Tíminn - 24.04.1983, Side 14

Tíminn - 24.04.1983, Side 14
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 SUNNUDAGUR 24. APRIL 1983 15 14 Wsmm Synti Drangeyjarsund þrjátíu og tveggja ára gamall og fór eftir það til sundkennara í fyrsta sinn — afrekaferill Eyjólfs Jónssonar, sundkappa rifjaðar upp ■ Eftir EyjaQarðarsund. F.v. Lárus Rist, Eyjólfur og Eyjólfur Snæbjörnsson. Lárus heldur á bók sinni, Að synda eða sökkva, undir handarkrikanum en hana færði hann Eyjólfi að gjöf eftir sundið. Lárus synti fyrstur manna yfir Eyjafjörð. ■ Á hlaðinu á Bessastöðum eftir að Eyjólfur hafði synt á fund forsetahjónanna. F.v. í fremri röð: Svavar Magnússon, Erlingur Pálsson f.v. yfirlögregluþjónn og formaður Sundsambands Islands, Eyjólfur og forsetahjónin og Pétur Sigurðsson Drangeyjarsundkappi, fylgdarmaður Eyjólfs í Ermarsundinu. Efri röð: Halldór Sigurðsson, Eyjólfur Snæbjörnsson, Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ og Óskar Pétursson skátaforingi og þá formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar. ■ Eyjólfur ásamt konu sinni, Katrínu D. Einarsdóttur og Berglind dóttur þeirra. ■ Þátttakendur í sundkeppninni yfir Ermarsund 1958 ásamt hóteleigandanum Butlin. Hann er fyrir miðrí mynd og við hlið hans situr Greta Andersen, danska sundkonan sem sigraði í keppninni. Eyjólfur er lcngst til vinstri í miðröðinni. ■ Eyjólfur ásamt Berglindi dóttur sinni ungri, en hún hefur nú fetað í fótspor hans og starfar sem lögregluþjónn. liðin 25 ár á næsta sumri frá því að cg synti þessa leið. Þá skömmu áður hafði ég synt frá Reykjavík til Hafnarfjarðar Og sama árið reynir þú svo að synda yfir Ermarsund? Já, eftir að ég hafði náð Drangeyjar- sundinu sumarið 1957 var ég ákveðinn að halda áfram að synda og það er þá fyrst sem ég leitaði já náðir sundkennara og þjálfara. Fyrsti kennarinn minn var Ernst Bachmann og ég stundaði æfingar um veturinn í Sundhöllinni. Þá var ég orðinn 32 ára en ég var þcirrar skoðunar og cr enn að svo lengi sem manni finnst maður vera ungur þá sé maður það. Ég hcld því fram að hugurinn eða viljinn sé 90% þcss sem þarf og líkaminn bara 10%. Ef hugurinn fylgir ekki máli þá nær maðurinn ekki árangri.í íþróttum, en ef viljinn er fyrir hcndi þá skiptir ekki höfuð máli hvort maður er 22 ára eða 32 ára. Ermarsundkeppnin á tímum þorskastríðsins Eftir Akranessundið þá var hrundið af ■ Á þessu ári eru liðin 25 ár frá því að íslenskur sundmaður gerði sér lítið fyrir og synti frá Reykjavík upp á Akranes og tók sundið rúma 13 tíma. Hann heitir Eyjólfur Jónsson og varð þjóðkunnur á svipstundu . Raunar var það ekki í fyrsta sinn sem hann vakti athygli fyrir sundafrek sín því að hann hafði áður synt Drangeyjarsund, Viðeyjarsund og frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Og þetta sama ár gerði hann tilraun til að synda yfír Ermarsund fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur freistað þess. Saga Eyjólfs er saga um fágætt viljaþrek. Hann var heilsutæpur í æsku og var orðinn háltþrítugur þegar hann byrjaði fyrst að læra að synda og þá án tilsagnar. Samt varð hann fljótlega mesti afreks- maður sem íslendingar hafa eignast í þolsundi í sjó. Eyjólfur varð Ijúfmannlega við þegar hann var beðinn að rifja upp sérstæðan íþróttaferil sinn fyrir lesendur Helgar-Tímans. Myndirnar sem fylgja viðtalinu eru úr safni Eyjólfs utan ein og hafa ekki áður birst í blöðum. Prótt frá upphafi og var í ritstjórn Þróttarblaðsins í 20 ár. Það órann í okkur Halldóri að ná saman unga fólkinu á þessu svæði og skapa því aðstöðu til að æfa íþróttir og keppa. Fyrst var aðallega keppt í knatt- spyrnu við starfsmannafélög, en svo kom að því að unga fólkið vildi gera meira og gera Þrótt að alvörufélagi. Við Halldór höfðum enga reynslu í félags- störfum en með aðstoð góðra manna gátum við unnið félagið upp og þeim greinum sem unga fólkið æfði fjölgaði. Það voru teknar upp frjálsar íþróttir og skautadeild var stofnuð innan Þróttar svo eitthvað sé nefnt. Unga fólkið þjapp- aði sér um félagið. En aðstöðuna skorti illilega þótt áhuginn væri nægur. í sjóinn fyrir einbera tilviljun Ég var þjálfari í frjálsum íþróttum og meðal þeirra sem æfðu þar var ungur bróðursonur minn, Svavar Magnússon. Ég áleit hann efnilegan íþróttmann og hvatti hann áfram en fannst hann latur við æfingar, áhugann skorti. Ég var alltaf að ýta á hann að æfa og þetta var dugnaðardrengur, þótt hann hefði lítinn áhuga fyrir íþróttum. Þetta þróaðist í það að ég fór að gefa honum í bíó og þessháttar til að fá hann til að koma á æfingar í staðinn þangað til að ég sá fram á að ég yrði gjaldþrota ef ég héldi þessu áfram. Samt hélt ég áfram að nauða í honum og meðal annars skaut ég því að honum að hann ætti að fara í sjóinn til að herða sig. Þá þótti honum víst skörin vera farin að færast upp í bekkinn, en sagði sem svo: „Allt í lagi ég skal fara í sjóinn ef þú kemur með." Ég maldaði eitthvað í mótinn og sagði að ég væri orðinn fullorðinn og enginn íþróttamað- ur, ég væri bara að starfa fyrir félagið og hvetja unga fólkið. Það endaði nú samt með því að ég sagði við hann að ég skyldi fara með honum í sjóinn. Þegar hann sá að ég ætlaði að leggja þetta á mig þá fannst honum nóg komið og bað mig að hætta, viðurkenndi að hann hefði ein- þeir eru opnir og ákveðnir og framtaks- samir. Þegar ég var unglingur vorum við skelfilega lokuð og inn í okkur, það þótti næstum því eðlilegast að við værum þannig. Nú er þessi heimóttarskapur úr sögunni sem betur fer. Auðvitað er mér Ijóst að það eru til unglingar sem eiga í erfiðleikum og valda vandræðum en það er minnihluti, lítill en hávaðasamur minnihluti. Hvenær byrjaðir þú svo að taka þátt í íþróttum? Það gerðist ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn og það er löng saga að segja frá því. Ég veiktist af berklum sem barn og lá þrjú ár á sjúkrahúsi. Ég held að foreldrar mínir eigi heiðurinn af því að ég náði mér að fullu. Móðir mín var hjúkrunarkona af guðs náð þótt hún hefði ekki skólanám að baki í þeirri grein, hún var oft kvödd til að líta til með sjúku fólki. Það var mín gæfa að eiga duglega og heiðarlega foreldra sem byggðu okkur upp. Veikindi mín gerðu það að verkum að ég gat ekki verið með í íþróttaiðkunum krakkanna. Þegar spilaður var fótbolti komst ég ekki í liðin.það varekkert gagn að mér, gott ef ég spillti ekki fyrir. Svo að ég varð að láta mér nægja að standa álengdar og horfa á. Það fyrsta sem ég kom nálægt íþrótt- um var það að ég stofnaði íþróttafélagið Þrótt ásamt Halldóri Sigurðssyni fisksala 5. ágúst 1949. Þá var ég orðinn 24 ára gamall. Það var upphaflega fyrst og fremst stofnað fyrir unga fólkið á Grím- staðaholti og Skerjafirði en síðar meir þegar borgin stækkaði og líka vegna þess að við höfðum enga æfingaaðstöðu þá fluttist félagið í Kleppsholtið og Vogana. Þetta var örlagarík ákvörðun en þarna hefur félagið dafnað, en upphaflkega var það sem sagt stofnað á Grímstað- aholtinu og Skerjafriði, Ég starfaði fyrir faldlega ekki nógan áhuga á íþróttum til að leggja á sig stífar æfingar. En þetta varð til þess að ég fór sjálfur í sjóinn og það leiddi það af sér að ég komst á bragðið og fór að æfa. Þetta kom sem sagt til fyrir algera tilviljun ef ekki slysni og þetta þróaðist svona smám saman hjá mér. Hafðir þú þá ekkert æft sund fyrr en þetta? Ég kunni ekki að synda. Ég varð að læra það af sjálfum mér. Veikindin í æsku höfðu valdið því að ég hafði aldrei lært að synda. Ég fékk fyrst tilsögn í sundi hjá Ernst Bachmann og Jónasi Halldórssyni og einnig Pétri Eiríkssyni, sem hjálpaði mér mikið en það var ekki fyrr en löngu seinna. Það var fyrst 1957, eftir að ég hafði synt Drangeyjarsund í fyrsta sinn, sem ég leitaði mér tilsagnar í sundi. Þá var ég orðinn 32 ára gamall. Yosbúð í Viðeyjarsundi Síðan byrjar þú að þreyta löng þolsund? Já, ég byrjaði að reyna við Skerja- fjörðinn og það var 2. nóvember 1950 sem ég fór mitt fyrsta sund. Eg hafi lært sund sumarið áður og ég fór þetta svona með mínu lagi, því að ég hafði aðeins lært af sjálfum mér. Ég þoldi kulda afskaplega vel og það held ég hafi stafað aðallega af skapgerð minni, ég var harður við sjálfan mig. Svo var það 15. desember sama ár lið ég prófaði að sýnda Viðeyjarsund og það varð all sögulegt. Ég var nú heppinn í það sinnið en ég komst held ég hálfa leið. Það var kalt í veðri og frost þennan dag og ég keypti tvö kíló af ullarfeiti til að smyrja mig með og mér til hressingar hafði ég heitt kaffi á hitabrúsa. Með fóru Jóhann Gunnar Sigurðsson og Kristján Krist- jánsson. Við fengum bát lánaðan inni í Vatnagörðum en þegar við vorum að ieggja af stað missti ég hitabrúsann niður. Hann brotnaði og þar fór eina nestið. Ekki tók betra við þegar kom út í Viðey og félagar mínir ætluðu að fara að smyrja mig. Þá var feitin grjóthörð en við reyndum að tálga hana með hníf og ■ Blaðað í gömlum blaðafrásngnum. Tímamynd GE binda hana utan á skrokkinn á mér. Ég vissi ekki að það þurfti að hita hana, enda hafði ég forðast sundkennara eins og heitan eldinn og kom mér ekki að því að spyrja neinn ráða. Ég lagði því ósmurður í sundið og þegar ég var búinn að synda í einn klukkutíma og 40 mínútur fannst mér kuldinn alveg að gera út af við mig. Ég var orðinn gegnkaldur á brjóstinu. Við vorum á móts við Laugarnestanga þegar ég fékk krampa og var dreginn beinstífur og ósjálfbjarga um borð í bátinn. Þá var sundið um það bil hálfnað. Ég hafði kvalir um allan líkamann eins og eftir naglastungur og hreyfði ég nokkurn vöðva fékk ég ofsalegan sinadrátt. Mér varð ekkert meint af þessu og var búinn að ná mér eftir einn og hálfan tíma en vanlíðanin var hræðilega meðan á þessu stóð. Ég veit ekki hvaða hitastig hefur verið í sjónum, en hann var hryllilega kaldur. Sumarið eftir fór ég svo í Viðeyjar- sund og þá tókst það. En síðan varð hlé á sundiðkununni hjá mér í nokkurár. Ég gifti mig og fór að byggja upp heimilið okkar og þess utan starfaði ég mikið í Þrótti, svo að það varð enginn tími til annars. En ég var aldrei ánægður og 1957 byrjaði ég aftur. Þá fór ég í annað Viðeyjarsund og 13. júlí sama ár fór ég í mitt fyrsta Drangeyjarsund. Drangeyjarsund Sögurnar segja að Grettir hafi synt Drangeyjarsund árið 1030 og þá hafi hann verið 32 ára. Síðan fór Erlingur Páls- son Drangeyjarsund árið 1927, þar næst Pétur Eiríksson árið 1936, Haukur Ein- arsson frá Miðdal synti 1939, ég synti það 1957 og aftur og þá á sama aldri og Grettir og síðan synti ég aftur Drangeyj- arsund 30. maí 1959 í norðan beljanda. Þá þurfti ég að hleypa í mig hörku til að gefast ekki upp. Lokssynti Axel Kvaran Drangeyjarsund árið 1961 og ég var þá fylgdarmaður. Axel var vinnufélagi minn hjá lögreglunni í Reykjavík. Það skapaðist mikill sundáhugi á timabili í lögreglunni og menn syntu Viðeyjarsund og yfir Skerjaförð og það var á tímabili orðinn metingur um það að hver vakt ætti að minnsta kosti sinn Skerjafjarðar- sundmann. Lengsta sundið sem ég lagði í hér heima var hins vegar frá Selsvör í Reykjavík til Akraness. Þetta sund þreytti ég sumarið 1958 og var rúmlega 13 tíma á leiðinni. Það verða einmitt Bernskan á Grímstaðaholtinu „Ég er fæddur 18. maí 1925 og uppal- inn á Grímsstaðaholtinu og foreldrar niínir voru Þórunn Pálsdóttir frá Stokks- eyri og Jón Eyjólfsson. Faðir minn fékkst við búskap og stundaði mikið hrognkelsaveiðar eins og flestir sem bjuggu við Grímstaðaholtið og í Skerjafirði á þessum árum. Það var dýrlegt að alast upp á þessum slóðum. Þá var auðvitað miklu minna byggt þar en nú er og mikið af opnum svæðum. Okkar leiksvæði náði eiginlega um allt Grímstaðaholtið, um Skerja- fjörðinn og Vatnsmýrina með allt sitt fugla- og blómalíf. Það var dásamlegt að alast þarna upp. Flestir íbúarnir lifðu á búskap og sjósókn jöfnum höndum eins og faðir minn og við krakkarnir vönd- umst snemma á að vinna með þeim fullorðnu. Ég fór til dæmis mikið með pabba í hrognkelsinn strax í æsku. Krakkarnir í austurbænum og vestur- bænum mynduðu miklar fylkingar sem herjuðu hverjar á aðra, en við vorum dálítið útaf fyrir okkur og lifðum meira í heimi fullorðna fólksins, eins og at- vinnuhættirnir buðu upp á. Fólkið á Grímstaðaholtinu var fátækt en undi <, glatt við sitt og það átti líka við okkur krakkana. Ég hef ekki trú að fólk sé hamingjusamara núna almennt en við og okkar fólk vorum á mínum uppvaxtarár- um þótt við hefðum minna að bíta og brenna. Það voruengin unglingavanda- mál og ég er reyndar þeirrar skoðunar að þessi unglingavandamál sem mikið er talað um núna séu að verulegu leyti búin til á skrifborðum blaðamanna. í löngu starfi mínu sem lögregluþjónn hcf ég að sjálfsögðu haft mikil kynni af unglingum og þau kynni gefa ekki ástæðu til svart- sýni, þvert á móti. Unglingarnir í dag eru upp til hópa afar mannvænlegt fólk,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.