Tíminn - 25.05.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1983, Blaðsíða 4
14 MIÐVIKUDAGUR 25.MAÍ 1983 Tíminn kynnir leikmenn Juventus Torino og Hamburger S.V.: íþróttir Juventus-Hamburger Úrslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu í sjónvarpinu í kvöld Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Það uppgjör sem íslenskir sjónvarps- áhorfendur fá að sjá á skerminum í kvöld milli Hamburger SV og Juventus Torino í Evropukeppni meistaraliða í Aþenu endurspeglar að mörgu leyti úrsUtpleik Italíu og Vestur-Þýskalands um heimsmeistaratitilinn á Spáni síðast- liðið sumar. HSV hefur því fyrir hönd Þýskalands harma að hefna. En Juvent- us með sína 9 landsliðsmenn og þar af 6 heimsmeistara mun leitast við að stað- festa réttmæti úrslitanna á Spáni. Til að hjálpa lesendum Tímans til að njóta betur leiksins gerir blaðið hér með grein fyrir leikmönnum liðanna tveggja: Juventus Torino í markinu stendur þjóðsagnapersónan Dino Zoff, 41 árs með 111 landsleiki að ■ Michel Platini, besti miðjumaður á Ítalíu og ef til vill í heiminum, einnig markakóngur á Italíu í vetur. baki, og heimsmeistaratitil. Þeir segja að hann beri ekki með sér að vera kominn á fimmtugsaldurinn, en að undanförnu hefur hann átt í erfiðleikum með föst langskot. Takið því eftir hinum hættulegu miðjumönnum HSV. Hægri bakvörður er hinn hættulegi Claudio Gentile, 29 ára og heimsmeist- ari. Það er maðurinn sem hélt Mara- dona, Zico og Littbarski niðri á Spáni með sinni hörðu varnarspilamennsku. Miðvörðurinn Scirea aftasti maður varnarinnar verður þrítugur í dag. Hann er einnig heimsmeistari og sérlega harð- ur í einstaklingseinvígjunum. En tekst honum að halda skallaboltum Hrubesch niðri? Fyrir framan Scirea leikur Sergio Bria, 26 ára. í hornspyrnum fer hann fram, enda 1,94 m á hæð, Vinstri bakbörður er Antonio Ca- brini, 25 ára, heimsmeistari. Eins og Gentile á hann til að sækja upp kantinn. A miðjunni snýst allt um franska landsliðsmanninn Michel Platini. Þessi frábæri knattspyrnumaður er ekki aðeins besti miðjuleikmaður Ítalíu og ef til vill heimsins, heldur líka markakóngur ítal- íu með 18 mörk. Takið eftir aukaspyrn- unum, langskotunum og löngu nákvæmu sendingunum. Hægra megin við Platini er Bonini, 23 ára, og vinstra megin heimsmeistarinn Marco Tardelli, 29 ára og með meira en 60 landsleiki að baki. Fjórði miðjumaðurinn er hinn rauð- hærði pólski landsliðsmaður, Bonick, sem áhorfendur kannast vel við frá Spáni síðastliðið sumar. í framlínunni er Paolo Rossi 26 ára, markakóngur og kjörinn leikmaður HM 1982. Rossi hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, og mun því ekki leika af fullri getu semkvæmt ítölskum heimildum. Hinn framh'numaðurinn er Robcrto Bettega, sem komst ekki í HM-lið Ítalíu í fyrra vegna meiðsla. Bettega er nærri 33 ára, og vill gjarna enda feril sinn í ■ Zbigniew Bonick, sóknarmaður- inn knái með rauða hárið. Frægasti leikmaður pólska landsliðsins í dag. Leikur með Juventus. evrópskri knattspyrnu með meistaratitl- inum, en hann er nú á förum til Kanada. Hamburg- er Sport- verein Aðalsmerki HSV er miðjan, sem er einfaldlega sú besta í Þýskalandi. En í leiknum í kvöld vantar mikilvægan hlekk í þessa miðju, því Jimmy Hartwig verður í leikbanni. Þrátt fyrir að HSV sé besta lið Þýskalands, er einungis einn núver- andi landsliðsmaður í liðinu, en að vísu fjórir fyrrverandi landsliðsmenn. Styrk- ur liðsins liggur fremur í góðri liðsheild, en frábærum einstaklingum, og er í rauninni enginn veikur hlekkur í liðinu. Uli Stein, sem stendur í markinu er mjög öruggur léikmaður, sem ver það sem verjanlegt er, enda þótt hann sé ekki einn af bestu markvörðum Þýska- lands. Hins vegar hef ég séð hann gera ljót mistök í úthlaupunum. í vörninni eru þeir Wehmayer, Jakobs, Hieronymus, og Kaltz. Þeir eru allir feikilega öruggir varnarmenn, en Kaltz er sá eini sem hefur langa lands- leikjareynslu að baki. Hann erlykilmað- ur í liði HSV, eins og reyndar áður með þýska Iandsliðinu. Manfred Kaltz er óvenju sókndjarfur hægri bakvörður, og eru fyrirgjafir hans alltaf hættulegar, enda hafa óteljandi mörk HSV og þýska landsliðsins komið með skallamörkum Hrubesch eftir fyrirgjafir frá Kaltz. Vinstra megin á miðjunni eru þeir Rolff og Magath. Sá fyrrnefndi er eini landsliðsmaður HSV í dag, og uppá- haldsleikmaður undirritaðs í Búndeslíg- unni. Rolff hefur óvenju næmt auga fyrir skemmtilegum sendingum, og sé hann í góðu formi, ræður enginn varnarmaður við hann. Magath var ein styrkasta stoð þýska landsliðsins og er góður liðsstjórn- andi. ■ Paolo Rossi, frægasti leikmaður Juventus, stjarna HM á Spáni. Hægra megin á miðjunni verða þeir Groh, og trúlegast von Heesen fyrir Hartwig. f framlínunni verða þeir Hrubesch og Milewski. Horst Hrubesch er af mörgum talinn hættulegasti skallaboltamaður heims, og ótrúlega markheppinn. Sumir segja að þar með séu hæfileikar hans upptaldir. Milewski er smávaxinn eld- snöggur leikmaður, sem hefur leikið með þýska landsiiðinu. Hann hefur átt við meiðsli að stríða í vetur, og er nýlega kominn inn í liðið. Leiki Milewski ekki, eða verði honum skipt út af, kemur danski landsliðsmaðurinn Lars Bastrup inn á. Hann hefur skorað grimmt fyrir HSV í Evrópukeppninni. Hann hefur hins vegar ekki skorað mikið í Bundes- lígunni, en aldrei að vita nema hann eigi að vera leynivopn, hann virðist standa sig vel gegn erlendum liðum. Hann skoraði t.d. þrennu gegn Dynamo Kiev, fyrr í þessari keppni. -MÓ ■ Horst Hrubesch, af mörgum talinn sterkasti skallamaður heims. Fyrrum landsliðsmaður Þýskalands. Leikur með HSV. HSV tap adi stigi Bremen sigraöi, Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ HSV tapaði stigi gegn Kaiserslautern (2-2) um helgina, meðan Bremen sigraði Bielefeld 5-1. Kapphlaupið um meist- aratitilinn er því í hámarki nú, þar sem liðin eru aftur orðin hnífjöfn. Hvorki meira né minna en 41 mark var skorað í þessari þriðju síðustu um- ferð keppnistímabilsins, eða að meðal- tali 4,6 mörk í leik. Sem dæmi um markaregnið má nefna hina skemmti- legu viðureign Dortmund og Bayern Múnchen sem lyktaði með jafntefli 4-4. - Það er ekki á hverjum degi að markvörður, sem fær á sig Ijögur mörk i leik er besti maðurinn á vellinum, en svo var það að þessu sinni. Belgíski landsliðsmarkvörðurinn Jean-Marie Pfaff bjargaði Bayern frá stórtapi að þessu sinni með glæsilegri markvörslu hvað eftir annað. Lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Stuttgart, sigraði botnliðið Hertha Berlin örugg- lega og stóð Ásgeir sig ágætlega. Hann var þó tekinn útaf þegar 15 mínútUT voru eftir, vegna meiðsla. Einungis tvö lið koma til greina sem væntanlegir meistarar, HSV og Bremen. Þýsku meistaramir spila við Dortmund á heimavelli á laugardaginn, en í millitíð- inni leika þeir erfiðan úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða gegn J uvent- liðin nú jöfn us Turin, sem kunnugt er. í síðustu umferð leika þeir svo gegn Schalke 04, sem berst fyrir sæti sínu í Búndeslígunni af mikilli grimmd. Bremen á eftir að spila við Frankfurt úti, og Bochum heima. Lið í sætum 2-5 komast örugglega í UEFA keppnina, fleiri lið gætu komist áfram ef FC Köln sigrar Fortuna Köln í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar 11. júní næstkomandi, og eins ef HSV sigrar Juventus í kvöld og Bremen verður meistari. Komast þá 7 lið áfram. Úrslitin í Þýskalandi urðu þessi um helgina: Braunschweig-Karlsruher .........5-1 Kaiserslautern-Hamborg SV .... 2-2 Dortmund-Bayern Munchen .... 4-4 Núrnberg-Frankfurt...............3-0 Bremen-Bilefeld .................5-1 Dússeldorf-Leverkusen............4-0 Stuttgart-Hertha Berlin..........4-1 Köln-Gladbach....................2-1 Schalke-Bochum...................2-0 Staða efstu liða er þessi: HSV............ 32 18 12 2 72-32 48 Bremen......... 32 21 6 5- 72-36 48 Stuttgart .... ,,32 18 8 6 75-44 44 Bayern Múnchen . 32 16 10 6 71-30 42 Köln............ 32 16 9 7 65-38 41 Atli var maðurinn bak vid sigurinn Pétur Ormslev átti einnig góðan leik Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Atli Eðvaldsson var maðurinn bak við stórsigur Fortuna Dússeldorf á Le- verkusen 4-0 um helgina. Atli skoraði fyrsta mark leiksins og lagði annað upp. Pétur Ormslev, sem einnig var mjög góður, lagði upp hin tvö mörkin, þannig að segja má að þetta hafi verið dagur Islendinganna. Sjónvarpið, svo og þau blöð sem undirritaður sá um helgina, fóru lofsam- legum orðum um þá félaga. Kicker valdi til að mynda Atla í þriðja sinn í lið vikunnar. Pétur Ormslev lék að þeslu sinni á miðjunni, og skilaði sínu hlut- verki mjög vel. Kicker sagði frá því í gær, að Pétur hafi framlengt sanming sinn við Fortuna, og benda allar líkur ti) þess að hann hljóti fast sæti í liðinu á næsta kcppnistímabili. MÓ Aberdeen varð bikarmeistari — sigraði Rangers 1-0 ■ Eric Black tryggði Aberdeen bikarmeistaratitilinn. ■ Aberdeen, nýbakaður Evrópu- meistari bikarhafa í knattspyrnu, varð um helgina skoskur bikarmeistari í knattspyrnu í annað sinn, liðið sigraði í keppninni einnig í fyrra. Það var hinn bráðungi og efnilegi Eric Black, sem skoraði eina mark þessa leiks og var því titillinn einna mest honum að þakka, ásamt hinum frábæra mark- verði Aberdeen ogskoska landsliðsins, Jim Leighton. Eric Black skoraði mark Aberdeen á 116. mínútu, en ekkert mark hafði verið skorað í leiknum sjálfum og því framlengt. En heiðurinn af því að framlengingin varð hafði markvörður Aberdeen, Jim Leighton. Tvívegis varði hann aldeilis meistaraiega 1 síðari hálfleik, skot sem líklega hefðu lekið inn víða. Eins og í Englandi er það orðinn árlegur viðburður að fram- lengja verður bikarúrslitaleik. í þriðja sinn í röð í Englandi, en í fimmta sinn í Skotlandi nú í röð. Black fékk boltann af vamarmanni á 116. mín., eftir að félagi hans hafði gefið fyrir. Hálfíslendingurinn Jim Bett var allnærri því að skora hinu megin, en allt kom fyfir ekki. Frábær árangur Aberdeen á þessu keppnis- tímabili, þriðja sæti í skosku deildinni, aðeins einu stigi á eftir meisturunum og með jafnmörg stig og silfurhafinn, Evrópumeistari bikarhafa og nú bikar- meistari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.