Tíminn - 04.09.1983, Side 22

Tíminn - 04.09.1983, Side 22
22 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 ■ Þegar þau Burton og Taylor léku saman í „Kleópötru" varð fundur þeirra ást við fyrstu sýn. Þann 25. september nk. mun verða sýndur í ísl. sjónvarpinu fyrsti þátturinn um æfi og starf Wagners með Richard Burton, Vanessu Redgrave, Sir Laurence Olivier, Sir John Gilg- ud og Sir Ralph Richardson í aðalhlutverkum. Þessir umtöluðu sjónvarpsþættir standa eða falla að vonum með hlutverki Wagners, sem er í höndum Richard Burton, en hér er litið yfir leikferil hans, ævi og ástir, en á undanförnum áratugum hefur þessi leikari verið meðal hinna mest umtöluðu frægra manna í heiminum, ekki síst á þeim árum meðan leiðir þeirra Elisabeth Taylor lágu saman. Þann 25. september hefjast í ísl. sjónvarpinu þættirnir um Wagner með Richard Burton og Vanessu Redgrave í aðalhlutverkum. I tilefni af því rifjum við upp sitthvað um Richard Burton æsku. Þegar Richard fæddist árið 1925, var hann hinn tíundi í röðinni af börnun- um sem lifðu. Tveimur árum síðar fæddi móðir hans enn einn son, en rétt þar á eftir veiktist hún og lést, 42ja ára gömul. Eftir dauða móðurinnar var þessum 2ja ára gamla dreng komið fyrir hjá systur hans, sem var gift. Hún hét Cecilia og bjó í hafnarbænum Port Talbot. Sendir stöðugt peninga til systkina sinna Fyrir welskan son námuverkamanns á kreppuárunum var ekki nema-um eina leið að ræða - leiðina niður á við. 1 hinum skuggalegu námabæjum, þarsem sólin náði aldrei að þrengja sér niður í gegn um kolamistrið, voru synir náma- mannanna sendir niður í námurnar þeg- ar þeir voru orðnir 12-14 ára gamlir og höfðu lokið barnaskólanum. Richard Jenkins hefði örugglega hreppt sömu örlög, ef ekki hefði komið til kennari hans, Philip Burton, sem fékk áhuga á honum. Burton þessi var vel gefinn og fjölfróður maður og sá að Richard greindi sig frá öðrum börnum. Hann fékk afstýrt því að þessi gáfaði og hæfileikamikli drengur færi úrskólanum í ótíma. Richard komst því í gagnfræða- skóla og stefnan var sú að hann færi í háskóla. Því las kennarinn með honum eftir skólatíma. En árið 1943, þegar Richard var 18 ára, átti sonur námaverkamanns enga mögulcika á því að fá inni við hinn virðulega Oxford háskóla. Því ákvað Philip Burton að ættleiða Richard, svo á umsókninni um skólavist gæti staðið: Richard Burton, sonur skólakennara í stað: Richard Jenkins, sonur náma- verkamanns. Þetta skref varð til þess að breyta æviferli nemandans fullkomlega, en einnig til þess að rífa hann með rótum upp úr því umhverfi sem hann hafði hrærst í. Samt hélt hann sambandinu við syst- kini sín, cftir að hann var orðinn frægur og auðugur. Hann sendir þeim enn peninga og hefur gefið þcim bæði hús- eignir og bíla. Ég yfirgef Sybil aldrei Richard Burton var aðeins eitt ár í ■ Lífið hefur sett sín mörk á Richard Kurton, sem nú er orðinn 57 ára gamall. „Ég hef alltaf orðið að hafa konu við hlið mér” Meöan stóð á upptökum kvikmynda- seríunnar um Wagner mcð Richard Burton í aðalhlutverkinu, sagði leikar- inn við blaðamann: „Ég held að ég sé á uppleiö cftir að hafa vcrið í lægð um skeið. Menn komast á toppinn, en þar sem lífið er eins og parísarhjólið, þá færast mcnn niður á við aftur. Stundum eru menn í láginni árum saman og þegar það hendir fyllist maður ótta.“ Allir virðast sammála um að hlutverk Wagners sé síðasta tækifærið sem Bur- ton fær til þess að sanna að hæfileikarnir sem gerðu hann að vonarstjörnu Breta í leikhúsheiminum fyrir 35 árum, séu enn til staðar, en það hefur ekki verið frítt við að þessir hæfileikar hafi stundum horfið í skugga óhófslegs drykkjuskapar leikaransog öfgafullra tilþrifa íeinkalífi. Hvort ástæða þess að Tony Palmer, leikstjóri myndarinnar, taldi ýmsa þætti í lífi Burtons svipa til ævi Wagners og réði Burton til starfa af þeirri ástæðu, er ekki gott að segja. Aðeins Palmer gæti svarað því. En því verður ekki í móti mælt að rétt eins og Burton, þá vakti Wagner afbrýðisemi og hatur og um leið ást og aðdáun með eyðslusemi sinni og fyrirhyggjuleysi, svo ekki sé minnst á endemisleg ástarævintýri hans. Er þá einkum vísað til sambands þeirra Cos- imu, dóttur Liszt, en þau kynni (og síðar hjónaband) urðu til þess að hncyksla samtíð tónskáldsins gífurlega. Það er ein fremsta kvikmyndastjarna Breta, Vanessa Rcdgrave, sem fer með hlutverk Cosimu í sjónvarpsþáttunum, en þeir Sir Laurence Olivier, Sir John Gilgud og Sir Ralph Richardson eru í þrem veigamiklum hlutverkum. Wagner þættirnir hafa kostað um 26 milljónir ísl. króna í framleiðslu og kvikmyndun hef- ur farið fram á raunverulegum vettvangi atburðanna, þar sem Wagner lifði og starfaði - í Vín, Búdapest, Bayreuth, í íbúð Wagners í Fcneyjum og í ævintýra- höllum Lúðvíks II, Bæjarkóngs. Hljómlistinni í myndinni stjórnar Sir Georg Solti, sem talinn er til mestu Wagner-túlkenda samtímans. Móðirin lést eftir fæðingu 13.barnsins En myndin hlýtur að standa og falla með frammistöðu Richard Burton, sem - eins og Wagner - fæddist inn í fjölskyldu á neðsta þrepi þjóðfélagsins. Faðir Burtons, Richard W. Jenkins, var fordrukkinn, welskurnámaverkamaður, sem aldrei sá neina af kvikmyndum sonarins, vegna þess hve margar krár voru á leiðinni milli heimilisins og kvik- myndahússins. Kona hans, Edith, fæddi honum 13 börn, en tvö þeirra létust í Oxford. Þá var hann þegar farinn að fá smáhlutverk í sveitaleikhúsunum og þegar hann eftir stríðið fékk hlutverk í einum af stærri bæjunum, hitti hann Sybil Williams, sem þá var 19 ára gömul. Þau urðu ástfangin og giftu sig í febrúar 1949. Allir voru á einu máli um að þau pössuðu prýðilega saman, og mörgum árum seinna, þegar ást Burtons á Elisa- beth Taylor var orðin að forsíðuefni blaða um heim allan. sagði hann: „Ég yfirgef Sybil aldrei". Um hjónaband sitt með Richard Bur- ton hefur Sybil sagt: „Okkur leið dásam- lega saman, allt frá því fyrsta. Hann gaf mér heilmikið sjálfstraust og eftir að hann var orðinn frægur, fullvissaði hann mig um að fólk vildi ekki síður kynnast mér en honum.“ Þegar ungu hjónin fluttu til London, bjuggu þau í grennd við Philip Burton, sem nú hafði fengið sér starf hjá BBC og var alfarinn frá Wales. Hann óttaðist í byrjun að hjónabandið mundi verða til trafala fyrir hinn unga fósturson hans, en eftir að hann hafði hitt Sybil komst hann á aðra skoðun. Tveimur árum eftir brúðkaupið vann Richard Burton mikinn leiksigur sem Hal prins í „Hinrik IV“ eftir Shakespeare og á næstu árum vann hann svo einn sigurinn á fætur öðrum í sígildum hlut- verkum. Blindaður af auði og óhófi „Ég leik fyrir konur - ungar, gamlar, feitar og grannarTMökkhærðar og Ijós- hærðar. Þaðerkarldýrið í mér-kynferð- islega skilningarvitið," sagði Burton á hátindi ferils síns. Karlmannlegt útlit hanyog það karlmannalega sem geislaði út frá honum, varð til þess að í Holly- wood runnu menn á lyktina. Honum var boðið aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem gerð var eftir sögu Daphne du Maurier, „Rachel," þar sem hann skyldi leika með Olivia de Havilland. Þegar á þeim tíma var hann búinn að fá glýju í augun af peningum og óhófslífi og engum vandkvæðum bundið að telja hann á að koma til Hollywood og þess heims, sem lá mörg ljósár frá lífinu í námabænum í Wales. Þegar Sybil átti von á fyrsta barni þeirra hafði Richard Burton þegar yfir- gefið England og sest að í Sviss, þar sem hann keypti sér stórt hús og ók. um í Cadillac. Hann vildi hvíla sig á Shake- speare, þar til hann yrði nógu gamall til þess að leika Lear konung. Stuttu eftir fæðingu dótturinnar fór hann svo til Ameríku. Þar lék hann aðalhlutverkið í mynd sem gerð var eftir sögu franska rithöfundarins Jean Anouhil. Sybil átti að koma síðar með barnið og það var meðan Burton var einn í New York að hann lenti í ástarævintýri með 19 ára gamalli leikkonu, Susan Strasberg. Því ástarævintýri lauk þegar myndin var búin og ásamt Sybil og dótturinni Kate var nú haldið að nýju tii Sviss. Sybil var enn sú eina rétta í lífi hans. Örlagaríkt símskeyti í lok árs 1961 fékk Burton örlagaríkt símskeyti, sem átti eftir að hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir einkalíf hans og frama. Hann lék þá í söngleiknum „Camelot" á Broadway og í símskeytinu var stungið upp á því að hann færi strax til Rómar og tæki að sér hlutverk Markúsar Antóníusar í risamyndinni „Cleopatra." Menn buðust til að kaupa hann út úr „Camelot" og cftir nokkurra daga umhugsun sagði hann já. Upptökur á „Kleópötru" höfðu þegar staðið í marga mánuði, þegar Burton kom til Rómar. í grennd við kvikmynda- verin var Elisabet Taylor og maður hennar, Eddie Fisher. til húsa, ásamt börnum leikkonunnar frá fyrri hjóna- böndum, þjónum, þjónustufólki, ritur- um, hundum og köttum. Þann 22. janúar léku þau Taylor og Burton saman í fyrstu senunni og bæði segja að þegar þá hafi þau laðast ákaf- lega sterkt hvort að hinu. Það leið heldur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.