Tíminn - 03.09.1983, Page 7
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
Sjómannsdóttirin frá Esbjerg:
w
FER TIL AMERIKU
■ Anne Jensen, 18 ára stúlka
í Esbjerg, segist nú standa
frammi fyrir glæsilegu tilboði,
og hún sé ákveðin í að taka því.
Anne vann í fyrirsætukeppni í
Danmörku í sumar, en keppn-
in var haldin á vegum módel-
fyrirtækis Eileen Ford í New
York. Eileen Ford hefur nú
boðið Anne að koma til
Bandaríkjanna. - Eg er svo
glöð og hlakka til ferðarinnar,
sagði Anne við blaðamann.
Það er líka gott fyrir mig að fá
þarna tækifæri í þeirri vinnu
sem ég hef mestan áhuga á,
eða sýningar og fyrirsætustörf-
um.
Reyndar segir Anne, að hin
fræga Eileen Ford hafi ekki
samið um neitt fast við sig, né
lofaö henni fyrirfram cinhverju
rosakaupi, en hún hafði þó
sent sér flugmiða og lofað því,
að hún fái að búa fyrst um sinn
á heimili hennar í New York.
- Eg fer í lok september og
verð a.m.k. 3-4 mánuði í
Bandaríkjunum, svo að margt
getur skeð, en ef ekkert sér-
stakt verður úr þessu kem ég
heim fyrir jólin, sagði Anne.
Foreldrar hennar, Sonja og
Evald S. Jensen, skipstjóri á
fiskibáti í Esbjerg, sögðust
hafa veríð hálftreg til að gefa
Anne leyfi til að fara cin, en
þau hafa nú samþykkt ferðina,
þar sem dóttir þeirra eigi að
búa á einkaheimili frú Ford.
staðar út af „qualiteti“ eða list-
pólitískum hugmyndum. Það er
mikið af ungum myndlistar-
mönnum í þessu félagi sem telur
70 manns“, sögðu þeir.
„Annað markmið þessa félags
er það var stofriað var að koma
öllum myndlistarfélögunum
undir einn hatt og það náðist 15.
nóvember 1982 er Samband ís-
lenskra myndlistarmanna var
stofnað. Hittmarkmiðiðstendur
því eftir og það er hreinlega að
standa vörð um réttindi þeirra
sem eru í félaginu.
„Fólkið sem hér sýnir er á
öllum aldri. Sá elsti er 50 ára.
Upphaflega hugmyndin var að
þeir sem líta á sitt aðalstarf að
vera myndlistarmenn gætu kom-
ist í félagið, en með samvinnu
við hin myndlistarfélögin hefur
þetta rúnnast af. Við vildum
taka inn mafíasta o.fl. sem ekk-
ert höfðu lært en voru að gera
einlæga hluti. Það er oft jafn ef
ekki mikilvægara en nám í
myndlist", sögðu þeir kumpán-
ar.
„Þetta er sölusýning og á mjög
viðráðanlegu verði. Meira að
segja er hægt að fá verkin, skúlp-
túrinn eða myndina á afborgun- •
um efvill. Þettaeru yfirlOOverk
sem sýnd verða.“
„Upphaflega kom hugmyndin
að þessari sýningu fyrir um það
bil ári síðan en vandamálið hefur
verið að komast í nógu stórt
húsnæði og það fékkst hér á
Kjarvalsstöðum", sögðu þeir.
„Katalóg" með þeim sem á
sýningunni sýna er til sölu. Sýn-
ingin stendur til 18. september
og er opin daglega frá 14-22.
- Jól
Filippseyjar:
Einræðisöflin
berjast um
völdin
Þaggað niður í lýðræðissinnum
■ SEINT mun verða sannað
svo óyggjandi sé hvaða öfl stóðu
að baki morðinu á Benigno Aq-
uinos, leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar á Filippseyjum fyrir
nær tveim vikum. Umein milljón
manna safnaðist saman á götum
Manila, þegar útför hans var
gerð sl. miðvikudag, og má af
því marka að leiðtoginn látni
naut hylli almennings. Það vakti
athygli að Marcos forseti var
ekki við útförina né neinn af
nánum samstarfsmönnum hans,
og stjórninni þótti ekki taka því
að eiga fulltrúa við jarðarförina.
Aquinos hafði dvalið í Banda-
ríkjunum um þriggja ára skeið,
en hann taldi sér ekki óhætt að
búa í heimalandi sínu. Víst er að
valdhöfum á Filippseyjum var
engin auðfúsa að hann snéri
heim.
A næsta ári eiga að verða
þingkosningar í landinu og snéri
foringi stjórnarandstöðunnar
heim til að hefja kosningaundir-
búninginn. En það skipti engum
togum, að þegar hann sté á
grund ættjarðar sinnar var hann
skotinn til bana. Strangur örygg-
isvörður var um Aquinos, en
það var einn af öryggisvörðunum
sem skaut leiðtogann og var
morðinginn þegar í stað skotinn
af öðrum öryggisvörðum, svo að
hann er ekki til frásagnar um
hvort hér var um einkaframtak
að ræða, eða hvort hann var
fenginn til verksins af öðrum
aðilum.
Á Filippseyjum er Ferdinand
Marcos einráður, en svo virðist
sem kona hans Imelda taki sí-
fellt meiri þátt í stjórninni og
þrálátur orðrómur er um að
forsetinn eigi við vanheilsu að
stríða og sé Imelda Marcos að
taka við stjórnartaumunum.
Þegar Marcos settist í forseta-
stól stefndi hann að þjóðfélags-
umbótum, hagvexti og stjórn-
málafrelsi, og einkenndist
stjórnarstefna hans í fyrstu af
þessu. En er frá leið gerðist hann
æ einráðari og umbætur létu á sér
standa.
Efnahagsástandið á Filipps-
eyjum er nú verra cn í flestum
ríkjum Suð-austur Asíu. erlend-
ar skuldir hrannast upp og at-
vinnutækiíæri eru í engu sam-
ræmi við ört vaxandi mannfjölg-
un. Meira en helmingur allra
fjölskyldna í landinu býr við
sárustu fátækt, barnadauði er
mikill og er vannæring að miklu
leyti orsök hans. Á sínum tíma
tókst Marcosi að koma á kyrrð í
landinu, en það cr löngu liðin
tíð, eins og loforðin um að
útdeila stjórjörðum á milli
bænda og koma á almennri vel-
megun.
Aðalstuðningsmenn Marcosar
eru þeir sem auðgast á óstjórn-
inni og spillingunni. í kjölfar
einræðisins fylgir spilling innan
allra stofnana þjóðfélagsins.
Andstæðingar Marcosar eru úti-
lokaðir frá öllum opinberum
störfum, þeir eru handteknir,
pyntaðir og algengt er að þeir,
sem gagnrýna einræðisstjórn-
ina, hverfa.
KAÞÓLSKA kirkjan er stcrk
á Filippscyjum og hefur löngum
síutt við bakið á styrku ríkisvaldi
og stöðugleika í sundruðu ríki,
þar sem ættbálkar búa á ótal
eyjum, stórum ogsmáum. Kirkj-
an hefur eigi að síður einatt
gagnrýnt stjórnvöld og haldið
fram rétti alþýðunnar til
mannsæmandi lífs. En kirkjan
hefur nú snúist til andstöðu við
Marcos og alla þá spillingu sem
honum fylgir og mótmælir harð-
lega mannréttindabrotum og
skeytingarleysi um rétt hinna
fátæku.
Þrátt fyrir fátækt og barna-
dauða er mikil mannfjölgun á
Filippseyjum. Aður fyrr bjuggu
landeigendurnir hér og hvar á
eyjaklasanum, og ávallt í ná-
munda við leiguliða sína. Þeir
deildu kjörum, og að öllu jöfnu
var gott samband á milli bænda
og landeigenda. En mikil breyt-
ing hefur nú orðið á. Fylgismcnn
Marcosar hafa sölsað undir sig
bestu landssvæðin og auðlindir
scm einhvcr slægur er í. En þeir
sitja í Manila og hafa ckkert
samband við fólkið á viðkom-
andi stöðum, láta sér kjör þess
engu varða, en hirða gróðann af
striti fátæklinganna.
Þarna hcfur skammsýnum og
valdagírugum einræðisherra tek-
ist ásamt leppum sínum að undir-
búa jarðveginn fyrir marxista til
að fá fólkið á sitt band. Enda láta
þeir tækifærið ekki ónotað.
Skæruliðasveitir ráða nú
lögum og lofum á mörgum eyj-
anna og talið cr að þcir ráði um
fimmtungi þéttbýlisstaða á
gjörvöllum Filippseyjum.
Hermenn stjórnarinnar ganga
víða fram af mikilli grimmd til að
ráða niðurlögum skæruliðasveit-
anna, en það verður aðeins til
þess að fleiri og fleiri snúast á
þeirra sveif. Það má með nokkr-
um sanni segja, að borgarastyrj-
öld gcysi í landinu og hefur gcrt
lengi, en af landfræðilcgum or-
sökum ervíglínan óljós ogeinnig
er erfitt að henda rciðurá hvcrjir
eru aðberjastviðhverja. Filipps-
eyingar eru ekki samstæð þjóð,
þótt svo eigi að heita að þeir lúti
sömu stjórn. Eyjarnar eru ótelj-
andi, ættflokkar margir og víða
er erfitt yfirferðar vegná frum-
skóga. Verulegur hluti íbúanna
eru kaþólskrar trúar, en múslim-
ar eru þar einnig margir, aðrir
trúa á Búdda og einhverjir á
Lenín.
ÞRETTÁN ára einræðisstjórn
hefur lamað stjórnmálastarfsemi
í landinu. Andstæðingar Mar-
cosar og stjórnar hans hafa sætt
ofsóknum, og þótt heita megi að
flokkar þeirra séu leyfðir, er
þeim með margs kyns bola-
brögðum gcrt erfitt um vik að
starfa og leiðtogar flokkanna
eiga ckki sjö daga sæla. Herlög
liafa verið í gildi í á annan áratug
og heil kynslóð man ekki aðra
stjórnendur en Marcos og lið
hans. Frjálsar kosnlngar hafa
ekki verið háðar í landinu í háa
-herrans tíð og gagnrýni ekki
leyfö í fjölmiðlum.
Benigno Aquino var sá leið-
togi stjórnarandstöðunnar sem
helst voru bundnar vonir við aö
tækist að skapa pólitískt afl sem
veriö gæti mótvægi við cinræði
Marcosarhjónanna og marxista
sem bcita blóðugum skæruhcrn-
aöi til framdráttar stefnu sinni.
Það er ávallt svolítiö misvís-
andi að bcra saman pólitíska
flokka í þcim heimshluta sem
við þekkjum bcst til þar scnt
þingræði cr stöðugt, og stcfnu
flokka og stjórnmálaleiðtoga í
fjarlægum heimshornum, þar
sem ríkir annars konar mcnning
og öðruvisi hugmyndir um þjóð-
félagsgcrð.
En þó mun óhætt að telja
Aquino miðjumann. Hann var
eindrcginn andstæðingur cin-
ræðis og því bæöi á móti Marcosi
og spillingarliði hans öllu og
misbcitingu hersins til að halda
alþýðunni í skefjum og fátækt og
jafnframt var hann andsnúinn
marxistum.
Á Filippscyjum cru stjórn-
málaflokkar ckki í eins föstu
formi og við cigum að vcnjast í
Norðurálfu, cn viðgangur þcirra
byggist mjög á vinsældum
leiðtoganna. Þetta yfirlit er að
nokkru byggt á grein eftir amcr-
ískan mann , sem sagður er
sérfróður í málcfnum austurþar.
Hann telur erfitt að segja um hvc
mikið fylgi Aquinos var, og telur
jafnvel að hann hafi dvalið of
lengi að heiman til að halda þcim
vinsældum sem hann naut áður.
En viðbrögð íbúa Manila er
Aquinas var jarðscttur benda
cindrcgið til að hann hafi átt þau
ítök í hugum fólks, sem kannski
hefðu dugað til að koma spill-
ingarstjórninni frá völdum og
vega upp á móti síauknum áhrif-
um marxista, en einsognú horfir
virðist stefna í langvarandi og
blóðug átök áður en úr því fæst
skorið hvers konar einræðis-
stjórn heldur velli þegar upp cr
staðið.
Bandaríkjamenn eiga mikilla
hagsmuna að gæta á Filippseyj-
um. Þeir hafa fjárfest mikið og
þar eru miklar flotastöðvar.
Marcos hefur verið dyggur
stuðningsmaður þeirra, en það
er orðið meira en tímabært að
stjórnin í Washington hætti
öllum stuðningi við einræðis-
herrann og hætti að beita á-
hrifum sínum til að spillingar-
klíkan veifi bandarískum vopn-
um framan í bláfátæka alþýðu
landsins, en einhvers konar lýð-
ræðismynd verði komið á stjórn-
arfarið í ríkinu.
Oddur Ólafsson:
skrifar