Tíminn - 12.04.1983, Síða 10

Tíminn - 12.04.1983, Síða 10
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1983 10 viðskiptalffid umsjón Skafti Jónsson Ný tegund þakplatna ■ Danska fyrirtækið Villadscn, sem hér á landi er þekkt fyrir framleiðslu á Idopan þakpappa, hefur hafið fram- leiðslu á þakplötum, nokkurs konar bárujárni, Icopal - Decra, sem upprunn- ar eru á Nýja Sjálandi. Hafa plötur þessar verið settar á markað hér a‘ landi fyrir milligöngu Þóris Jónssonar. Á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Sögu í gær til að kynna Icopal - Decra kom fram að plöturnar eru fram- leiddar í mörgum löndum, m.a. Dan- mörku, Belgíu, Bandaríkjunum, Japan, Suður Afríku, Ástralíu og á Nýja Sjá- landi. Framleiðendurnir segja plöturnar henta mjög vel við íslenskar aðstæður, þær hafi gengið í gegnum allskyns prófanir, sem sérstaklega væru gerðar með það í huga að betrumbæta plöturnar svo þær þyldu veðráttu á Norðurlöndum, jafnt í nyrstu byggðum Noregs,-Sví- þjóðar og Finnlands sem í Danmörku. Plöturnar eru um margt líkar venju- lcgu bárujárni. Þær eru sinkhúðaðar beggja vegna en á efri flötunum er bætt við þremur lögum; akrilbíandaðri tjöru, sérstökum steinefnum og síðast akrýlhúð. Hægt er að fá plöturnar í tveimur litum, rauðbrúnum og dökkgráum. ■ Gustav Brant, sölustjóri fyrir Dekramastic og Þórir Jónsson, umboðsmaður fyrirtækisins á Islandi. Útflutraingur á fiskkössum ■ Plasteinangrun hf. á Akurcyri fram- leiðir eins og kunnugt er fiskkassa í stærðunum 70 og 90 lítrar, og undanfarið hefur verið talsverður útflutningur á þeim til allmargra landa. Til Kanada seldi fyrirtækið þannig um sex þúsund kassa á síðasta ári, og í ár er búið að semja um sölu á þúsund kössum til viðbótar. Til Grænlands er búið að selja talsvert, en í fyrra og nú í ár verður salan þangað samtals um 7500 kassar. Þá er frágengin sala á 1-2 þúsund kössum til Spánar, og framundan er einnig sala á um 6 þúsund kössum sem fara alla leiðina til Nýja-Sjálands. Þá er einnig framundan að selja fiskkassa til Norður- Noregs, og eru horfur á að þangað fari 5-6 þúsund kassar. Gunnar Þórðarson frkvstj. Plasteinangrunar hf. sagði okkur að þeir gerðu sér vonir um að áframhald yrði á þessum útflutningi, enda réru þeir að því öllum árum að finna markaði fyrir kassana í hinum ýmsu heimshornum. ■ Plasteinangrun hf á Akureyri seldi 6000 Hskkassa úr plasti til Kanada á s.l. ári. BVKO ■ Jón Þór Hjaltason, verslunarstjóri í byggingavöruversluninni á Nýbýiaveginum, og Jón H. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri BYKO. Jón Helgi Guðmundsson, versiunarstjóri timburafgreiðslunnar á Skemmuveginum, var erlendis þegar viðtalið var tekið. Tímamynd Árni Sæberg. „Fólk spilar ekki á verdbólguna lengur" — Rætt við Guðmund H. Jónsson og Jón Þór Hjaltason hjá BYKO ■ „Auövitað höfum við fundiö fyrir einhverjum samdrætti. En það er kannski ekki marktækt hjá okkur þessa fyrstu mánuði ársins, þar er svo margt sem þar spilar inn í, t.d. tíðarfar, sem hefur verið slæmt í vetur,“ sagði Guð- mundur H. Jónsson, framkvæmdastjóri BYKO, Byggingavöruverslunar Kópa- vogs, þegar Tíminn hitti hann og Jón Þór Hjaltason, verslunarstjóra, að máli og spurði hvort þeir hefðu orðiö varir við samdrátt í sölu verslunarinnar, en mikið cr nú rætt um samdrátt í byggingaiðnaði cins og kunnugt er. „Við finnum fyrir miklum fram- kvæmdavilja hjá fólki ekki síður en hingað til. Hins vegar virðist fólk hafa tiltölulega lítil fjárráð um þessar mundir. Sérstaklega verðum við þess varir að lánastofnanir hafa verulega dregið úr lánum til húsabygginga," sagði Jón Þór. „Ég hef grun um að húsbyggjendur séu meira hikandi nú en fyrir nokkrum árum. Fjármagnið er orðið svo dýrt, öll lán eru verðtryggð og það spilar enginn á verðbólguna lengur," bætti Guðmund- ur við. ■ Ársfundur samstarfsnefndar Bú- vörudeildar og afurðasölufélaganna inn- an Sambandsins var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Á fundinum fluttu skýrsl- ur þeir Þorsteinn Sveinsson formaður samstarfsnefndarinnar og Agnar Tryggvason frkvstj. Búvörudeildar, og Gunnar Guðbjartsson frkvstj. Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins flutti erindi um ástand og horfur í sölumálunum. Þá ræddi Sigurður Örn Hansson, forstöðu- maður Rannsóknastofu Búvörudeildar, um kjötpökkun og rýrnun kjöts, Sigur- jón Bláfeld ráðunautur talaði um loð- dýrarækt, og Árni G. Pétursson ráðu- nautur ræddi um hlunnindavörur. Fram kom á fundinum að á síðasta ári var um 942 þúsund fjár slátrað í landinu, þar af 679 þús. í sláturhúsum kaupfélag- anna eða um 72%. Heildarvelta Búvöru- deildar, sem nam 602,3 milljónum, jókst um 43,9%. Umboðslaun deildarinnar námu aðeins 1,87% afveltu,samanborið Mestur samdráttur í timbursölu - Það má reikna með að timbursala gefi gleggsta mynd af ástandinu. - Hvernig hefur hún verið? „Við höfum sennilega fundið mest fyrir samdrætti í sölu á óunnu timbri nú í vetur, en eins og ég sagði áðan er ómögulegt að dæma ástandið í þjóðfé- laginu út frá því, vegna þeirrar miklu ótíðar sem verið hefur. Einnig eru fyrstu mánuðir ársins lökustu sölumánuðirnir hjá okkur, nema að eitthvað sérstakt komi til, eins og gengisfellingin um áramótin í fyrra, hún hleypti sölunni upp.“ - Hvernig var útkoman í fyrra miðað viö 1981? „Reikningarnir eru nú í lokameðferð hjá endurskoðanda. En þó getum við sagt að í fyrra varð samdráttar ekki vart miðað við árið þar á undan, salan var álíka bæði árin.“ - Nú hefur BYKO vaxið mjög ört og er orðið stæríta fyrirtæki á landinu á sínu sviði. - Getur fyrirtækið vaxið öllu meira? við 2,03% árið 1981, og hækkuðu þau um 32,3% eða mun minna en veltan. Útflutningur minnkaði í magni á milli áranna.en útflutningsmagn deildarinnar nam 4.440 lestum á móti 6.640 lestum árið 1981. Munar þar mest um útflutt dilkakjöt, sem minnkaði um 36%. Á- fram er stöðugt unnið að markaðsleit erlendis fyrir dilkakjötið, og eru nokkrar vonir bundnar við markaðsmöguleika í Bandaríkjunum og Japan. Áætluð út- flutningsþörf af haustframleiðslunni 1982 nemur 3.000-3.300 lestum, og fer það eftir því hvernig sala á heimamark- aði gengur. Dilkalifur hefur um árabil verið seld til Bretlands, en sá markaður lokaðist nú í ár. Talsverðar birgðir eru því af henni í landinu, og verður af þeim sökúm efnt til söluherferðar á næstunni hér innan- lands og reynt að vekja áhuga fólks á hollustu þessarar fæðutegundar, jafn- framt því sem gefnarverða leiðbeiningar um matreiðslu hennar. Má alltaf bæta við „Auðvitað má alltaf bæta við nýjung- um. Við hófum til dæmis vinnslu á timbri eftir að við fluttum timbursöluna inn á Skemmuveg 2, sem náttúrlega er vöxt- ur þótt hann komi ekki fram í beinni sölu. Sala á unnu timbri er alltaf að verða stærri liður í okkar rekstri." - Það hefur mikið vérið talað um offjárfestingar í tréiðnaði. Hvað segir þú um það? - Það á ekki við hjá okkur. Það sem við raunverulega erum að gera er að vinna timbur sem áður var flutt óunnið til landsins. Aftur á móti er líklegt að í húsgagnaiðnaði, svo dæmi sé tekið, hafi átt sér stað offjárfesting. - Hvað er margt starfsfólk hjá fyrir- tækinu? „Fastráðið starfsfólk losar hundraðið en ef sumarafleysingafólk er meðtalið stækkar hópurinn nokkuð, sérstaklega ef tillit er-tekið til orlofslengingarinnar. Lenging sumarleyfa gerir okkur svolítið kvíðna, því yfir sumarmánuðina, þegar mest er að gera ríður mikið á að hafa vant starfsfólk.“ - Verslanir fyrirtækisins eru á tveimur stöðum - verður það svo í framtíðinni? „Fyrirheitni staðurinn fyrir alla starf- semina er inni á Skemmuvegi. En hve- nær við komumst þangað fer eftir því hvernig úr rætist almennt á næstunni.“ Efnisvaran íslensk - Frá hvaða löndum flytjið þið aðal- lega inn? „Ef við tökum verslunina á Nýbýla- veginum þá kemur Þýskaland númer 1, síðan kemur Svíþjóð, Ítalía og eiginlega flest lönd Vestur-Evrópu. Timbur kemur aftur mikið frá austantjaldslöndum, So- vétríkjunum og Póllandi, og talsvert frá Kanada.“ - Hvað með innlenda vöru? „Við höfum hana á boðstólum svo framarlega sem hún býðst samkeppnis- hæf við innflutta vöru. Ef hún er jafn góð eða betri en innflutt vara leitum við ekki út fyrir landsteinana. í því sambandi getum við nefnt næstum alla efnisvöru, svo sem málningu, lím og fleira. Allt galvaniserað þakjárn og næstum allur saumur sem við seljum fáum við frá Borgarnesi, enda ekki fáanlegt betra.“ - Hvernig gengur ykkur að gera fram- tíðaráætlanir í þeirri verðbólgu sem hér hefur ríkt? • „Það er afskaplega erfitt að gera marktækar áætlanir. Maður sér svo stutt fram fyrir sig. Þetta á ekki bara við hjá þeim sem reka fyrirtæki heldur eins hjá fólki almennt. í vérsluninni finnur maður það t.d. mjög greinilega að fólk veltir hlutunumi meira fyrir sér en áður var.Enda ekki skrítið að hrollur fari um fólk þegar komið er fram með verð- bólguspár upp á 110% eða meira.“ Búvörudeild Sambandsins: Útflutningur minnkaði um 2200 lestir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.