Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 12
'MlbVlíCUÓAGUR 13. JÚLÍ1983
■ Flestir hafa einhvern
tíma orðið fyrir því, að
vakna að morgni dags með
stirðleika og verki í hnakka
og hálsvöðvum, svo að
nærri er ógerningur að
s -úa til höfðinu og stund-
uin fylgir höfuðverkur
þessum óþægindum. Sumir
fá þennan hálsríg oft, og
eiga í erfiðleikum með að
losna við hann.
Oftast má þá kenna um
erfiðum aðstæðum við
vinnu, eða að viðkomandi
hefur tamið sér skakkar
vinnustellingar, t.d. við
vélritun. Líka er hætta á
stirðleika og hálsríg ef set-
ið er lengi við vinnu, án
þess að hreyfa sig. Þeir
sem vinna í ákveðnum
stellingum, verða að muna
eftir því, að rétta úr sér og
hreyfa sig eða teygja öðru
hverju til þess að forðast
þennan hvimleiða kvilla.
Hér eru sýndar nokkrar
æfingar, sem eiga að koma
að góðu gagni, aðallega til
að fyrirbyggja hálsríginn,
en einnig til þess að ráða
bót á honum, ef svo illa er
komið, að hann hefur gert
vart við sig. Betra er þó að
fara þá ekki geyst af stað í
æfingar eða teygjur, og
liðka sig áður með heitri
sturtu (reyndar líka eftir
æfingarnar) eða liggja á
hitapoka eða nota hita-
lampa.
HVERNIG LOSNUM
VIÐVIÐÞRÁ-
LÁTAN HÁLSIÓG?
Nú á að setjast i
liggja á hnjánum
ið hökunni nið
bringunni.
6.
Og svo kemur síðasta
æfingin, en þá á að velta
höfðinu aftur á bak,
máttlaust og afslappað.
Þessar æfingar er gott að
gera nokkrum sinnum til
skiptis, jafnt og rólega og
reyna að slaka á
vöðvunum
á milli.
um
gerbakstur
■ Til að árangurinn af gerbakstri
verði eins góður og mögulegt er,
verður að hafa eftirfarandi atriði í
huga:
• Brauð og kökur, sem bakaðar eru
meðgeri, bragðast best glæný. Bak-
ið því ekki of stóra skammta í cinu.
• Mjólkin má ekki vera of heit, þá
eyðileggst gerið.
• Allt það, sem í deigið fer, á helst að
vera við herbergishita.
I
• Ef notuð er hrærivél við að hnoða
deigið, þarf hún að vera stillt á lítinn
hraða. Annars er hætt við að deigið
hitni.
• Ef notuð eru 40-50 g af geri í 500 g
af hveiti. þarf deigið ekki að lyfta
sér nema í 10 mín.
• Þaö má aldrei demba öllu hveitinu í
einu í gerdeig. Fyrst nægir að setja
Vi af hveitinu út í og síðan að strá ,
afganginum smám saman yfir.
• Það á alltaf að nota mjólk í gerdeig,
en ekki vatn, þar sem „kaseinið"
(ostaefnið) í mjólkinni á sinn stóra
þátt í velheþpnuðu gerbrauði.
• Sama er hvort notast er við nýmjólk,
léttmjólk eða súrmjólk í gerdeig.
• Pressuger á að vera vel samloðandi
og rakl.
• Pressuger má geyma í ísskáp, inn-
pakkað í álpappír.
• Gerdeig má geyma í 4-5 daga í
ísskáp, innpakkað í álpappír, en
það verður að hafa lyft sér áður en
það er pakkað inn í álpappírinn.
• Litlar gerbollur eru bakaðar í miðj-
um ofninum.
• Franskbrauð og stærri gerbrauð eru
bökuð neðar í ofninum.
• Ef ekki er tími til að búa til horn eða
litlar bollur úr gerdeiginu, fæst ekk-
ert síðra brauð með því að baka allt
deigið í einu stóru formi.
• Ef ckki cr til pensill á heimilinu til
að pensla með brauðið, er bara hægt
að notast við litlafingur.
• Ef geyma þarf bakað gerbrauð, er
best að láta það í málmkassa, en láta
ógert að fóðra hann með pappír.
• Ef ætlunin er að geyma gerbakstur
í frystikistunni, þarf að láta hann
kólna alveg áður en honum er
pakkað inn í vatnsheldan pappír.
Það tekur 5-6 tíma að þíða fransk-
brauð við herbergishita og >/5 tíma
að þíða bollur. Ef brauðið hins
vegar er sctt inn í volgan ofn, 150
gráður, tekur það u.þ.b. 10 mtn. að
þiðna.