Tíminn - 09.09.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 09.09.1983, Qupperneq 7
■ Verða fjárhagskröggumar til að halda ABBA gangandi? ABBAI KRÖGGUM ■ Sænska hljómsveitin ABBA, sem að undanförnu hefur sýnt öll merki þess að vera u.þ.b. að leggja upp laup- ana, verður nú að fara að endurskoða sín mál. Þetta stór- fyrirtæki, sem hefur verið ein helsta gjaldeyrisfyrirvinna Svía undanfarin ár, á nú í miklum Ijárhagskröggum og á á hættu að tapa milljónum króna vegna rangra fjárfestinga. Aðeins einn meðlimur hljómsveitarinnar stendur nú með pálmann í höndunum. Það er Annifrid Lyngstad, sem hefur sest að í London. Hún ákvað í sambandi við búsetu- skiptin að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu um síðustu áramót og hlaut tugi milljóna fyrir sinn hlut. Um svipað leyti og sú sala átti sér stað var framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar, Stikkan Andersson, farið að gruna, að ekki væri allt með felldu hjá fjárfestingafyrirtæk- inu „Kuben“, sem ABBA og Polar Music stofnuðu sameig- inlega til að gæta fjármuna sinna. í Ijós kom, að gróði fyrirtækisins, sem á blaði hafði vcrið reiknaður 40 milljónir króna, reyndist í veruleikanum heilmikið tap. Rangar fjárfest- ingar höfðu reynst afdrifaríkar. Nú á það fyrir ABBA-með- limunum þremur, Agnetha Fáltskog, Benny Andersson og Björn Ulvaeus, og fram- kvæmdastjóra þeirra, Stikkan Andersson, að liggja að greiða úr eigin vasa hvorki meira né minna en 60 milljónir sænskra króna til að koma „Kuben" aftur á réttan kjöl! Óheppinn og óforsjáll þjófur ■ Það átti ekki fyrir Ray- mond Charman að liggja að Ijúka ætlunarverki sínu þennan dag. Raymond hafði tekið sér fyrir hendur að ræna banka í Massachusetts, en þegar á hólminn var komið, gekk allt á afturfótunum hjá honum. Eins og lög gera ráð fyrir, ógnaði hann gjaldkera bankans, konu, og krafðist þess að hún reiddi fram það fé, sem í vörslu hennar var. Hon- um til mikillar skelfingar, gerði hún sér lítið fyrir og rak upp skaðræðisöskur. Raymond varð svo bilt við, að hann féll í ómegin. I því ástandi var hann, þegar lögreglan kom á staðinn og tók hann höndum. En jafnvel þó að Raymond hefði tekist að veita viðtöku fé bankans, hefði ólánið samt ekki sagt skilið við hann. Lög- reglan komst nefnilega fljót- lega að raun um, að hann hafði læst vandlega bílnum, sem hann hafði þó ætlað að komast undan á. Og það sem meira var, lyklana hafði hann læst inni í bílnum! efni meðan unnið er að útgáfu nýs og segjum við fólki frá því. Innihaldslega tel ég að þetta efni standist að nokkru kröfur tímans en útlitslega ekki“ sagði Birna. Það kom fram hjá henni að á síðasta ári dróst aðsókn að skól- anum saman um 40% og hefðu forráðamenn skólans velt því fyrir sér hvaða skýringar lægju þar að baki. „Það sem við teljum helst er aukin notkun myndbanda í af- þreyingarefni. Ég held að ekki sé rangt að segja að mikið til sækist þessi hópur, sem sækist eftir bréfakennslu, eftir ein- hverri afþreyingu og þá væntan- lega afþreyingu sem gæti komið þeim að gagni síðar“ sagði Birna. Hún sagði einnig að hún hefði reynt að hlera það hjá fólki sem hefði komið inn í skólann nú, en mikil söluhrota var hjá þeim í ágúst, hverju þetta sætti og segði það að myndböndin dygðu ekki lengur, það er afþreyingarefni sem við höfum verið að nota og nú þurfum við að fara að læra eitthvað. Hvað varðaði að- gerðir Bréfaskólans gegn þessu sagði Birna að ekki væri um annað að ræða en taka upp þetta sama...“ að taka inn í okkar námsefni myndbönd. Tel ekki rétt að fara út í útleigu á því sviði heldur hafa þetta sem þátt í náminu. Sjómenn til dæmis, sem nota mikið okkar efni, hafa möguleika á myndböndum og nýtingu þeirra en ég held að við förum ekki út í samkeppni við afþreyingarefni sem slíkt heldur að nota það jafnhliða náminu“. Verið er að kanna möguleik- ana á þessu, mikill kostnaður fylgdi því að Bréfaskólinn gerði þetta einn og sér og því er einkum rætt um að fá myndbönd annars staðar frá og fella það inn í efni skólans. -FRI Áhrifavald Samstöðu færist til kirkjurmar ■ Walesa er nú fremur tákn en öflugur leiðtogi. ■ Á þriggja ára afmæli Sam- stöðu í Póllandi hinn 31. ágúst s.l. voru haldnar samkomur í ýmsu formi víðs vegar um landið og pústrar voru milli Sam- stöðumanna og lögreglunnar. Mótmælaaðgerðir gegn stjórn- inni voru ekki eins fjölmennar og oft áður, en viðbúnaður lög- reglu var alls staðar í besta lagi. Hins vegar er Ijóst að Pólverjar sjá að breyta verður um baráttu- aðferðir. Mikill meirihluti þjóð- arinnar er andsnúinn einræðis- stjórninni, og þótt minna fari fyrir mótstöðunni en áður þýðir það alls ekki að vinsældir kommún- istanna séu að aukast. Allt síðan Jaruzelski hershöfð- ingi tók völdin í sínar hendur hefur hann einbeitt sér að því að lama mátt Samstöðu með ýmsum hætti, og eru samtökin nú ekki eins beitt vopn í baráttunni fyrir betri lífskjörum, og auknu lýð- ræði og þau voru áður. Eftir það sem á undan er gengið, herlög, fangelsanir og hótanir til að ráða niðurlögum frjálsra samtaka fólksins í land- inu, er í rauninni merkilegt hve margir þyrptust út á götur og létu á opinskáan hátt í ljós hug sinn tilSamstöðuogþájafnframt andstöðu gegn kommúnista- stjóminni hinn 31. ágúst. I tuttugu mánuði hefur aðförin gegn Sam- stöðu verið vel skipulögð og linnulaus. Leiðtogar samtak- anna hafa setið í fangelsum, á vinnustöðum er haft í hótunum við verkamenn um atvinnumissi og þeim tilkynnt að þeim sé best að hafa hægt um sig eigi ekki að hljótast verra af. Framundan er langt tímabil þar sem leiðtogar stjórnarand- stöðunnar verða að halda Sam- stöðu virkri, en varast að lenda í opnum átökum við stjórnvöld. Verið getur að nýir leiðtogar verði að koma til sögunnar. Enn eru margir af áhrifamönnum Samstöðu í felum, en stjórnin hefur lofað þeim sakaruppgjöf ef þeir gefa sig fram fyrir tiltek- inn tíma. Má reikna með að áður en fresturinn rennur út muni þeir koma fram í dagsljósið. Öðrum verður sleppt úr fangels- um. En sakaruppgjöfinni fylgir náttúrlega að menn þessir haldi sig á mottunni eftirleiðis og þá verður erfitt fyrir þá að standa í fylkingarbrjósti verkalýðsins og krefjast lýðréttinda. Lech Walesa, sem er samein- ingartákn Samstöðu, er undir ströngu eftirliti og fær æ minna olnbogarými til að koma fram og tala kjark í sitt fólk og efna til opinskárrar andstöðu við komm- únistastjórnina. Valdhafarnir vinna markvisst að því að bæla þjóðina undir vilja sinn. Opinskárri gagnrýni er illa tekið og hart er gengið fram í að þagga niður í þeim röddum sem tala máli alþýðu Póllands. Það uppátæki að leysa upp rithöfundasamtökin sýnir vinnubrögð stjórnarinnar. Án efa verða sett á laggirnar ný rithöfundasamtök þar sem lepp- ar kommúnista ráða lögum og lofum, stjórna því hvað út er gefið og hverjir fá peninga fyrir verk sín og lífsviðurværi yfirleitt. Sem sagt gamalkunna formið á ríkisrekstri þýlundaðra rithöf- unda. Sambandið milli kirkju og stjórnvalda er slétt og fellt á yfirborðinu. En vafasamt er að svo verði til langframa. Þegar vonsviknir Pólverjar hafa ekki í önnur hús að venda en að leita til kirkjunnar, sem þeir þá líta á sem þá einu stofnun sem þeir geta snúið sér til í raunum sínum og leitað liðsinnis, munu átökin milli kirkju og valdhafa aukast á ný. Heimsókn páfa til heima- lands síns s.l. sumar sýndi ótví- rætt hug Pólverja til kirkju sinnar og hvers þeir vænta af henni. Biskupsráðstefna gagnrýndi harðlega að afnám herlaga skyldi ekki verða afdráttarlausara en raun ber vitni og eins skilyrðin fyrir sakaruppgjöf þeirra leið- toga Samstöðu sem sátu í fang- elsum eða voru í felum. Einnig gagnrýndu biskuparnir hve lítið tillit valdhafar tækju til óska þjóðarinnar. Stjórnin reyndi að fá kirkjuna til að birta ekki ályktanir biskupsráðstefnunnar, en ekki var farið að þeim óskum. Málgögn kirkjunnar halda því fram að þau lög sem sett voru eftir afnám herlaga, séu ekki í anda þeirra mannréttinda sem stjórnin hafi lofað, og þess er krafist að staðið sé við þau fyrirheit sem látið var í veðri vaka að valdhafar mundu vinna að. Lofað var efnahagslegum endurbótum og að starfsfólk fengi nieiri áhrif á stjórn fyrir- tækja sem það vinnur hjá og fleira í þeim dúr. En á meðan „normaliseringin“ fer fram láta allar umbætur á sér standa. í ríkisreknu verkalýðsfélög- unum eru nú um 3.5 milljónir manna, sem er aðeins þriðjungur þeirra sem fylktu sér undir merki Samstöðu. Látið er í veðri vaka að þessi nýju verkalýðsfélög séu „afkomendur Samstöðu" og er mikill áróður rekinn fyrir að verkafólk gangi í þau. Ríkis- reknu verkalýðsfélögin ráða mörgum sjóðum og þau ráða m.a. yfir orlofsheimiium sem meðlimirnir eiga aðgang að og fleiru af því tagi. Samstöðumenn ráða ekki yfir öðru en viljanum um að lýðréttindi séu í heiðri höfð. Meðal þess frelsis sem Jaruzel- ski hefur komið á, eru lög um vegabréf og réttur manna til að fá gjaldeyri, sem áður var ekki fyrir hendi. Hægt er að velta fyrir sér hvaða skilyrðum það er bundið að fá vegabréf til Vestur- landa og gjaldeyri til ferðalaga. Efnahagsástandið er Jaruzel- ski einna þyngst í skauti. Það var allt í kaldakoli eftir Gierek- stjórnina og er það enn. Fyrir- tæki hafa fengið meiri völd til að ráða eigin framleiðslu og starf- semi, og verið er að reyna að koma verðlagningu í sæmilegt horf og láta þá framleiðslu kostn- að og markað ráða meiru cn áður var. Laun voru á sínum tíma lækkuð um fjórðung en seint gengur að hækka þau á nýjan leik eins og lofað var, og eru lífskjörin því bágborin. Svo á að heita að vöruskömmt- un sé ekki lengur við lýði, og er ekki lengur nema á kjöti og sykri, það er að segja á pappírun- um. Nú er hægt að fá mjólkur- vörur án mikilla vandkvæða og í sumar var nægilegt framboð á grænmeti. Þótt skömmtunar- seðlar-séu til fyrir kjöti er samt skortur á því á markaði og það sem fæst er léleg vara. Nokkrar vörutegundir sem ekki eru skammtaðar eru hreinlega ekki tU, svo sem kaffi. ísskápar og þvottavélar eru enn langþráður draumur pólskra heimila. Margt af þeim varningi sem á markaði er fullnægir hvergi nærri þeim gæðakröfum sem gerðar eru. Ófrelsi og skuldir hvíla enn þungt á Pólverjum en hvort frels- isþrá þeirra er enn óskert verður framtíðin að leiða í ljós. Oddur Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.