargir og afar þýðingarmiklir: • Hann staflast hrelnt frábærlega; 40 stólar mynda stafla sem er rúmur metri á hæð! e Hann er sterkbyggður úr massívu gæðastáli, sbr. styrkleika- prófun dönsku tæknistofnunarinnar. e Honum fylgja aukahlutir s.s. skrifplata sem fest er á án fyrirhafnar, armar, tengingar á hliðar og vagnar. e Hann er einkar þægilegur, styður vel við bakið og ber gæðastimpil Möbelfakta. Hvassaleitisskóli fékk 150 Stacco stóla hjá Stálhúsgagnagerö Steinars fyrir h.u.b. einu ári. Stólarnir eru notaðir í samkomu- og íþróttasal, „fjölnýtisal". Þeim er staflað á þar til gerða vagna og geymdir þannig. Þeir hafa reynst vel, því get ég gefið þeim góð meðmaeli. Virðingarfyllst, Kristján Sigtryggsson skólastjóri. Kynntu þér yfirburði Stacco stólsins. Hann er varanleg lausn fyrir skólann, félagsheimijið, fundarsalinn, mötuneytið, samkomusalinn og fyrirtækið. Arkitekt: Pétur B. Lúthersson Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur á undanförnum árum notast mjög mikið við Stacco stóla frá Stálhúsgagna- gerð Steinars h/f. Æskulýðsráð var einn fyrsti kaupandinn að verulegu magni af Stacco stólum og hafa stólarnir verið notaðir í félagsmiðstöðvum og samkomusölum við ágæta reynslu. Auðveldlega er hægt að mæla með Stacco stólum fyrir samkomuhús og félagsheimili. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. ■% STÁLHÚSGAGNAGERO STEINARS HF. SKEIFUNNI 6, SlMAR: 35110,39555,33590 gangi. Þá gat fólk farið í sund og tekið í spil þannig að ég held að engum hafi leiðst hér hjá mér. Hér mun eitthvað af fólki hafa gist á einkaheimilum og tíu munu hafa gist á Húnavöllum og veit ég ekki betur en að allir hafi látið vel yfir veru sinni hér“, sagði Sigurður Jóhanns- son hótelstjóri. Að sögn Magnúsar Gíslasonar í Stað- arskála gisti hjá honum um 70 manna hópur og hefði hann verið þar líka síðan á þriðjudag. „Aðstaðan hér er að vísu ekki alveg nógu góð fyrir þetta stóran hóp, en það kom þó ekki til neinna vandræða. Við höfðum hér nægar dýnur og teppi og lét fólk sér það vel líka þó þetta væri ekki allt fyrsti klassi. Þetta var ánægður og nægjusamur hópur sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna og gerði það eflaust útslagið um hve vel þetta allt gekk fyrir sig“, sagði Magnús Gíslason. -ÞB Cliff Barnes í sjón- varpsþætti SAA í kvöld ■ Nú um helgina verður stærsta átakið í söfnun S.Á.Á vegna sjúkrastöðvarinn- ar sem reisa á við Grafarvog. Skemmti- dagskrá verður því flutt í sjónvarpi í kvöld 9. apríl kl. 21.00 og mun þar koma fram hinn margfrægi Dallas-leikari Ken Kercheval sem þekktari er þó af sjón- varpsáhorfendum undir nafninu Cliff Barnes. Hann mun einnig verða á skrifstofu S.Á.Á að Síðumúla 3-4 kl. 15:00-17:00 á laugardag til að ræða við gesti og svara fyrirspurnum. f sjónvarpsþættinum munu margir ágætir skemmtikraftar aðrir koma fram og munu þeir allir gefa vinnu sína, þar á meðal Ken Kercheval sem kemur hingað söfnuninni alveg að kostnaðarlausu. Susanne Brögger í Norræna húsinu ■ Nú dvelst hér á landi hinn þekkti danski kvenrithöfundur, Susanne Brög- ger og verður efnt til dagskrár í Norræna húsinu á morgun kl. 17.00 í tilefni af komu hennar. Það er Norræna húsið, ásamt danska menningarmálaráðuneyt- inu og dönsku vinafélögunum, sem gang- ast fyrir heimsókninni. Susanne Brögger kvaddi sér hljóðs sem rithöfundur með bókinni „Fri os fra kærligheden“ (1973) og vakti sú bók mikla eftirtekt. Tveimur árum síðar kom út „Kærlighedens veje og vildvje," sem enn jók á hróður höfundar, en báðar fjalla þessar bækur um ást, samlíf og kúgun konunnar. Síðar hafa komið út bækurnar „Créme Fraiche", sem skip- aði henni á skáldabekk bæði listrænt og í almenningsaugum. 1979 kom svo út bókin „En gris som har været oppe að slás kan man ikke stege“, og 1980 kom út sagan „Brög“. Nú kveðst hún vinna að framhaldi „Créme Fraiche“, sem er í sérstæðu sjálfsjátningarformi. Aðgangur að dagskránni er ókeypis og öllum opinn. Síðustu tónleikar kammersveitarinnar ■ Fjórðu og síðustu tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur verða á morgun kl. 17.00 í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg í Reykjavík. Ásamt kammersveitinni kemur Blásarakvintett Reykjavíkur fram, en stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Á efnisskránni verða verk eftir Poul- enc, Berio og Spohr. Almennur framboðsbundur allra flokka á Borginni ■ Kvennaframboðið í Reykjavík gengst fyrir almennum framboðsfundi á Hótel Borg í Reykjavík á morgun, sunnudag, og verða þar komnir efstu menn á listum allra stjórnmálaflokk- anna. Á þessum fundi, sem hefst kl. 14 er ætluhin að kjósendur geti spurt fram- bjóðendur ýmissa spurninga sem varð stefnumál þeirra og viðhorf. Leynileg blaðaútgáfa í Noregi frá stríðsárunum ■ f dag verður opnuð í anddyri Norr- æna hússins sýning um leynilega blaðaút- gáfu í Noregi og þátt hennar í norskri andspyrnuhreyfingu meðan á hernámi Noregs stóð 1940-45. Sýningin er að meginhluta byggð á efni af sýningu sem háskólabókasafnið í Osló setti upp vorið 1980, en sú sýning var m.a. sýnd í Frihedsmuseet í Kaupmannahöfn. Á sýningunni er m.a. ljósmyndir frá dvöl norska heraflans sem dvaldi á íslandi, einkum frá „flugsveit 330“ sem svo var kölluð en hún hafði aðalbæki- stöðvar sínar á íslandi frá því í maí 1941 þar til í ársbyrjun 1943. Að sýningunni í Norræna húsinu standa, auk háskólasafnsins í Osló og félags leynilegu blaðaútgáfunnar, sendi- ráð Noregs á íslandi, Landsbókasafn íslands og Norræna húsið. Sýningin stendur út apríl. Ráðstefna um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norður- löndum ■ Á morgun verður haldinn fundur í Háskólabíói á vegum Samtaka herstöða- andstæðinga. Fundurinn er helgaður baráttunni fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum og munu talsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem beráþetta málefni fyrir brjósti kynna viðhorf sín. Q4U flytja tónlist en fundarstjóri verður Valgeir Guðjónsson. í framhaldi af þessum fundi verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu kosn- ingahelgina 23.-24. apríl. Þar er um að ræða samráðsfund Norrænna friðar- hreyfinga og verður þar formlega sam- þykkt og kynnt samræmd stefna hreyf- inganna varðandi kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Gert er ráð fyrir að 2-3 fulltrúar verði frá hverju landi á ráðstefnunni, þ.á.m. nokkur þekkt nöfn úr friðarhreyfingum Norðurlandanna, Göran V. Bondsdorff frá Finnlandi, Jon Grenstad frá Noregi og Judit Winter frá Danmörku. Þá er vitað að allmargir fréttamenn frá Norðurlöndunum munu koma og fylgjast með ráðstefnunni og væntanlega gefa kosningunum gaum í leiðinni. í kjölfar ráðstefnunnar mun síðan hefjast hér á landi undirskrifta- söfnun þar sem fólki gefst kostur á að lýsa stuðningi sínum við kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndunum, en slíkar safnanir hafa þegar farið fram ytra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.