Tíminn - 09.09.1983, Síða 8

Tíminn - 09.09.1983, Síða 8
a Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur ; Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristfn Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (fþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Ámi Sæberg. Myndasafn: ' Eygló Stefánsdóttir Prófarkir: Kristfn Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrif stofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýsingasfmi 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknldeild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Stefnir í rétta átt ■ Þær hrikalegu kjaraskerðingartölur sem andstæðingar ríkisstjórnarinnar veifa þegar þeir leggja út af efnahagsað- gerðunum frá því í vor miðast að mestu leyti við óbreytta verðbólgu og ekki er tekið inn í dæmið hvernig færi ef lítið eða ekkert hefði verið að gert. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra upplýsti á fundi fyrr í þessari viku, að verðbólguhraðinn væri nú kominn niður í 50 af hundraði, en í maímánuði var hann á milli 120 og 130 af hundraði. Þetta eru gleðileg tíðindi sem staðfesta að við erum á réttri leið og þótt langt sé frá að efnahagsörðugleikarnir séu yfirstignir er þó einhver von til að upp birti. Síðar í þessum mánuði, kannski í næstu viku, verða vextir lækkaðir, og kemur skuldurum til góða og hagur atvinnuveg- anna vænkast. Með sama áframhaldi munu verðbætur á lán lækka verulega, en þar er sá hængur á að lánskjaravísitalan er mæld eftirá og verðbæturnar hlaðast á lánin á meðan aðrir verðbólguþættir minnka. Forsætisráðherra sagði á fundinum að framfærsluvísitalan hefði hækkað um 6.6 af hundraði í júlímánuði og var þá, verðbólgan 90% á ársgrundvelli, og í síðasta mánuði er hækkun hennar sennilega um 3,5%. Hún hefur að vísu ekki verið reiknuð út ennþá en hækkun byggingarvísitölu í ágúst var 3,93% og gefur það vísbendingu um hvað framfærsluvísi- talan fyrir þann mánuð verður og er verðbólguhraðinn þar með kominn í 50% á ársgrundvelli. Samkvæmt þessari þróun stenst sú spá Þjóðhagsstofnunar- innar að verðbólga verði komin niður í 30 af hundraði um áramót. Kjararýrnunin sem leitt hefur af ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar nemur nú um 13 af hundraði og mun enn aukast um 6 til 7 prósentustig fram til áramóta. Þetta er það gjald sem launþegar verða að greiða til að ná verðbólgunni niður og koma á stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar. Þegar efna- hagsaðgerðirnar voru kynntar var engin dul dregin á það að lífskjörin mundu versna og kaupmáttur minnka. Það hefur mjög verið gagnrýnt að ekki hafi verið ráðist að öðrum þáttum efnahagslífsins en kaupmætti launa. En þess ber að gæta að laun eru yfir 70% af þjóðartekjum, svo að erfitt er að koma við róttækum efnahagsaðgerðum til að ná niður verðbólgu ef launin eru ekki skert, og verða menn að hafa í huga hvernig ástandið var orðið og hvert stefndi þegar höggvið var á hnútinn. Fram hjá hinu má heldur alls ekki líta, að þegar verðbólguhraðinn var kominn upp í yfir 120% sl. vor lá ljóst fyrir að atvinnuvegirnir voru að komast á vonarvöl og við blasti lokun fjölmargra fyrirtækja og að fiskveiðiflotanum yrði ekki lengur haldið úti að óbreyttu ástandi. Það þarf nvorki mikla þekkingu né hugmyndaflug til að sjá hvernig það hefði leikið lífskjör alls þorra landsmanna. Fjöldaat- vinnuleysi til sjós og lands og fjárvana sjóðir hvergi nærri færir um að greiða bætur til hinna þurfandi. Þetta mætti hafa í huga þegar talsmenn andstæðinga stjórnarinnar tala fjálg- lega um hvernig kjaraskerðing leikur fjárhág heimilanna. Með hinum margumræddu ráðstöfunum hefur tekist að halda atvinnuvegunum gangandi og þar með fullri atvinnu og þótt menn beri minna úr býtum hafa þó allar vinnufúsar hendur nægan starfa. Eftir þá holskeflu hækkana á ýmissi vöru og þjónustu sem reið yfir skömmu eftir að efnahagsaðgerðirnar voru kunn- gerðar og kaupið fest, minnkaði tiltrú almennings að vonum á því að efnahagsþróunin væri á réttri leið, enda hækkaði þá flest nema kaupið. En nú þegar verulegur árangur er í sjónmáli má það ekki henda að áfram verði hægt að hækka verð á vöru eða þjónustu hverju nafni sem nefnist og enn síður þar sem vextir verða lækkaðir innan tíðar. Launþegar verða að fá að finna að fórnir þeirra séu ekki færðar til einskis. AROÐURS- HRINGEKJA ALÞÝÐU- BANDALAGS- INS Samningarnir viö Alus- uisse eru mikið á dagskrá þessa dagana enda loks kom- in hreyfing á þau mál eftir margra ára þjark og ekki annan árangur en þann að svissneski auðhringurinn hef- ur grætt háar upphæðir á allri þeirri töf sem orðið hefur á að fá raforkuverðið hækkað. Að sama skapi hafa íslend- ingar tapað. Haukur Ingi- bergsson skrifar um álmálið í Dag. Ber greinin það með sér að hún er skrifuð áður en samninganefndirnar hófu viðræður. Haukúr skrifar: „Á morgun hefst í Zúrich viðræðufundur með fulltrú- um Alusuisse. Er jafnvel bú- ist við því að samkomulag náist við svissneska auðhring- inn. Og um hvað verður samið? Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja til um það en búast má við að aðalatriði samkomulagsins verði hækk- að orkuverð sem fyrsta skref og ákvörðun um að hefja alhliða samningaviðræður þ.e. nákvæmlega það sem Guðmundur G. Þórarinsson sagði að mætti ná fram fyrir nær ári. Hefur þetta ár kostað íslenska þjóðfélagið millj- ónatugi og ráðherratíð Hjör- leifs Guttormssonar hefur alls kostað hundruð milljóna vegna þessa atriðis eins því það er næsta víst að ef rétt hefði verið á málunum haldið mátti ná svipuðum samning- um fram seint á síðasta ára- tug. Og gaman verður að sjá hvernig Hjörleifur Gutt- ormsson bregst við ef byrjun- arhækkun sú sem nú næst á rafmagnsverðinu verður 9,5 mills eða hærri í ljósi þess að vorið 1982 var Hjörleifur til- búinn að selja álhringnum rafmagn á 9,5 mills, en fann um það leyti þef af komandi kosningum, sneri við blaðinu og fórnaði íslenskum hags- munum til að geta notað álmálið á áróðurshringekju Alþýðubandalagsins! Viðskipti íslendinga við Alusuisse hafa mikið verið í sviðsljósinu undanfarin ár og verið eitt helsta áróðursmál Alþýðubandalagsins. Alla sína ráðherratíð var Hjörleifur Guttormsson að berjast við Alusuisse um hækkað raforkuverð til ál- versins í Straumsvík þótt menn deili raunar um hvort barátta Hjörleifs væri háð í alvöru eða hvort hann væri einungis að byggja upp áróð- ursstöðu fyrir Alþýðubanda- lagið, alla vega náði hann engum árangri, raforkuverð- ið til álversins var jafn lágt daginn sem hann fór úr ráð- herrastólnum og daginn sem hann settist í hann. Framkoma iðnaðarráð- herrans fyrrverandi í álmál- inu var ekki sannfærandi og raunar furðuleg með köflum. Ótímabærar yfirlýsingar, lítt grundaðir sleggjudómar og tíð skoðanaskipti hleyptu stífni í málið og samninga- nefnd sem Hjörleifur skipaði fékk alls ekki að taka þátt í samningaviðræðum; í þeim fengu einungis að taka þátt rauðleitir riddarar Hjörleifs konungs. Að lokum fór svo að full- trúi Framsóknarflokksins, Guðmundur G. Þórarinsson, sagði sig úr samninganefnd- inni. Guðmundur mat stöð- una á þeim tíma þannig áð mögulegt væri að hefja al- hliða samningaviðræður við Alusuisse m.a. um orkusölu- samninginn, samning sem í reynd hefur éngin endur- skoðunarákvæði og þá þegar mætti fá fram verulega hækk- un á orkuverðinu sem fyrsta skref í þá átt. Því miður var ekki hlustað á þetta mat Guð- mundar og Hjörleifur hélt áfram gönuhlaupi sínu“. HVER VAR ÁSTÆÐAN Mikið hefur verið rætt og ritað um þann atburð er Rússar skutu niður suður- kóreanska farþegaflugvél í fyrri viku. Þeir réttlæta gjörð- ir sínar með því' að kenna Bandaríkjamönnum um verknaðinn og að flugvél með 369 farþega innanborðs hafi verið í njósnaflugi yfir hernaðarlega mikilvægum stöðum. Magnús Bjarnfreðs- son skrifar um fjöldamorðin í DV og reynir að finna skýringu á hvers vegna þann- ig var að verki staðið. Hann skrifar: „Segja má að hver skýring- in og viðbáran, sem Sovét- menn hafa sent frá sér um þetta mál, sé hinni hálfvita- legri. í fyrstunni gripu þeir til gamla góða ráðsins: Að kenna Bandaríkjamönnum um mistök sín og ásaka far- þegaflugvélina um njósnir. Fljótlega komust Sovétmenn þó að því að þessi afsökun var haldlítil. Allir, sem vilja vita, vita það að unnt er að taka nákvæmar myndir af smæstu hlutum utan úr geimnum, svo að fráleitt er að farþegavél sé að pukrast við leynilega myndatöku að næturlagi yfir hernaðar- mannvirkjum Sovétmanna. Hinar nákvæmu upptökur á fjarskiptum sovésku herflug- mannanna við stjórnstöðvar í landi, sem greinilega hafa komið Sovétmönnum mjög í opna skjöldu, afsanna líka að nokkur þörf sé á slíku „njósnaflugi“. Þá var gripið til þess ráðs að láta líta svo út að Sovét- menn hafi álitið flugvélina bandaríska njósnavél. Til þessa hálmstrás var gripið þegar Rússum varð ljóst að bandarísk könnunarflugvél hafði verið á flugi í þessum heimshluta um svipað leyti, þó langt frá kóreönsku vél- inni. Þetta hálmstrá hafa Sov- étvinir á ýmsum fjölmiðlum gripið dauðahaldi í og tíunda þetta flug í hvert skipti sem þeir minnast á morðið (sem raunar heitir víða ýmsum mildandi nöfnum). En jafnvel þessi skýring vekur ýmsar mjög óþægilegar spurningar. Hefði þarna ver- ið um bandaríska könnunar- flugvél að ræða, myndu Bandaríkjamenn þá hafa tek- ið því þegjandi og hljóðalaust að hún yrði skotin niður? Var ásetningurinn þá fyrst og fremst að niðurlægja Bandaríkjamenn fyrir af- vopnunarviðræður, jafnvel að koma í veg fyrir að þær yrðu haldnar? Og áfram má spyrja: Eru flugvélar, sem fljúga inn í lofthelgi annarra ríkja, réttlausar ef þær villast éða tilkynna sig ekki? Hvað þá um allar rússnesku flug- vélarnar í Kúbu-fluginu sem laumast um alþjóðlega flug- stjórnarsvæðið austur og suður af íslandi og eins og fyrir tilviljun koma oft ansi nálægt ratsjárstöðinni hér suðaustanlands? Mega varn- arliðsþotur héðan skjóta slík- ar vélar niður án fyrirvara? Auðvitað ekki, en hefðu Rússar grandað bandarískri vél f sinni lofthelgi er ekki vafi á því að spenna hefði stóraukist hér við land. Var leikurinn til þess gerður? ALMENNINGS- ÁLIT Auðvitað vissu Rússar vel hvað þeir voru að gera, að þeir voru að skjóta niður varnarlausa farþegaflugvél og enga njósnaflugvél. Þessar viðbárur þeirra eru því út í hött og eru kannski fyrst og fremst afkáralegar af því að þær koma á afturfótunum eftir að glæpurinn hefur verið afhjúpaður. En kannski var ætlunin að kenna Banda- ríkjamönnum um morðið, gera þá ábyrga með aðstoð fjölda dyggra liðsmanna í áróðursiðju um víða veröld. í raun er það langsennileg- asta skýringin að þetta kald- rifjaða morð hafi átt að verða áróðursfóður, enda þótt mál- ið hafi snúist á annan veg. Sumir höfðu á orði, þegar Ijóst var hvað hafði gerst að óskiljanlegt væri að Rússar skyldu gera annað eins og þetta því að það spillti svo áróðursstöðu þeirra. Þarna erum við komin að ákaflega athyglisverðu atriði, sem rétt er að staldra við í lokin, því að í slíkum vanga- veltum felst grundvallarmis- skilningur. Það er kominn tími til þess að menn átti sig á því að Rússa varðar ekkert um almennigsálit á þeim á Vesturlöndum. Við Vestur- landabúar höfum að vísu á stundum gælt við þá hugsun að almenningsálit á Vestur- löndum hafi frelsað eins og einn og einn bandingja af geðveikrahælum. Þessu hafa Rússar gert lítið úr og ef til vill hafa þeir rétt fyrir sér, þeir hafi í raun verið að losa sig við innanmein og um leið friðað nokkra nytsama sak- leysingja. f raun og veru varðar Rússa ekkert um okkar álit á þeim, þeir komast af án þess. Það sannar sagan svo að ekki verður um villst. Þeir fóru inn í Ungverjaland, þeir fóru inn í Tékkóslóvakíu, þeir fóru inn í Afganistan og þeir beygðu Pólverja. í öll skiptin virtist almenningur á Vestur- löndum ætla af göflum að ganga. En hvað svo? Ekkert, nákvæmlega ekkert. Rússar hafa alltaf vitað að þeir ynnu ekki Vesturlönd með því að almenningsálitið yrði þeim hagstætt. Vesturlandabúar hafa löngu afþakkað komm- únisma. En um einn hluta almenn- ingsálitsins varðar Rússa. Það er hvernig tekst að snúa almenningsálitinu gegn stjórnvöldum á Vestur- löndum sjálfum og þá fyrst og fremst gegn tilburðum þeirra til að halda uppi vörn- um gegn rússneska herveld- inu. Þá varðar ekkert um hvemig Vesturlandabúar taka brölti Kremlverja, svo lengi sem þeir amast við við- brögðum stjórnvalda á Vest- urlöndum. Þeir mega skamma ráðstjórnina eins og þeir vilja, svo lengi sem þeir draga varnarbandalög Vest- urlanda í sama dilk. Hið besta sem Kremlverja getur hent er að hernaðarbandalög séu lögð að jöfnu í umræðu á Vesturlöndum. Það hefur þeim að verulegu leyti tekist hin síðari ár með „friðar- hreyfingunum" sem vilja af- vopna Vesturlönd fyrir þá svo að eftirleikurinn verði auðveldur. Kannski hefur hið kaldrifj- aða morð á varnarlausu fólki um borð í kóreönsku vélinni átt að vera liður í þeim leik. Og kannski tekst „velviljuð- um" mönnum að tengja glæp- inn Vesturlöndum áður en lýkur. Við bíðum og sjáum hvað setur.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.