Tíminn - 03.09.1983, Side 14

Tíminn - 03.09.1983, Side 14
14 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 fréttir „Þurfum meira persónulegt mat í stað hlutlægs mats“, — segir dr. Ólafur Proppé uppeldisfræðingur ■ „Það er ekkert sem sýnir okkur aö samræmdu prófin hafi eitthvað forspár- gildi um það hverjir geti fengist við eitt eða annað. Það er langt frá því að við vitum að prófin velji úr þá „réttu“. Það er meira að segja margt sem bendir til þess að þau geri það ekki enda eru þau mjög ónákvæm mælitæki. Só hætta hcfur veriö og er fyrir hendi að nemend- ur fari að tróa því að þeir séu vitlausir eða greindir eftir atvikum vegna oftróar á gildi mælinganna. Þetta eru vandamál- in sem við stöndum frammi fyrir nóna, og er einnig hluti af vandamáli sem skólar Vesturlanda standa frammi fyrir nó um þessar mundir.“ Þetta sagði Ólafur Proppé uppeldis- fræðingur hjá skólarannsóknadeild Menntamálaráðuneytisins í samtali við Tímann, en skoðanir hans á samræmd- um prófum grunnskólans bar einmitt á góma á uppeldisþingi kennarasamtak- ana sem haldið var um síðustu helgi, Sagði hann að auðvitað væri yfirlýst markmið okkar að skapa framhaldsskóla sem allir geti notið og fengið eitthvað út úr. „Mitt álit er það að við þurfum meira persónulegt mat en ekki hlutlægara mat. Við þurfum meira af persónulegum umsögnum um fólk sem tekur til fleiri þátta en þeirra allra einföldustu, en það gerum við gjarnan með hlutlægu mati,“ sagði Ólafur. „Ég hef nokkuð lengi deilt á sam- ræmdu prófin og flutti m.a. erindi um þau fyrir nokkru á þingi sem haldið var í Snælandsskóla. Þessi svo kölluðu sam- ræmdu próf eiga sér nokkuð langa sögu eða allt aftur til ársins 1929 en þá voru þau notuð í barnaskólum landsins. Þau voru síðan endurvakin 1946 með nýrri löggjöf eða reglugerð og giltu þá fyrir inntökupróf í menntaskóla sem þá var gert. Þetta er það sem við í dag þekkjum fyrir landsprófið eða landspróf mið- skóla. Á þessum tíma voru unglingapróf líka samræmd, en 1968 eru gagnfræða- prófin einnig gerð samræmd. Árið 1976 cru svo tekin upp samræmd próf fyrir 9. bekk í kjölfar grunnskólalaganna sem þá voru sett. Þau voru arftaki landsprófs- ins gamla og gagnfræðaprófsins, þannig að þessi próf eiga sér nokkuð langa sögu og mega ekki skoðast cinöngruð'*. - Eru einhverjar breytingar að eiga sér stað í þessum efnum núna? „Það eru margir ágætis kennarar að reyna ýmislegt fyrir sér og ég tel að miklar breytingar hafi átt sér stað í þessum efnum á síðustu tveim áratugum. Það sem ætla má að þvælist kannski fyrir okkur á næstunni, ekki bara skóla- mönnum, heldur líka foreldrum og yfir- völdum, er að við göngum útfrá gefnum forsendum sem í mörgum tilfellum eru orðnar úreltar. Allavega er Ijóst að við höfum ekki mikið endurskoðað þessar forsendur. Hluti af þessu vandamáli er hvað við hugsum okkur sem menntun, en svo virðist sem fólk hafi mjög rótgrónar hugmyndir um að fólk sé misjafnlega vel af Guði gert. Þetta eru þær hugmyndir sem skólinn hefur því miður lagað sig að í gegn um árin og afleiðingin hefur orðið einhvers konar vítahringur sem erfitt er að komast út úr“. - Er það rétt að menntunarhugtak okkar núna miðist eingöngu við bóklegar greinar? „Það gerir það mjög mikið. Fyrst og fremst virðist mér það hafa miðast við tímalengd í skóla. Sá sem er fróður og hefur verið lengi í skóla er kallaður menntamaður í þessu landi. Hins vegar er minna athugað hvernig við beitum þekkingu, og þess vegna vill skólinn leggja afskaplega mikla áherslu á fyrir- fram skilgreinda þekkingu sem allir eiga að meðtaka. Samræmdu prófin cru ein- mitt liður í þessu ferii“. - Þú tekur þá undir með sveitamannin- ■ Ólafur Proppé uppeldisfræðingur Tímamynd Árni Sæberg um sem sagði að unga fólkið í dag hefði svo mikið að gera við að læra að það mætti ekki vera að því að mennta sig? „Já það er mikið til í því. Ég lít svo á að við verðum að víkka út hugmyndir okkar um nám, og að allt nám sé ekki jafngilt til menntunar. Sú ofuráhersla sem skólakerfið hefur langt á að allir læri það sama og skili því sama tíma, getur komið í veg fyrir menntun af ýmsu tæi. Mér hefur alltaf fundist svo stutt í það hér í þessu þjóðfélagi að fólk hefði tilhneigingu til þess að segja sem svo að „standardinn" sé að lækka. Þetta er bara í samræmi við kenninguna að heimur fari versnandi og kom m.a. fram í. skýrslu um skólamál árið 1922. Svör yfirvalda við þessum kenningum hefur þá verið að segja sem svo að það þurfi bara að auka kröfurnar og fá þannig meiri gæði. Þessum viðbrögðum mætti líkja við aðferðir Sovétmanna, þegar samþykkt er í miðstjórn að auka framleiðnina til næstu fimm ára. Þá vill gjarnan fara svo að ekkert gerist vegna þess að þeir taka ekki inn í myndina að það eru mann- eskjur sem vinna í þessum stofnunum og ef allt frumkvæði er tekið af þeim blómstra þær ekki eins og þær gætu annars. Ef þetta á við framleiðni í verksmiðjum þar sem framleiddar eru vörur, þá er ég hræddur um að þetta eigi ekki síður við nám, því nám og þroski er ennþá meira spurning um einstaklinginn og virka þátttöku hans“, sagði dr. Ólafur Proppé að lokum. -ÞB Grunnskóli - framhaldsskóli - samræmd heild eða sundurleitir heimar, var yfirskrift uppeldismálaþings sem hald- ið var í Borgartúni sl. helgi en Gerður Óskarsdóttir kennari á Neskaupsstað flutti framsöguerindi um þetta efni. Gerður rakti í stuttu máli núverandi ástand í skólamálum en fjallaði síðan um grunnskólalögin, samræmd próf, kennaramenntunina og um bóklegt og verklegt nám. Þá fjallaði hún um ábyrgð kennara á nemendum , kennsluaðferðir og innrá skólastarf og um eðli skóla sem fræðslu- og uppeldis- og mótunarstofnan- ir. Nokkrar umræður urðu á eftir erindi Gerðar í umræðuhópum, en á þinginu skiptu menn sér niður í valhópa þar sem hin einstöku mál voru rædd. Annað framsöguerindi var flutt seinni daginn, en það var dr. Ólafur Proppé uppeldisfræðingur. Erindi Ólafs bar yfir- skriftina: Stuðlar skólinn að betri menntun og auknu lýðræði? Fjallaði cr- indið að megin hluta til um menntun eins og hún hefur vcrið skilgreind fram til þessa, en Ólafur velti þeirri spurningu fyrir sér hvort nám gæti á einhvern hátt hamlað því að um menntun gæti verið að ræða hjá einstaklingunum eða hópum ■ Fjöldi þátttakenda á þinginu var mikill eins og sjá má. Tímamynd Arni Sæberg. UPPELDISMÁLAÞING 1983 Stuðlar skólinn að betri menntun? einstaklinga. Einnig kom Olafur inn á hin hafði Tíminn samband við Ólaf og svokölluðu samræmdu próf og gildi þeirra spurði hann nánar út í þær skoðanir sem nú í samfélagi okkar. Miklar umræður hann setti fram á þinginu og um sam- urðu í kjölfar erindisins og af því tilefni ræmdu prófin. ■ Valgeir Gestsson setur þingið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.