Tíminn - 30.06.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.06.1983, Blaðsíða 6
FÍMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1983 nSMp hafa sál“ -segir Jón Magnusson, eigandi Mb.Gardars ■ Jón Magnússon, cigandi. Garðars. Tímamynd Arni Sæberg. ■ Það er aðeins í sjónvarpsþáttunum Hart á móti hörðu, sem Robert Wagner og Stefanie Powers láta svona hvort að öðru! Eitl af vi«tradýraIsiniI •■■■na varþeij-ra sadustaðuir^ * uwers SlEFANE POWIERS var verndun HEURAR MMMNGU ■ Stefanie Powers lítur fremur út fyrir að vera 25 ára en fertug, eins og hún þó reyndar er. WILLIAMS HOLDEN Grikkir í hár saman vegna Callas ■ I nóvcmber 1981 gcrðist það með tæpra tveggja vikna millibili, að bæði Kobert Wagner og Stefanie Powers, sem við munum úr sjónvarps- þáttunum Hart á móti hörðu (Hart To Hart) misstu maka sína. Gins og menn kannski muna drukknaði Natalic Wood, kona Roberts, og naut hann og börn þcirra óskiptrar samúðar almennings. William Holden, elskhugi Stefanie Powers, fannst hins vegar lát- inn í leiguíbúð og var dánaror- sökin sögð sú, að hann hefði dottið á borðshorn, en verið of drukkinn til að geta nokkra björg sér vcitt og verið látinn, þegar að var komið. Aðdáendur Stcfanic og Ro- berts hafa síðan stundum gælt við þá hugmynd, að þau ættu bara að taka saman. Þau hlytu að passa jafn vel saman í einkalífinu og í sjónvarpsþátt- unum. En þó að Stefanie og Robert séu góðir vinir, fullyrða þau, að ekki komi til mála, að þau taki upp nánara samband. Enda er haft fyrir satt, að Robert hyggist ganga að eiga leikkonuna Jill St. John, nána vinkonu bæði Natalie Wood og Stcfanie, í fyllingu tímans, honum fmnst bara of stutt liðið frá dauða Natalie enn. Stefanie aftur á móti hefur ekki fundið sér neinn fastan vin, enn sem komið er a.m.k. Að hluta til segir hún ástæðuna vera þá, að sjónvarpsvinna sé ákaflega tímafrek ogkrefjandi, en einnig segir hún öðru máli gegna með karlmenn en konur. Enginn segi neitt við því, þó að karlmenn leiti sér huggunar hjá hverri konunni á fætur annarri, eigi sér kærustu i hverri höfn, en hegði kona sér á sama hátt, ætli allt vitlaust að verða. Hún eyðir því mestum frítíma sínum, sem reyndar er af skornum skammti, í að halda á lofti heiðri Williams Holden og í tilraunir til að hreinsa hann af þeim drykkjumanns- orðrómi, sem skellt var á hann að honum látnum. Hún heldur því fram, að hefði hann vcrið slíkur drykkjurútur, sem af er látið, gæti hann ekki hafa stað- ið eins vel í stykkinu sem leikari og kaupsýslumaöur allt fram á síðasta dag, sem raun bæri vitni. leikkonunni Brendu Marshali í 30 ár og átti með henni tvo syni. En hjónabandið var undarleg blanda af trúnaði og sektarkcnnd og William dvald- ist langdvölum fjarri heimilinu. Þá tók hann upp hin og þessi ástarsambönd, sem sum hver komust á siður blaða og vöktu heimsathygli. Frægast þeirra var sambandið við frönsku leikkonuna Capucine, sem stóð nokkra hríð. Á þessum ferðum sínum kom William víða við. Hann eignaðist hlut í fyrirtækjum í Hong Kong og kom til Nýju Gíneu, en þar fylltist hann áhuga á menningu innfæddra og viðhaldi liennar. En það var fyrst og fremst Kenýa, sem hann heimsótti fyrst á árunum 1950-60, sem eignaðist hug hans. I Kenýa festi William, ásamt nokkrum félögum sínum, kaup á gömlu og niðurníddu hóteli og ætluðu sér að eiga það sem griðastað fyrir sig og sína. I Ijós kom að of dýrt var að endur- byggja hótclið eingöngu til cinkanota, svo að það varð úr, að þeir löðuðu að sér velTjáða gesti með 200 hektara stórum þjóðgarði, sem umkringdi hó- telið. Meðal gesta voru t.d. Winston Churchill, Cary Grant og Bing Crosby. Á þessum stað undi William sér vel við sitt aðaláhugamál, athugun á villtum dýrum og náttúru vernd. Og þangað fór Stefan- ie marga ferðina með honum. Núna er það Stefanie cfst í huga, að hrinda í framkvæmd ýmsu því, sem William hafði áætlað að gera í Kenýa. Ásamt nokkrum vina hans hefur hún stofnað sjóð, sem ber nafn hans og ætlað er að fjármagna náttúruverndarverkefni og menningarmiðstöð fyrir börn á svæðinu. Til sjóðsins hefur hún lagt þær 4 milljónir króna, sem William ánafnaði henni í erfðaskrá sinni, auk annarra fjármuna. ■ Á góðum stað í Aþenu hafa Grikkir reist styttu af aðalþjóðarstolti sínu, söng- konunni Mariu Callas, henni til heiðurs. Og þar með hófust deilur, sem cnginn endir virðist á, í bili a.m.k. Aðdáendur söngkonunnar skiptast algerlega í tvær and- stæðar fylkingar í afstöðu sinni til styttunnar. - Myndastyttan er stílhrein og virðuleg, segja sumir. Aðrir segja aftur á móti: - Algert skrímsli og niðurlægjandi fyrir Mariu Callas! Deilurnar hafa aukist orð af orði og er nú svo komið, að einn af hinum blóðheitu andstæðingum styttunnar hef- ur hótað að rífa hana niður, ef aðrir verða ekki fyrri til. Frest licfur hann veitt til 16. septem- ber, en þann dag eru 6 ár liðin síðan Maria Callas dó. Stefanie stofnar sjóð William Holden var giftur ►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.