Tíminn - 24.04.1983, Side 9

Tíminn - 24.04.1983, Side 9
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 ð menn og málefni lini flokkurinn með skýra og hreinskilna stefnu ■ Það er nöturleg spá og lítt upplífg- andi sem fram kemur í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar er nýlega var birt. Þjóð- artekjur dragast saman og verðbólga eykst. Kaupmáttur launa minnkar og lífskjörin versna. Menn reka upp stór augu eins og að þarna séu ný sannindi á ferðinni. Stjórnarandstaðan kennir slaklegri stjórn mála um einhliða og Alþýðubandalagsmenn stíga á stokk og strengja þess heit, að þeir muni sjá til þess að lífskjörin verði ekki skertog setja sig í stellingar til að verja þau með slagorðum einum saman. En annað hafa þeir reyndar aldrei haft til mála að leggja. En þjóðhagsspáin þarf engum að koma á óvart. í fyrra minnkaði afli verulega og sölutregða var á nokkrum af helstu útflutningsafurðunum. Ljóst var að hægja varð á ferðinni, draga úr eyðslu og sýna aðgætni í kröfum. Því miður hefur afli ekki glæðst á ný og það sem af er þessu ári hefur jafnvel enn sigið á ógæfuhliðina í því efni. Vetrarvertíð víðast hvar verið léleg og aflasamsetning óhagkvæm. Af þeim sökum er reiknað með að þjóðarfram- leiðslan geti dregist saman um allt að 5,5% á þessu ári en hún dróst saman um 2.5% á síðasta ári. Þetta er mikil blóðtaka og hlýtur að koma niður á öllum sviðum þjóðlífsins. Allt frá árinu 1981 hafa framsóknar- menn varað sterklega við að meiru sé eytt en aflað er. Á fyrri hluta þessa árs knúðu þeir fram þá stefnu sína að teija niður verðbólgu með þeim árangri að dýrtíðin lækkaði úr 60% í 40%, kaup- máttur jókst og lífskjör bötnuðu. Ekki var þá við það komandi að fá að halda áfram á þessari braut þegar á árið leið. Alþýðubandalagsmenn -voru trúir þeirri reginfirru sinni, að þeir væru að vernda kjör launafólks með því að standa á móti sjálfsögðum og eðli- legum áframhaldandi efnahagsaðgerð-. um. Þeir telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir stuðli að hækkun launa með því að auka krónutöluna sem látin er í umslögin og láta verðbólguó- fétið rása óheft. Sjálfstæðismenn í rfkisstjórn höfðu ekkert til mála að leggja og komið var í veg fyrir að niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins, sem gefið hafði góða raun, næði fram að ganga. Þegar ljóst var um mitt síðasta ár, að afla- brögð fóru hraðminnkandi og þjóðar- framleiðslan var á niðurleið, varð ekki hjá því komist að grípa til róttækra aðgerða til að forða frá hruni fyrirtækja og atvinnuleysi. Gefin voru út bráðabirgðalög sem stefndu að hjöðnun verðbólgu og að rekstrargrundvöllur fyrirtækja væri treystur. Viðbrögðin urðu þau, að stjórnarandstaðan snérist öndverð gegn öllum skynsamlegum og nauðsyn- legum aðgerðum og úthrópaði þær sem gagnslausar og marklausar. Einn af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinn- ar hljóp undan merkjum og slóst í lið með stjómarandstöðunni með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin missti starfhæfan meirihluta á Alþingi og stjórnmálaleg sjálfhelda ríkti á þingi í allan vetur. Þeir þorðu ekki Eðlilegast hefði verið þá að rjúfa þing og efna til kosninga og kjósa um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. En sá kostur var ekki valinn og þýðir lítt að sýta það nú. En vert er að minna á, að bráða- birgðaíögin um efnahagsaðgerðir þjónuðu tilgangi sínum, og þótt langt sé frá að þau hafi leyst allan vanda, væri ástand og horfur án þeirra mun verri nú en raun ber vitni. Einnig má minna á, að með bráðabirgðalögunum boðaði ríkisstjórnin fylgifrumvörp og hafa tvö þeirra náð fram að ganga, það eru lögin um láglaunabætur og leng- ingu orlofs. En verr fór fyrir hinu þriðja. Það var frumvarpið um breytt viðmiðunarkerfi launa, sem Alþýðu- bandalagið heyktist á að styðja þegar á hólminn var komið, þótt búið væri að samþykkja það í ríkisstjórninni og fuiltrúi flokksins hefði unnið að gerð þess. En eins og venjulega þegar ráðast á að verðbólgunni með nauð- synlegum ráðstöfunum snúa allaball- arnir upp á sig og þykjast fara að vernda kjörin. Frumvarpið um breytt viðmiðunar- kerfi launa var síðan lagt fram af framsóknarmönnum og sjálfstæðis- mönnum í ríkisstjórn en stjórnarand- stæðingar höfðu hvorki þor né kjark til að veita því brautargengi og gengu í lið með alþýðubandalagsmönnunum og sameiginlega sáu þessir aðilar um að engu varð um þokað. Hefði verið staðið að þessu máli af manndómi hefði verðbólguholskeflan sem skollin er yfir orðið mun vægari. og tími gefist til að undirbúa ráðstafanir sem ber- sýnilegt er að nú verður að vinda bráðan bug að. Um bráðabirgðalögin frá því í ágúst s.l. var þvargað og þvælt á þingi og utan í allan vetur, og atkvæðagreiðsla um þau dregin fram á útmánuði. Þá loksins stundu sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu því upp að þeir treystust ekki til að fella þau, enda voru þau búin að vera í gildi nær allan þingtímann. Öll sú málsmeðferð varð Alþingi til háðungar og hefur orðið vatn á myllu þeirra afla sem fiska nú í gruggugu vatni þeirrar óánægju sem stjórnmálaflokkarnir hafa skapað sér með því að skilja ekki að það er til þess ætlast af þeim, að þeir ráði fram úr þeim vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Neikvæð og þverstæð stjórnarandstaða hefur reynt eftir mætti að bregða fæti fyrir sjálfsagðar ráðstafanir til verndar efnahag og at- vinnuöryggi og neytt þess að hafa neitunarvald í neðri deild. Og ráðvillfir og kjarklausir alþýðubandalagsmenn halda að hægt sé að ráða málum með glamuryrðum einum og lýðskrumi. Framsóknarmenn hafa haft og hafa sérstöðu í afstöðúnni til efnahagsmála. Ef niðurtalningarstefna þeirra hefði náð fram að ganga væri bjartara fram- undan nú en þjóðhagsspáin gefur til kynna. En samstarfsaðilarnir í ríkis- stjórninni báru ekki gæfu til að skilja þetta. Þegar kom fram á þetta ár var ljóst að hverju stefndi, þá lögðu fram- sóknarmenn alla áherslu á að frum- varpið um nýtt viðmiðunarkerfi yrði afgreitt. Það hefði að vísu ekki leyst allan vanda, en samt gefið ráðrúm til undirbúnings frekari aðgerða og tekið mesta höggið af dýrtíðarholskeflunni. Vilja kosningaleiki Þegar ljóst var að stefndi í kosningar snemma vors og þinglok voru skammt undan skreið Alþýðubandalagið í eina sæng með stjórnarandstöðuliði Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokknum og stóð þessi þrenning saman að tillögu- gerð um að kosið skyldi tvisvar í sumar. Skítt með þjóðarframleiðslu og efnahagshorfur. f augum þessara aðila skiptir það meira máli að kjósa í tvígang og fjölga þingmönnum um þrjá en að takast á við leiðinlegar staðreyndir efnahagslífsins. Framsóknarmenn mótmæltu þessu náttúrlega harðlega og telja enda, að það sé brýnna mál að koma efnahags- lífi og atvinnuöryggi í það horf að ekki hljótist stórvandræði af, en að fara að kjósa á nýjan leik í ofboði til að koma faiikandidötum fyrrnefndra flokka inn á þing á ný. Ef stjórnmálamenn ætla að vera að kosningaleikjum í allt sumar er nokkurn veginn víst að starfhæf ríkisstjórn verður ekki mynd- uð fyrr en með haustinu, en verðbólga og stjórnleysi mun naga þær stoðir sem enn standa undir fyrirtækjum og at- vinnu í þessu landi. Framsóknarflokkurinn er eini flokk- urinn sem lagt hefur fram skýra og hreinskilna stefnuskrá um hvernig tak- ast á við þann vanda sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Hún er í stuttu máli á þá leið að fært verði niður verðlag, kaupgjald, búvöruverð, fisk- verð og vextir samtímis í áföngum og að niðurfærslan verði lögbundin. Það má kalla þetta lögbundna niðurtaln- ingu eða niðurfærsluleið, eða hvað menn vilja, en aðferðin hefur verið reynd, því miður í alltof stuttan tíma, og sýnir sig að hún gefur þann árangur sem að er stefnt. Aðrir flokkar þykjast sjá einhverjar aðrar leiðir út úr ógöngunum, en tillögur þeirra eru fálmkenndar og einnkennast af óraunsæi og óskhyggju, enda ætla þeir að halda kosningasport- inu áfram og láta fljóta á meðan ekki sekkur. Dökkleit spá Sú efnahagsþróun sem Þjóðhags- r stofnun lýsir er þannig: Fyrsta uppgjör fyrir árið 1982 bendir til þess, að þjóðarframleiðslan hafi minnkað um 2% á árinu en þjóðartekj- ur dregist saman um nálægt 2.5% vegna rýrnandi viðskiptakjara. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975, að þjóðar- framleiðslan. minnkar. Full atvinna hélst allt árið 1982, en eftir því sem á árið leið varð efnahagsástand ótrygg- ara. Verðbólga, sem frá upphafi til loka árs 1980 var nærri 60%, fór niður undir 40% 1981, en jókst á ný í nær 60% frá upphafi til loka árs 1982. Hin óhagstæða þróun efnahagsmála á árinu 1982 á ekki síst ræturað rekja til mikils afturkipps í útflutningi vegna minni fiskafla og markaðserfiðleika fyrir skreið, ál og kísiljárn. Loðnuveiði- bann, minnkandi þorskafli, ónóg eftir- spurn í heiminum eftir mikilvægum útflutningsvörum, aukin þjóðarútgjöld og miklar vaxtagreiðslur af erlendum skuldum, allt olli þetta alvarlegum halla á viðskiptum íslands við önnur lönd. Þjóðarútgjöld jukust um 2% urn leið og þjóðartekjur drógust saman um 2.5% og viðskiptahallinn jókst því úr 5% af þjóðarframleiðslu árið 1981 í 10% 1982. Útlit er fyrir að þjóðarframleiðsla dragist saman um 4.5%-5.5% á árinu 1983 en þjóðartekjur rýrni minna vegna batnandi viðskiptakjara, eða um 3-4%. Þjóðartekjur á mann kynnu því að dragast saman um 8% árin 1982 og 1983, en um meira en 10% á hvern mann á vinnufærum aldri. Töluverður halli verður áfram á viðskiptunum við útlönd, en samkvæmt þjóðhagsspánni verður hann þó mun minni en í fyrra, eða um 4%. Greiðslubyrðin af er- lendum lánum fór yfir fimmtung út- flutningstekna árið 1982 og þótt spáð sé verulegri lækkun vaxta og aukningu útflutnings verður greiðslubyrði svipuð á þessu ári vegna skuldaaukningar. Erlendar skuldir Islendinga námu í árslok 1982 48% af þjóðarframleiðslu samanborið við 34-37% árin næstu á undan. Að nokkru á þessi aukning sér tímabundnar skýringar, en þó er án efa um verulega aukna skuldabyrði að ræða. Skuldasöfnun erlendis og vöxtur verðbólgunnar að undanförnu sýna glöggt það jafnvægisleysi, sem nú hrjáir þjóðarbúskap íslendinga. Árs- hækkun verðbólgunnar verður á næstu mánuðum meiri en 80% og stefnir hærra, verði ekki gripið til gagnráðstaf- ana. Þessar verðbólguhorfur fela í sér mikla hættu fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta yfirlit sýnir glöggt að fram- sóknarmenn höfðu ávallt rétt fyrir sér, er þeir vildu halda niðurtalningunni áfram, og að sú stefna þeirra að grípa þegar til róttækra aðferða er ekki aðeins rétt heldur bráðnauðsynleg. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir, að flokkurinn hafi verið og sé tilbúinn að grípa til aðgerða sem lögbundnar yrðu út þetta ár. Það þarf manndóm til að gefa út slíkar yfirlýsingar rétt fyrir kosningar. Það þýðir ekki að reyna að blekkja þjóðina og lofa henni gulli og grænum skógum þegar kosningar eru í nánd og verða svo að éta allt ofan í sig að kosningum loknum og alvara og stað- reyndir efnahagslífsins blasa við, og fróðlegt verður að fylgjast með hvort þeir félagar, Svavar Gestsson og Geir Hallgrímsson, standa við stóru orðin og fara að semja um aðrar kosningar þegar í sumar og láta allt reka áfram á reiðanum. Framleiðsla og lífskjör Stjórnarandstaðan hefur hamrað á því, að efnahagsvandinn sé heimatil- búinn og vondri stjórn einni um að kenna. Þau vandamál, sem hrannast hafa upp og enn eiga eftir að aukast, stafa fyrst og fremst af aflatregðu og óhagstæðum viðskiptakjörum. Minnkun þjóðarframleiðslu á náttúr- lega rót sína að rekja til stöðvunar loðnuveiða og verulega minni þorsk- afla en reiknað hafði verið með. Við þessu verður að bregðast á rökréttan hátt, en ekki með gífuryrðum og yfirboðum. Kaupmáttur launafólks og lífskjör þjóðarinnar eru háð þjóðarframleiðsl- unni og það er gaspur eitt að halda því fram að hægt sé að auka eða verja kaupmáttinn þegar framleiðslan minnkar. Við verðum að sníða okkur stekk eftir vexti. Það er krafa Fram- sóknarflokksins, að þegar eftir kosn- ingar verði mynduð ríkisstjórn, sem hefur afl og þor til að takast á við vandann og að kosningalátum linni um sinn. Hann hefur sett fram þá stefnu er skírskotar til skynsemi fólks og er raunhæf leið til að mæta þeim erfið- leikum sem að steðja. Hann er eini flokkurinn, sem ekki reynir a slá ryki í augu kjósenda, og setur fram stefnu- mið sín af hreinskilni og ábyrgð. Það hefur áður syrt að í íslensku þjóðlífi en öll él birtir upp og engin ástæða er til að örvænta. Landið er gott og fiskimiðin gjöful, og þótt sá guli leggi stundum frá kemur hann aftur á miðin. Loðnustofninn stækkar á ný og markaðir opnast. Fólkið sem landið byggir er dugmikið og leggur ekki árar í bát þótt á móti blási um sinn. Þótt napurt næði á kosningadag- ir.n kemur aftur vor í dal og Framsókn- arflokkurinn og fólkið í landinu á samleið til bjartrar framtfðar. Oddur Ólafsson, 0- ritstjórnarfulltrúi, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.