Tíminn - 09.09.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 09.09.1983, Qupperneq 6
PYSK UOSMYNDAFYRIRSÆTA KEMUR AF STAÐ KEÐIUVERKAN - innan breska aðalsins ■ Þýsk; fegurðardís hefur heldur betur komið keðjuverk- un af stað í ástamálum innan breska aðalsins. Aðalsöguhetjan í þessari sögu er þýsk Ijósmyndafyrir- sæta, EUen Erhardt. Hún er sögð alla tíð hafa verið veik fyrir höllum og hallareigend- um. Því var það að þegar hún kynntist þýska hallareigandan- um Raimund Harmstorf fyrir 10 árum, var hún ekki lengi að hugsa sig um, heldur flutti inn í höll hans, Au, rétt hjá Múnchen. Sú sæla stóð ekki lengi, því að höllin brann og þar með var Eilen þotin. Innan skamms var hún harðgift ensk- um aðalsmanni, sem er erfingi lávarðstitils og að sjálfsögu hallar. I sex ár undi Ellen glöð við sitt, en nú greip fiðringur hana að nýju. Enn einn hallar- eigandinn kom þar við sögu. Northampton lávarður hafði engar vöflur á, þegar kunnings- skapur þeirra Ellenar hófst. Hann rak þáverandi konu sína, ■ Sabrina Guinness var um tíma orðuð við Karl Bretaprins ■ David Bowie tók að sér að hugga Rosie. Rosie, á dyr og inn flutti Ellen. En því fór fjarri að yfirgefnu makarnir sætu eftir með sárt ennið og sleiktu sár sín. Þeir fóru bráðlega á kreik og kræktu sér í nýja leikfélaga. Michael Pearson, yfirgefni eig- inmaðurinn, náði sér í Sabrinu Guinness, sem um tíma þótti líklegt konuefni Karls Breta- prins. Höllin hans er því aftur búin að fá sína hallarfrú. Og Rosie, sem Northampton lá- varður vildi ekki lengur láta ráða ríkjum í sinni hölÞ , er komin í slagtog með Davie Bowie. Ein er sú stétt manna, sem nýtur góðs af öllu þessu bram- bolti innan breska aðalsins. Það eru lögfræðingar þeir, sem um skilnaðarmál fjalla. Þetta ■ ...Rosie á dyr, þegar hann kynntist Ellen. ■ Fyrsti hallareigandinn hennar Ellenar var sjóliðsforinginn Raimund Harmstorf. ■ Næstur í röðinni var enski aðalsmaðurinn Michael Pear- son, sem á lávarðstign í vændum. ■ Michael Pearson var ekki lengi í sárum eftir að kona hans stand allt hefur verið heilmikið yfirgaf hann. Hann krækti sér í Sabrinu Guinness, sem nú stýrir vatn á myllu þeirra. húshaldinu í höll hans. Ekkert varð úr brúðkaupinu ■ Ekki er langt um liðið síðan sagt var frá í Spegli Tímans þeirri hylli, sem Suðurhafs- eyjastúlkur njóta hjá mörgum eftirsóttum piparsveinum um þessar mundir. Meðal annars sögðum við frá því, að spænski söngvarinn með flauelsrödd- ina, Julio Iglesias, hefði, ef allt hefði gengið skv. áætlun, geng- ið að eiga hana Valtiere sína 15. júlí sl. Nú hafa borist fregnir af því, að ekkert hefði orðið úr brúðkaupinu. Julio situr nú einn og yflrgef- inn í lúxusvillu sinni í Miami í Florida, eða svo gott sem. Hann segir dapur í bragði, að aldrei hafl honum fundist hann eins einmana og nú í sama mund og leggjalöng fegurðar- dís réttir honum enn eitt glasið af ísvatni. - Eg vildi gjama finna hina einu sönnu ást. Ég vildi svo sannarlega gifta mig og verða eiginkonu minni trúr til eilífðar. En því miður geri ég mér það vel Ijóst að mér er það ómögulegt. Ég er hrein- lega ekki sniðinn í það hlutverk, segir Julio mæddur. Sem fyrr segir stóð til að brúðkaup hans og Valtiere stæði 15. júlí sl. Aðeins örfáum dögum áður snerist Julio þó hugur og hann hætti við allt saman. Hann segir þá hafa runnið upp fyrir sér Ijós, að þó aldrei nema hann hafí verið ákaflega hrifinn af Valtiere sinni, hafi það farið í taugarnar á sér, hvað hún hafl verið honum undirgefm og alltaf samsinnt öllu, sem hann sagði og gerði. Ekki vili hann þó meina, að draumakona hans væri sú, sem væri alltof sjálf- stæð og með eigin skoðanir á öllum hlutum. Reyndar sé hann búinn að sjá, að það, sem gerir hann óhæfan í hjónaband, sé sú staðreynd, að hann hafl kynnst alltof mörgum konum, sem hann dáir. Hann vildi helst hirða alla góða eiginleika hjá hverri og einni þeirra og steypa þeim saman í eina fuU- komna konu. Og þá konu hefur Julio Iglesias ekki fundið ennþá. ■ Trúlofunin var haldin hátíðleg í Paris, þar sem skálað var í kampavíni viötal dagsins „SÁRVANTAR FJÁRMAGN H. ENDURNÝJUNAR" ■ Á aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn var í Hrúta- firði kom fram að hvað Bréfaskólann varðar hefur rekstur hans verið erfiðiir og dregið hefur verulega úr sölu námsefnis m.a. vegna þess að hluti þess er orðinn úreitur. „Þetta er að hluta til rétt en námsefnið er ekki úrelt nema að einum þriðja hluta. Rætt hefur verið um endurnýjun en fjármagn til þess sárvant- ar“ segir Birna Bjarna- dóttir skólastjóri Bréfa- - segir Birna Bjarna- dóttir skóla- stjóri Bréfa- skólans skólans í samtali við Tímann. „Námsefnið er einkum úrelt í verklegum greinum eins og til dæmis vélafræði sem áður var vinsælt fag og í einstaka greinum tungumála er enn notað gamalt ■ Bima Bjamadóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.