Tíminn - 09.09.1983, Page 5
fréttir
Á Kirkjubæjarklaustri situr Hanna
Hjartardóttir, oddviti Kirkjubæjar-
hrepps. Tíðindamaður blaðsins gekk á
fund Hönnu til að fræðast um starf
hennar og mannlífið í hreppnum.
-Hvemig líkar þér að starfa sem oddviti?
„Mér líkar starfið ágætlega, það er
margþætt og lifandi, ég kynnist mjög
mörgum, ja flestum þáttum samfélagsins
í gegnum starfið."
- Finnst þér gæta tortryggni í þinn garð
af því að þú ert kona í starfi sem aðeins
karimenn sinntu áður,
„Nei, ekki tortryggni, enda hafa konur
átt sæti í hreppsnefndinni áður og nú
erum við tvær af fimm hreppsnefndar-
mönnum. Sólrún Ólafsdóttir er vara-
oddviti. Ef eitthvað er, mætti jafnvel
■ Siggeir Bjömsson, bóndi í Holti er í hreppsnefnd með Hönnu Hjartardóttur. Hann var ómyrkur í máli um frágang
Vegagerðarinnar í sýslunni, þó sérstaklega austan Sands,
Tímamynd: Birgir
gerði strax könnun á því meðal brott-
fluttra íbúa hvers vegna þeir fóru og yfir
50% þeirra er svöruðu töldu ekki hafa
verið atvinna við hæfi. Það má geta þess,
til að fyrirbyggja allan misskilning, að
hlutverk þessarar nefndar var aldrei að
búa til einhverja atvinnu fyrir fólk heldur
að vera eins ráðgefandi og frekast er
unnt í þessum málurn."
-Er starf oddvita erilssamt?
„Já, það má segja það. Segja má að á
hvaða tíma sólarhrings sem er sé eitt-
hvað sem gera þarf, seint og snemma.
E.t.v. er ástæðan sú að skrifstofan er
opin tiltölulega stuttan tíma í viku
hverri, en ég held þó að það sé meira
vegna þess að ævinlega er eitthvað
óvænt að koma upp á. Ég get nefnt sem
dæmi að í gær, sem var sunnudagur, var
maður frá Skipulagi ríkisins á ferð og
þurfti að tala við oddvitann. Kannski
hringt eldsnemma á morgnana út af
fjárflutningum á haustin. Einhvers stað-
ar flæðir inn vegna leysinga á vorin, þá
er hringt í oddvitann. Ótal smáatriði eru
alltaf að gerast þar sem haft er samband
við oddvitann."
-Ertu bjartsýn á að hér eigi enn eftir
að fjölga íbúum?
Kona oddviti í fyrsta sinn í Vestur-Skaftafellssýslu:
EF EfTTHVAÐ ER M ER HÉR UB-
ID MEIRA AF ÞVf AB ÉG ER KONA
— segir Hanna Hjartardóttir á Kirkjubæjarklaustri
segja að mér sé e.t.v. liðið meira af því
ég er kona og einnig vegna þess að þetta
er nýtt“.
-Gætir ólíkra hagsmuna milli þessara
tveggja meiða samfélagsins, annars veg-
ar bænda og hins vegar íbúa þéttbýlisins
að Klaustri?
„Fyrir hendi eru jú aðeins aðrir
hagsmunir, aðrar þarfir, s.s. fjallskil og
slíkt. Á móti mætti benda á aðra áherslu-
punkta þéttbýlisbúans, gatnagerð, dag-
heimili o.fl. En megin þjónustan er að
sjálfsögðu sameiginleg. Það má segja að
sú tortryggni sem var a.m.k. á milli
þessara tveggja hagsmunaaðila sé sífellt
að minnka, enda fara um 90% tekna
hreppsins til sameiginlegrar þjónustu,
svo lítið er eftir til að deila um, af því
sem til framkvæmda fer. Skilningur
hefur aukist á báða bóga.“
- Hver eru atvinnutækifæri hér í
hreppnum?
„Fyrst og fremst í gegnum þjónustu
einstaklinga, félaga og opinberra stofn-
ana. Nefna má Heilsugæslustöð, skóla,
Póst og síma, verslun og aðeins iðnað.“
- Hvernig hefur hreppnum tekist að
hafa áhrif á þróun ferðamála í héraðinu?
„Ég held nú, þó ég viti það ekki nógu
nákvæmlega, að undanfarin ár hafi ekki
verið mikið beinlínis reynt að gera til að
laða hingað ferðamenn, nema að á
sínum tíma gerðist hreppurinn hluthafi í
hótelrekstri hér og uppbyggingu hótels.
í vetur var sett á stofn Ferðamálanefnd
sem átti að reyna að huga betur að
þessum málum, ekki síst með það fyrir
augum að atvinna skapaðist í kringum
þjónustu við ferðamenn. Nefndin hefur
skipt sér af hinu og þessu. Það helsta má
telja að unnið hefur verið að uppbygg-
ingu skipulegs tjaldstæðis sem er nú að
komast í gagnið. Það starf er unnið
meira og minna í sjálfboðavinnu og
leggja félagasamtök svo og fjármagn í
fyrirtækið. Það má segja að hér sé um
sameiginlegt hagsmuna- og áhugamál
fjölmargra.
í öðru lagi er verið að koma á fót
upplýsingaþjónustu fyrir ferðafólk. Þar
verða veittar almennar upplýsingar,
leiga á svefnpokaplássum í Félagsheimili,
seld veiðileyfi, hestaleiga, gistinga á
einkaheimilum, leiga á tjaldstæðum og
ýmislegt annað mun e.t.v. koma í ljós.
Þetta er tilraun sem á eftir að þróast
frekar. Að öðru leyti held ég að hreppur-
inn komi ekki beint inn í þennan þátt.“
-Hverjar eru verklegar framkvæmdir
á vegum hreppsins og hvað er brýnast?
■ Hanna Hjartardóttir, oddviti
„Eins og áður er sagt eru 5 hreppar
með samvinnu um skólann en auk þess
Heilsugæslustöðina. Um slökkviliðið
hafa 4 hreppar samvinnu að Álftavers-
hreppi undanskildum. Þá hafa Hörgs-
lands- og Kirkjubæjarhreppur samvinnu
um íbúðir fyrir aldraða og félagsheimil-
ið.“
-Hér er verið að byggja flugvöll.
Hvenjir standa að því og hverjir eru
hagsmunirnir?
„Já, það eru framkvæmdir
kostaðar af ríkinu þó svo auðvitað við
höfum reynt að ýta á eftir því. Sannar-
lega er hér um að ræða mikla hagsmuni
héraðsins, fyrst og fremst hvað öryggi
varðar því oft og einatt eru vegir lokaðir
hér, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Flugvöllurinn gerir sjúkraflutninga
tryggari. Auk þess vonum við að í
framtíðinni verði hafið hér áætlunarflug.
Þegar lokið verður við þessa 800m braut
sem nú er í byggingu ætti að vera hægt
að hefja hingað flug en engir samningar
hafa enn verið um það gerðir. Þetta er
framtíðarverkefni sem væntanlega verð-
ur áfram haldið næstu ár.“
-Á mælikvaröa dreifbýlisins hefur
verið mikiö byggt hér. Er áframhald þar
á?
“Uppbygging þéttbýliskjarnans hefur
að mestu orðið s.l. 10 ár. Samt sem áður
hefur orðið töluverð lægð nú tvö síðustu
ár. Aðeins hefur komið ein umsókn um
byggingu íbúðarhúss í ár.“
-Hefur hreppsfélagið unnið að at-
vinnuuppbyggingu sérstaklega?
„Á síðasta ári var stofnuð hér atvinnu-
málanefnd sem átti að reyna að sjá út og
aðstoða fólk við að reyna að nýta
atvinnutækifæri, leiðbeina fólki í sam-
bandi við lánamál og ýmsa fyrirgreiðslu.
Auðvitað er enginn beinn sjáanlegur
árangur orðinn enn, því atvinnuupp-
bygging tekur tíma. En margt hefur
verið athugað og er í athugun. Nefndin
„Já, ég er mjög bjartsýn á það.
Meginforsendan hlýtur náttúrulega að
verða aukin atvinna og ég hef þá trú að
á næstu árum fjölgi hér atvinnutækifær-
um. Kirkjubæjarklaustur er aðlaðandi
staður, vandinn er að finna störf og
skapa störf sem við hæfi eru þeim sem
hingað vilja koma og setjast hér að.“
- Nú lætur þú ekki staðar numið,
orðin oddviti. Er ekki næsta skerfið
þingsæti á Alþingi?
-Nei, ábyggilega ekki. Sem stendur
hef ég alla vega engan áhuga fyrir því.
Ég býst ekki við að vera lengi í þessu
starfi. Þetta er það erilsamt og fólk
verður að gefa það mikið af sér í þessu
starfi, án þess að það gefi mikið í aðra
hönd, að ég held að ekki sé ákjósanlegt
að vera lengi í því. Auk þess er nauðsyn-
legt að skipta um og fá inn nýja menn
með nýjar hugmyndir, fulla af starfs-
• krafti.“
Birgir
„Það sem er brýnast núna er að halda
áfram viðbótarbyggingu við skólann og
um leið héraðsbókasafnið. Það er á
döfinni og tekur auðvitað langmest
fjármagn eins og er. Allir hreppar þ.e.
Leiðvalla-, Skaftártungu-, Hörgslands-,
Álftavers- og Kirkjubæjarhreppur taka
þátt í þeirri framkvæmd. Minna fjárfrek-
ir hlutir eins og götuljós á Klaustri verða
framkvæmdir í sumar, leitarmannahús
verður byggt einnig í sumar og segja má
að framkvæmdir við tjaldstæðið séu á
hreppsins vegum þó svo að ákveðin
nefnd vinni að því máli. Auk þess minni
háttar lagfæringar og viðhald, en í fram-
tíðinni verður lögð áhersla á bundið
slitlag á götur í þéttbýlinu. Þá er áætlað
að hefja viðgerð á félagsheimilinu
Kirkjuhvoli, klæða og einangra. Vænt-
anlega verður byrjað á því í haust."
-Er blómlegt menningarlíf í
hreppnum?
„Já, það myndi égsegja. Mikið félags-
líf, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Þá
eru hin ýmsu félög með fasta fundi og
skemmtanir. Ungmennafélag, kvenfé-
lag, Lionsklúbbur, björgunarsveit,
hestamannafélag, tónlistarskóli og kór-
starf í tengslum við hann, kirkjukór
o.fl.“
-Þú nefndir áðan samvinnu hreppsfé-
laga um byggingu skóla og héraðsbóka-
safns. Hafa hrepparnir með sér sam-
vinnu á öðrum sviðum?
NOTAÐIR LYFTARAR í MIKLU ÚRVALI
Eigum til afgreiðslu nú þegar eftirtalda lyftara:
Rafmagns-
1.5 Tm/1. h. 330m
2,0 Tm/1. h. 540 m
2.5 Tm/1. h. 330 m
3.5T m/1. h. 350 m
Disil-
2,0 Tm/húsi
2,5 T m/snúningi
3,0 T
4,0 T m/húsi
Eigum ennfremur snúninga 180° og 360°.
Skiptum og tökum íumboðssölu.
Uppiýsingar: Lyftarasalan hf.
. r~\ UPPLÝSINGAR GEFUR:
j!U k. JÖNSSON & CO. HF.,
VITASTfG 3, SfMAR 26455 og 12425.