Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
fréttir
Annað
starfsár
Mótettu-
kórsins er að
hefjast
■ Mótettukór Hallgrímskirkju er
nú að hefja sitt annað starfsár.
Markmið hans er að flytja mótettur
(þ.e. kirkjuleg kórverk án undir-
leiks) frá öllum tímum, en auk þess
kantötur og litlar messur í helgihaldi
Hallgrímskirkju. S.l. vetur var kór-
inn skipaður um 25 manns, allt yngra
fólki. og kom hann oft fram á
hátíðum í kirkjunni.
Æskileg stærð Mótettukórsins er 40
manns og getur kórinn þvt bætt við
sig um 15 nýjum félögum. Skilyrði
eru gerð fyrir nokkurri kunnáttu í
nótnalestri og raddbeitingu og að
mcðlimir séu á aldrinum 16-40 ára.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í
þcnnan kór eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við söngstjórann
Hörð Áskelsson í síma 32219.
-Jól.
Ný Storð
komin út
■ Annað tölublað af tímaritinu
Storð er nú kontið út. Meðal efnis í
blaðinu má nefna grein eftir Indriða
G. Þorsteinsson unt Hornafjörð og
Hornfirðinga, nýja smásögu eftir
Þórarinn Eldjárn, myndaseríu frá
orkuverinu í Svartsengi eflir Guö-
mund Ingólfsson, grein um hljóm-
leikaferð Þursadokksins eftir Stein-
unni Sigurðardóttur, viðtal Illuga
Jökulssonar við Guðberg Bergsson,
þátt um íslenska hönnun á tískul'atn-
aði úr leðri og ekki síst fjallað um
þrjár hliðar á mcistaranum Erró.
Auk ofangreinds efnis, sem allt er
prýtt ntiklum fjölda litmynda, skrifar
Matthías Sæmundsson um tímamót í
íslenskri skáldsagnagerð, Jónas Har-
alz skrifar um erlendar lántökur og
Ágúst Guðmundson fjallar um
stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð.
Storð er 100 síður að stærð og er
allt blaðið litprentað.
Blöndudeila
í nýjan farveg
■ Horfið hefur verið frá gerð sér-
staks kjarasamnings milli vinnuveit-
enda og fulltrúa verkalýðsfélaganna
við Blönduvirkjun. Milli deiluaðila
hefur náðst samkomulag um að
útkljá það sem á milli bar innan
ramma kjarasamninga sem ná til
allra virkjana Landsvirkjunar.
Samkvæmt upplýsingum frá ríkis-
sáttasemjara var á fundi í málinu á
miðvikudag samþykkt svohljóðandi
ályktun: „Samkomulag varð um það
með samningsaðilum að stefnt skyldi
að gerð heildarkjarasamnings vegna
virkjanaframkvæmda Landsvirkjun-
ar og fundir um slíka samninga
hefjist sem fyrst.“
-Sjó.
■ Píanóleikarinn Teddy Wilson fór
snyrtilegum fingrum um flygilinn.
Trodfullf r
Gamla bíó á
hljómleikum
The Great
Eight:
■ The Great Eight slógu aldeilis í gegn
í Gamla Bíói í fyrrakvöld. Átta swing-
meistarar samankomnir undir einu þaki
hver öðrum betri. Þetta voru þeir Téddy
Wilson, píanóleikari, Billy Butterfield,
trompetleikari, Red Norvovíbrafónleik-
ari, Johnny Mince, klarinettuleikari, Tal
Farlow gítarleikari, Sam Woodyard
trommari, Buddy Tate á saxófón og
síðast en ckki síst Arwell Shaw, er
plokkaði kontrabassann af snilld í for-
föllum Slam Stewart, er forfallaðist
vegna alvarlegra veikinda.
Troðfullt Gamla Bíó iðaði og skalf af
„Swingfíling“. Þessir karlar kunnu sko á
hljóðfærin sín. Gámlir swingstandardar
ómuðu silkimjúkt um hinn hljómgóða
sal og jazzgeggjarar landsins létu sér líða
vel í tónaflóðinu. Gunnar Rcynir, Jón
Múli, Svavar Gests, allir mættir á
staðinn. Þessir samtals 539 ára gamla
hljómsveit lék í nær 3 tíma og elskuðu
grcinilega að spila gamla góða
„swingið".
-Jól.
■ Jón Páll var búinn að bíða lengi eftir ■ Klarincttulcikarinn Johnny Mince
að sjá þennan. Meistari Tal Farlow átti var í Tommy Dorsey big-bandinu á ,
snilldarleik á gítarinn sinn. Góð sóló sínum tíma. Fyrsta flokks klarinettuleik- dro hvergi af ser,
karlsins vöktu mikla athygli.
Billy Butterfíeld blés vel að vanda og
MEISTARATILÞRIF
GÖMLIIMANNANNA
■ Tal Farlow er hér í hörkusólói og hinir fylgja létt með góðum rythma undir.
Auðvitað er pása hjá blásurunum á meðan.
- Tímamvndir: GE.
■ Buddy Tate, saxófónleikari kom hér
síöast ’76 með Benny Goodman og sá
hefur engu gleymt.
■ Hér heilsar Svavar Gests, jazzgeggjari og með fyrstu mönnum á íslandi til að
leika á víbrófón, Red Norvo. Svavar hafði heyrt í honum áður á hljómleikum. Fer
greinilega vel á með þeim köppum hér.
■ Arwell Shaw kom einna mest á óvart þetta kvöld. Hann lék ótrúlega á
kontrabassann, náði að gera hluti sem menn furðuðu sig á. Frábær. Hann átti að
koma hingað með Louis heitnum Armstrong á sínum tíma, en forfallaðist þá vegna
vcikinda og nú var hann hingað kominn í forföllum annars.
■ Aldursforsetinn, Red Norvo, lék yndislega á víbrófóninn sinn, þrátt fyrir skerta
heyrn.