Tíminn - 30.06.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1983 ÁRMÚLA11 SlMI 81500 FAHR stjörnumúgavélar eru fáanlegar í fjórum stæröum: 2,80m, 3,0m, 3,30m og 4,0m FAHR Stjörnumúgavélarnar eru mest seldu stjörnu- múgavélarnar. /V\ Stórutjarna^skóli (i4í> Fosshóll S Þm(| Tónlistarkennarar Kennara vantar við tónlistardeild Stórutjarna- skóla, S.-Þing. Hljóöfærakennsla og almenn tón- menntakennsla viö Grunnskólann. Umsóknarfrestur til 15. júlí 1983. Nánari upplýs- ingar hjá skólastjóra, sími um Fosshól. Nám í sj á va r út veg sf ræðu m Framleiðni sf. og Samvinnuskólinn efna til náms í sjávarútvegsfræðum veturinn 1983-1984, frá október- byrjun til aprílloka. Námið fer fram í húsakynnum Samvinnuskólans að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík og í ýmsum fiskvinnslustöðvum, að miklu leyti eftir venjulegan vinnutíma. Námið er ætlað þeim, sem hyggjast taka að sér stjórnunarstörf í sjávarútvegi, eða vinna nú þegar slík störf í útgerðarfyrirtækjum, fiskvinnslufyrirtækjum eða þjónustufyrirtækjum sjávarútvegsins. Námið verður byggt á þekkingu á viðskiptafræðum úr háskóla eða verslunarskólum, eða á starfsreynslu. Ekki verða þó sett skilyrði til inntöku að öðru leyti en því að þátttakendur með háskólamenntun ganga fyrir að öðru jöfnu. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Námið fer fram á þrennan hátt: 1. í fyrirlestrum, þar sem verður fjallað um alla megin- þætti sjávarútvegsmála. Fyrirlesarar verða viður- kenndir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Fluttir verða 80-90 fyrirlestrar. 2. Með sýnikennslu, þar sem fylgst verður með vinnslu helstu vörutegunda frá upphafi til enda, rakin þau vandamál sem upp kunna að koma og rætt um úrlausnir þeirra, bent á möguleika til bættrar nýtingar og fjölbreyttari framleiðslu. 3. Með verklegum æfingum, þar sem aðaláhersla verður lögð á að meta vörugæði. Kennarar í sýnikennslu og verklegum æfingum verða fagmenn í fiskvinnslu. Innritun fer fram hjá Framleiðni sf. Suöurlandsbraut 32 í Reykjavík fram til 15. júlí. Þar eru einnig gefnar allar nánari upplýsingar. Kennslugjald er kr. 7.500 og greiðist fyrirfram. Framleiðni sf., Suðurlandsbraut 32, sími 85414 Samvinnuskólinn, Suðurlandsbraut 32. fréttir ■ Flóabáturinn Baldur Flóa- báturinn Baldur 60 ára ■ Fióabáturinn Baldur á 60 ára af- mæli á þessu ári. Baldur hefur siglt á áætlunarferðum á Breiðafirði allt frá árinu 1923, og er nú í notkun sjötti báturinn. Fyrstu árin var Baldur eingöngu í ferðum sunnan fjarðar í nágrenni Stykkishólms. Eftir 1932 stækkaði farsvið hans með tiikomu stærri báts og var þá fljótlega tekin upp áætlun til Flateyjar, með viðkomu í Bjarnareyj- um. Síðar voru settar á ferðir tii Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, og einnig í Bjarneyjum og Hergilsey meðan byggð hélst þar. I sumar eru farnar sex ferðir í viku, mánuðina júlí og ágúst, annars þrjár. Sumaráætlun er í gildi frá 1. júní til 30. september. A s.l. ári flutti Baldur um sjöþúsund farþega og yfir 1200 bíla á þessari leið, auk allra nauðsynja í eyjarnar. Far- þega- og bílaflutningar hafa farið vax- andi undanfarin ár og ntá vænta að með bættum samgöngum innan Vest- fjarða aukist þeir til muna. Sá bátur sem nú gegnir hlutverki flóabáts er 193 brl. að stærð, smíðaður árið 1966. Báturinn hefur reynst vel, en hann er orðinn 17 ára og fullnægir engan veginn kröfum nútímans auk þess að þurfa í náinni framtíð veruleg- ar endurbætur og viðhald. Það er því brýnt verkefni að byggja nýjan bát sem sinnt getur því mikilvæga hlutverki sem Flóabáturinn Baldur hefur. -Jól Búnaðarfélag Gríms- neshrepps heldur upp á 100 ára afmæli ■ Búnaðarfélag Grímsneshrepps er 100 ára um þessar mundir. Af því tilefni bauð Búnaðarfélagið öllum bændum í Grímsnesinu og mökum þeirra auk fyrrverandi starfsmönnum félagsins til samsætis að Borg, Gríms- nesi um s.l. helgi. Þá komu í samsætið Jón Helgason landbúnaðarráðherra, Ingi Tryggvason formaður stéttasam- bands bænda og Steinþór Gestsson stjórnarmaður í Búnaðarfélagi íslands, en þeir gróðursettu 6 hríslur á staðnum við upphaf samsætisins. Starfsemi Búnaðarfélagsins var upp- haflega þannig háttað, að því var skipt niður í deildir og voru verkstjórar ráðnir til að sjá um jarðabótavinnu. Félags- menn voru skuldbundnir til að vinna að jarðabótum sem jafngilti tveim dagsverkum á ári fyrir hvern verkfæran mann á heimili. Verðlaun fengu þeir scm sköruðu fram úr um jarðabætur. Við upphaf starfseminnar keypti félag- ið sér verkfæri, svo sem gaffla og skóflur sem skipt var á deildirnar. Árið 1893 keypti félagið sér hinn fyrsta plóg, tvenn aktygi og tvo dráttarhesta. Sama ár réð félagið til sín búfræðing í 20 vikur og aðstoðarmann í 16 vikur og hélt uppi umferðarvinnu í plægingu. Var þessi þjónusta félagsmönnum að kostnaðarlausu. Umferðarvinnan hélst í nokkur ár en lagðist niður þegar bændur höfðu sjálfir eignast þessi tæki. Árið 1933 var fyrsta dráttarvélin keypt og var hún notuð til ársins 1952, en þá hætti félagið umferðarvinnu með drátt- arvélum í nokkur ár. Þá tók ræktunar- sambandið Ketilbjörn yfir alla slíka vinnu. Árið 1946 keypti félagið svo sína fyrstu jarðýtu, en hún gekk síðan yfir til ræktunarsambandsins. Það er fjöldi mála og ályktana sem Búnaðarfélagið hefur beitt sér fyrir frá stofnun Áburðarverksmiðju, um jarð- hitaleit 1974, um viðnámsmæiingar á öllum bæjum í sveitinni. Þá hefur félagið haft forgöngu um að dreifa áburði á afrétt og má sem dæmi nefna að á einu ári hefur verið farið með 14 fíugvélafarma á afrétti í Grímsnesinu, en hver farmur er um 4 tonn. Á undanförnum árum hefur Búnað- arfélagið gengist fyrir ferðalögum fyrir félagsmenn. Nefna má þriggja daga ferð til Hornafjarðar, þriggja daga ferð norður í Árneshrepp á Ströndum og fjögurra daga ferð til ísafjarðar og um Breiðafjörð. Einnig hafa verið farnar dagsferðir um nágrannasveitirn- ar á suður og vesturlandi. Þá má nefna að tvívegis hafa bændur tekið á móti norskum kollegum sínum og hafa góð kynni skapast við þá. Á þessum tímamótum var félaginu gefin myndarleg peningaupphæð frá Hreppsnefnd Grímsness og góðar gjaf- ir bárust frá nágrannabúnaðarfélög- unum. Búnaðarfélag íslands gaf fund- argerðarbók og stéttasamband bænda gaf fundarhamar og Búnaðarsamband- ið gaf verðlaunabikar sem á að veitast þeint mönnum sem þykja skara fram úr á sviði ræktunarmála. - ÞB ■ Frá rútusýningunni við Umferðarmiðstöðina. Lengst til vinstri má sjá boddýbfl af Ford-gerð árgerð 1930 og við hlið hans rútubfl af árgerð 1947. Vel heppnuð rútusýning ■ Laugardaginn 11. júní sl. stóð Félag sérleyfishafa að innlendri ferða- kynningu og rútusýningu við Umferð- armiðstöðina undir kjörorðinu „Ferð- ist ódýrt um ísland". Markmið sýning- arinnar var að kynna fyrir almenningi sérleyfisakstur og þjónustu sérleyfis- hafa víðs vegar um landið. Alls kynntu 14 félög og félagasamtök starfsemi sína í Umferðarmiðstöðinni þennan dag auk sérleyfishafa. Jafnhliða þessari ferðakynningu efndu sérleyfishafar til stærstu rútusýn- ingar sem haldin hefur verið á íslandi. Voru þar bæði sýndir allir nýjustu og glæsilegustu langferðabíiar sérleyfis- hafa en einnig voru nokkrir mjög ■ Páll Jóhannesson, tenórsöngvari, heldur tónleika á fimm stöðum á Norðurlandi dagana 2.-9. júlí n.k. Hinir fyrstu verða laugardaginn 2. júlí í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 15:00. Sunnudaginn 3. júlí í Siglufjarðar- kirkju kl. 17:00. Þriðjudaginn 5. júlí kl. 21:00 í félagsheimilinu Miðgarði, Varmahlíð. Fimmtudaginn 7. júlí kl. 21:00 í félagsheimilinu v/Hafralæk í gamlir og áhugaverðir bílar. Má t.d. nefna boddýbíl af Ford-gerð árgerð 1930 og rútubíl af árgerð 1947. Auk ferðakynningar og rútusýning- ar var almenningi boðið í ókeypis skoðunarferðir um Reykjavíkurborg og voru ferðir þessar skipulagðar í samvinnu við Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar. Ferðir þessar munu hafa tekist með ágætum, en alls tóku um 500 manns þátt í ferðum þessum. Þá var sýningargestum boðið að taka þátt í getraun um sérleyfis- akstur og skiluðu um 1200 manns inn réttum lausnum og geta vinningshafar vitjað vinninga á skrifstofu BSÍ frá kl. 9-17 alla virka daga. -ÞB Aðaldal (Ýdalir), og laugardaginn 9. júlí í Borgarbíói á Akureyri kl. 17:00. Píanóleikari er Jónas Ingimundarson. Páll stundar nú söngnám á Ítalíu, en á efnisskrá hans eru m.a. verk eftir Emil Thoroddsen, Pál ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Mozart, Beethoven, Giordano, Verdi, Puccini o.fl. -ÞB ■ Þessir glæsivagnar voru einnig á rútusýningunni. Tónleikar á Norðurlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.