Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. JULI1983
menningarmál
REYKJAVIKUR )
'f-
ÞU
GRÁA,
GRÁA BORG
C 'í»'1
Enn er gaman í Stúdentaleikhúsinu k
■ Stúdentaleikhúsið sýnir
Reykjavíkurhlús
í samatekt Magneu J. Matthíasdóttur og
Benónýs Ægissonar.
Tónlist Benóný Ægisson/Kjartan Ólafs-
son
Leikmynd Guðný Björk Richardsdóttir
Ljósamaður Ágúst Pétursson
Leikhljóð Einar Bergmundur
Framkvæmdastjóri Þórdís Arnljótsdótt-
ir
Leikstjóri Pétur Einarsson
Það verður æ ljósar að Stúdenta-
leikhúsið er meiri háttar súksess. Lífgar
ekki svo lítið upp á bæjarlífið, ha, þetta
dapra reykvíska sumar. Eftir rúnt um
heimsbókmenntirnar og Jökul er svo
komið heim í heiðardalinn; sagt frá
blessaðri borginni okkar með Ijóðaupp-
lestri, söngvum og jafnvel dansi, stutt-
um og hnitmiðuðum leikþáttum, ýmsum
uppákomum og þetta lukkast svo vel að
ég hlýt að bergmála að loksins hafi tekist
að búa til eitthvað í líkingu við íslenskan
kabarett. Jolly good fun, eins ogenskur-
inn segir, og þó beitt á sinn hátt.
Magnea Matthíasdóttir og Benóný
Ægisson eiga sjálf dágóðan hluta af því
efni sem flutt er í þessari dagskrá þeirra,
en aðrir höfundar eru Einar Ólafsson,
Norma E. Samúelsdóttir, Birgir Svan
Símonarson, Ólafur Sveinsson og Sig-
urður Pálsson. Þar að auki kemur á
hverjuJtvöldi fram einn gestur, Ijóðskáld
og les úr verkum sínum: komin eru og
farin þau Sigurður Pálsson, Linda Vil-
hjálmsdóttir og Anton Helgi Jónsson en
Einar Már Guðmundsson og sá fimmti
enn eftir. Það kemur bara vel út.
Leikhópurinn sem skilar Reykjavík-
urblúsnum er samsettur af nokkrum lítt
reyndum leikurum sem falla hver við
annan eins og flís við rass: þau Ari
Matthíasson, Edda Arnljótsdóttir, Guð-
ríður Ragnarsdóttir, Magnús Ragnars-
son, Soffía Karlsdóttirog Stefán Jónsson
er alveg óvanalega samhendur og sam-
stíga hópur og þar á leikstjórinn Pétur
Einarsson ábyggilega ekki síst hlut að
máli. Svo flókin og margbrotin sem
dagskráin þó er, þá gengur hún sem vel
smurð vél og ekki hnökrar á. Ekki er
heldur vert að gleyma tveimur dyravörð-
um sem eru aðgangsharðir nokkuð, eins
og menn af þeirri stétt stundum eru, né
heldur undirleikaranum Kjartani Ólafs-
syni; glettilega skemmtilegum píanó-
Bilaleigan\§
:ar rental
ZZ 29090
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsimi: 82063
Tireston*
hjólbarðar
undir heyvinnuvélar traktora og aðrar vinnuvélar
★ Sumarhjólbarðar
★ Jeppahjólbarðar
★ Vörubílahjólbarðar
Allar almennar viðgerðir
Tirestone
umboðið
FLATEYRI
Sigurður Sigurdórsson
sími 94-7630 og 94-7703
leikara sem hefur að auki samið flest
laganna - mörg þcirra eftirminnileg.
Ef menn vilja: dagskráin gengur út á
einhvers konar dag í lífi einhvers konar
Rcykvíkinga - við sjáum þá rjúka upp
og í vinnuna, svo vinna þeir og vinna,
ýmist í frystihúsi eða bissniss eða eru
húsmæður með barnavagna, og búa
kannski ekki síst í Breiðholtinu, koma
heirn til sín dauðþreyttir og rakleiðis á
skemmtistaði og þar gengur nú sitt af
hverju á. Gamalkunn fyrirbæri úr borg-
arlífi eins og einsemd og firring eru
veigamestu þættirnir í lífi Rcykvíkinga
ef marka má þessa dagskrá og svo sem
margt vitlausara en það. Svo er gleðin
stundum ósvikin.
í afar skemmtilegri leikskrá sem fylgir
og er í formi dagblaðs er „nánar" fjallað
um ýmis þemu úr Blúsnum og má þar
meðal annars fylgjast með ferli Mannsins
sem byggði Breiðholtið, Sesars Jóns
Arasonar og fleiri sem við leikinn koma.
Reykvíkingar gerðu sér gott með því að
kynnast þessum fuglum - ef þeir þekkja
þá ekki nú þegar.
Samfellt lof og prís? Því ekki það.
Gaman að þykja gaman.
Blugi Jökulsson.
■ Blugi Jökulsson
skrifar um lcikhús
ORION
Stóra FAHR heybindivélin er ein afkasta-
mesta heybindivél sem völ er á í dag. Mikil
afköst - örugg hnýting - sjálfvirk öryggi á
matara - vökvalyft sópvinda. Eigum vélar til á
verksmiöjuveröi fyrra árs.
• 13 □ Rf I
ÁRMÚLA11 SÍMI 81500 j
Bflaleiga ^hÞJO%
Carrental
Dugguvogi 23. Sími82770
Opið 10.00-22.00.
Sunnud. 10.00 - 20.00
Sími eftir lokun: 84274 - 53628
Leigjum út ýmsar
gerðir fólksbíla.
Sækjum og sendum
Þvoið, bónið og
gerið við bílana
ykkar í björtu og
rúmgóðu húsnæði.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
ÍSSKAPA- OG FRrSTIKISTU
VIOGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
i frystiskápa.
Góð þjónusta.
aráslvBrh
REYKJAViKURVEGI 25 Há'fnarfirði simi 50473
útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík.
Vélaleiga E. G.
Höfum jafnan til leigu:
Traktorsgröfur, múrbrjóta,
borvélar, hjólsagir, vibratora,
slípirokka, steypuhrærivélar,
rafsuðuvélar, juðara, jarö-
vegsþjöppuro.fl.
Vagnhöfða 19. Sími 39150. Á kvöldin 75836.
Eyjólfur Gunnarsson