Tíminn - 09.04.1983, Side 9

Tíminn - 09.04.1983, Side 9
LAUCARDAGUR 9. APRÍL 19*3 9 á vettvangi dagsins Ingólfur Guðnason, alþingismaður: „Fjörbrot og sjálfsmeð- aumkun nokkurra manna’ eru ekki félagar í öðrum stjórnmálasam- ■ Þriðjudaginn 29. mars s.l. birtist greinarkorn í Tímanum eftir Sverri Sveinsson í Siglufirði undir fyrirsögn-- inni: „Mikil mistök að heimila göngu- mönnum B B." Þar er enn, af hálfu þeirra B-lista- manna, veist að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins fyrir að hafa heim- ilað Sérframboði framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi-vestra að berjast kosningabaráttu fyrir næstu kosningar undir merki flokksins og telur Sv. Sv. afgreiðslu framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins torskilda mönnum í Siglufirði. Ég þykist hafa nokkur kynni af mönnum í Siglufirði og þau góð. Ég hefi sem betur fer ekki kynnst þeim þykk- skinnungum þar, sem Sv. Sv. talar um í grein sinni. Framkvæmdastjóm Framsóknar- flokksins er skv. lögum flokksins úr- skurðaraðili í deilum innan flokksfélags og milli flokksfélaga, en í 26. gr. laga Framsóknarflokksins segir: „Rísi upp deilur innan flokksfélags eða á miili flokksfélaga í sama kjördæmi, skal deilunni vísað til stjórnar viðkom- andi kjördæmissambands, sem leitar sátta. Takist sættir ekki, skal vísa málinu til framkvæmdastjórnar flokksins ttl úr- skurðar". Hjá okkur á Nl. vestra var einmitt atriði, sem samkomulag varð ekki um heima í kjördænti og eðli ntálsins sam- kvæmt varð að vísa til úrskurðar manna, sem til.þess voru kjörnir af flokknum. þ.e. framkvæmdastjórnar flokksins skv. 26. gr. ílokkslaga. - Sv. Sv. og öðrum þarf ekki að finnast það svo mjög torskilið að framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins sjái út fyrir túngarðinn á Höllustöðum. Sv. Sv. sakar framkvæmdastjórn flokksins um að hún beiti flokksræði þegar hún úrskurðar í máli sem henni er skylt að úrskurða í skv. lögum flokksins. Hváð er það sem Sv. Sv. og þeim öðrum sem hann vísar til, þykir svona torskilið? Auðvitað kann dómur í máli að vera óþægilegur fyrir dómþola, en í þessu tilviki er ekkert torskilið. Þarna úr- skurðuðu víðsýnir menn, til þess kjörnir. í máli sem deilt var um, en hvort ein- hverjum líkar dómur betur eða verr er svo allt annað mál. Allar árásir á þann dómstól, sem hér um ræðir, eru fjörbrot og sjálfsmeð- aumkvun nokkurra manna.sem kveinka sér undan því að geta ekki þjösnast áfram, óheftir. Af hverju tekur meirihluti kjördæmis- stjórnar sig ekki til og afnemur 26. gr. flokkslaganna eins og þeir, skv. grein Sv. Sv. virðast hafa ætlað að gera mcð 1. gr. flokkslaganna, þar sem meirihluti kjördæmisstj'ornar virðist hafa ályktað sérstaklega um að 1. gr. laga flokksins yrði ekki beitt af tillitssemi við hina óánægðu menn, en í 1. gr. lagannasegir: „Flokksmenn geta allir verið. sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins og tökum. Fari flokksmaður í framboð eða starfi við kosningar til Alþingis fyrir annan stjórnmálaflokk éða stjórnmálasamtök, skal líta á það sem úrsögn úr Framsókn- arflokknum". Af kynnum mínurn af þeint mönnum, sem skipuðu meirihluta þann í kjör- dæmisstjórn sem „drap rneð köldu blóði" beiðni okkar" göngumanna" um að fá að merkja lista okkar með bók- stöfum flókksins BB veit ég að þar fara miklir menn og djúpvitrir, en að þeir hafi trúað því sjálfir að þeir gætu fellt 1. gr. laga Framsóknarflokksins úrgildi svo auðveldlega, því held ég að fáirtrúi. Nei, hér var blekkingá ferðinni, sem átti að sýna ljúfmcnnsku þeirra og miskunn- semi í garð okkar „göngumanna". 28. gr. flokkslaganna er nefnilega orðrétt þannig: „Breytingar á lögum Framsóknar- flokksins má því aðeins taka á dagskrá á flokksþingi, að ósk um það hafi borist framkvæmdastjórn flokksins eigi síðar en á setningardegi flokksþingsins. Laga- brcytingar öðlast því aðeins gildi, að þeim greiði atkvæði % hlutar þeirra, er þátt taka í atkvæðagreiðslunni. Aðalfundur miðstjórnar getur, cf % miðstjórnarmanna og meirihluti kjör- dæntasambandanna samþykkir á þingum sínrjm, gert brcytingar á lögúm þessunt, sem gilda milli flokksþinga, en falla úr gildi. ef þær hljóta ekki samþykki á næsta ílokksþingi". Þar sem 6 af 9 kjördæmisstjórnar- mönnurn, þ.e. %þeirra virðast hafa lesið lög tlokksins skakkt, þykir ntér rétt og nauðsynlegt að benda þeim á og undir- strika að í lögunum er ekki verið að tala unt að V) stjórnarmanna í stjórn Kjör- dæmissambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi-„vestra geti breytt lögum Framsóknarflokksins, heldur er þar talað um að Vy þeirra sent atkvæði greiða á Flokksþingi Framsókn- armanria geti breytt lögunum. Ég vcit að þetta er hryggilegt, en svctna er það nú sanit, ennþá. Væri nú ekki heiðarlegra fyrir þá ágætu menn í. kjördæmisstjórninni og aðra, sem neyttu allra ráða til að koma í veg fyrir að Sérframboð framsóknar- manna á Norðurlandi-vestra fengi að berjast undir merki Framsóknarflokks- ins, að viðurkenna það hreinskilnislega að þeir vildu okkur, óþekku börnin, burt úr flokknum svo þcir og góðu börnin gætu haft það svolítið notalegt, heldur en að vera nteð sífellt nagg og leiðindí út í framkvæmdastjórn flokksins, sem vissulega hefir sýnt skör- ungsskap ogvíðsýni í þessu máli. Gródur og gardar ■ Þetta eru algengustu berja- runnar í götum á íslandi og hafa ve.riö hér í ræktun á aðra öld. Þrífast best í lítið eitt raklendum jarðvegi. Hann þarf að vera laus, djupstunginn og helst í góðri rækt. Aburður kemur að góðum notuðum, bæði við gróðursetn- ingu og síðar. Ribs er öllu harðgerðara en sólber, en báðum hæfir sama meðferð. Ræktaðir til berja- tekju, skóls og skrauts. Berja- spretta öruggust móti sól og í skjóli. Runnarnir geta orðið gamlir og haldið frjósemi sinni, ef rétt er að farið. Þeim hættir til að verða of þéttir með tímanum og gamlar greinar bera minna af berjum en ungar. Úr þessu má bæta með hæfilegri klippingu. ■ Blómgað ribs að vori. eru þéir ekki fallegir. Elstu greinárnar I þekkjast á því að þær eru venjulega dökkar og oft mosavaxnar. Þær eru helst teknar burtu þegar verið.er að grisja runnana. Berjavöxturinn verður bestur og mestur, cf runnarnir eru gróðurscttir við suðurvegg og grcinarnar bundnar upp með veggnum á víð og dreif. Ráðleggingar þessar koma jafnan að góðu haldi. Bæta má því við, að skemmdar greinar skal að sjálfsögðu nema burt, svoogkrosslægjur oggreinar sem sitja mjög þétt og nuggast saman. Þessum runnum er auðvelt að fjölga með græðlingum á vorin. Hafa má og ánægju af afsniðnum grcinunt með því að setja þær í vatn og hafa inni í hlýju. Þá Iaufgast þær fljótlega og bera allvel sína gulgrænu blómskúfa. Á sama hátt laufgast í vatni greinar af víðíteguadum. birki. reynivið o.fl. Þessi tré í garðinum þarf líka aö laga mcð klippingu svo nóg fellur til af greinum. Grisjun ribs- og sólberjarunna Einar Helgason garðyrkjumaður, sem hafði mikla reynslu, segir svo um grisjun ribsrunna í bókinni Bjarkir: „Það þarf árlega að laga runnana til með hníf eða limskærum. Meðan runn- arnir eru að ná hæfilegum þroska eru aðalgreinar hans styttar nokkuð á hverj u vori, eða á útlíðandi vetri. Oft þarf líka eitthvað að stytta aukagreinar og sumar þarf að nema alveg burtu, svo runmtrinn verði ekki allt of þéttur. Einkum þarf aðtaka burtu sumt af greinunum þeim, sem vaxa beint upp frá rótinni. Þegar runnurinn er farinn að eldast eru elstu greinarnar teknar burtu við og við, til þess að hann yngist upp og Ijós og loft komist betur inn á milli greinanna. verður þá berjavöxturinn meiri og betri og runnurinn allaufgaður neðan frá rót, en það eiga runnar alkaf að vera, armars Ingólfur Davíds- son skrifar Hentast er að klippa ekki gassalega mikið í einu, því tréð eða runninn getur beðið hnekki af því. Betra að klippa lítið í eina, en oftar. orðalepoar " Of- holdgun ■ Einhverntíma minntist Kristján Karlsson á „ofholdgun tungunnar“ og „uppþembdan ræðustíl“. Þarna er rétta orðið. Ofhold er það einmitt, þegar óþörfum orðum er kuðlað aftan eða framan við orð, eða þá þau væflast inn í setningar, luraleg, óþjál og lífvana. Þannig er það einmitt, þegar dautt hold sezt að innan um lifandi vef. „Hún á í samskiptaerfið- leikum við samnemendur sína,“ segir í Tímanum um Sjónvarps- kvikmynd (10. 9. ’82) Ætli flestir lesendur geti ekki breytt þessari setningu til batnaðar? Þjóðviljinn talar um „að vinna við kennslu" (12. 10. ’82). Hér dugir eitt orð. Ofholdið má nema burt. „Foreldramyndandi atferli“ er nefnt í fjölrituðum bæklingi, sem Menntamálaráð sendi grunn- skólum. Þessa er getið í DV 4. júní sl. Önnur deili veit ég ekki á þessu lesmáli. En ef ég skil þennan ofholdgaða samsetning rétf, hefði dugað eilt orð, ljóst og einfalt. „Ólafur Haukur er snjall mál- notandi,“ sagði J. S. í Vettvangi Utvarpsins. Nafnorðinu er of- aukið. Dugir að segja, að Ó.H. sé málsnjall eða ritfær. Hvernig væri að kalla áheyranda og les- anda, samræmis vegna, málneyt- endur? Neytendur vaða alls stað- ar uppi. Lærdómsmaður nokkur kallaði nenrendur „neytendur skólastarfs“ í Útvarpserindi. „Að hefja grundvöll að undir- búningi“ var sagt í Útvárpsfrétt. Þetta er torskilið líkingamál „að hefja grundvöllinn“. Merkir það, að menn byrji grundvöll? Eða á að hefja grundvöllinn á loft? Að hefja undirbúning var nóg. Grundvöllurinn var oniold. . Hvað amar að manni með „persónuleikatruflun“? Er það ekki bara truflun? Svo virðist, þar sem ég sá þetta orð. „Per- sónuleikinn“ er ofhold í setning- unni. „Nemendur hafa mötuneytis- aðstöðu í gamla húsinu“, sagði Tíminn einu sinni. Eyrst mötu- neytið var komið þarna inn, hlaut að vera „aðstaða“. Aðstað- an er ofhold í setningunni. Orðið „Svefnleysisvandamál“ hef ég séð oftar en einu sinni á prenti. Ekki datt Klettafjalla- skáldinu þetta orð í hug á sínum tíma. Enda var ofholdgun ekki farin að þjá íslenzkuna. Oddný Guðmundsdóttir. Oddný Guðmundsdóttir skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.