Tíminn - 03.09.1983, Síða 10

Tíminn - 03.09.1983, Síða 10
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 10 Iþróttir ■ Sigurður Grétarsson skorar jöfnunarmark Breiðabliks í leiknum gegn Þrótti í gær. Guðmundur Erlingsson fór í vitlaust horn, og mark því staðreynd. Ekki reyndust tvö mörk Sigurðar nóg í leiknum til stiga, Þróttarar komust aftur yfir og sigruðu. Sigurður er aftur á móti orðinn markahxsti leikmaður fyrstu deildar, hefur skorað 11 mörk, en Ingi Björn Albertsson í Val hefur skorað 10. -SÖE/Tímamynd Árni Sæberg STUNDAR ÞU ivra GAR? Viö mælum meö HYSTER LYFTARA Taktu upp símann og talaöu viö okkur. Reynslan sýnir, aö við hjá HAMRI og fjölmargir ánægðir viöskiptavinir getum eindregiö mælt meö HYSTER LYFTARA. veldu þér vandaða vél HAMAR HF véladeild Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík. 1. DEILD: / / Akranes Heima Úti Samtals Lfikir Unnift Jalnt Tapaé Mörk stm Leiklr Unnift Jatnt Tapaö Mork Stig L U J T M St. 8 6 1. 1 19-5 13 8 4 1 3 9-6 9 16 10 2 4 28-11 22 K.R. 9 3 5 1 9-7 11 8 2 4 2 9-12 8 17 5 9 3 18-19 19 Þór 8 3 4 1 13-6 10 8 2 2 4 7-12 6 16 5 6 5 20-18 16 Breiðablik 9 4 3 2 12-8 11 7 1 3 3 7-9 5 16 5 6 5 19-17 16 Víkinqur 8 2 4 2 10-8 8 8 2 4 2 9-10 8 16 4 8 4 19-18 16 Þróttur 8 4 3 1 15-11 11 9 2 2 5 9-20 6 17 6 5 6 24-31 15 ÍBK 8 3 1 4 12-12 7 9 4 0 5 9-15 8 17 7 1 9 22-27 15 ÍBV 7 5 1 1 17-5 11 7 0 3 4 7-14 3 14 5 4 5 24-19 14 ÍBÍ ” 8 2 4 2 10-9 8 8 0 5 3 5-13 5 16 2 9 5 15-22 13 Valur 7 3 1 3 10-12 7 8 1 3 4 11-17 5 15 4 4 7 21-29 12 ■ „Það var unaðslegt að horfa á eftir boltanum í netið“, sagði Páll Ólafsson Þróttari eftir að hafa skorað sigurmarkið í leik Breiðabliks og Þróttar á Kópavogs- velli í gær. Sóknarleikurinn var ávallt í fyrirrúmi í leiknum og munaði einungis því, hvort liðið notaði færin bctur. Það gerðu Þróttarar að þessu sinni, sigruðu 3-2 eftir að hafa komist í 2-0 eftir 17 mínútur, en leikurinn hefði í raun getað farið hvernig sem var, opið spil en þó mikil barátta. Þróttarar mættu í leikinn eins og grenjandi Ijón. Fallbaráttan í algleym- ingi í æðum þeirra, og eftir 17 mínútur var staðan orðin 2-0. Pétur Arnþórsson fékk boltann fyrir frá Sverri Péturssyni og skoraði af markteig með öruggu skoti. Ekki voru Breiðabliksmenn mikið meira en búnir að taka miðju, þegar Þróttarar geystust upp á ný, og nú endaði boltinn í hendi Bjarnar Þórs Egilssonar varnarmanns og Guðmundur Haraldsson, dómari leiksins dæmdi um- svifalaust vítaspyrnu. Pálf Ólafsson skor- aði örugglega úr henni, í bláhornið 2-0. En Blikar gáfust ekki upp, sóttu grimmt og Sigurður Grétarsson minnk- aði muninn á 21. mín. Sigurður sneri á þrjá varnarmenn Þróttar utan við víta- teigshornið, og skaut glæsilegu skoti í fjarhornið, 1-2. Sjö mínútum síðar jafn- aði Siggi úr vítaspyrnu sem Jóhann bróðir hans átti allan heiður að. Jói stakk sér inn í sendingu nafna síns Hreiðarssonar varnarmanns til Guð- mundar markvarðar, pikkaði boltanum áfram rétt á undan Guðmundi, en Guðmundur Haraldsson var ekki í nein- um vafa, dæmdi víti, og úr vítaspyrnunni skoraði Siggi Grétars 2-2. Fyrri hálfleikur var áfram fjörugur, en án marka. Júlíus Júlíusson skaut rétt framhjá Blikamarkinu eftir fallega sókn, og Hákon Gunnarsson Bliki, sem er að verða býsna skemmtilegur „tætari“ gerði tvisvar usla við Þróttarmarkið. í síðari hálfleik fór fyrsta korterið í baráttu og fáar sendingar af viti, en síðan varð leikurinn eins skemmtilegur og áður. Guðmundur Þróttar markvörð- ur sló í horn þrumuskot Sigga úr teignum á 61. mínútu, og nafni hans Ásgeirsson í Blikamarkinu bjargaði frá Sverri með góðu úthlaupi skömmu síðar. Guð- mundur Erlingsson varði síðan tvisvar vel, fyrst 35 metra þrumufleyg Vignis, ogsíðan gott skot Trausta af stuttu færi. En eldingin kom á 76. mínútu. Þá hafði Páll Ólafsson svæft Blikana á vinstri kantinum, var að leika sér í vítateigshorninu, og af reið skot sem hafnaði í markhorninu fjær óverjandi fyrir Guðmund, glæsimark, 3-2. Blikar reyndu mjög að jafna og Guðmundur Erlingsson tók fram spari- hanskana og varði þrumuskalla Sigur- jóns Kristjánssonar ótrúleg markvarsla. I lokin átti svo Daði Harðarson Þróttari þrumuskot rétt yfir Blikamarkið. Guðmundur Erlingsson var bestur Þróttara og Páll góður eins og reyndar allir aðrir. Blikar léku jafnt og vel, bræðurnir Sigurður og Jóhann stóðu þó upp úr, þó Jói færi útaf í lokin. Guð- mundur Haraldsson dæmdi af snilld, synd að hann hafi ekki dæmt meira í 1. deild en hann hefur gert. -SÖE GAMLIR JAXLAR INNA AÐ NÝJU Ásgeir Elíasson og Jóhannes Eðvaldsson í landslidshópnum ■ Gamlir jaxlar sem ekki hafa leikið í íslenska landsliðinu lengi hafa nú komið inn í landsliðshópinn, sem heldur út á sunnudaginn og leikur gegn Hollcnding- um á miðvikudag í Groniger. Landsliðið var endanlega gefið út í gær, og eru þar á meðal Jóhannes Eðvaldsson fyrrum landsliðsfyrirliði seni nú leikur með Motherwell í Skotlandi, og Ásgeir Elíasson kapteinn í Þrótti, en þeir hafa hvorugur leikið með landsliðinu um árabil. Þó eru þeir gamalreyndir lands- liðsjaxlar, og gleðilegt fyrir þá að standa svo framarlega í eldlínunni enn, eftir öll þessi ár. Þá. leika í íslenska liðinu alls 5 atvinnumenn, og er það öllu glaðlegri tala en gegn Svíum á dögunum. í landsliðinu 21 árs og yngri sem leikur gegn Hollendingum á þriðjudag eru því mörg nöfn sem voru með gegn Svíum, þar sem atvinnumannasætin losnuðu. Erlingur Kristjánsson, Sigurður Jónsson, Óli Þór Magnússon, Sigurður Grétarsson og Helgi Bentsson leika þar allir, en fleiri bætast við í A-landsliðs- hópinn. Auk Jóhannesar og Ásgeirs er þar Sigurður Halldórsson Akranesi, sem ekki hefur leikið með landsliðinu síðan fyrir tveimur árum. Aftur á móti vekur athygli að Árni Sveinsson Skagamaður er ekki með, í hvorugu liðinu. Guðjón Þórðarson Skagamaður stígur sín fyrstu spor, er annar þeirra tveggja eldri leik- manna sem þar mega leika. A-landsliðið: Markverðir: Þorsteinn Bjarnason IBK Bjarni Sigurðsson ÍA Varnarmenn: Viðar Halldórsson FH Hafþór Svcinjónsson Fram Ómar Rafnsson Brciðabliki Ólafur Björnsson Breiðabliki Jóhannes Eðvaldsson Motherwell Sigurður Halldórsson ÍA Miðjumenn: Asgeir Elíasson Þrótti Sveinbjörn Hákonarson IA Gunnar Gíslason KA Pétur Ormslev Fortuna Dösseldorf Ragnar Margeirsson Keflavík Ásgeir Sigurvinsson VFB Stuttgart Framherjar: Atli Eðvaldsson Fortuna Dusscldorf Lárus Guðmundsson Waterschci Þjálfari: Jóhannes Atlason Að vísu er mögulegt að Ragnar eða jafnvel Pétur Ormslev leiki í framherja- stöðum, en líklegast að Atli og Lárus byrji þar, og þá hinir í miðjuhlutverkum. Lið 21 árs og yngri: Markverðir: Stefán Jóhannsson KR Stefán Arnarson KR Vamarmenn: Kristján Jónsson Þrótti Benedikt Guðmundsson Breiðabliki Guðjón Þórðarson Akranesi Jósteinn Einarsson KR Erlingur Kristjánsson KA Stefán Halldórsson Víkingi Miðjumenn: Siguröur Jónsson Akranesi Aðalsteinn Aðalsteinsson Víkingi Sigurjón Kristjánsson Brciðabliki Valur Valsson Val Hlynur Stefánsson Vestm. eyjum Framherjar: Oli Þór Magnússon Kcflavík Sigurður Grétarsson Breiðabliki Helgi Bentsson Breiðabliki. Þjálfari: Guðni Kjartansson - SÖE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.